Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 1
SNJALLSÍMAR TIL MARGS NÝTIR STÓRBROTIN NÁTTÚRA LÓNSÖRÆFA JARÐTÓNAR OG HVÍTT Á TÍSKUVIKU SUNNUDAGSMOGGINN KÁTT Í KÖBEN 35SNIÐUG TÆKI 6 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Forystumenn í atvinnulífinu hafa orðið efasemdir um að draga muni verulega úr atvinnuleysi á næsta ári og er þá horft til þess að markmið um 4-5% hagvöxt þykja nú fjarlæg- ari en við gerð kjarasamninga. „Það má segja að þetta ár sé nán- ast tapað hvað hagvaxtarmöguleika snertir,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, og bætir því við að nú sé útlit fyrir að markmið um 4-5% hag- vöxt á næsta ári muni ekki nást. Stóðu ekki við loforðin Árni Jóhannsson, forstöðumaður mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðn- aðarins, er harðorður í garð stjórn- valda og segir þau „ekki hafa gert eitt eða neitt“ af því sem þau lofuðu við gerð nýgerðra kjarasamninga. Halldór Grönvold, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Ís- lands, gagnrýnir einnig vanefndir stjórnvalda og segir hagkerfið ekki vaxa eins og stefnt var að. Orri Hauksson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, er orðinn vondaufur um að 4-5% hagvöxtur verði á næsta ári. „Það væri krafta- verk. Ég sé ekki hvaðan slíkur vöxt- ur ætti að koma,“ segir Orri. Hann kveðst aðspurður reikna með 7-8% atvinnuleysi á næsta ári. Framlengir kreppuna  Tafir á framkvæmdum setja markmið um aukinn hagvöxt í uppnám  Vaxandi svartsýni á horfur í efnahagsmálum 2012  Útlit fyrir mikið atvinnuleysi Fara af landi brott » Fram kemur í nýjum tölum Hagstofu Íslands að 3.000 manns fluttu af landi brott fyrstu 6 mánuði ársins. » Þar af fluttust 1.820 íslensk- ir ríkisborgarar frá landinu eða um tíu á degi hverjum. Áætlað er að nær 30.000 börn undir fimm ára aldri hafi dáið úr hungri í sunnanverðri Sómalíu á síðustu þremur mánuðum vegna mestu þurrka í landinu í 60 ár, samkvæmt könnunum bandarískra yfirvalda. Óttast er að tala látinna ungbarna hækki á næstu vikum þar sem Sam- einuðu þjóðirnar áætla að um 640.000 börn í Sómalíu séu alvarlega vannærð. Útlit er fyrir að ástandið á þurrkasvæðunum versni á næstu mánuðum. »21 Um 30.000 börn sögð hafa dáið Reuters Neyð Vannærð börn á sjúkrahúsi í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu.  Horfur á að ástandið í Sómalíu versni „Þetta er alveg ólýsanlegt, með allra besta móti,“ sagði Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, beðinn um að lýsa stemningunni á súpukvöldinu á Dalvík í gærkvöldi. Hann áætlar að um 20 þúsund gestir séu í bænum, aðeins færri en í fyrra, og bætir við að þrátt fyrir mannfjöld- ann sé stemningin mjög róleg og góð enda barnafjölskyldurnar margar. Í dag er sjálfur Fiskidagurinn mikli og verður þá nóg um að vera í bænum. Ólýsanlega góð stemning á súpukvöldi á Dalvík Morgunblaðið/Hilmar Bragi Græna orkan, í því skyni að auka hlut visthæfra innlendra orkugjafa í samgöngum, segir Gísli, „en í raun hefur lítið gerst“. Að sögn iðnaðarráðuneytisins verður Græna orkan forgangsverk- efni komandi vetur. »12  Um fjögur þúsund rafbílar eru nú á götum Noregs og stefna norsk stjórnvöld að því að þeir verði 200 þúsund eftir níu ár. Á Íslandi eru ellefu rafbílar. Gísli Gíslason, stjórnarformaður fyrirtækisins Northern Lights Energy, hefur í þrjú ár unnið í raf- bílavæðingu íslenska bílaflotans og telur íslensk stjórnvöld of hægfara. Hér á landi séu ekki tollar og vöru- gjöld á rafbílum, en í mörgum ná- grannalöndunum hafi verið tekin stærri skref. Við núverandi aðstæður treysti hann sér vart til að selja rafbíla hér. Iðnaðarráðuneytið hafi fyrir ári hafið samstarf, sem nefnist Aðeins ellefu rafbílar á götum Íslands en um fjögur þúsund í Noregi Rafbíll Svo er bara að stinga í samband. Áframhaldandi óróleiki var á fjár- málamörkuðum heimsins í gær, og héldu hlutabréfavísitölur víðast hvar áfram að lækka. Í Bandaríkj- unum var dagurinn ekki jafn slæm- ur og margir höfðu óttast. Nýjar atvinnutölur voru skárri en reiknað hafði verið með, þótt þær hafi alls ekki verið góðar. Alls fjölgaði störf- um um 117 þúsund í júlí og lækkaði hlutfall atvinnulausra í 9,1%. Þegar tölurnar voru kynntar í gærmorgun tóku vísitölur kipp upp á við. Það entist hins vegar ekki og lækkuðu bæði Dow Jones og S&P 500 vísitölurnar skarpt um miðbik dags. Sú lækkun gekk loks að miklu leyti til baka og glöddust margir við það að Dow Jones var rúmlega hálfu prósenti hærri í lok dags en byrjun. Nasdaq og S&P 500 lækkuðu lítillega. Vikulækkun hinnar síðarnefndu var sú mesta sem átt hefur sér stað síðan í nóv- ember 2008. Allar helstu hluta- bréfavísitölur í Evrópu lækkuðu í gær, mest í Þýskalandi þar sem Dax-vísitalan lækkaði um tæp 3%. FTSE-vísitalan í London lækkaði um 2,7% og hefur nú lækkað um 11,1% á árinu, að langmestu leyti síðustu vikuna. Fjárfestar eru uggandi vegna ört versnandi stöðu Ítalíu. Ávöxt- unarkrafa á ítölsk ríkisskuldabréf er nú orðin hærri en á spænskum ríkisskuldabréfum í fyrsta sinn í meira en ár. Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra Ítalíu, hefur ákveðið að flýta umbótum í hagkerfinu og er sagður íhuga stjórnarskrárbreyt- ingu sem feli í sér bann við halla- rekstri ríkissjóðs. »20 Kærkomið helgarfrí frá mörkuðum Lúinn Miðlarar hafa átt erfiða viku Reuters Íslenskur karlmaður á fertugsaldri lést við köfun nærri Eyrarsundsbrú, sem liggur á milli Svíþjóðar og Dan- merkur, í fyrradag. Maðurinn, sem er búsettur í Svíþjóð, hafði verið þar við köfun ásamt tveimur félögum sínum um morguninn. Hann varð viðskila við félaga sína sem kölluðu í kjölfarið eftir aðstoð. Þyrla og bátar tóku þátt í leitinni og maðurinn fannst eftir um tveggja tíma leit. Á sjúkrahúsi var hann úr- skurðaður látinn. Rannsókn á slys- inu er ólokið. Lést við köfun á Eyrarsundi MStefnir í hrímkalt haust »14 L A U G A R D A G U R 6. Á G Ú S T 2 0 1 1  Stofnað 1913  182. tölublað  99. árgangur 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.