Morgunblaðið - 26.07.2011, Síða 28

Morgunblaðið - 26.07.2011, Síða 28
28 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand KANNSKI ÆTTI ÉG AÐ GEFA LÍSU ILMVATN? HLJÓMAR STERKT „GETUR VALDIÐ ÓHÓFLEGU SLEFI HJÁ KARL- MÖNNUM” ÚTSA ÚT ÚTSA „EAU DE VÁ VÁ VÁ” ÞAÐ ER EITTHVAÐ SKRÝTIÐ VIÐ ÞAÐ AÐ SETJA SAMAN HAFNABOLTALIÐ, EN VONAST SVO EFTIR RIGNINGU SVO VIÐ ÞURFUM EKKI AÐ SPILA ÉG HELD AÐ VIÐ ÞURFUM AÐ BREYTA HUGARFARI OKKAR. VIÐ ÞURFUM AÐ VERA SJÁLFSÖRUGG ÉG VONA AÐ ÞAÐ RIGNI LÍKA Á MORGUN ÉG LEGG MIG Í LÍMA VIÐ ÞAÐ AÐ SJÁ FYRIR FJÖLSKYLD- UNNI MINNI... ...OG HVAÐA ÞAKKIR FÆ ÉG? KLAPP! KLAPP! KLAPP! KLAPP! KLAPP! KLAPP! KLAPP! KLAPP! HEFURÐU SÉÐ RUNÓLF? HANN FÓR Í BRÚÐKAUP HJÁ VINI SÍNUM SEM ER BÆNA- BEIÐA HVAÐ MEÐ AÐ VIÐ VERÐUM BARA VINIR Á FACEBOOK Í STAÐINN? ÞESSI VIKA ER GOTT TÆKIFÆRI FYRIR OKKUR TIL AÐ KYNNAST BETUR ÉG VEIT AÐ ÞIÐ GERIÐ FLEIRA EN AÐ HORFA BARA Á SJÓNVARPIÐ. HVAÐ HAFIÐ ÞIÐ VIRKILEGA GAMAN AF AÐ GERA HORFA Á „BEN 10”, HANN ER ALVEG AÐ BYRJA GÆTI MEIRA AÐ SEGJA VERIÐ ÞÁTTUR SEM ÉG ER EKKI BÚINN AÐ SJÁ FYRIRGEFÐU KALLINN, EN ÉG GET EKKI LEYFT ÞÉR AÐ SKEMMA BÚNINGINN MINN ENGINN HEFUR GETAÐ VIKIÐ SÉR UNDAN MÉR ÞÚ HEFUR GREINILEGA VERIÐ AÐ BERJ- AST VIÐ VIÐVANINGA EN NÚNA ERTU AÐ FÁST VIÐ KÓNGULÓARMANNINN ...ÞANGAÐ TIL BEGGA BÍTUR AF ÞÉR HÖFUÐIÐ Á BRÚÐKAUPS- NÓTTINNI ...BOGGI, VILT ÞÚ MEÐ GUÐS HJÁLP REYNAST HENNI TRÚR, ELSKA HANA OG VIRÐA Í HVERJUM ÞEIM KJÖRUM SEM GUÐ LÆTUR YKKUR AÐ HÖNDUM BERA... Gleraugu töpuðust Lesgleraugu týndust nýlega í Grasagarð- inum í Laugardal eða í Kringlunni. Uppl. í síma 896-1199. Reykjavík subbu- legasta höfuðborg í Evrópu? Sem íbúi í Reykjavík- urborg sl. 40 ár tekur mig sárt að sjá hversu subbuleg borgin er orðin. Eitt- hvað er stórlega að í rekstri borgarinnar, það er alveg ljóst. Það hefur litla þýðingu fyrir Versta flokkinn að reyna að skýla sér á bak við margumtalað hrun. Við höfum oft, borgarbúar, sem og aðrir landsmenn, gengið í gegnum tíð fjárhagslegra erfiðleika, án þess að rýra þau gildi sem prýða fagra borg sem Reykjavík var. Illa slegnir blettir og skrúðgarðar borgarinnar svo ég tali nú ekki um njóla og ann- að illgresi sem vex taumlaust með- fram flestum aðalumferðargöturnar og borgarbúar hafa daglega fyrir augum er til skammar. Útlendingar sem sækja borgina heim aka flestir þessar götur. Hvað hugsa þeir? Eru borgarbúar sóðar og letingjar sem nenna ekki að rækta vel garðinn sinn? Er sparað á réttan hátt með því að leyfa illgresinu að taka völd- in? Eða er Versti flokkurinn bara ekki að vinna verkin sem honum voru falin? Á ferðalögum er- lendis heimsækir mað- ur einkum höfuðborg- ina. Ekki fer á milli mála að samanburð- urinn er neikvæður þegar Reykjavík á í hlut. Að höfuðborgin sé hrein og snyrtileg með græna bletti, blóm og tré er raunar sjálfsagt og öllum til yndisauka. Hver man ekki eftir „Hrein borg – fögur torg“? Þið hjá Versta flokknum, komið ykkur í gírinn og fegrið borgina. Þið voruð áreiðanlega ekki kosin til að gera Reykjavík að subbulegustu höfuðborg Evrópu. Mann undrar ekki að Reykvík- ingar bíða þess að geta kosið á ný til borgarstjórnar. Og víst er að marg- ir sem létu atkvæðin sín til ykkar sjá mikið eftir því. Við verðum að afbera þessa hörmung til næstu kosninga. Alla vega eru ekki í sjón- máli breytingar til hins betra. Þó svo að flokkurinn kalli sig Besta flokkinn, sem er nú næstum „djók“. Reykvíkingur. Ást er… … að kynnast hvort öðru. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður og myndlist kl. 9, ganga kl. 10, ka- nasta kl. 13. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Jónshús opið kl. 9.30-16. Bónusrúta frá Jónshúsi kl. 14.45. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Vatnsleikfimi kl. 7.15, kaffispjall í Króknum Skólabraut 3-5, kl. 10.30, jóga kl. 11, samverukaffi karla í safn- aðarheimili kirkjunnar kl. 14-16. Pútt- leikur/mót við Skólabraut kl. 14. Hraunbær 105 | Kaffi og blöð liggja frammi, púttvöllur er opinn alla daga. Tímapantanir hjá Helgu fótafræðingi í síma 698-4938. Bónusbíll á þriðjud. kl. 12.15. Hárgreiðslustofan opnuð eftir sumarleyfi 18. júlí, sími 894-6856. Hvassaleiti 56-58 | Opið kl. 8-16. Böð- un fyrir hádegi. Hádegisverður, miðdags- kaffi, hársnyrting. Íþróttafélagið Glóð | Pútt á æf- ingasvæðinu við Kópavogslæk kl. 17. Uppl. í síma 554-2780 og á www.glod.is. Vitatorg, félagsmiðstöð | Ferð um Snæfellsnes fimmtudaginn 28. júlí, allir velkomnir. Upplýsingar í síma 411-9450. Vitatorg, félagsmiðstöð | Vist í dag. Pétur Stefánsson er sleginn óhugeftir voðaverkin í Noregi og vottar norsku þjóðinni sína dýpstu samúð: Af illum fréttum er ég nú allri gleði rændur. Ég óska Guð, að eflir þú okkar norsku frændur. Davíð Hjálmar Haraldsson bregður á leik í limru: Sífellt um króka og kima í kringum sig gætinn að skima og horfa og gá að hættu og vá, Lárus dó loksins úr svima. Gylfi Þorkelsson orti er hann kom heim af Kili, en svona var stemningin í Áfangafelli: Dillandi góðhross og dásemdartíð, dýrðlegur söngur um móa og hlíð. Í Áfanga kem og algleymið nem. Skínandi glaður í pokann ég skríð. Á Vísnavef Héraðsskjalasafns Skagfirðinga má finna þessar vísur sjómannsins Hafliða Nikulássonar: Treysti á eigin mann og mátt. Misskilinn af flónum. Nú er kappinn lagstur lágt sem lifði og dó á sjónum. Þekkti mannlegt strit og stríð, stóð mót beittum geiri. Einstæðingur alla tíð eins og margir fleiri. Mörg eru spjöllin mannlegs lífs. Margra er gölluð kæti. Styrjarvöld í stormi lífs stíga höllum fæti. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Allri gleði rændur - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is –– Meira fyrir lesendur - nýr auglýsingamiðill ...þú leitar og finnur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.