Morgunblaðið - 08.09.2011, Page 20

Morgunblaðið - 08.09.2011, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 Árlega greinist fjöldi Íslendinga með gigt og má ætla að um 60.000 manns séu með ein- hvern gigtsjúkdóm, en til eru um 200 mismun- andi gigtsjúkdómar. Það hefur áhrif á dag- legt líf að greinast með gigtsjúkdóm en mis- mikil eftir því um hvaða gigt er að ræða. Einkenni flestra gigtsjúkdóma eru verkir, þreyta og stirðleiki. Það er því ekki að undra að stór hluti fólks með gigt hreyfi sig minna en jafnaldrar þeirra. En okkur er ætlað að hreyfa okkur. Reglubundin hreyfing dregur úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, offitu, sykursýki II, ristilkrabba, bein- þynningu og þunglyndi svo að fátt eitt sé nefnt. Almennt er mælt er með því að allir hreyfi sig minnst 30 mínútur á dag. Æskilegt er að hreyfing sé að minnsta kosti meðalþung, sem þýðir að hjart- sláttur eykst og öndun verður hraðari. Einnig skal hver æfingalota helst ekki vera styttri en 10 mínútur, en safna má æfingalotum saman til að ná 30 mínútna hreyfingu yfir daginn. Ekki hefur verið sýnt fram á aukn- ingu liðskemmda við æfingar, jafnvel ekki meðalþungar til þungar æfingar. Lýsi fólk mikilli þreytu minnkar hún gjarnan, er þol og úthald eykst. Í rannsóknum á breyttu mataræði og æfingum minnkuðu verkir við þyngd- artap, en ofþyngd eykur til dæmis verki í slitgigtarhnjám umtalsvert. Einnig er fólk með gigt á miðjum aldri líklegra til þess að eiga í erfiðleikum með hreyfingu og daglegar athafnir þegar það eldist og miklu máli skiptir því að viðhalda starfrænni getu sem lengst. Miklu máli skiptir að velja sér hreyfingu eftir áhuga og við hæfi. Hafi fólk ekki hreyft sig lengi er gott að leita til sjúkraþjálfara með þekkingu á gigt. Hann getur þá lagt mat á líkams- ástand viðkomandi, aðstoðað við að setja markmið og ráðlagt um viðeig- andi hreyfingu. Margir eru ragir við að byrja að hreyfa sig vegna verkja en þá getur sjúkraþjálfari gefið við- eigandi verkjameðferð. Einnig getur stuðningur sjúkraþjálfarans og eft- irfylgni aukið líkur á því að rétt sé farið af stað og að hreyfing verði að vana. Til að byrja með er ekki ólíklegt að verkir aukist, en þeir eiga ekki að aukast mikið né á aukningin að standa lengi. Aukist verkirnir mikið eða lengi þarf að fara yfir æfingar og ef til vill gera breyt- ingar á þeim. Ekki er æskilegt að hefja reglubundna hreyfingu með of miklu álagi sé gigtsjúkdómur til stað- ar. Mikilvægara er að gera hreyfingu að rútínu og auka svo álagið smám saman. Gigtareinkenni geta verið sveiflu- kennd. Hver og einn verður að finna út hvenær sólarhringsins honum hentar best að æfa. Stundum getur þurft að draga úr þyngd og lengd æfinga, sé um tímabundna aukningu sjúkdóms- ins að ræða, en um leið og líðanin batn- ar er hægt að fara að auka álag aftur. Hægt er að æfa einn eða í hóp, að- allega skiptir máli að hreyfingin sé nógu skemmtileg og fjölbreytt til þess að hægt sé að gera hana að daglegri venju. Sem dæmi um hentuga hreyf- ingu má nefna göngu, stafgöngu, sund, æfingar í heitri laug, dans, hjólreiðar, æfingar í tækjum eða með lóðum og teygjum. Gott er að hreyfing sé sem fjölbreyttust. Það dreifir álagi á liði í stað þess að hafa álagið einhæft auk þess sem það dregur úr líkum á að æf- ingar verði einhæfar og leiðigjarnar. Víða er boðið upp á æfingar í hóp- um. Þær eru miserfiðar og sem dæmi má nefna að Gigtarfélag Íslands býður upp á hópþjálfun sem er sérstaklega ætluð fólki með gigt. Kennarar eru sjúkraþjálfarar og hjúkrunarfræð- ingur. Æft er í sal, en einnig er boðið upp á vatnsleikfimi í heitri innilaug. Mörg íþróttafélög starfrækja almenn- ingsíþróttadeildir, haldin eru staf- göngunámskeið víða um landið, gönguhópar eru víða starfandi, meðal annars á vegum ferðafélagsins Úti- vistar. Einnig er að sjálfsögðu hægt að stofna eigin gönguhóp. Ef ófærð og slæmt veður draga úr möguleikum á göngu utanhúss er hægt að ganga innanhúss, meðal annars í Íþróttahús- inu Fífunni og Egilshöll. Það getur reynst mjög vel að halda nokkurs konar þjálfunardagbók. Þannig er hægt að færa inn hreyfingu og líðan hverju sinni og leggja mat á árangur. Þetta er líka hvati til árang- urs þannig að auðveldara og mark- vissara verður að bæta sig. Hægt er að nota ýmsa mælikvarða á árangur svo sem gengna vegalengd á ákveðnum tíma eða breytingu á gönguleið, t.d. velja erfiðari leiðir en áður. Einfaldur skrefamælir gefur upplýsingar um gengna vegalengd og þannig er auðvelt að setja sér mark- mið og bæta árangur. Þrátt fyrir að það sé öllum nauð- synlegt að hreyfa sig má ekki gleyma að skipuleggja tíma sinn þannig að tækifæri gefist til þess að hvíla sig einhvern tíma yfir daginn. Góð reynsla er af slökun við meðferð verkja. Margar tegundir slökunar eru til og misjafnt hvað hentar hverjum og einum. Aðalatriðið er að finna hvað hentar og ná góðum tökum á þeirri aðferð. Af þessu má sjá að einfaldar og kostnaðarlitlar leiðir geta bætt mjög líðan gigtarfólks, svo sem fræðsla um nauðsyn og öryggi þjálfunar, hvíld, slökun og ábata af þyngdartapi. Það er sjálfsögð krafa fólks með gigt að þeir sem koma að meðferð þess fylg- ist með nýjungum og hafi góða þekk- ingu á viðfangsefnum sínum. Enginn getur allt en allir geta eitthvað Eftir Hrefnu Indriðadóttur » Stór hluti fólks með gigt hreyfir sig minna en jafnaldrar þeirra. Hægt er að finna hreyfingu við allra hæfi, en góð áhrif hreyfingar á gigt eru vanmetin. Hrefna Indriðadóttir Höfundur er yfirsjúkraþjálfari Gigt- arfélags Íslands. Kynferði og loftslagsbreytingar er þema umdæmisþings Zonta Int- ernational í umdæmi 13 sem hefst á Akureyri í dag og lýkur á sunnudag. Zonta- samtökin eru al- þjóðleg hreyfing kvenna í ábyrgð- arstöðum sem hefur það að markmiði að bæta stöðu kvenna um allan heim. Heiminum er skipt í 32 um- dæmi og með Ís- landi eru Danmörk, Noregur og Litháen. Þátttakendur á þinginu verða um 180 frá löndunum fjórum. Frú Vigdís Finnbogadóttir er heið- ursfélagi Zonta International og heiðrar okkur með nærveru sinni og Lynn Mc Kenzie frá Wellington á Nýja-Sjálandi, verðandi alþjóðlegur forseti, verður fulltrúi alþjóðastjórn- arinnar. Loftslagsbreytingar eru vanda- mál allra, hafa áhrif á sérhvern ein- stakling en þó ólík á konur og karla. Þær hafa mest áhrif á fátæku þróun- arlöndin. Konur eru 70% þeirra sem lifa undir fátæktarmörkum. Konum er meiri hætta búin í náttúruhamför- um sem stafa af hlýnun jarðar. Kon- ur í þróunarlöndunum framleiða milli 60 og 80% af matvælum land- anna. Þær sjá um öflun fæðu, vatns og eldiviðar til heimilisins auk þess að sinna börnum og gamalmennum. Þær verða hart úti í þurrkum, flóð- um og hvirfilbyljum. Konur sjá að mestu um innkaup og stjórna miklu um neyslu heim- ilanna. Þær sjá oft um meðferð mat- væla og flokkun sorps. Þær geta haft jákvæð áhrif. Zonta-klúbbarnir tveir á Akureyri sjá um þingið og eru fyrirlesarar þrjár ungar, íslenskar vísindakonur sem tala um mismunandi afleiðingar hlýnunar jarðar á karla og konur, og um hvað hinn almenni neytandi get- ur gert til þess að sporna við þessari óheillavænlegu þróun. Þær eru Auð- ur Ingólfsdóttir, við Háskólann á Bifröst, Embla Eir Oddsdóttir við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Brynhildur Pétursdóttir frá Neyt- endasamtökunum. Zonta-hreyfingin er einu sam- tökin í heiminum, sem einbeita sér að því að bæta stöðu kvenna. Aðrir þjónustuklúbbar vinna mikið og gott starf að líknarmálum en Zonta- hreyfingin einbeitir sér að málefnum kvenna. Mörg verkefni eru unnin í sam- starfi við Sameinuðu þjóðirnar og leggja Zonta-samtökin mikið fé til þessara verkefna og njóta mikils álits hjá SÞ. Þar má nefna baráttu í samvinnu við UNICEF til að hindra HIV-smit frá móður til barns í Rúanda. Það gengur svo vel að árið 2015 má búast við kynslóð þar, sem er laus við HIV-veiruna. Unnið er að því að gera Gvate- malaborg og San Salvador hættu- lausar borgir í samvinnu við UN Women. Unnið að því að útrýma fæðing- arskaða, sem kallast Fistula hjá kon- um og einnig að koma í veg fyrir dauða nýbura og kvenna við fæð- ingar í Líberíu í samvinnu við UNFPA Zonta veitir einnig námstyrki. Amelia Earhart-styrkir eru veittir stúlkum í raunvísinum, í minningu þessarar þekktu flugkonu. Jane M. Klausman-styrkir eru veittir vegna viðskipta- og hagfræðináms og einn- ig eru veittir styrkir stúlkum 16 til 20 ára fyrir störf að félagsmálum í almannaþágu. Klúbbarnir á Íslandi hafa und- anfarin ár barist gegn kynferðisof- beldi og alls konar ofbeldi gegn kon- um og stutt Kvennaathvarfið og Stígamót, Aflið og Sólstafi og nú hef- ur verið lagt fé til athvarfs fyrir kon- ur sem vilja losna úr vændi. RAGNHEIÐUR HANSDÓTTIR, umdæmistjóri Zonta International í umdæmi 13. Kynferði og loftslagsbreytingar Frá Ragnheiði Hansdóttur Ragnheiður Hansdóttir Það veldur mér von- brigðum, að íslenskur maður, Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, fer með óhróður um okkur Eista, að því er virðist til að koma höggi á Jón Baldvin. Vilhjálmur fullyrðir, að Eistar hafi drepið flesta gyðinga í landinu fyrir tíma þýska hernámsins árið 1941. Þetta er ósatt. Þetta er þaulrannsakað mál. Hér koma réttar upplýsingar, sem gyð- ingasamfélagið í Eistlandi hefur sjálft látið í té: Fyrir stríð bjuggu 4500 gyð- ingar í Eistlandi. Fyrir þýska her- námið 1941 flúðu 2500 (56%) gyðingar til Sovétríkjanna; 12% þeirra voru þvingaðir til herþjónustu í Rauða hernum; 10% gyðinga voru flutt nauð- ungarflutningum til Síberíu af NKVD (sem var undanfari KGB). Þetta var hluti af stríðsglæpum kommúnista á þessum árum. Það er svo annað mál, að tveir alræmdustu forsprakkar NKVD, Hans Grabbe og Mihhail Pasternak, voru báðir gyð- ingar. Pasternak er til dæmis uppvís að því að hafa veitt forystu ill- virkjahópum NKVD, sem brenndu inni tugi fjölskyldna í sveitum lands- ins. Alls voru 120 gyðingar í þjónustu NKVD. Til samanburðar má nefna, að 30 þúsund Eistar voru fluttir nauð- ungarflutningum í gúlagið og tugir þúsunda drepnir. Allt í allt er nið- urstaðan sú, að um þriðjungur eist- nesku þjóðarinnar varð að fórnarlömbum kommúnista og nazista á þessum árum, að með- töldum þeim, sem flúðu land. En sem hlutfall af heildarfjölda er það rétt, að hlutfallslega fleiri gyðingar í Eist- landi urðu fórnarlömb NKVD hryðjuverka. Sagnfræðingurinn Jaak Valge kemst að þeirri niðurstöðu, að 500 gyð- ingar hafi verið fluttir nauðung- arflutningi til Síberíu og um 200 skotnir af NKVD. Um 900 hundruð gyðingar voru líflátnir af þýsku her- námsyfirvöldunum. Niðurstaða Valge er eftirfarandi: „Heildartala þeirra gyðinga, sem urðu fórnarlömb þýska og sovéska hernámsins er svipuð“. Það má undarlegt heita, að Wiesent- hal-stofnunin og Zuroff sjálfur virð- ast engan áhuga hafa á vitneskju um hina sovésku stríðsglæpamenn – eng- inn þeirra hefur svo mikið sem verið ákærður, hvað þá dæmdur. Hins veg- ar hafa 86 þúsund manns verið dæmdir sem stríðsglæpamenn í þjón- ustu nazista. Vilhjálmur Örn fullyrðir, að á þessu sumri hafi Eistar í byggðinni Viljandi komið saman til að fagna þýska hernáminu árið 1940. Þetta er fjarri öllum sanni. Í Viljandi minntust menn þeirra, sem höfðu látið lífið í bardögum með þýsku hersveitunum gegn Rússum. Menn verða að átta sig á því, að bæði hernámsveldin, Rússar og Þjóðverjar, neyddu Eistlendinga til herþjónustu í herjum sínum. Þýskaland hernam Eistland einu sinni, en Sovétríkin tvisvar. Við áttum engra góðra kosta völ. Sumir kusu að ganga til liðs við þá, sem þeir þá töldu vera skárri kostinn af tveimur vond- um. Það sem Eista dreymdi um, var að varðveita sjálfstæði sitt – ekki að styðja nazismann. Harmleikur okkar var auðvitað sá, að bræður voru neyddir til að berjast gegn bræðrum. Okkar fólk dó beggja vegna víglín- unnar. Sú staðreynd, að við viljum heiðra minningu þeirra, á ekkert skylt við aðdáun á nazisma. Þeir sem ekki skilja þetta, skilja einfaldlega ekki þann harmleik, sem gerðist í landi mínu á stríðsárunum. Vilhjálmur Örn fullyrðir, að „gyð- ingaandúð og nazistadýrkun viðgang- ist enn í Eistlandi“. Þetta er ekki satt, fjarri því. Væri ekki ráð, að maðurinn kynnti sér málið betur, áður en hann kveður upp slíka dóma? Ég minni á eftirfarandi:  Eistland var fyrsta landið í heiminum, sem lögformlega veitti gyðingasamfélaginu menningarlegt sjálfræði árið 1925.  Gyðingasamfélagið hefur við- urkennt þessa staðreynd með við- urkenningarskjali. Undir sovéska hernáminu var þetta menningar- sjálfræði þegar í stað afnumið.  Á tímum þýska hernámsins reyndi fjöldi Eista að bjarga gyðinga- fjölskyldum með því að leyna þeim á heimilum sínum og hætta þar með lífi sínu. Fræðimaðurinn Uku Masing hefur gert þessu vel skil.  Frá árinu 2003, þremur árum áður en Sameinuðu þjóðirnar lýstu 27. janúar minningardag um helför- ina, hafði þessi minningardagur verið hátíðlega haldinn í Eistlandi, sem Vil- hjálmur Örn vill nú uppnefna sem eins konar nazistaríki.  Fyrir skömmu var opnuð ný sínagóga við hátíðlega athöfn í Tall- inn að viðstöddum Shimon Perez, þá varaforsætisráðherra Ísraels. Áður hafði forseti Ísraels komið til að leggja hornsteininn. Hefðu þessir menn komið, ef ásakanir Vilhjálms Arnar væru sannar?  Árið 2003 og árið 2005 báðu Arnold Ruutel, þá forseti Eistlands og Andrus Ansip, núv. forsætisráð- herra, afsökunar frammi fyrir gyð- ingasamfélaginu á því, að meðal þeirra sem ofsóttu gyðinga og sviptu þá lífi á styrjaldarárunum, voru eist- neskir ríkisborgarar. Enginn hefur nokkru sinni beðið eistnesku þjóðina afsökunar á þeim fjöldamorðum, limlestingum og nauðungarflutningum, sem forsvars- menn nazista og kommúnista, þeirra á meðal gyðingar eins og Grabbe og Pasternak, voru ábyrgir fyrir, og eist- neska þjóðin mátti þola af þeirra völd- um. Þessi grimmdarverk flokkast nú undir viðurkennd hugtök um tilraun til þjóðarmorðs. Auðvitað voru til kommúnistar og nazistar á meðal eist- nesku þjóðarinnar á þessum tíma. Hvaða þjóð getur stært sig af því, að enga kommúnista eða nazista hafi verið að finna þeirra á meðal? En það er ósæmilegt – reyndar óvið- urkvæmilegt með öllu – að saka heilar þjóðir þess vegna um þjónkun við naz- isma eða kommúnisma, einkum og sér í lagi þjóðir, sem hafa mátt þola þung- ar búsifjar af völdum þessara afla. Samskipti Eistlands og Íslands hafa verið til fyrirmyndar allt frá því að stjórnmálasamband var tekið upp að nýju. Það góða samband mun lifa af eiturörvar eins og þær, sem Vil- hjálmur Örn beinir að forystumönn- um beggja þjóða. Íslendingar gerðu á örlagatímum miklu meira í okkar þágu en þeim bar nokkur skylda til. Þess vegna er eitt af höfuðtorgum höfuðborgar okkar, Tallinn, kallað Ís- landstorg. Og það er þess vegna sem við vildum heiðra Ísland sérstaklega, þegar við fögnuðum 20 ára afmæli okkar endurreista sjálfstæðis. Óhróðri um eistnesku þjóðina svarað Eftir Ask Alas »En það er ósæmilegt ... að saka heilar þjóðir þess vegna um þjónkun við nazisma eða kommúnisma, einkum og sér í lagi þjóðir, sem hafa mátt þola þungar búsifjar af völdum þess- ara afla. Askur Alas Höfundur er blaðamaður við Eesti Ekspress í Tallinn, höfuðborg Eist- lands. Hann er sonur Arvo Alas, sem var fyrsti sendiherra Eista á Íslandi. Þeir feðgar hafa báðir þýtt ýmis önd- vegisverk íslenskra bókmennta á eist- nesku. Bréf til blaðsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.