Morgunblaðið - 26.07.2011, Síða 36

Morgunblaðið - 26.07.2011, Síða 36
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 207. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Sá 11 ára dreng biðja sér griða 2. „Mamma Útey“ var skotin fyrst 3. Stjúpbróðir prinsessu meðal… 4. Kallaði sig Sigurð Jórsalafara »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM Á miðvikudag Suðlæg átt og vætusamt, en úrkomulítið á Norður- landi. Hiti 12 til 20 stig. Á fimmtudag og föstudag Suðvestanátt og dálítil væta á vestanverðu landinu, en bjartviðri fyrir austan. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í suðaustan 10-15 m/s með rigningu sunnan- og vestanlands, en hægara og þurrt norðaustantil fram á kvöld. Hiti allt að 23 stigum norðaustantil. VEÐUR Ísland vann sinn fyrsta leik á Norðurlandamóti karla í körfuknattleik í Sundsvall í Svíþjóð í gærkvöldi. Ísland vann Danmörku 85:76 en hafði áður tapað fyrir Sví- þjóð og Finnlandi. Þetta var einnig fyrsti sigurleikurinn undir stjórn sænska lands- liðsþjálfarans, Peters Öqvist sem tók við liðinu í sumar. Ísland mætir Nor- egi í síðasta leik sínum á mótinu. »2 Fyrsti sigurleik- urinn hjá Öqvist „Þetta er örugglega mitt besta tíma- bil og ég er í toppformi. Þá hef ég mjög gaman af þessu, það er lykill- inn,“ segir KR-ingurinn, Guðmundur Reynir Gunnarsson, sem í gær var valinn besti leikmaður fyrri hluta úrvals- deildar karla í knattspyrnu, Pepsi- deildar- innar. »3 „Ég hef mjög gaman af þessu, það er lykillinn“ FH komst upp í þriðja sæti úrvals- deildar karla í knattspyrnu, Pepsi- deildarinnar, í gærkvöldi eftir hörku- leik við Val, 3:2, í Kaplakrika. FH-ingar misstu Pétur Viðarsson út af á 56. mínútu og voru þá marki undir, 2:1. Þeir lögðu ekki árar í bát og mörk Matthíasar Vilhjálmssonar og Atla Guðnasonar tryggðu FH- ingum sigurinn. »4 FH lagði Val manni undir í Kaplakrika ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Það gerði skúrir víða um land síðast- liðna helgi, þótt ekki rigndi eins mik- ið og margir hefðu vonað. Veðurfarið hefur í mörgum sveitum leikið bænd- ur grátt, með kulda lengi framan af en síðan með þurrkum þegar loks fór að hlýna. Nær alls staðar á landinu hafa menn gengið til heyverka seinna en ella en nú biðja bændur um þurrk á Suðurlandi á meðan frændur þeirra á Vesturlandi bíða óþreyjufullir eftir að geri almennilega rigningu. „Þetta var nú eiginlega engin úr- koma að gagni um helgina, þetta guf- ar strax upp,“ segir Trausti Jónsson, veðurfræðingur, sem hefur aðeins verið að kynna sér þurrkana hér á landi. Víða á Vesturlandi hefur úrkoma frá 1. júní til 20. júlí verið aðeins um 15-30% af meðaltali áranna 1971- 2000 en þrátt fyrir að þessar tölur virðist afar lágar segir Trausti þó að alvarlegri séu langvinnir þurrkar. „Í Skagafirði hefur úrkoman síð- astliðið eitt og hálft ár verið 60% af meðaltalinu. Það er alvarlegur þurrkur. Og síðastliðin þrjú og hálft ár hefur hún verið 80% af meðal- árinu,“ segir hann. Keyptu hey í fyrsta sinn Hegranes í Skagafirði er eitt þeirra svæða þar sem ástandið er hvað verst en þar hefur nánast ekk- ert rignt í tvo mánuði. „Við erum miðsvæðis og hér gerir engar fjallaskúrir þannig að það er brunnið á stórum hluta túnanna hjá okkur,“ segir Guðrún Lárusdóttir, bóndi í Keldudal. Hún segir þau hafa fengið 500 rúll- ur í fyrri slætti en þær hafi verið 700 í fyrra. Hún hafi aldrei í sínum bú- skap séð fram á heyskort en nú hafi þau þegar keypt 100 rúllur og kunni að þurfa að kaupa fleiri. „Það var ofboðslega kalt í vor, al- veg út júní, og svo loks þegar kemur hiti þá er enginn raki til að hjálpa þessu af stað,“ segir Guðrún. Hún segist þó ekki úrkula vonar, ef veður verði hagstæð gæti ræst úr seinni slætti og uppskeran orðið þokkaleg. Það sé lán í óláni að kornuppskeran hafi tekið við sér þegar hlýnaði, þrátt fyrir að regnið hafi vantað. Ólafur Steinar Björnsson, bóndi á bænum Reyni í Vík, segir sig og ná- granna sína hins vegar biðja um þurrt veður á næstunni. „Þetta leit ekki vel út í vor en það rættist úr því. Það hefur rignt vel hér og við þurfum ekki að kvarta miðað við ástandið annars staðar á landinu,“ segir hann. Nú sé komið gras alls staðar og vanti bara þurrk. Loksins vökna sárþyrst tún  Það er úrkoma í kortunum og henni verður víðast hvar tekið fagnandi Morgunblaðið/Eggert Rigning Það eru ekki allir á eitt sáttir um ágæti sumarskúranna, margir vilja sjá aftur til sólar sem fyrst en gleðjast yfir að grasið fái loksins sopann sinn. Í dag er spáð lítilsháttar rigningu sunnan- og vestanlands og sam- kvæmt spánni mun rigningin ágerast eftir því sem líður á dag- inn, nema á Norðausturlandi, þar sem verður þurrt en skýjað. Er útlit fyrir að veðrið á morg- un verði með svipuðu móti. Þá er spáð lítilsháttar úrkomu sunnan- og vestanlands en heldur meiri úrkomu um hádegisbilið á Suð- austurlandi. Spáð er úrkomu á vestanverðu landinu fram að hádegi á föstu- dag en þá styttir upp og spáir þurru á laugardaginn. Spáir úrkomu næstu daga VÆTUSÖM VIKA  Hópur íslenskra tónlistarmanna heldur kammertónleika í Selinu við Stokkslæk í kvöld. Flytjendur verða Þórunn Vala Valdimarsdóttir sópran- söngkona, Gróa Margrét Valdimars- dóttir fiðluleikari, Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir fiðluleikari, Þóra Mar- grét Sveinsdóttir víóluleikari og Ásta María Kjartansdóttir sellóleikari og þá munu Sólborg Valdimarsdóttir og Kristján Karl Bragason leika á píanó. »29 Kammertónleikar í Selinu í kvöld  Önnur breiðskífa rokkhljómsveitarinnar Coral hefur verið gefin út. Hljómsveitin hefur starfað frá árinu 2000 þegar söngvarinn Gunnar Jóns- son, gítarleikarinn Steinar Guðjónsson, bassaleikarinn Andrés Hlynsson og trommar- inn Þorvaldur Kári Ingveldarson byrjuðu að spila saman. »30 Önnur breiðskífa Coral komin út  Lík söngkon- unnar Amy Wine- house var krufið í gær og formleg rannsókn hófst á dánarorsökinni. Fjölskylda Wine- house vísaði á bug orðrómi um að söngkonan hefði tekið of stóran skammt af eiturlyfjum. Dánarorsök Wine- house rannsökuð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.