Morgunblaðið - 26.07.2011, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 26.07.2011, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2011 Nú eru liðin yfir tuttugu ár síðan Kvikmyndaskóli Íslands var stofn- aður. Fyrst var þetta hálfgert nám- skeið, varla skóli nema að nafninu til. Engu að síður náði hann strax að verða vettvangur þar sem ungir kvikmyndaáhugamenn hittu fyrir þá reyndari í faginu og fengu leið- sögn. Með aukinni reynslu batnaði skólinn mjög með árunum og hefur náð að festa sig í sessi sem af- bragðs menntastofnun. Á fyrstu árunum var mikill byrj- endabragur á myndum sem komu úr skólanum en á síðustu árum hafa stórgóðar stuttmyndir komið þaðan. Til að mynda voru um 70% þeirra stuttmynda sem fengu þátt- tökurétt á mjög góðri stutt- myndahátíð ársins í ár í Reykjavík frá Kvikmyndaskóla Íslands. Skól- inn er orðinn mikilvægur vett- vangur kvikmyndamenningarinnar. Þar kenna reyndir listamenn eins og Einar Kárason, Hilmar Oddsson og Lárus Ýmir Óskarsson. Þar nema efnilegir listamenn framtíð- arinnar. Þekkingunni er miðlað til þeirra sem taka við. Ekkert borgað Nú bregður svo við að Kvik- myndaskólinn er í kröggum. Þær fréttir berast að kennarar skólans hafi ekki fengið greidd laun sín. Hilmar Oddsson, skólastjóri Kvik- myndaskólans, staðfesti það í sam- tali við Morgunblaðið. „Já, ég verð að gera það. Við höfum ekki greitt laun síðan í maíbyrjun.“ Hilmar sagði að málið væri á viðkvæmu stigi í augnablikinu og vildi ekki láta hafa meira eftir sér í bili. En hann bætti við að þeir væru í samningaviðræðum við menningar- og menntamálaráðuneytið og væru vongóðir um lausn á sínum málum. borkur@mbl.is Kvikmyndaskóli Íslands í kröggum  Kvikmyndaskólinn orðinn að sterkri menningarstofnun í samfélaginu  Skólinn berst nú fyrir lífi sínu Morgunblaðið/Jim Smart Edduverðlaunahafinn Hilmar Oddsson er skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Íslenska rokkhljómsveitin Coral hefur verið starfandi síðan árið 2000, en þá byrjuðu söngvarinn Gunnar Jónsson, gítarspilarinn Steinar Guðjónsson, bassaleikarinn Andrés Hlynsson og trommarinn Þorvaldur Kári Ingv- eldarson að spila saman. „Já, þetta var voðalega klunnalegur hittingur,“ segir Gunnar um það þegar hljómsveitin fór fyrst að spila. „Við vorum allir í tónskóla Eddu Borg, sem var í Seljahverfinu. Í skólanum vorum við settir saman og þvingaðir til að spila einhverja mjög órokkaða tónlist. Við fórum síðan að hittast upp frá því og spiluðum Weezer, Nirvana og Metal- lica. Síðan fórum við að semja okkar eigin lög,“ segir Gunnar. Árið 2002 gaf sveitin út smáskífu sem innihélt útvarpssmellinn Arthur og árið 2007 kom fyrsta breiðskífan út sem nefndist The Perpetual Motion Picture. Platan var tekin upp í gróður- húsi Bedroom Community manna og fengu hljómsveitarmeðlimirnir Tómas R. Einarsson kontrabassaleikara, Davíð Þór Jónsson píanó- leikara og bandaríska tónskáldið Nico Muhly til liðs við sig við upptökurnar. Þétt rokk Nú er komin út önnur breiðskífa sveitarinnar sem nefnist Leopard Songs. Í fréttatilkynningu frá sveitinni segir: „Hinir íburðarmiklu hljóð- heimar The Perpetual Motion Picture eru nú víðsfjarri og þétt rokkið sem hefur einkennt bandið frá upphafi er í forgrunni. Leopard Songs tekst þannig að fanga kraft Coral eins og sveitin hljómar á tónleikum, á náttúrulegan og dýnamískan hátt. Platan er níu lög, fjörutíu og tvær mínútur að lengd og inniheldur hrátt rokk og texta sem harma og fagna hinu dýrslega eðli mannsins. Fyrsta smáskífa plötunnar ber heitið The Underwhelmer og birtist á facebooksíðu Coral.“ Aðspurður hvernig hann lýsi tónlist þeirra, segir Gunnar að þeir spili hrátt og drífandi rokk. „Það er mikill kraftur í þessu hjá okkur, þannig að þetta sé rokk- og ról-upplifun fyrir hlust- endur. Þessi plata sem við gerðum 2007, það var miklu meira húllumhæ á henni, en við héldum okkur hógværari núna. Á plötunni hljómum við meira einsog við hljómum á tónleikum.“ Hávaðastríðið Gunnar gerir töluvert úr því að þeir hafi hafn- að hinu svokallaða hávaðastríði við upptökur á plötunni. Til útskýringar tekur hann blaðamann Morgunblaðsins í stutta sögukennslu. „Uppúr miðri síðustu öld þegar menn voru að gera vín- ylplötur fór fólk að taka eftir því að ef platan var hljóðblönduð hærra, þá stukku lögin með meiri krafti útúr tækjunum. Plötuútgefendur fóru að notast við þessa aðferð til að vera samkeppn- ishæfari, þannig að lögin þeirra heyrðust skýrar plöturnar okkar að við erum komnir langt á leið með næstu plötu sem við erum að velta fyrir okkur að taka upp í jólafríinu. Gítarleikarinn okkar er að fara í nám til Danmerkur, þannig að við nýtum tímann núna í að kynna þessa plötu og getum svo vonandi farið að taka næstu upp þegar hann kemur heim um jólin,“ segir Gunn- ar. Aðspurður hvort þeir sinni einhverjum öðrum störfum en tónlistinni segir hann að það sé allur gangur á því. „Þorvaldur, trommarinn okkar, er trommukennari, bassaleikarinn okkar er menntaður raf- magns- og tölvuverkfræðingur og gít- arleikarinn líka. Sjálfur er ég að vinna með geðfötluðum og er í háskólanum að klára tvöfalt B.A. próf, annarsvegar í ensku og hinsvegar í ritlist. Skrif og tón- list er það eina sem ég er að sinna um þessar mundir,“ segir Gunnar. Record Records dreifir plötunni og hönnun umslagsins sá Rut Sigurðardóttir um. Að- spurður hver hafi séð um upptökuna segir Gunnar að það hafi verið Friðrik Helgason. „Við tókum plötuna mest upp sjálfir ásamt Friðriki í hljóðstofunni hans og víðar. Við tók- um reyndar upp trommurnar í Hinu húsinu því það er svo frábær hljómur á þriðju hæðinni þar. Við fórum með allt draslið þangað og gerðum alla starfsmenn Hins hússins brjálaða. Því við byrjuðum að taka þetta upp á skrif- stofutíma og það fór allt á hvolf í húsinu við dúndrandi hljóminn í okkur. Við vorum stopp- aðir og fórum að fá okkur að borða og klár- uðum síðan restina af upptökunum þegar fólk hafði lokið vinnu sinni,“ segir Gunnar. Verkfræðingar og skáld Aðspurður hvort þeir séu tilbúnir með næstu plötu segir hann að þeir séu komnir vel á veg með hana. „Við erum það lengi að vinna í útvarpinu og þessháttar. Þeir fóru að nota compressara til að hækka alla hluta lagsins, þannig að rólegu kaflarnir fóru líka upp. En með því dýnamíkinni í laginu rústað. Við tókum með- vitaða ákvörðun um að gera plötu sem væri dýnamísk, þannig að lágu kaflarnir fengju að vera lágir. Hún er því örlítið lægri en aðrar plöt- ur en þá eiga menn bara að hækka hljóðstyrkinn í tækjunum sínum,“ segir Gunnar. Útgáfutónleikar eru á dagskrá hjá þeim í byrjun ágúst á Faktorý en áður munu þeir með- al annars spila í tónleikaveislu á Dillon sem verður um verslunarmannahelgina. Aðspurður hvort þeir séu með einhverjar aðrar hljóm- sveitir í gangi segir Gunnar að þeir hafi verið mjög duglegir í hliðarverkefnum á milli þessara platna. „Einn okkar var í sveitinni Jón Þór, með Trausta Laufdal. Gítarleikarinn er búinn að vera í djassbandinu Skver. Sjálfur er ég búinn að vera að syngja og spila með sveitinni Bob og Japanese Super Shift,“ segir Gunnar.  Rokksveitin Coral búin að gefa út nýja plötu  Stefnir á út- gáfutónleika í ágúst Ljósmynd/Loren Brown Stuð Hér spilar Coral á Dillon en frá vinstri má sjá Gunnar Jónsson, Þorvald Kára Ingveldarson, Andrés Hlynsson og Steinar Guðjónsson. Sveittir Hér er Coral að spila á Faktorý en þar munu þeir halda útgáfutónleika sína. „Gerðum starfsmenn Hins hússins brjálaða“ Flottur Gunnar Jónsson spilar á gítar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.