Morgunblaðið - 06.08.2011, Page 18

Morgunblaðið - 06.08.2011, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2011 Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is „Það var sannkölluð jólastemning í Kringlunni þegar lokasprettur út- salanna hófst á fimmtudaginnn,“ að sögn Ármanns Lloyd Brynjarssonar, afgreiðslumanns hjá Outfitters Na- tion en útsölum lýkur um helgina með götumarkaði í bæði Kringlunni og Smáralind. „Þetta byrjaði með trompi,“ segir Ármann en margt hefur verið um manninn í Kringl- unni og tóku verslunarstarfsmenn undir það að fyrsti dagurinn hafi „gengið vonum framar“ eins og Kar- en Ómarsdóttir í La Senza komst að orði. „Það hefur verið mjög margt fólk í húsinu, bæði á götumark- aðinum og inni í búðinni,“ segir Erna Guðrún Björnsdóttir í Zik Zak tískuhúsi, með einróma undirtektum verslunarstarfsmanna. Ekki hefur þó verið jafn mikill mannfjöldi í Kringlunni síðan útsöl- ur hófust um seinustu mánaðarmót. Til að mynda hefur Ármann tekið eftir því að „það sé búið að vera mik- ið um fólk út á landi og í ferðalögum og því hefur kannski aðeins dregið úr fjöldanum í Kringlunni“. Hins- vegar kom „verslunarmannahelgin sterkt inn, og eykst með hverju ári,“ að sögn Karenar. Í flestum búðum voru nýjar vörur komnar í hillurnar og sumstaðar á tilboðum eða afslætti sem stendur til sunnudags. „Sannkölluð jólastemning“  Krökkt í verslanamiðstöðvum á götumörkuðum  Lægðir vegna fría Morgunblaðið/Sigurgeir S. Góð kaup Verslunarstarfsmenn jafnt sem gestir tóku eftir því að margt fólk hefur verið í Kringlunni síðan lokasprettur útsalanna hófst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.