Morgunblaðið - 08.09.2011, Page 18

Morgunblaðið - 08.09.2011, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ímunnlegriskýrslu sinnium stöðuna í efnahags- og at- vinnumálum við upphaf þingstarfa nú í september taldi Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra upp mikinn fjölda starfa sem yrðu til á næstunni með fyr- irhuguðum framkvæmdum. Hún sagði líka að ríkisstjórnin hefði „setið undir ómaklegri gagnrýni um dugleysi í at- vinnumálum“. Þeirri gagnrýni vísaði hún allri á bug og þá sér- staklega þeirri sem sneri að því að ríkisstjórnin hefði lagt „stein í götu álvers í Helgu- vík“, og bætti við: „Öllum er nú ljóst að sú gagnrýni var ómak- leg og á sandi byggð.“ Um þá „ómaklegu“ gagnrýni er fjallað í fróðlegri úttekt í viðskiptablaði Morgunblaðs- ins í dag, sem varpar ljósi á vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í því tiltekna máli. En málin eru miklu fleiri og undirmálin einnig. Þess vegna er það sem tal forystumanna ríkisstjórnarinnar um þær framkvæmdir sem hún er að vinna að er svo ótrúverðugt og þess vegna er það sem lands- menn hrista höfuðið þegar þeir heyra Jóhönnu eina ferðina enn ræða um fyrirhug- aðar fram- kvæmdir. Það er ekki eins og ræðan sem Jó- hanna flutti nú í þingbyrjun hafi ekki verið flutt áður við sambærileg tækifæri. Í fyrstu ræðu sinni á Alþingi sem forsætisráðherra lagði Jóhanna ekki síður ríka áherslu á atvinnumálin. Hún sagði að bregðast yrði við at- vinnuleysinu „með aðgerðum sem fjölga störfum og verja þau störf sem fyrir eru. Við munum leita markvisst leiða til þess að örva fjárfestingu innlendra og erlendra aðila og skapa ný störf á almennum vinnumarkaði. Ríkisstjórnin mun fljótlega kynna áætlun um opinberar framkvæmdir og útboð“. Þessi áætlun hefur margoft verið kynnt og jafnoft verið fallið frá henni í raun þó að stundum hafi verið reynt að fylgja henni í orði. Störf at- vinnulausra Íslendinga hafa ekki orðið til, nema þá helst ut- an landsteinanna. Hér á landi hefur aðeins verið boðið upp á aðgerðaleysi og aðför að heilu atvinnugreinunum. Ríkisstjórnin hefur margoft lofað nýjum störfum en á sama tíma grafið undan atvinnuuppbyggingu} Undirmálin Úrskurðarþýska stjórn- lagadómstólsins hafði verið beðið um nokkra hríð. Hann átti að ákvarða hvort þýska rík- isstjórnin og þýska þingið hefðu gengið lengra en leyfi- legt var með því að standa að lánafyrirgreiðslu og ábyrgð- um lána vegna greiðsluþrots Grikklands. Ekki verður sagt að úrskurðarins hafi verið beðið með mikilli eftirvænt- ingu, því almennt var talið að dómstóllinn myndi stíga var- lega til jarðar og var þá ekki síst horft til fyrri dómsorða hans. Auðvitað var dómurinn að auki undir miklum óbeinum þrýstingi því fjölmiðlar í Þýskalandi og annars staðar í Evrópu höfðu fullyrt að ógild- ingarúrskurður myndi valda miklu uppnámi í evrópsku fjármálalífi, jafnvel nýju hruni og evran sjálf kynni þar með að verða fyrir bí. Þegar spár rættust um að dómurinn myndi hafna meginkröfum stefnenda málsins tóku mark- aðir austan hafs og vestan myndarlega og jákvæða kippi. Því hafði raunar einnig ver- ið spáð að dóm- stóllinn kynni að krefjast þess að í framtíðinni yrði þýska rík- isstjórnin að tryggja hvert eitt nýtt skref í sama máli með fullum atbeina þýska þingsins. Þetta ákvað dómurinn, svo segja má að stefnendur hafi haft dálítið upp úr krafsi sínu. Ekki er fullljóst hvort þess- ir fyrirvarar stjórnlagadóm- stólsins muni hafa verulega þýðingu. Björgunarleið- angrar vegna veiklaðra ríkja á evrusvæðinu verða þó senni- lega eitthvað þyngri í vöfum, enda líklegt að önnur ríki á evrusvæði tryggi einnig auk- inn atbeina eigin þjóðþinga að slíkum málum í framhaldinu. Þá telja lögspekingar að dómstóllinn hafi slegið hug- myndir um sameiginlega skuldabréfaútgáfu út af borð- inu með tilteknu orðalagi í dómnum. Sé það rétt túlkun má spyrja hvers vegna dóm- urinn kjósi að hafa vé- fréttarstíl um svo þýðing- armikið atriði. En hvað sem vangaveltum um dóminn líður er kostur að tiltekinni óvissu hafi verið eytt. Dómur kominn. Kanslarinn slapp með skrekkinn} Þýskur dómur H arðstjórar fyrr og nú fengu napra kveðju frá Hertu Müller við opnun bókmenntahátíðar í Reykjavík í gær. Í ræðu sinni fjallaði nóbelsskáldið, sem fæddist í Rúmeníu og skrifar á þýsku, einnig um hlutskipti manns í ríki einræðis. „Skilningurinn lendir á mörkum hins eðli- lega og hins brenglaða,“ sagði hún. „Annars vegar sér maður hlutina áfram nákvæmlega og raunverulega. Hins vegar leggst þar ofan á hin brenglaða mynd. Skynjunin sogast, gegn vilja mínum, að röngum segli.“ Müller lýsti því í ræðunni þegar hún yf- irgaf Rúmeníu og þurfti að kveðja bestu vin- konu sína. „Vindjakkinn hennar glansaði og eftir því sem hún fjarlægðist mig minnti bak- svipurinn æ meir á silfurskeið,“ sagði hún. „Þannig varð kveðjustundin að silfurskeið. Úr því þetta orð er til og hefur allt aðra merkingu en kveðjustund sótti það á mig sem stysta lýsing á sársaukanum.“ Í framhaldi af þessum orðum vék Müller að tungu- málinu sjálfu. „Tungumálið er aðeins til vegna okkar. Hvort sem við tölum, þegjum í eigin þönkum, eða skrif- um. Og það getur allt: Sagt sannleikann eða blekkt, veitt athygli eða virt að vettugi, hlíft eða eyðilagt. Það getur meira að segja drepið manneskjur eða bjargað þeim. En þegar hversdagsleg notkun málsins er krufin og við fikrum okkur frá hinu venjulega og fram á broddinn, neyðum við orðin til að skoða sig sjálf – að verða ljóðræn. Með ljóðrænu að vopni geta þau skrásett á annan hátt en hefðbundin orðanotkun.“ Ljóðrænan verður beitt vopn og hvasst hjá Müller. Heimur orða hennar er víðs fjarri raunsæjum ráðamönnum. Hún hugsar ekki um viðskiptatækifæri, sem kunna að fara forgörðum, beini hún spjótum sínum að Kína. Hún fer ekki í manngreinarálit þegar einræðisherrar eru annars vegar. Að hlusta á Müller er eins og að fylgjast með skurð- lækni beita hníf sínum til að komast að meini. Í kafla um aðþrengda einræðisherra lýsti Müller sálarlífi þeirra: „Þeir eru vanir því að geta misnotað líf annarra sem eigin ránsfeng og farið með hvern hlut í landinu sem sína einkaeign. Mannfyrirlitning og þjófnaður eru daglegt brauð fyrir þeim … Þeir bera ekkert skynbragð á að fólkið hafi fengið sig fullsatt. Í sjálfselsku sinni ruglast þeir á áralöngum hyllingum þjóðarinnar, sem þvingaðar hafa verið fram með hræðslu, og ást. Kúgun rugla þeir saman við um- hyggju. Öll fólskuverk telja þeir bera vott um föð- urlandsást. Valdagræðgi þeirra verður sjúkleg.“ Hvernig verður maður að einræðisherra? Hvernig maður komist að þeirri niðurstöðu að hann eigi rétt á að deila og drottna og fangelsa, pynta eða taka af lífi þá, sem mótmæla? Eins og Müller benti á eru „óteljandi manneskjur … áfram í höndum einræðisherra“. Verk Hertu Müller eru ekki aðeins áminning um óhæfuverk einræðisherra, heldur einnig vitnisburður um hlutskipti þeirra, sem við kúgun þeirra búa. kbl@mbl.is Karl Blöndal Pistill Í höndum einræðisherra STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is N efndin sem samdi hvít- bók um heildarend- urskoðun nátt- úruverndarmála á Íslandi leggur m.a. til að skipulag stjórnsýslu á sviði nátt- úruverndar verði endurskoðað. Er bent á að mjög margar stofnanir sinni þessum málaflokki hér á landi, borið saman við hin Norðurlöndin. Af hvít- bókinni má ráða að þetta séu um 25 stofnanir, sem heyra undir nokkur ráðuneyti, auk margs konar nefnda er fjalla um náttúru- og umhverf- isvernd með einum eða öðrum hætti. Hjá þessum stofnunum starfa yfir þúsund manns en þær helstu eru taldar upp í meðfylgjandi töflu. „Ókostur þess að skipta verk- efnum eins málaflokks á milli margra lítilla stofnana er sá að hætt er við að viðfangsefni þeirra verði smá í snið- um og faglega einsleit. Afleiðingarnar eru m.a. sundurleitir gagnabankar, brotakennd þekking og skortur á heildstæðri yfirsýn. Jafnframt aukast líkur á skörun milli stofnana og tví- verknaði,“ segir m.a. í hvítbókinni. Nefndin álítur að skoða ætti ávinning af því að sameina sem mest umsjón og vörslu lands og eftirlit með því. Margar stofnanir sinni þeim verk- efnum; t.d. Umhverfisstofnun, Land- græðslan, Skógrækt ríkisins og Vatnajökulsþjóðgarður. Einnig telur nefndin rétt að skoða aukna sam- vinnu eða samruna í rannsókna- starfsemi á vegum ríkisins. Lagt er til að skoða sérstaklega sameiningu Náttúrufræðistofnunar og Veiði- málastofnunar, þar sem starfsemi þeirra skarist að verulegu leyti. Þess má geta að meðal höfunda hvítbókarinnar eru forstjórar Nátt- úrufræðistofnunar og Umhverf- isstofnunar, auk eins starfsmanns til viðbótar frá fyrrnefndu stofnuninni. Nefndin leggur m.a. til að styrkja þurfi stöðu Náttúrufræðistofnunar sem miðlægrar stofnunar sem annast m.a. skipulega heimildasöfnun um náttúru landsins. Blendin viðbrögð Þessum tillögum er misjafnlega tekið hjá forstjórum annarra stofn- ana, sem segjast sumir hverjir ekki hafa verið með í ráðum við samningu hvítbókarinnar. Þannig er t.d. með Jón Loftsson skógræktarstjóra. „Aumt er hlutskipti nátt- úruverndar á Íslandi, þ.e.a.s. þess hluta sem skilgreinir sig þannig að náttúruvernd feli eingöngu í sér að koma í veg fyrir breytingar. Það sem helst er hér til að „vernda“ er stein- dauð náttúra; auðnir, fjöll og jöklar. Myndirnar sem skreyta hvítbókina segja meira en textinn því flestir munu ekki komast lengra en að skoða myndirnar. Og myndirnar segja að það sé fyrst og fremst líflaust land sem ber að vernda. Samt voru líf- fræðingar í meirihluta í nefndinni en ekki jarðfræðingar,“ segir Jón og bendir á að skipulag stofnana hafi af- leiðingar sem skipti máli og séu sjaldnast metnar þegar uppstokkun eigi sér stað. Ekkert slíkt mat hafi t.d. átt sér stað þegar Skógrækt rík- isins og Landgræðslan voru fluttar til umhverfisráðuneytisins. Mat af þessu tagi sé heldur ekki að finna með til- lögum í hvítbókinni, „bara almennt blaður um skilvirkni og þess háttar sem ekki stenst nánari skoðun“. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri er hins vegar jákvæðari í garð hugmynda um sameiningar og fagnar þeim. Hann segist hafa rætt við nefndarmenn og það sé rík ástæða til að endurskoða stjórnsýsluna í þess- um málaflokki. „Ég kvíði þeirri vinnu ekkert,“ segir Sveinn og bendir jafn- framt á að hvítbók um landgræðslu og önnur um skógrækt séu í vinnslu og verði mögulega tilbúnar um ára- mót. Þar verði frekari umræðugrund- völlur. Náttúruvernd Lagt er til í hvítbókinni að Náttúrufræðistofnun Íslands fái aukið hlutverk og sameinist jafnvel öðrum rannsóknastofnunum ríkisins. Stjórnsýsla um nátt- úruna stokkuð upp Helstu stofnanir í stjórnsýslu, eftirliti og rannsóknum á sviði náttúru- og umhverfisverndar Stofnun starfsmenn Hafrannsóknastofnun 170 Veðurstofa Íslands 132 Matís 98 ÍSOR 88 Matvælastofnun 82 Fiskistofa 74 Umhverfisstofnun 70+ Landgræðsla ríkisins 60 Náttúrustofur (sjö talsins) 60 Náttúrufræðistofnun 50+ Skógrækt ríkisins 49 Orkustofnun 33 Veiðimálastofnun 21 Skipulagsstofnun 21 Ferðamálastofa 13 Vatnajökulsþjóðgarður 12 Fornleifavernd ríkisins 12 StofnunVilhjálms Stef. 6 Náttúruranns.st. v/Mývatn 5

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.