Morgunblaðið - 26.07.2011, Qupperneq 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2011
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Bækur
C.P. þjónusta. Veiti bókhalds-,
eftirlits- og innheimtustörf. Hafið
samband í síma 893 7733.
Veitingastaðir
HUMARHLAÐBORÐ
Humarhlaðborð á Hafinu Bláa öll
kvöld frá kl. 18.00 - 21.00. Aðeins 35
min frá Reykjavík. Við Óseyrarbrú,
milli Þorlákshafnar og Eyrarbakka
Borðapantanir í síma 483 1000 og
www.hafidblaa.is
Húsnæði óskast
Óskar eftir stúdíó/lítilli íbúð
103-108 Rvk
Ung, reglusöm, áreiðanleg og snyrti-
leg kona í fastri vinnu óskar eftir
stúdíó/lítilli íbúð til leigu í 105, 103,
108, 104 Rvk. S. 846 2516.
Atvinnuhúsnæði
Um 300 m2 veitinga- eða verslunar-
húsnæði að Bæjarhrauni 26, Hafnar-
firði til leigu eða sölu. Upplýsingar í
símum 664 5900 og 664 5901.
Óska eftir
Kaupi silfur
Vantar silfur til bræðslu og endur-
vinnslu. Fannar verðlaunagripir.
Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi.
fannar@fannar.is - s. 551-6488.
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Bílaþjónusta
Húsviðhald
Laga ryðbletti á þökum.
Hreinsa þakrennur og tek
að mér ýmis smærri verk.
Upplýsingar í síma 847 8704
eða manninn@hotmail.com.
Þakvernd - þakviðgerðir
Ryð- og lekavarnir. 100% vatnsþétt-
ing með Pace-aðferðinni.
10 ára ábyrgð. Margir litir í boði.
Tilboð í síma 777 5697.
lekabani@gmail.com
Astral 390 hjólhýsi
Hef til sölu eldra Astral 390 hjólhýsi
m. svefnpláss f. 2. Þarfnast aðhlynn-
ingar og fer á 300 þús. S. 846-4510.
Hjólhýsi
Ég kynnist Guðna þegar ég
kom til Ólafsfjarðar sumarið
2001 en hann starfaði sem lög-
reglumaður þar og hafði gert um
árabil ásamt félaga sínum Jóni
Konn. Ég var nokkuð kvíðin fyr-
ir því hvernig lögreglumenn sem
höfðu búið nánast alla sína ævi á
staðnum og gjörþekktu, tækju
nýjum yfirmanni en sá kvíði
reyndist algjörlega ástæðulaus.
Guðni var einstaklega þægilegur
í umgengni, hann rækti starfa
sinn af þeirri alúð sem hægt er
að hugsa sér og aldrei datt dag-
ur úr hjá honum. Þegar ég flutti
norður, var húsnæði það sem
hýsti lögreglustöðina, kannski
ekki það fullkomnasta og mátti
gera það vistlegra en fjárveit-
ingar voru takmarkaðar. Með
einróma samþykki alls starfs-
fólksins var ákveðið að betrum-
bæta aðstöðuna, taka til, smíða,
Friðbjörn Guðni
Aðalsteinsson
✝ FriðbjörnGuðni Aðal-
steinsson fæddist á
Fáskrúðsfirði hinn
27. júní 1938. Hann
lést á Dvalarheim-
ilinu Hornbrekku
7. júlí 2011.
Útför Guðna fór
fram frá Ólafs-
fjarðarkirkju 18.
júlí 2011.
mála o.fl. Var þetta
hægt með því að all-
ir legðu vinnu sína
fram í sjálfboða-
vinnu en ráðuneytið
greiddi efniskostn-
að. Við þessa fram-
kvæmd lét Guðni
sitt ekki eftir liggja.
Var það algjör unun
að sjá hvað allir
voru samtaka og
viljugir í að bæta
vinnuaðstöðuna, bæði hjá lög-
reglunni og inni á sýsluskrifstof-
unni. Ég man, þegar verið var að
ljúka við setustofuna í húsinu
seint um kvöld og komið fram í
desember, og Jón var að setja
upp gardínur og segir þá við
Guðna. Jæja, þá er ekkert eftir
nema að búa til jólaskrautið. Já
einmitt, svaraði Guðni, það er
ekkert mál, við gerum það.
Þannig kynntist ég Guðna, alltaf
tilbúinn að leggja sitt af mörk-
um, beðinn og óbeðinn.
Í frítíma sínum, smíðaði og
innréttaði Guðni húsbíl fyrir sig
og fjölskyldu sína. Hann var afar
stoltur af bílnum þegar hann
sýndi mér hann enda mátti hann
vera það. Handbragðið og allur
frágangur var líka eftir fag-
mann, enda var hann lærður
bílasmiður.
Ég starfaði einnig með Guðna
í Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar og
lét hann sitt aldrei eftir liggja á
fundum eða í starfi fyrir klúbb-
inn. Þegar Guðni hætti að starfa
sem lögreglumaður sökum ald-
urs, fann ég að það var bæði
söknuður hjá honum og líka til-
hlökkun. Söknuður þar sem
hann gat ekki sinnt því starfi
sem hann hafði lagt sig allan í
um áraraðir og líka tilhlökkun
vegna þess sem framundan væri.
Ætlaði hann að halda áfram að
smíða sér húsbíl og einnig að
hjálpa syni sínum á bifreiðaverk-
stæði hans.
Af minni hálfu var sárt að sjá
á eftir Guðna úr lögreglustarf-
inu, því eins trúir starfsmenn og
hann var eru vandfundnir. Það
var mikil gæfa að kynnast
Guðna, ég lærði margt af honum.
Blessuð sé minning hans.
Ástu, eftirlifandi eiginkonu
Guðna og fjölskyldu votta ég
mína dýpstu samúð.
Ástríður Grímsdóttir.
Guðni Aðalsteinsson á Ólafs-
firði er látinn eftir hetjulega bar-
áttu við illvígan sjúkdóm. Guðni
rak bílaverkstæðið Múlatind um
árabil ásamt félögum sínum.
Hann var lærður bílasmiður og
fékkst við þá iðn samfara al-
mennum bílaviðgerðum framan
af starfsævinni eða þar til hann
söðlaði um, fór í lögregluskólann
og varð síðan lögreglumaður á
Ólafsfirði. Guðni sinnti bílasmíð-
inni þó samhliða í hjáverkum alla
tíð. Húsbíllinn Bláklukka er síð-
asti bíllinn og góður vitnisburður
um einstaka fagmennsku hans.
Guðni var reyndar ekki aðeins
frábær bílasmiður, það var raun-
ar sama hvað hann tók sér fyrir
hendur, allt lék í hans stóru
styrku höndum, hvort sem var á
tré eða járn og þegar hann tók
sig til á seinni árum og setti í
jólaköku, randalínur eða annan
bakstur, var sem hann hefði eig-
inlega aldrei annað gert. Guðni
var afar virtur í samfélagi sínu.
Hann var líka mannasættir og
tilkvaddur á þeim vettvangi að
leysa erfið úrlausnarefni.
Eftirlætis tómstundaiðja
Guðna var gönguferðir, einkum
fjallgöngur og hann hafði afar
gott lag á að hrífa með sér sam-
ferðamenn sína, einnig börnin og
barnabörnin sem þannig nutu
hinn seinni ár aukinna samvista
við þennan góða og trausta
mann. Ásta og Guðni voru afar
samhent og hafa líklega komist
öðrum hjónum nær því að kallast
eitt. Þau höfðu yndi af ferðalög-
um, bæði hérlendis og erlendis
en nutu sín hvað best í hópi ætt-
ingja og vina.
Elsku Ásta, orð mega sín lítils
á stundum sem þessum og við
finnum til smæðar okkar að geta
ekkert gert ykkur til stuðnings.
Við vitum þó að inntakið í þess-
um fallegu ljóðlínum er ástvinum
Guðna ofarlega í huga í dag: „Þú
gafst mér skýin og fjöllin og
Guð, til að styrkja mig.“ Við
vottum þér, og afkomendum þín-
um öllum, okkar innilegustu
samúð.
Sigríður og Þorvaldur,
börn og barnabörn.
Það koma í hug-
ann ljúfar minningar um hana
Stínu frænku við að setja þessi
minningarorð um hana niður á
blað. Ég kynntist henni þegar
ég var sem strákur í sveit hjá
ömmu og afa á Hamri. Hún kom
þar á hverju sumri að heim-
sækja foreldra sína og dvaldi um
tíma þar, ásamt Ingvari.
Stína bar alltaf umhyggju
fyrir okkur og Sigrúnu og börn-
um okkar, sem við erum þakklát
fyrir og hélst svo alla tíð. Hún
sýndi okkar velferð alltaf áhuga.
Ingvar lést fyrr á þessu ári og
nú er hún einnig horfin yfir móð-
una miklu þar sem endurfundir
þeirra eru, en þau voru ákaflega
samrýnd hjón og miðluðu mikl-
um kærleika og velvild til sinna
samferðarmanna. Gestrisni var
þeim einlæg svo að það var alltaf
ánægjulegt að heimsækja þau
og hitta.
Kristín
Magnúsdóttir
✝ Kristín Magn-úsdóttir fædd-
ist 25. október
1929. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 9. júlí
2011.
Útför Kristínar
fór fram frá Foss-
vogskirkju 19. júlí
2011.
Við viljum biðja
góðan guð að geyma
þau heiðurshjón og
vottum við ykkur
Magga, Maju og
Bjarna okkar
dýpstu samúð.
Kristinn og
Sigrún.
Elsku amma mín,
þið afi voruð gift í
sextíu ár og eftir fjögra mánaða
aðskilnað þá ákvaðstu að bíða
ekki lengur heldur fara til hans.
Þú varst nákvæmlega þannig að
ef þú varst búin að ákveða eitt-
hvað þá framkvæmdir þú það
strax.
Þið afi voru ólík en ótrúlega
samhent og þið gerðu allt saman.
Á meðan afi lék við okkur og
gantaðist, þá varst þú sú sem
lagðir lífsreglunar og settir gild-
in.
Mig langar til að kveðja þig
með þessum orðum sem eiga vel
við þig
Kærleikur trúir öllu,
kærleikur vonar allt,
kærleikur hann umber allt
og fellur aldrei úr gildi.
(Úr Kórintubréfi Páls postula)
Þín,
Jenný.
„Er þetta virkilega mynd af
mér, ég man ekki eftir þessum
rauðu skóm“ sagði hún kímin
þegar hún leit á kortið sem ég
rétti henni og sagði að væri
minning úr fortíðinni. Nei, ekki
alveg, en minnti skemmtilega á
frúna uppábúna á leið á frumsýn-
ingu eða eitthvað álíka fínt, á
háum hælum fislétt og flögrandi í
síðum kjól.
Það var fróðlegt að fylgjast
með hve næmt auga Fríða hafði
fyrir straumum og stefnum í
tískuheiminum þegar hún var og
hét, enda annar eigandi versl-
unarinnar Vogue á Skólavörðu-
Hólmfríður Krist-
jana Eyjólfsdóttir
✝ HólmfríðurKristjana Eyj-
ólfsdóttir fæddist
23. september
1917. Hún lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð 13.
júlí 2011.
Útför hennar
fór fram frá Foss-
vogskirkju 19. júlí
2011.
stíg 12. Nafnið
franskt og þýðir
tíska, því þau voru
stórhuga hjónin,
hún og Jón Einars-
son sem stofnuðu
verslunina á þeim
árum þegar ýmis-
konar hindranir og
höft urðu á vegi
þeirra er stunduðu
atvinnurekstur og
fluttu inn varning
frá öðrum löndum. Stutt frá
stríðslokum og heimsmyndin
önnur en nú.
Lengi framan af var hún ráð-
andi í innkaupum fyrir versl-
unina. Hún tók oftar en ekki
með sér einhverja eina af sam-
starfskonunum til að fá fleiri
sjónarmið og um leið gera þær
meðvitaðar um gerjunina er-
lendis. Hún vissi sem var að
sölumennska er sérgrein sem
þarf að sinna. Hver af eldri kyn-
slóðinni man ekki eftir ljósa-
skiltinu uppi á húsinu með
rauðu skærunum sem klipptu í
sífellu? Eða púltunum sem
sýndu í gegnum gler allar teg-
undir af tölum og hnöppum sem
til voru í skúffum á bakhliðinni.
Fríða var ákaflega vinnusöm
kona og hafði einnig gott lag á
að starfsfólkið héldi sig að verki,
jafnvel með athugasemdum sem
hafa lifað áfram sem skemmti-
sögur. Henni þótti vænt um
fólkið sitt og lét sig varða líðan
þess.
Ég held að flestir sem unnu
hjá henni hafi getað reitt sig á
trúnað og hjálpsemi fjölskyld-
unnar allrar ef á þurfti að halda.
Ellin setti sitt mark á hana
eins og aðra og var hvíldin henni
örugglega kærkomin. Þegar ég
heimsótti hana í Sunnuhlíð fyrir
nokkru á afmælisdegi hennar
mundi hún býsna margt og gat
rifjað upp frá okkar fyrri samtíð
og samveru, en hvíslaði svo að
mér í spurnartón. „Hvaða mað-
ur er þetta sem situr hjá henni
Jessí?“ „Það er maðurinn henn-
ar, hann Einar yngsti sonur
þinn“ hvíslaði ég á móti. „Þarna
sérðu hvað ég er að verða göm-
ul“, hún hristi stuttklipptan koll-
inn og glettnin skein úr aug-
unum.
Mín upplifun af Hólmfríði
Kristjönu Eyjólfsdóttur var að
þar fór hlý, skemmtileg, fram-
sýn og dugandi kona sem auðg-
aði líf þeirra sem kynntust
henni.
Vertu kært kvödd,
Hrefna Kristbergsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein",
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar ✝
Alúðarþakkir sendum við öllum þeim sem
heiðruðu elskulegan son, bróður, mág og
frænda,
BRAGA KRISTJÁNSSON,
Sólvallagötu 9,
Keflavík,
við athöfn frá Keflavíkurkirkju 23. júní.
Starfsfólk Sjúkrahúss Keflavíkur sýndi Braga og
okkur fádæma umhyggju og virðingu. Fyrir það
er þeim sérstaklega þakkað. Öllum ættingjum og vinum
eru sendar þakkir fyrir hlýjar kveðjur.
Guðbjörg Þórhallsdóttir,
Baldur Kristjánsson, Svala Björgvinsdóttir,
Sigríður og Sif Baldursdóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
MARTA HANNESDÓTTIR,
Sólvallagötu 60,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni,
miðvikudaginn 27. júlí kl. 13.00.
Margrét Jónsdóttir, Árni Ingólfsson,
Gunnar Jónsson, Kristín Kristinsdóttir,
Lárus Jónsson, Sonja Egilsdóttir,
Ágúst Jónsson, Ingibjörg Benediktsdóttir,
Guðrún Jónsdóttir, Ari Guðmundsson,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.