Morgunblaðið - 08.09.2011, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011
Evrópskir kvenfrumkvöðlar í Hörpunni
Tveggja daga ráðstefna evrópskra hugvitskvenna um nýsköpun,
EUWINN 2011, var sett í gær. Samtök frumkvöðlakvenna hér á
landi standa fyrir ráðstefnunni sem er í Hörpu. EUWINN 2011 er
fjölmennasta samkoma frumkvöðlakvenna Evrópu í ár. Hún er
haldin á tveggja ára fresti og lýkur í kvöld með því að veittar eru
viðurkenningar þeim konum sem þykja hafa skarað fram úr.
Bola Olabasi er breskur lögfræð-
ingur og frumkvöðull sem stofnaði
alþjóðanet frumkvöðlakvenna, Glo-
bal Women Inventors & Innovators
Network (GWIIN) árið 1998 í kjöl-
far þess að hafa komið á árlegri at-
höfn þar sem veitt eru verðlaun til
uppfinningakvenna í Bretlandi. Hún
stofnaði svo tengslanet evrópskra
frumkvöðlakvenna, European Wo-
men Inventors & Innovators Net-
work (EUWIIN) árið 2006.
Olabasi segir aðspurð að það hafi
verið greinileg þörf fyrir tengslanet
sem þessi. Mikið hafi vantað upp á
viðurkenningu á sköpunarverkum
og uppfinningum kvenna.
„Okkur vantar fleiri fyrirmyndir.
Fleiri leiðtoga,“ segir Olabasi.
Aukin þekking byggð upp
Um árangur af starfinu segir hún
að það sé mikilvægt náðst hafi að
byggja upp aukna þekkingu í sam-
skiptum kvennanna. Þær læri mikið
hver af annarri. Fleiri vörur hafi
komist á markað sem ella hefðu ekki
náð þangað. Enn sé þó langt í land.
Olabasi segist gjarnan vilja sjá
hærri prósentutölur en vettvang-
urinn sé mikilvægur fyrir konur í
frumkvöðlastarfi.
Olabasi segist ekki viss um að það
sér raunverulegur munur á þeim
áskorunum sem blasi við kynjunum
þegar kemur að uppfinninga- og
frumkvöðlastarfi. Konur séu að ná
karlmönnum þó þær þurfi oft að
leggja helmingi harðar að sér.
Með því að skapa samstarfsvett-
vang sé hægt að vinna að því að
brjóta niður þessar hindranir með
aukinni þekkingu.
Margir þröskuldar á leiðinni
Þegar rætt er um þær hindranir
sem blasi helst við konum í frum-
kvöðlastarfi nefnir Olabasi aðgang
að áhættufjármagni sem geti gert
konum kleift að vinna á stærri skala.
Einnig þurfi að tryggja aðgang að
menntun við hæfi. Ekki það að kon-
ur séu ekki vel menntaðar heldur
þurfi þær einnig að fá menntun við
hæfi þegar kemur að frumkvöðla-
starfinu. Vita hvar þær fái viðeig-
andi upplýsingar og hvernig þær
geti nýtt þær til framþróunar. Einn-
ig komi inn í ótal aðrir þættir á við
vöruþróun ofl.
Olabasi leggur áherslu á að frum-
kvöðlar þurfi að kynna sér betur
hvað felist í vernd hugverkaréttinda
og hvernig hægt sé að fá tekjur af
þeim. Tölur sýni að tiltölulega lágt
hlutfall kvenna fái einkaleyfi á upp-
finningum sínum og þetta sé eitt-
hvað sem framkvæmdastjórn Evr-
ópusambandsins sé meðvituð um.
Liður í því að auka hlut kvenna sé að
koma með þetta framtak til Íslands.
sigrunrosa@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Brautryðjandi Bola Olabisi er stofnandi EUWINN, samtaka evrópskra
kvenfrumkvöðla og GWIIN alþjóðanets kvenfrumkvöðla.
Mikilvægt að nýta
hugverkaréttindi
Guðrún Sæmundsdóttir, uppfinn-
ingakona hjá Auris ehf., er með
einkaleyfi á aðferðafræði sem hún
fann upp, þar sem jurtir eru nýttar
gegn eyrnabólgu.
Dóttir hennar var búin að vera
mikið á sýklalyfjum og það átti að
fara að setja rör í eyrun á henni.
Hún prófaði sig áfram með jurtir
og endaði með að nota þær með
þessum hætti. Það hafði aldrei ver-
ið gert áður. Guðrún segist nota
virk efni úr jurtum sem hefur sann-
ast í gegnum aldirnar að hafi virkni
gegn vírusum og bakteríum. Hún
hafi byrjað á jurtum eins og basí-
liku, kamillu og lavenderolíu. „Við
gerðum og höfum einkaleyfi á
þessu tæki sem komið er fyrir í eyr-
unum. Það er útgufunin í efnunum
sem fer í gegnum hljóðhimnuna.
Hún er bólgueyðandi og nær að
drepa bakteríurnar.“
Tilbúið til framleiðslu
Guðrún segir þróunarstarf kom-
ið vel á veg. Náttúrulega leiðin sé
fullkláruð og í raun allt klárt til að
hefja framleiðslu á töppum með
náttúrulega efninu. Einnig sé búið
að einangra virku efnin úr nátt-
úruefnunum og lyfjafræðileg þróun
komin vel á veg. Búið er að fá
einkaleyfi á hugmyndinni í öllum
löndum ESB, Kanada, Japan og
fleiri löndum. Auris standi frammi
fyrir nokkrum valkostum þegar
kemur að því að velja næstu skref.
Annað hvort að halda áfram og
hefja strax framleiðslu fyrir nátt-
úrlega markaðinn eða þróa áfram
fyrir lyfjamarkaðinn, eða nýta jafn-
vel báða valkostina. Hvað fjár-
mögnun varðar segir Guðrún að
sýna þurfi fram á árangur til að fá
hana og sanna að varan virki. Það
sé bara eðlilegt. sigrunrosa@mbl.is
Nýtir jurtir gegn eyrnabólgu
Morgunblaðið/Kristinn
Frumkvöðull Guðrún Sæmundsdóttir fann upp aðferð sem vinnur á eyrna-
bólgu, þegar hún reyndi að forða dóttur sinni frá rörum í eyrun.
Hin finnska Eija Pessinen er einn
gestafyrirlesara á ráðstefnunni.
Pessinen sem er ljósmóðir og hug-
vitskona fékk gullverðlaun EUWI-
IN árið 2009 fyrir uppfinningu sína,
Relaxbirth, sem er fæðingarstóll.
Hugmynd Pessinen að fæðing-
arstólnum fæddist þegar hún var að
ljúka ljósmóðurnámi um 1983. Með
því að nota fæðingarstólinn við fæð-
ingu geti konur nýtt líkamann betur
á rembingstímabilinu og dregið
verulega úr hættu á því að rifna.
Pessinen minnist þess að hafa þá
strax velt því fyrir sér af hverju kon-
ur eyddu svo miklum tíma í rúminu
þegar þær væru að fæða. Þegar hún
var síðar að störfum í Níkaragúa þá
sá hún hvernig ómenntaðar konur til
sveita aðstoðuðu við fæðinguna. Þær
fengu konurnar til að slaka á meðan
á útvíkkun stóð og til að nýta líkam-
ann sem best þegar kom að remb-
ingsstiginu og fæðingunni sjálfri.
Pessinen segir ellefu ár hafa liðið
þar til hún fór aftur að taka á móti
börnum. „Þegar ég kom aftur til
starfa sem ljósmóðir fór ég að hugsa
um af hverju þyrfti að fara svona að
við fæðingu, þar sem það tók lengri
tíma, konurnar rifnuðu meira og það
var meira álag á barnið. Þetta var
líka álag á ljósmóðurina.“
Pessinen segir að þessu hafi hún
viljað breyta, þó hún vissi ekki strax
hvernig. Þar hafi svo margir sam-
verkandi þættir hjálpað henni.
Tungumálakunnátta frá því hún var
við hjúkrunarstörf í Níkaragúa,
Þýskalandi og Sviss og svo við-
skiptamenntun. Hugmyndina skráði
hún svo hjá finnsku einkaleyfastof-
unni. Erfiðast hafi verið að vinna að
hugmyndinni samhliða vinnu en það
hafi orðið auðveldara þegar hún fékk
styrk til verksins.
sigrunrosa@mbl.is
Stóll til að auðvelda fæðingu
Morgunblaðið/Kristinn
Nýjung Eija Pessinen hefur hannað fæðingarstól sem er notaður í Finnlandi
og Svíþjóð. Hún segir konur farnar að biðja um stólinn þegar þær fæða.
Guðrún Laukka hlaut silfurverðlaun EUW-
INN árið 2009 en hún fann upp gifstappa til
viðgerðar á götum á veggjum, hvort sem
veggurinn er úr gifsi, steini eða spón. Guð-
rún er komin með dreifingaraðila í Finn-
landi sem mun sjá um að koma vörunni um
allan heim. „Ég á náttúrulega einkaleyfið en
ég er búin að vera í þessu síðan 2006. Svo
gerist það 2011 að til mín kemur dreifing-
araðili og biður um að fá söluréttinn fyrir
allan heiminn. Ég ákvað að taka því,“ segir
Guðrún. Meðal annars vegna þess hve mark-
aðsþátturinn hafi skipt miklu máli. „Það er
bara takmarkað hvað ein manneskja getur
gert. Ég hef engan fjárfesti á bak við mig.“
Alltaf átt hugmyndina
Guðrún getur ekki útskýrt hvernig hún
fékk hugmyndina. „Hún hefur alltaf verið til
hjá mér. Árið 2005 var ég
að gera við göt í vegg hjá
mér og eftir fjórða daginn
var ég alveg að verða vit-
laus á að sparsla. Þetta voru
40 risastór göt því ég var að
taka rekka niður. Ég sparsl-
aði og sparslaði og alltaf féll
það inn. Svo ég dreif mig út
í Húsasmiðju. Ég rýk að
borðinu, með málningu á hausnum og rosalega
geðvond. Ég kannaðist við manninn og sagði:
Viltu gjöra svo vel að selja mér gifstappa. Ég
er að verða brjáluð! Hann horfir á mig og seg-
ir: Um hvað ertu að tala? Ég segi: Viltu bara
selja mér gifstappana. Ég veit að þeir eru til.
Hann sagði: Nei, Rúna mín, þetta er ekki til.
En viltu koma þér upp á skrifstofu og selja
þeim þessa hugmynd.“ Guðrún segir þetta
hafa verið í ágúst 2005 en hún hafi ekkert gert í
þessu fyrr en ári seinna.
Þá teiknaði Guðrún upp tappana og bjó til
frumgerðina sjálf, með því að skera út í krítar.
Síðan tóku við ferðir í Rannsóknarstofnun
byggingariðnaðarins, Rannsóknarþjónustu Há-
skólans og fleiri staði áður en hún fór og sótti
um einkaleyfið fyrir hugmyndina. Guðrún seg-
ir það erfiðasta við ferlið hafa verið „allar
þessar lokuðu bílskúrshurðir sem birtust í
förmum“. Mestu máli hafi því skipt að hafa trú
á vörunni. sigrunrosa@mbl.is
Gifstapparnir verða
seldir um allan heim
Morgunblaðið/Kristinn
Hugvit Guðrún Laukka fann upp gifstappa sem eru nýttir til viðgerða á götum í veggjum.
Finnskt dreifingarfyrirtæki er komið með sölurétt að þeim um allan heim.