Morgunblaðið - 26.07.2011, Page 24

Morgunblaðið - 26.07.2011, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2011 Aldarminning Pétur Júlíus Jó- hannsson fæddist í Skógarkoti í Þing- vallasveit 18. júlí 1911. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Kristjánsson og Ól- ína Jónsdóttir en þau voru síðustu ábúendur í Skógar- koti, frá 1909 til 1936. Jóhann bóndi í Skógarkoti var Þingvellingur að uppruna. Bjuggu foreldrar hans Kristján Ámundason og Gréta M. Sveinsdóttir á Kárastöðum frá 1884 til 1903. Ólína var af hún- vetnskum ættum. Bræður Péturs Pétur Júlíus Jóhannsson voru Jón og Krist- ján, báðir látnir. Systurnar voru Gréta, látin, og Her- dís, f. 23. júlí 1913. Árið 1938 kvænt- ist Pétur fyrri konu sinni Guðrúnu M. Finnbogadóttir. Hún var upprunnin á Ísafirði, komin af Kollsvíkurætt. Þau bjuggu á Akranesi og starfaði Pétur hjá HB við verkstjórn. Þeim varð tveggja sona auðið: Þröstur, lést árið 2000, og Ægir. Guðrún varð skammlíf og féll frá 1941 aðeins 24 ára. Þá þungu raun bar Pétur óbugaður sem aðrar. Bjó hann enn um sinn á Akranesi, en fluttist til Reykja- víkur árið 1947 og varð fram- kvæmdastjóri á bifreiðastöðinni Hreyfli. Stóð svo til ársins 1960 en þá rættist draumur, sem Pét- ur lengi hafði með sér alið. Hvarf hann nú heim í Þingvallasveit að nýju. En árið 1959 kvæntist Pét- ur seinni konu sinn, Guðrúnu M. Sæmundsdóttur, sem fædd var að Litlu Hlíð á Barðaströnd. Þau Pétur settust að í Mjóanesi í Þingvallasveit og bjuggu þar til ársins 1974. Í Mjóanesi hafði Pét- ur verulegt fjárbú og stundaði sil- ungs- og murtuveiði í Þingvalla- vatni. Snemma varð ljóst að Pétur J. Jóhannsson ætti öðrum mönnum fremur aðgang að námu, sem nú er eflaust lokuð, en það er vitn- eskja um leyndardóma Þjóð- garðsins á Þingvöllum í smæstu efnum. Bestu menn hafa skrifað öndvegisrit í þessari grein og er þar fjölmörgu til skila haldið. En Pétur vissi fleira. Því varð það að ráði að hann fengi í hendur loft- myndir af þjóðgarðinum. Þar skrásetti hann örnefnin öll, sem honum voru kunn, vel á sjöunda hundrað innan þjóðgarðsmark- anna. Þingvallanefnd sýndi Pétri verðskuldaðan sóma af þessu til- efni. Nú er verkið varðveitt hjá Landmælingum Íslands. Mun það verða fræðibrunnur, þeim er ausa vilja af á komandi tíma. Með þeim hætti lét Pétur J. Jóhanns- son okkur hinum í té heimild, sem hvergi er til nema þar. Eftir fjórtán ára búsetu í Mjóanesi lá leið þeirra hjóna vestur um heiði. Gjörðu þau sér fagurt heimili á Nýbýlavegi í Kópavogi. Pétur starfaði hjá Búnaðarbanka Íslands til sjö- tugs. Á Nýbýlavegi bjó hann til dauðadags. Ægir Pétursson. ✝ RagnarBjarnason fæddist í Reykja- vík 13. júní 1921. Hann lést á heim- ili sínu að Roða- sölum 1 í Kópa- vogi að morgni 13. júlí 2011. Foreldrar hans voru Bjarni Jóns- son, f. 28. desem- ber 1890 að Ási í Rípurhreppi, d. 12. apríl 1969, verkstjóri í Vélsmiðjunni Hamri og Ragnhildur Ein- arsdóttir, f. 9. febrúar 1893 í Vík í Mýrdal, d. 3. ágúst 1973, húsfreyja. Systkini hans: Björgvin, f. 16. október 1916, d. 2. júní 2005. Jón, f. 20. júní 1924, d. 2. janúar 1999. Fjóla, f. 23. desember 1922, d. 22. ágúst 2004. Einar, f. 27. sept- ember 1919, d. 12. mars 1993. Hólmfríður, f. 19. maí 1928. Hinn 14. maí 1949 kvæntist Ragnar Guðleifu Jörund- ardóttur skrifstofukonu, f. 21. desember 1916, d. 27. febrúar 2000. Foreldrar hennar voru Jörundur Brynjólfsson, f. 21. febrúar 1884 að Starmýri í Álftafirði, d. 3. desember 1979, kennari, bóndi og al- þingismaður og Þjóðbjörg Maður hennar er Haraldur Örn Gunnarsson, f. 12. janúar 1973, guðfræðingur og fram- kvæmdastjóri. Barn þeirra er Sólveig Dögg, f. 29. desember 2010. Börn hans eru: Embla Rut, f. 14. ágúst 1996, Victor Orri, f. 14. júní 2001 og Yngvi Reyr, f. 29. nóvember 2002, c) Ragnar Heimir, f. 20. febrúar 1983, viðskiptafulltrúi og nemi á Bifröst. Sambýliskona hans er Laufey Jóhannsdóttir, f. 11. nóvember 1982, kennari. Barn þeirra er Gunnar Heimir, f. 8. maí 2009. d) Dagný, f. 9. sept- ember 1985, nemi í HR. Sam- býlismaður hennar er Birkir Vagn Ómarsson, f. 6. febrúar, nemi í HR. Börn þeirra eru: Edda Lillý, f. 24. febrúar 2009 og óskírður, f. 29. maí 2011. Sonur Ragnars er Vilhjálmur, f. 5. september 1953, sambýlis- kona hans er Maeve McAdam, búsettur á Norður-Írlandi. Dætur hans eru: a) Kristín Rannveig, f. 8. janúar 1973, ógift, býr í Reykjavík. b) Fanney Þóra, f. 28. apríl 1983, búsett í Reykjavík, gift Bjarka Einarssyni, f. 27. febrúar 1982, þau eiga soninn Benja- mín Hafstein, f. 10. nóvember 2010. c) Guðlaug Hanna, f. 7. júlí 1985, ógift, býr á Norður- Írlandi. Útför Ragnars fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 25. júlí 2011. Þórðardóttir, f. 20. október 1889 í Reykjavík, d. 4. júní 1969, kennari og húsfreyja. Syn- ir Ragnars og Guðleifar eru: a) Jörundur, f. 16. febrúar 1950, um- dæmisstjóri Isavia á Austurlandi. Sonur hans er Sveinn Ragnar, starfsmaður hjá Elkem í Hval- firði, f. 10. júní 1977. Kona hans er Valdís Sigurðardóttir leikskólakennari, f. 20. sept- ember 1977. Börn þeirra eru: Antonía Líf, f. 6. maí 2002, Ísak Emil, f. 22. júní 2005. Sonur Valdísar er Kristófer Arnar, f. 29. júní 1993. b) Gunnar Heimir, f. 10. maí 1954, verslunarstjóri, kvæntur Eddu Valsdóttir, f. 12. sept- ember 1958, leikskólastjóra og nema í HÍ. Börn þeirra eru: a) Guðbjörg Dögg, f. 5. júní 1976, kennari. Sambýlismaður henn- ar er Erling Ormar Vignisson, f. 8. maí 1979, kerfisfræð- ingur. Börn þeirra eru: Katrín Ýr, f. 3. janúar 2005 og Krist- ófer Logi, f. 9. maí 2009. b) Anna Margrét, f. 2. september 1980, sölu- og markaðsfulltrúi. Elsku tengdapabbi, eða afi, eins og ég kallaði hann oftast. Ég veit ekki hvar ég á að byrja, því ótal margt kemur upp í huga minn þegar ég hugsa til tengda- föður míns. Að hafa kynnst hon- um og góðsemd hans var guðs- gjöf. Betri tengdapabba hefði ég ekki getað kosið mér, þó hann hafi verið harður á stundum þeg- ar ég starfaði hjá honum í Skipa- eftirlitinu 1976-1980. Ein staf- setningarvilla gat sett allt úr skorðum og þurfti ég oft að skrifa bréfin sem hann samdi til tryggingarfélagana aftur og aft- ur þar til hann var ánægður. Ná- kvæmni var hans aðalsmerki. Ég gleymi aldrei því sem hann sagði við mig um það bil ári eftir að ég hætti: „Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur.“ Þetta sagði mér miklu, miklu meira en allar heimsins ræður. Það rifjast upp fyrir mér þegar ég kynntist afa 16 ára. Þegar við hittumst fyrst spurði hann mig spjörunum úr. Ég er ekki mjög feimin að eðlisfari en þarna fór ég gjörsamlega í hnút, varð eld- rauð í framan og svarafátt. Það var líka mjög skondið hvernig hann fékk mig til að borða kjöt- súpu, sem var uppáhaldsmatur- inn hans, en mér þótti hún ekki góð í þá daga. Hann setti á borð- ið „sinnep“ með súpunni og bauð mér að smakka, ég gat ekki af- þakkað, svo ég smakkaði og nammi, namm. Kjötsúpa án sinn- eps í dag, nei takk. Ég hafði það á orði við Gunn- ar, manninn minn, um daginn, að ég hefði þekkt tengdapabba, afa, lengur en pabba minn (hann féll frá þegar ég var 25 ára). Börnin okkar Gunnars og barnabörnin hefðu ekki getað verið heppnari með afa, en hann hefur í gegnum dagana reynst þeim öllum mjög vel. Stelpurnar mínar kölluðu hann „krúttið“, enda var hann það. Ef ég gæti talið upp allt það sem hann og Leifa, tengdamóður mín, sem lést árið 2000, hafa gert fyrir okkur og börnin okkar væri það efni í heila bók, svo ég læt það ótalið. Afi flutti í Roðasali fyrir um það bil 6 árum, þar leið honum mjög vel og starfsfólkið þar unni honum, það veit ég. Ég kom við hjá honum svona tvisvar í viku og alltaf þurfti ég að skrifa í gestabókina, kvitta fyrir heim- sóknina. Nákvæmnin var honum í blóð borin. Ég er ánægðust yfir því að afi hafði náð að halda upp á 90 ára afmælið sitt, 13. júlí sl. í Roðasölum, en það stóð til að flytja hann á hjúkrunarheimili. Þar mættu Jörundur, Gunna, ég, börnin og barnabörnin, mágkona hans og svilkona. Þetta varð eft- irminnileg afmælisveisla. Roða- salir voru heimili hans þar til yfir lauk 13. júlí sl. Ég veit að það á eftir að taka mig tíma að venjast því að koma ekki við hjá afa eftir vinnu og vita til þess að hann eigi ekki eftir að hringja í mig og Gunna að kvöldi til, en afi hringdi í okkur á hverjum degi til að vita hvort allt væri ekki í lagi, þannig var afi og þannig elskaði ég hann. Í huga mínum og hjarta verð- ur afi alltaf til. Mikil nálægð við hann síðustu tvær vikurnar í lífi hans er mér ómetanleg. Ég er fullviss um að hann hafi vitað af mér þó hann væri ekki með með- vitund. Megi afi hvíla í ró og friði og kveð ég hann með trega og tárum. Edda. Ragnar Bjarnason Elsku amma Edda. Það er sárt að hugsa til þess að fá ekki að faðma þig, knúsa Edda Sigrún Svavarsdóttir ✝ Edda SigrúnSvavarsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 1. jan- úar 1936. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- mannaeyja 29. júní 2011. Útför Eddu fór fram frá Landa- kirkju í Vest- mannaeyjum 9. júlí 2011. og sjá þitt fallega bros aftur. Þú varst gull af manneskju, ein- staklega mikil smekkkona og ynd- isleg, einnig varstu mikið hörkutól og til marks um það eignaðist þú 6 börn á 8 árum, geri aðrir betur. Það var mik- ið lagt á þig en þú tókst því alltaf með þínu ein- staka jafnaðargeði og vildir enga vorkunn. Ég hugga mig við þær minn- ingar sem ég á um samveru- stundir okkar sem voru allt of fáar síðast liðin ár eftir að ég flutti frá Eyjum. En heimsóknirnar á Illó um helgar þar sem þú barst heima- bakaðar kræsingar á borð í hvert sinn sem einhver kom af þinni alkunnu snilld munu lifa áfram í hjarta mínu, en alltaf fannst mér best að borða á Illó hjá ömmu og afa. Þú og afi bökuðuð mikið sam- an og gerðuð bestu flatkökur sem hægt var að fá. En það verður erfitt að leika það eftir, ekki nema Sísí frænka, sem ef- laust hefur fengið extra góð ráð hjá þér við galdurinn á bak við þínar ómótstæðilegu flatkökur. Það mun verða tómlegt að fá ekki símtal frá þér þegar næsti afmælisdagur minn eða dætra minna rennur upp, því alltaf hringdir þú í mig og óskaðir mér til hamingju með daginn og sagðir mér hversu vænt þér þætti um mig, þetta voru mér afar dýrmæt símtöl, elsku amma mín. Eins þótti mér ynd- islegt þegar þú og afi fluguð á Bakka og komuð í dagsferð ein- göngu til þess að koma í ferm- ingarveisluna hennar Alex- öndru Bíu minnar og fullkomnuðuð daginn okkar með því. En það er alltaf sárt þegar svona góðar manneskjur eins og þú varst hverfa úr lífi manns, þú vildir allt gera fyrir fólkið þitt og tókst manni ávallt opn- um örmum. Ég mun hugga mig við þær yndislegu minningar sem ég á um þig. Góðvild þín og glæsileiki mun ávallt eiga stað í hjarta mínu, takk fyrir mig. Þín, Edda Björk Eggertsdóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, EGILL JÓNASSON STARDAL cand mag, Brúnalandi 6, Reykjavík, lést á Landspítalnum Fossvogi laugardaginn 23. júlí. Inga Fanney Egilsdóttir, Jónas Egilsson, Kristrún Þórdís Egilsdóttir Stardal, tengdabörn og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi, langalangafi og langalangalangafi, HARALDUR SVEINSSON (BÓI), Bláhömrum 4, lést þann 18. júlí á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 27. júlí kl. 13.00. Stella Lange Sveinsson, Reynir Haraldsson, Esther Halldórsdóttir, Gunnar Haraldsson, Unnur Einarsdóttir, Einar Haraldsson, Rosemarie Hermilla, Sonja Haraldsdóttir, Þorlákur Guðbrandsson, Stefán Örn Haraldsson, Xin Liu, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR KRISTLEIFSSON trésmiður, Dalbraut 25, áður Rofabæ 47, Reykjavík, lést á Landakoti í faðmi fjölskyldu sinnar mánudaginn 18. júlí. Jarðaförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. júní kl. 13.00. Erla Bótólfsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir Smith, Peter Smith, Soffía Guðmundsdóttir, Birgir Guðmundsson, Kristrún Guðmundsdóttir. barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTA KARLSDÓTTIR, Árskógum 6, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Reykjavík sunnu- daginn 24. júlí. Haukur Bergsson, Eva Hauksdóttir, Viðar Freyr Sveinbjörnsson, Bergur Hauksson, Auður Harðardóttir, Ólafur Steinar Hauksson, Bergþóra Hafsteinsdóttir, Sigurður Hauksson, Kristín Axelsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR S. JÓNASDÓTTIR, Álfhólsvegi 84, Kópavogi, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut 21. júlí. Útförin fer fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn 2. ágúst kl. 13.00. Ólöf B. Þorleifsdóttir, Brynjar S. Þorleifsson, Vilhjálmur Þorleifsson, Eva H. Þorleifsdóttir, Guðmundur B. Kjartansson, Leifur H. Þorleifsson, Hlíf B. Óskarsdóttir, Gróa K. Þorleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.