Morgunblaðið - 26.07.2011, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 26.07.2011, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2011 Norðmönnum vottuð samúð Biðröð var við sendiráð Noregs í Reykjavík klukkan tvö eftir hádegi í gær þegar opnuð var minningarbók fyrir alla þá sem vilja votta Norðmönnum hluttekningu og samúð sína vegna fjöldamorðanna á föstudaginn var. Minningarbókin mun liggja frammi í sendiráðinu í dag og á morgun frá klukkan 10-12 og 14-16. Ómar Undirritaður hefur undanfarið sem og oft áður velt ýmsum atrið- um í heilbrigðiskerfinu fyrir sér, nú síðast vegna greinaskrifa í Morgunblaðinu. Í fyrsta lagi umfjöllun Morgunblaðsins um skráningar í sjúkra- skrá og hverjir hafa aðgengi að þeim, sem og stórgóð og opinská grein Lúðvíks Ólafssonar lækninga- forstjóra Heilsugæslu höfuðborg- arsvæðisins um ástandið í heilbrigð- ismálum. Við hér í Fjarðabyggð sunnan Oddskarðs höfum ekki farið var- hluta af ástandinu eins og alþjóð ætti að vera kunnugt um og mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum. Ástæðan fyrir því ástandi eru stjórnunarhættir stjórnenda HSA. Eyðileggingin á þeirri ágætu heilbrigðisþjónustu sem hér var byrjaði þegar stjórnendurnir ákváðu að kæra yfirlækni heilsu- gæslunnar í Fjarðabyggð fyrir fjár- drátt og settu hann af hinn 12.2. 2009 vegna þess. Ekki fóru stjórn- endur eftir stjórnsýslulögum og ekki fékk læknirinn að bera hönd fyrir höfuð sér og þrátt fyrir að öll þau embætti er rannsökuðu málið og sjá um rannsókn slíkra mála í landinu hafi komist að þeirri nið- urstöðu að ekki væri ástæða til að aðhafast neitt frekar í því máli og læknirinn var aldrei ákærður þá börðu stjórnendurnir höfðinu í steininn og héldu áfram því er venjulegt fólk lítur á sem ofsóknir og höfðu sig mjög í frammi í fjöl- miðlum. Íbúar svæðisins sýndu vilja sinn í verki og heilbrigðisráðuneytið fékk tvisvar afhenta undirskriftalista þar sem vilji íbúanna kom skýrt fram. Einnig var haldinn fjölmennur íbúa- fundur þar sem þáverandi ráðu- neytisstjóra Berglindi Ásgeirs- dóttur og þáverandi landlækni Matthíasi Halldórssyni var gert ljóst hver vilji íbúanna væri. Fjöldi einstaklinga og samtaka á svæðinu fór á fund ráðuneyt- isins til að ræða þetta ástand og fengu a.m.k þrír ráðherrar fjölda bréfa varðandi þetta mál. Ákváðu yfirvöld og stjórnendur að hundsa algjörlega vilja íbú- anna. Á meðan á þessu stóð var boð- aður gríðarlegur niðurskurður og sparnaður í heilbrigðiskerfinu en framkvæmd hans hér hjá HSA fólst m.a í því að manna stöðu yfirlækn- isins með nýjum og nýjum aðilum og var gengið svo hart fram í því að læknar voru ítrekað fluttir inn frá Svíþjóð til að vinna langa helgi. Óska ég hér með eftir því að ráðu- neytið upplýsi almenning um kostn- að ríkisins vegna þessara stjórn- unarhátta. Eins og fram kemur t.d. í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2009 hafði „fjármálastjórnun Heil- brigðisstofnunar Austurlands hefur verið ófullnægjandi frá upphafi, en þó sérstaklega frá 2006“. Ég leyfi mér að fullyrða að ekki hefur ástandið lagast frá þeim tíma. Yfirlæknirinn er enn búsettur hér á Eskifirði og á hér stóra fjöl- skyldu en hann hefur unnið alls staðar á landinu við góðan orðstír og á Norðurlöndunum en hann má bara ekki vinna heima hjá sér. Hon- um hafði verið sagt upp án form- legrar áminningar. Mér er spurn hvort þetta sé ekki brot á mannréttindum. Þetta þykir okkur íbúunum með miklum ólíkindum og flokka ég þetta undir stjórnleysi og haturs- stjórnun óhæfra stjórnenda og eng- inn sér nokkra skynsemi í þessu framferði. Yfirlæknirinn var búinn að starfa hér í Fjarðabyggð frá árinu 1998 og er sérfræðingur í heimilislækning- um og almennt vel liðinn hér eins og undirskriftalistarnir báru með sér. Almenningur spyr sig hvernig má þetta vera? Því fer fjarri að ráðuneytið hafi ekki verið vel upplýst alveg frá byrjun hver vilji íbúanna væri sem og hvernig ástandið í heilbrigð- ismálum væri og á þessum tíma hefur ástandið síst farið batnandi hér sem annars staðar á landinu. Þar sem HSA er ekki fjölskyldu- fyrirtæki skyldi maður ætla að ráðuneytið væri sá aðili sem tryggja ætti hag íbúanna og grípa inn í þegar almannahagsmunir væru í hættu og þar ætti land- læknir einnig að leggja lóð sitt á vogarskálina þar sem ástandið í heilbrigðismálum sunnan Odd- skarðs er í miklum ólestri og hann hefur verið vel upplýstur um það. Það skal tekið fram að undirrit- aður er ekki að gera lítið úr því að e.t.v. hafi stjórnendur HSA þurft að fá skýringar á einhverjum atriðum en viðbrögð þeirra og afleiðingar fyrir okkur íbúana og lækninn og fjölskyldu hans eru af þeirri stærð- argráðu að engin mistök réttlæta þau. Málið snerist um ofgreidd laun sem einfalt hefði verið að leiðrétta en því var hafnað og hlýtur ein- hvers konar ásetningur að hafa leg- ið til grundvallar þeirri ákvörðun. Er ég því algjörlega sammála Lúðvík þegar hann segir „að hluti af stóra vandamálinu er að við er- um með fólk sem fær að taka ákvarðanir án þess að hafa til þess þekkingu og reynslu.“ Skráning í sjúkraskrá: Mikið hefur verið skrifað um það undanfarið hverjir hafa og mega hafa aðgang að sjúkraskrám og kemur það skýrt fram á vef land- læknisembættisins hverjir það eru sem mega hafa aðgang og eru það heilbrigðisstarfsmenn skv. 2 grein: Sjúklingur: Notandi heilbrigðis- þjónustu. Heilbrigðisstarfsmaður: Ein- staklingur sem starfar í heilbrigð- isþjónustu og hlotið hefur löggild- ingu heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra til slíkra starfa. Meðferð: Rannsókn, aðgerð eða önnur þjónusta sem læknir eða ann- ar heilbrigðisstarfsmaður veitir til að greina, lækna, endurhæfa, hjúkra eða annast sjúkling. Vísindarannsókn: Rannsókn sem gerð er til að auka við þekkingu sem m.a. gerir kleift að bæta heilsu og lækna sjúkdóma. Mat vís- indasiðanefndar eða siðanefndar skv. 29. gr. á rannsókninni verður að hafa leitt í ljós að vísindaleg og siðfræðileg sjónarmið mæli ekki gegn framkvæmd hennar. . Fer ég hér með fram á það við Landlæknisembættið að það geri úttekt á því hverjir hafa haft og hafa fengið aðgang að sjúkraskrám okkar íbúanna hér í Fjarðabyggð sunnan Oddskarðs á liðnum miss- erum. Getur verið að aðilar sem ekki teljast til heilbrigðisstarfsfólks sam- kvæmt skilgreiningu laga séu að vinna í sjúkraskrám íbúanna? Samkvæmt 12. og 13.grein laga um sjúkraskrá er það alveg á hreinu hverjir það eru sem hafa þennan rétt. Eins kemur það skýrt fram hjá Persónuvernd um meðferð sjúkra- skrárupplýsinga að ef nota eigi upplýsingar úr sjúkraskrá í annað en rannsóknir í þágu vísinda þá byggir vinnsla persónuupplýsing- anna í þágu rannsókna á upplýstu samþykki hinna skráðu ein- staklinga. Ef ekki liggur fyrir upp- lýst samþykki eða lagaheimild þarf að sækja um leyfi fyrir rannsókn- inni. Eins og alþjóð veit þá notuðust stjórnendur HSA við upplýsingar úr sjúkraskrá íbúa Fjarðabyggðar í krossferð sinni gegn yfirlækninum og því vil ég spyrja hvort rétt sé að forstöðumaður lækninga, Stefán Þórarinsson, hafi í nóvember 2010 og í janúar 2011 (en þá var löngu búið að reka yfirlækninn) farið inn í sjúkraskrár 434 íbúa Fjarðabyggð- ar án þess að hafa fyrir því upplýst samþykki viðkomandi aðila í úttekt sem þjónar hvorki vísindahags- munum né heldur hagsmunum íbú- anna? Einnig fer ég fram á það að Landlæknisembættið geri úttekt á því hvort ófaglært starfsfólk, tækni- menn og forstjórinn hafi haft að- gang að sjúkraskrá okkar íbúanna. Ég óska að gefnu tilefni eftir því að Landlæknisembættið geri sjálf- stæða úttekt á þessu þar sem ég veit að það getur nálgast þessar upplýsingar án milligöngu eða upp- lýsinga frá HSA. Hvet ég íbúa Fjarðabyggðar til að kynna sér lög um réttindi sjúk- linga en þar segir m.a. í 20. grein „Þrátt fyrir skiptingu landsins í heilsugæsluumdæmi samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu á sjúklingur rétt á að leita til þess læknis sem honum hentar best. Þá á hann rétt á að fá álit annars lækn- is á greiningu, meðferð, ástandi og batahorfum. Sama gildir um aðra heilbrigðisstarfsmenn.“ Þessi ábending er sett fram að gefnu tilefni. Læt ég þetta nægja að sinni en fullt tilefni hef ég til frekari greina- skrifa og mun ég þá fara nánar yfir hverjir hafa komið þessu máli og eru því ábyrgir fyrir ástandinu hér í Fjarðabyggð. Eftir Björn Grétar Sveinsson » Fer ég hér með fram á það við Landlækn- isembættið að það geri úttekt á því hverjir hafa haft og hafa fengið að- gang að sjúkraskrám okkar íbúanna hér í Fjarðabyggð sunnan Oddskarðs á liðnum misserum.Björn Grétar Sveinsson Höfundur er fv. formaður Verka- mannasambands Íslands og íbúi á Eskifirði. Heilbrigðisþjónusta í dreifbýli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.