Morgunblaðið - 26.07.2011, Side 21

Morgunblaðið - 26.07.2011, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2011 ✝ Árni SævarKarlsson fæddist í Víkum á Skaga 24. sept- ember 1950. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 19. júlí 2011. Árni var sonur hjónanna Karls Hinriks Árnasonar (f. 15.3. 1902, d. 25.12. 1995) bónda í Víkum og konu hans Mar- grétar Jónsdóttur (f. 12.2. 1910, d. 19.11 1986). Systkini hans eru Finnur (f. 16.7. 1937), Lilja (f. 26.10. 1938), Valgeir (f. 11.9. 1943) og Sig- ríður Björk (f. 23.4. 1947). Þau búa öll í Víkum nema Sigríður Björk sem býr í Noregi. Eig- inmaður hennar er Yngve Bo- tolfsen og þau eiga dæturnar Silju (f. 3.5. 1979 ) og Lindísi (f. 15.5. 1982). Sonur Silju er Em- il (f. 18.4. 2008). Árni ólst upp í Víkum og starfaði þar við búskap og útgerð mestan hluta ævi sinnar. Hann sótti ýmis námskeið tengd vélavinnu og við- gerðum og vann mikið við þess háttar störf meðfram bú- skapnum. Hann var í milli- landasiglingum í eitt ár og á síðari árum gerði hann út bát- inn Sæfara með nágrönnum sínum á Hrauni og í Höfnum og var vélamaður bátsins. Hann var ókvæntur og barn- laus. Útför Árna fer fram frá Ketukirkju á Skaga þriðjudag- inn 26. júlí 2011 kl. 14. Samfélagið yst á Skaga er ekki fjölmennt. Þess vegna byggist það á samheldni og samhjálp af ýmsu tagi. Við sem höfum aðallega dval- ist þar á sumrin undanfarin ár höf- um kynnst þessu vel og notið þess. Í slíku samfélagi gegnir hver ein- staklingur mikilvægu hlutverki eða hlutverkum og í því felst um leið að þegar einhver er skyndi- lega kallaður af vettvangi munar mikið um það. Árni Sævar Karlsson, eða Addi í Víkum eins og hann var oftast kallaður, var einn mikilvægasti og ljúfasti liðsmaðurinn í þessu sam- félagi. Auk þess að vinna við bú- skapinn í Víkum með systkinum sínum hafði hann samvinnu við ná- granna sína á Hrauni og í Höfnum um ýmis störf, bæði í búskap og útgerð. Á annatímum var hann líka á sífelldum þönum á milli bæja að gera við vélar og tæki eða sinna ýmiss konar vélavinnu, enda allra manna greiðviknastur. Við ná- grannarnir í Ásbúðum nutum þess í ríkum mæli og þau eru ófá skiptin sem hann kom okkur til bjargar á einn eða annan hátt þegar eitthvað þurfti að gera eða laga. Addi var glaðvær og kátur og hafði gaman af að segja sögur, eins og þau Víknasystkin öll. Við nutum þess oft þegar hann kom í heimsókn til okkar og þáði tesopa eða aðra hressingu. Við eigum eftir að sakna hans mikið. Um leið og við þökkum honum alla hjálpina, skemmtunina og vinátt- una undanfarin ár vottum við systkinum hans, öðrum ættingj- um og nágrönnum og vinum á Skaga innilega samúð. Þau hafa öll misst mikið. Sigríður Magnúsdóttir og Höskuldur Þráinsson, Snæbjörn Sveinsson og Ingi- björg Þórðardóttir, Nína Björk Ásbjörnsdóttir og Björn Ágústsson og fjölskyldur Okkur setur hljóð við fráfall Árna Karlssonar í Víkum á Skaga. Hugur leitar hálfa öld aftur í tím- ann þegar ég, smá polli, var send- ur í sveit á næsta bæ. Mannleg hlýja Víknafólksins snart mig strax og henni gleymi ég aldrei. Löngu seinna kom ég svo norður með fjölskyldu mína og sonur minn lítill var fljótur að skynja hina hæglátu góðvild og fíngerða húmor Árna, sem hann dróst strax að. Í hugskoti mínu sé ég þá enn, Árni að dytta að miðstöðinni en strákur hugfanginn á stjákli í kring um hann, uppljómaður af hrifningu að hitta þennan mikla vélamann sem þar að auki talaði við hann sem jafningja. Árni var hógvær maður og lít- illátur. Hann var mikill listamaður í höndum og var jafnvígur á tré og járn og hvaða efni sem var. Alveg einstakt lag hafði hann á að koma öllum gerðum véla og tækja í gang þó öðrum virtist þar um ónýtt drasl að ræða. Sumarið 2007 lenti undirritaður í vandræðum þegar tímareim slitnaði í Land Rover bíl þarna í grjótinu norður við ysta haf. Hvert var þá leitað? Nú auðvitað til Árna í Víkum og hann bjargaði málunum. Þannig var ævinlega þegar til hans var leitað. Margir urðu því til að kalla eftir kröftum hans og hann sást ekki fyrir þegar samferðarmenn þörfnuðust að- stoðar. Slíkir menn slitna oft um aldur fram. Systkinum hans vott- um við samúð. Blessuð sé minning Árna Karlssonar. Hann var drengur góður. Gunnar Þórarinn Grettisson og fjölskylda. Bjartur og fagur júlímorgun, maður dáist að fegurð kyrrðarinn- ar, þögnin er rofin með símhring- ingu, í símanum er Lillý að segja að hann Addi liggi alvarlega slas- aður og sé ekki hugað líf á sjúkra- húsi í Reykjavík. Hvað getur maður sagt á svona stundu? Ekki neitt. Jú, það er rétt: Addi er mikið slasaður og við tekur tómleiki en svo fara að rifj- ast upp fyrir manni þær góðu stundir sem við Addarnir áttum þegar ég var í sveit sem strákpolli í Víkum. Við urðum strax leik- félagar og brölluðum margt, sumt sem ekki mátti segja frá, en var rifjað upp þegar menn voru orðn- ir eldri og sögðu þeir sem eldri voru: ja hérna. Já, eitt og annað var brallað, eins og að smíða bát sem við fórum með fram að vötn- um, pístólur voru smíðaðar og kofa byggðum við svo eitthvað sé nefnt. Í vötnunum veiddum við silung og var afli oft góður, við óð- um með netunum þegar við vitj- uðum um og stungum silungnum ofan í klofstígvélin sem síðan varð til þess að buxurnar okkar urðu illa lyktandi og á endanum feng- um við tiltal fyrir hátternið, það sama var uppi á teningnum þegar báturinn okkar fannst fram við vötn, hann fékk nafnið Lífs- og sálarháski. Pístólusmíðin hafði sinn tilgang eins og annað, það uppátæki væri ekki vel séð í dag, en allt þetta þroskaði mann og við lærðum á hlutina og eins hitt: við urðum að hafa fyrir því að finna okkur afþreyingu þó alltaf hafi verið nóg að starfa í sveitinni við sveitarstörfin. Í kofanum löguð- um við okkur kakó sem ég held að hafi verið komið fram yfir síðasta söludag. Við ákváðum alltaf að vera heima þegar farið var í kaup- stað því þá var ýmislegt brallað, t.d. farið út í Mánavík og varg- fuglum fækkað. Það væri hægt að segja frá mörgu fleira en þær minningar eru minningar mínar um góðar stundir með Adda K. vini mínum. Laghentur var Addi svo um var talað og hafði hann yndi af að grúska í vélum og gera við þær og nýttist það bæði heima í Víkum sem og í sveitinni í kring. Við höf- um veitt fleira en silung en tvisvar kom hann hingað austur til mín til á hreindýraveiðar, þær ferðir voru meira heldur en bara að veiða, við vinirnir rifjuðum upp okkar sam- verustundir. Tvær ferðir fór ég norður í Víkur til veiða í Langa- vatni og Aravatni. Þegar ég kom nú í vor þá ræddum við um að gaman væri að endurtaka ferðina í Aravatnið og vita hvort við gætum ekki fengið ennþá stærri fiska en við fengum síðast, þá var einnig rætt um að gaman væri fyrir þig og bræður þína að koma austur að fá að fara í skoðunarferð í álverið hér á Reyðarfirði. Já, það eru bara sex vikur síðan við vinirnir ræddum um hitt og þetta en nú ert þú farinn í þá ferð sem allir fara í en enginn veit hve- nær verður. Jæja, kæri vinur, það verður ekki aftur snúið, við fé- lagarnir Addi K. og Addi Á. eigum ekki eftir að fara í fleiri veiðiferðir, en eftir sitja í huga mínum góðar minningar. Ég bið góðan guð að styrkja eftirlifandi systkin og vini. Hafðu þökk fyrir allt og hvíl í friði. Þinn vinur Ásmundur Ásmundsson (Addi Á.) og fjölskylda. Í Víkum og Höfnum – á Hrauni og Tjörn er hryggð og um sveitina alla. Hann Árni er farinn og erfitt um vörn er örlagadómarnir kalla. Svo skelfileg eru oft reynslunnar ris sem ráða í þolmörkin einu. Og vont er að sætta sig við þetta slys þó verði ekki áfrýjað neinu. En okkur finnst dapurt að missa þann mann sem með okkur baráttu háði. Því vinur og félagi frækinn var hann og falslaus í hugsun og ráði. Svo kveðjan í öllu er einlæg og sönn er enduð er líftímans saga. Og saknað hans verður í sérhverri önn í sveitinni um ókomna daga. (RK) Fyrir hönd nágranna, Steinn Rögnvaldsson. Við systurnar vorum svo heppnar að fá að kynnast Adda og systkinum hans í Víkum þegar við vorum hjá þeim í sauðburði sitt vorið hvor á unglingsárunum. Okkur leið mjög vel hjá þeim enda er erfitt að finna ljúfara fólk. Við eigum margar góðar minningar úr eldhúsinu hjá þeim þar sem sagð- ar voru margar skemmtilegar sögur. Í gegnum tíðina höfum við líka hitt Adda reglulega þegar við komum í Ásbúðir. Addi var alltaf hress og glaður þegar maður hitti hann. Hann og öll systkinin voru alltaf til í að aðstoða ef á þurfti að halda. Það var gott að vita af þeim á næsta bæ. Fráfall Adda er ósanngjarnt og hræðilegt áfall og mun hafa áhrif víða á Skaganum, ekki síst hjá systkinum hans í Víkum. Við mun- um sakna þess að hitta hann þegar við komum norður. Elsku Lillý, Finnur, Valli, Sigga og fjölskylda. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð á þess- um erfiðu tímum. Ykkar missir er mikill. Takk fyrir allt, kæri Addi, þín verður sárt saknað. Hvíl í friði. Guðrún Þuríður og Margrét Lára Höskulds- dætur. Árni Sævar Karlsson Ég hugsa til Vig- gós afa míns með mikilli hlýju og væntumþykju. Minningarnar kalla fram söknuð, þakklæti og bros á vör. En víst er það gott að geta gefið þann hljóm í strengi, sem eftir að ævin er liðin, ómar þar hlýtt og lengi. (Sigurjón Friðjónsson) Guðrún Nanný Vilbergsdóttir. Látinn er kær vinur og sam- starfsmaður, Viggó Norðquist. Fregnin kom mér á óvart, þó að hann hafi verið orðinn mikið veik- ur. Hann átti langt og farsælt líf að baki, hamingjumaður í einkalífi sem lifði fyrir vinnu sína hverju sinni, svo mjög að stundum gekk minn maður fram af sínu fólki. Það var ekki hans stíll að taka vinnuna ekki með heim, að loknu dags- verki. Nýtingin þann daginn réð því hvernig lá á mínum. Viggó kynntist ég ungur dreng- ur, þegar ég fór að venja komur mínar inní verksmiðju föður míns inná Torfnesi. Hann réðst til starfa þar um 1960 sem yfirverk- stjóri í nokkuð fjölbreyttri starf- semi sem þar fór fram. Strax við fyrstu kynni leyndi sér ekki að Viggó var afar þolinmóður og skipti nánast aldrei skapi þó að til- Sigurður Viggó J. Nordquist ✝ SigurðurViggó J. Nord- quist fæddist í Bol- ungarvík 20. sept- ember 1921. Hann lést hinn 10. júlí 2011. Útför Viggós fór fram frá Garða- kirkju, Álftanesi, 15. júlí 2011. efnin væru ærin, þar sem mikið var af ungum krökkum í vinnu og svo við hin sem vorum að sníkja okkur rækju í gogg- inn. Síðan unnum við saman á sumrin þeg- ar ég stálpaðist, við viðhaldsvinnu og ýmislegt sem til féll. Má segja að í honum ég hafi ég eignast minn fyrsta trygga vin úr hópi fullorðinna sem fylgt hefur mér fram á þennan dag. Að loknu námi mínu í MÍ hófst fyrir alvöru samstarf okkar sem stóð í u.þ.b.15 ár. Þar bar aldrei skugga á, mannkostir hans nýtt- ust fullkomlega í erilsömu starfi, sem óx mjög að umfangi nánast allan þennan tíma. Húsbóndaholl- ustu sýndi hann okkur feðgum alla tíð og samstarfsfólki sínu reyndist hann sanngjarn og vinsamlegur yfirmaður. Þegar mikið gekk á var helst hægt að merkja á andliti hans meiri roða en venjulega, það var líka það eina. Viggó á sinn drjúga þátt í mikilli uppbyggingu verksmiðjunnar á nýjum stað við Sundahöfn. Þar var unnið á vöktum allan sólarhringinn í nokkur ár, þannig að mikið mæddi á honum við niðurröðun á vaktir og skipulag allt. Mikið álag, miklar pælingar hæfðu hans mann- gerð fullkomlega. Enginn óþarfa asi, engin hróp og köll, allt lék þetta einhvernveginn svo auðveldlega í höndum hans. Hann var í essinu sínu! Lokun verksmiðjunnar var okkur sameiginlegt áfall, og fann ég hversu annt honum var um mig og hvað við tæki hjá mér. Má með sanni segja að með lokun á fimm rækjuvinnslum við Djúp hafi mannlíf og atvinnulíf þar með látið mikið á sjá. Viggó var þrekvaxinn maður og sterkur vel. Hann var fríður maður með milda ásjónu. Útlit hans hæfði einhvernveginn svo fullkomlega manngerðinni, án þess að ég geti nokkuð skýrt það nánar. Hann var bara einhvern- veginn svo yndislegur eins og hann var. Viggó átti góða konu í henni Jönu sinni og eignuðust þau fjög- ur mannvænleg börn. Sorgin knúði dyra hjá fjölskyldunni þeg- ar Jón Viggósson lést af slysför- um, langt um aldur fram. Einnig var þeim erfitt að missa Tedda bróður Viggós, sem einnig lést af slysförum á besta aldri. Er ég kveð vin minn hinsta sinni er hugur minn fullur þakk- lætis fyrir kynni okkar. Jönu, börnum og fjölskyldum votta ég einlæga samúð mína og fjölskyldu minnar. Viggó mínum bið ég blessunar Guðs. Blessuð sé minn- ing hans. Eiríkur Böðvarsson. Að Viggó gengnum er heil kyn- slóð farin yfir móðuna miklu. Hann var næstelstur af föðursystkinum mínum og lifði þau öll. Mikill sam- gangur var á milli pabba sem var yngstur og okkar fjölskyldu ann- arsvegar og Viggós og fjölskyldu hinsvegar. Alltaf var gaman að koma í Skipagötuna, fá gott að borða og njóta samverunnar, um jólin sem og á öðrum tímum af ýmsum tilefnum. Alltaf sungum við saman Heims um ból um jólin við undirleik Vilbergs yngsta sonar Viggós á píanóið og eru þær stund- ir frá uppvaxtarárum mínum mér mjög minnisstæðar. Þau tengsl sem mynduðust á þessum árum milli okkar systkin- anna og barna Viggós hafa haldist allt til þessa dags og er ég mjög þakklátur fyrir það. Það er ekki sjálfgefið á þessum tíma hraða og streitu í þjóðfélaginu. Sigrún, elsta barn Viggós og Jönu reynd- ist okkur systkinunum síðan sem klettur í hafinu á erfiðum tímum fyrir nokkrum árum, er móðir okkar lést. Sömuleiðis langar mig að minn- ast sjötugsafmælis Viggós á Ísa- firði í Húsmæðraskólanum, um það leyti sem hann lét af störfum eftir farsælan starfsferil sem verkstjóri í Niðursuðuverksmiðj- unni og þau Jana fluttu til Reykja- víkur til að njóta elliáranna í faðmi afkomendanna. Ættingjarnir og margir forkólfar í atvinnulífinu á Ísafirði voru mættir í veisluna, mikil gleði, sungið og að sjálfsögðu var Vilberg við píanóið. Faðir minn lést fyrir aldur fram, en alltaf var ég stoltur af Viggó fyrir að fylla næstum ní- unda tuginn. Hann hefði orðið ní- ræður í september. Þó fylgir yf- irleitt sá böggull skammrifi þegar háum aldri er náð, að ýmsir veiga- miklir þættir heilsunnar bregðast. Föðurbróðir minn var engin und- antekning hvað það varðar. Síð- ustu æviárin glímdi Viggó við erfið veikindi, magakrabbamein skömmu eftir áttrætt, sem hann náði sér aldrei að fullu af og veru- lega var af honum dregið síðustu árin. Þegar svo er komið er oft betra að fá að fara. Horfinn er kær föðurbróðir og mikill persónuleiki, sem gaman hefði verið að njóta samvista við örlítið lengur. Hans verður sárt saknað af stórum hópi afkomenda í þrjá ættliði, tengdafólks og eft- irlifandi eiginkonu. Þeim öllum votta ég samúð mína og bið Guð að blessa minningu Viggós. Theódór Norðkvist. Örlögin reynast mörgum grimm, ungur maður fer til fram- haldsnáms til Skotlands en greinist þar með illvígan sjúkdóm sem hann berst hetjulega og af ótrúlegu æðruleysi við til síðustu stundar. Sigþór Bessi var þriðja barnið sem fæddist í fimm vinkvennahóp sem tengdist órjúfanlegum bönd- um í menntaskóla. Hópurinn sem nú telur hátt í þriðja tug manns hefur farið árlega í útilegu og Sigþór Bessi Bjarnason ✝ Sigþór BessiBjarnason, fæddist í Reykja- vík 9. september 1985. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 6. júlí 2011. Útför Bessa var gerð frá Lang- holtskirkju 15. júlí 2011. skíðaferðir. Ofarlega í minn- ingu okkar allra nú, er skíðaferð til Siglu- fjarðar í mars síðast- liðnum. En þangað keyrði Bessi ásamt Ernu unnustu sinni og komust bæði á skíði þrátt fyrir að veikindi hans væru orðin mikil. Var skíðað, spilað, dansað og farið í leiki fram á nótt – og Bessi með eins og allir hinir. Munu þessar minningar alltaf verða okkur mikilsvirði. Mikill harmur er nú kveðinn að ástvinum Bessa og sendum við Guðrúnu, Bjarna, Ernu, Magnúsi og Sólveigu innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning góðs drengs. Áslaug, Ólöf, Sigríður, Unnur Steina og fjölskyldur. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800                          Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.