Morgunblaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Dr. Adele Atkinson ereinn helsti sérfræðingurheims um fjármálalæsi.Hún er menntuð í hag- fræði og endurskoðun og hefur doktorsgráðu í fjármálalæsi frá Há- skólanum í Bristol. Í dag starfar Atkinson við rannsóknir og stefnu- mótun á fjármálalæsi hjá Efnahags- og þróunarstofnun Evrópu (OECD). Atkinson verður aðalfyrirlesarinn á ráðstefnu um fjármálalæsi sem haldin er á morgun. Breitt áhugasvið „Áhuginn fyrir þessu starfi kemur úr ýmsum áttum. Fyrst eftir að ég lauk námi hafði ég mestan áhuga á að nota gögn til að skoða hvort munur á milli kynja, svæða og námárangurs hefði áhuga á fjárhag. Síðan var ég líka að kenna hagfræði og smám saman datt mér í hug að setja mætti saman hagfræði við per- sónulega fjármálakennslu. Tækifær- ið kom þegar mér bauðst að starfa í persónulegri fjármálamiðstöð frekar en í hagfræðideild. Þá gat ég ein- beitt mér að verndun neytenda og neytendamálum almennt. Áður hafði áhuginn snúið meira að skóla- umhverfinu en nú er áhugi minn breiðari. Í dag er mér helst umhug- að um það hvernig hægt sé að kenna fullorðnu fólki fjármálalæsi og hvernig stjórnvöld geti brugðist við kröfum um slíkt,“ segir Adele. Aðstoð er nauðsynleg Hún segir að vissulega geti fjármálaheimurinn virst flókinn í augum almennings. Það ætti hins Aukið sjálfstraust í eigin fjármálum Adele Atkinson, doktor í fjármálalæsi, segir að fólk verði að hafa auga með sínum eigin fjármálum og bíða ekki eftir því að bréf berist um vanskil eða yfirdrátt. Hún segir fjármálakreppuna víða um heim hafa vakið fólk til umhugsunar um fjármál sín og mikilvægt sé að veita fólki góða fræðslu og stuðning í fjármálum. Fjármál Þróun í notkun greiðslukorta hefur ekki alls staðar verið eins. Doktor Adele Atkinson sérhæfir sig í fjármálalæsi og starfar í París. Haustin eru tíminn til að safna í sarp- inn fyrir vetur, taka upp kartöflur og grænmeti, tína ber, sulta og frysta og svo mætti lengi telja. Á haustin eru blessuð lömbin líka leidd til slátrunar og þá er nú aldeilis gott að fylla fryst- inn af gómsætu lambakjöti. Þá getur komið sér vel að kíkja á síðu sem heitir lambakjöt.is, því þar er bók- staflega hægt að finna ALLT um lambakjöt. Þar eru kennslu- myndbönd, ótal uppskriftir og leið- beiningar skref fyrir skref um hvern- ig á að úrbeina. Undir flipanum fræðsla eru m.a. ráð um geymslu á lambakjöti, hvernig á að þíða kjöt, hver sé munurinn á kindakjöti og lambakjöti, val á kjöti (hvað hentar best í hvað). Einnig er að finna allt um ólíkar aðferðir eins og gufusteik- ingu, grillsteikingu, pönnusteikingu, ofnsteikingu eða suðu. Allir þurfa að kunna að búa til kjötsúpu á haustin. Vefsíðan www.lambakjot.is Morgunblaðið/Kristinn Kunnátta Það er gott að kunna að úrbeina og fituhreinsa lambalæri. Lambakjöt í sláturtíðinni Fyrst á haustin þegar kólna tekur í veðri eru það talsverð viðbrigði fyrir líkamann. Allt í einu þarf að klæða táslurnar aftur í sokka og fara í peys- una. Það er um að gera að láta sér nú ekki verða kalt og muna að klæða sig aðeins betur. Sérstaklega fyrst á morgnana þegar bíllinn er kaldur eða á göngu í skóla, vinnu eða stoppi- stöð. Svo er líka bara nokkuð nota- legt að dúða sig í hlý föt. Það passar vel við kertaljós og kósíheit að sitja í sófanum og lesa eða horfa á sjón- varpið í þykkri peysu, joggingbuxum og sokkum. Um helgar má svo klæð- ast slíku allan daginn heima við. Endilega … … dúðið ykkur í notaleg föt Morgunblaðið/ÞÖK Sokkar Hlýir á litlar og stórar tásur. Allir vita sem reynt hafa að yndislegt er að þiggja nudd og að gefa nudd. Lítil börn kunna sérstaklega vel að meta slíkt og það er mikil gæðastund fyrir foreldra að veita barni sínu gott nudd. Fyrir þá sem vilja læra að nudda ungbörn er tilvalið að skella sér í Eymundsson í Smáralind í dag klukkan ellefu því þá ætlar Elsa Lára Arnardóttir sjúkranuddari að vera með sýnikennslu í ungbarnanuddi. Hún ætlar að kenna foreldrum, ömm- um og öfum nú eða systkinum, réttu handtökin. Í tilkynningu segir að náin snerting allt frá fæðingu skapi traust milli for- eldris og barns. Markvisst ungbarna- nudd auki vellíðan barnsins, stuðli að betri svefni, mildi verki við tanntöku og styrki ónæmiskerfið, auk þess sem sýnt þykir að það hjálpi börnum með magakveisu og aðra kvilla. Nudd hefur einnig víðtæka virkni fyrir eldri börn, til dæmis þau sem stunda íþróttir. Í tilefni nuddstundarinnar verður bók Elsu Láru um barnanudd á tilboði hjá Eymundsson. Nuddstund í Eymundsson Sýnikennsla í ungbarnanuddi fyrir foreldra, ömmur og afa Morgunblaðið/Ásdís Gæðastund Börn kunna vel að meta nudd og slaka vel á í góðri nuddstund. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Fjarðarkaup Gildir 8.-10. sept. verð nú áður mælie. verð Svínahnakki úrb. úr kjötborði ...... 998 1.398 998 kr. kg Svínalundir úr kjötborði .............. 1.498 2.198 1.498 kr. kg Nautahakk, 2,5 kg í poka ........... 3.245 3995 1.298 kr. kg Kf sveitabjúgu, 1,26 kg .............. 598 679 474 kr. kg Coca cola, 4x2 l ........................ 998 798 199 kr. stk. Cheerios, 992 g ........................ 798 998 804 kr. kg Ota sólgrjón, 950 g.................... 398 429 418 kr. kg Frosinn kjúklingur, heill............... 698 785 698 kr. kg Neutral baby blautklútar............. 398 498 398 kr. stk. Hagkaup Gildir 8.-11. sept. verð nú áður mælie. verð Nautahakk ................................ 1.198 1.498 1.198 kr. kg SS bláberja lærissneiðar ............ 2.183 3.118 2.183 kr. kg Eldfugls kjúklingabollur, 400 g.... 449 599 449 kr. pk. Holta bratwurstpylsur, 280 g....... 318 398 318 kr. pk. Myllu sveitabrauð ...................... 259 549 259 kr. stk. Myllu vínarbrauðslengja ............. 399 699 399 kr. stk. Myllu ostaslaufur ....................... 199 369 199 kr. stk. Myllu baguette, 400 g................ 199 339 199 kr. stk Krónan Gildir 8.-11. sept. verð nú áður mælie. verð Grísakótilettur ............................ 998 1.498 998 kr. kg Grísagúllas................................ 1.189 1.698 1.189 kr. kg Grísasnitsel ............................... 1.189 1.698 1.189 kr. kg Grillborgarar m/br., 4 stk. í pk..... 649 698 649 kr. pk. Kjúklingur m/lime&rosmarin....... 998 1.198 998 kr. kg Gríms plokkfiskur, 1 kg í pk. ........ 1.124 1.249 1.124 kr. kg Forst. fiskibollur, 2 kg í pk........... 1.679 1.866 840 kr. kg Rauð vínber .............................. 298 597 298 kr. kg Breiðh. pálmabrauð ................... 239 264 239 kr. stk. Nóatún Gildir 8.-11. sept. verð nú áður mælie. verð Lambalærissneiðar .................... 1.598 1.998 1.598 kr. kg Lambasirloinsneiðar .................. 1.269 1.598 1.269 kr. kg Grísakótilettur............................ 1.098 1.498 1.098 kr. kg Ungnauta Rib eye ...................... 3.999 4.598 3.999 kr. kg Gourmet saltfiskhnakkasteik....... 1.698 1.998 1.698 kr. kg Úrvals rjómasveppasósa, 470 ml 407 479 407 kr. stk. Þykkv. kartöflub. m/hýði, 700 g .. 191 239 191 kr. pk. Gardi sólkjarnabrauð, 400 g....... 249 369 249 kr. pk. Helgartilboðin Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.