Morgunblaðið - 08.09.2011, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 08.09.2011, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 ✝ ÞorbergurFriðriksson fæddist á Látrum í Aðalvík 18. októ- ber 1923. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 28. ágúst 2011. Foreldrar Þorbergs voru Friðrik Finn- bogason, f. 1879, d. 1969, og Þórunn María Þorbergsdóttir, f. 1884, d. 1975. Þorbergur var einn af 17 systkinum og eftirlifandi er systir hans Guðmunda Magnea Friðriksdóttir. Eiginkona Þorbergs var Sig- eru 18 og barnabarnabörn 4. Einnig ólu þau upp dótturson Sigurbjargar, Magnús Pál. 2) Friðrik, f. 22.11. 1949, hans börn eru a) Þorbergur, b) Benjamín Valgeir sambýliskona hans er Laufey Sigurðardóttir og eiga þau eina dóttur, c) Ingi- leif , d) Daði Agnarsson (fóst- ursonur) kona hans er Þóra Steinarsdóttir og eiga þau 3 börn. 3) Þórunn María, f. 2.7. 1959, hennar börn eru, a) Sig- urbjörg, gift Jóni Halldóri Eð- valdssyni. og eiga þau 2 börn, b) Helga, c) Þóra og d) Þorbergur. 4) Þorbergur Friðriksson, (fóst- ursonur) f. 6.10. 1971, sambýlis- kona hans er Hildur Pálsdóttir, börn hans eru a) Friðrik, b) Kristinn Viðar, c) Andrea Líf og d) Elva Björg. 5) Andvana dótt- ir, f. 1959. Útför Þorbergs fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 8. sept- ember 2011, kl. 11. urbjörg Pálsdóttir, f. 9.2. 1928, d. 28.1. 1991, í Keflavík. Foreldrar hennar voru Jón Páll Frið- mundsson og Ingi- leif Ingimund- ardóttir. Þorbergur og Sig- urbjörg giftust árið 1948 og bjuggu lengst af á Sunnu- braut 18. Börn þeirra eru 1) Jón Páll, f. 22.9. 1948, eiginkona hans er Sigurbjörg Lárusdóttir þau eiga a) Lárus, b) Vilhjálm, c) Kristján, d) Emelíu, e) Jósep, f) Guðmund Liljar, barnabörnin Pabbi fæddist á Látrum í Að- alvík á fyrrihluta síðustu aldar næstyngstur 17 barna Friðriks Finnbogasonar og Þórunnar Maríu Þorbergsdóttur. Hann var Íslendingur, frjálsíþrótta- maður, listunnandi, umhverfis- sinni og hófsamur jafnaðarmað- ur. Það, „að skipta í fjöru“, er hugtak, sem við heyrðum frá honum í æsku og var eitt af að- alsmerkjum hans. Hann fór á samning í málaraiðn hjá Jóni Páli Friðmundssyni málara- meistara Suðurgötu 5 eftir ver- tíð á línubátnum Trausta styrj- aldarárið 1942 og þau ágætu hjón Ingileif Ingimundardóttir og Jón Páll tóku honum opnum örmum. Þar kynntist hann ást- inni sinni Sigurbjörgu Pálsdótt- ur, eldri dóttur hjónanna, og þau giftu sig árið 1948. Eitt var, að þó að pabbi hefði stundað sjó- róðra með afa Friðriki á skekt- unni Svört frá 9 ára aldri „á Nasann“ í Aðalvík kunni hann hvorki að synda né að hjóla á reiðhjóli. Hann dreif í að læra að synda og æfa sig að hjóla og eft- ir kollveltu á hjólaæfingu heyrði hann dillandi hlátur, dökkhærðr- ar fegurðardísar, sem reyndist vera Dilla (mamma) dóttir meistarans og hún kenndi hon- um á hjólið. Eftir að mamma og pabbi giftu sig árið 1948 bjuggum við á Túngötu 17. Þetta voru upp- gangstímar og eftir starfa á mál- araverstæði verkafyrirtækisins „Hamilton“, á Keflavíkurflug- velli í nokkur ár sem verkstjóri tóku íslensk stjórnvöld ákvörðun um að Íslendingar tækju við starfsemi Hamilton á flugvellin- um og var hann þá einn af for- göngumönnum um stofnun Keflavíkurverktaka og fram- kvæmdastjóri Málaraverktaka Keflavíkur. Í því starfi starfi var hann upp undir fjörutíu ár og lét af störfum rúmlega sjötugur að aldri. Hestamennsku og ferðalög stundaði hann til fjölda ára og margar eru minningar úr hesta- mennskunni, þar sem Þytur, Stjarni, Ljúfur og Rauður voru í aðalhlutverki. Bernsku- og æskuárin á Sunnubraut átján, eru ljúf minning hjá okkur öll- um, því að mamma var heima- vinnandi húsmóðir og engum í kot vísað í eldhúsinu hennar, glaðværð og góður matur í fyr- irrúmi. Pabbi var mikill áhuga- maður um skíðaiðkun, sem hann stundaði frá barnæsku, og fyrstu minningar um skíðaferð eru þeg- ar farið var í Svartsengi á stórum Garant-vörubíl, sem var vinnubíll hjá MVK, dísilbíll framleiddur í Austur-Þýska- landi, yfirbyggður með bekkjum aftur í og allir sem vildu í hverf- inu fengu að koma með. Afi Friðrik og amma Þórunn fluttu með okkur af Túngötunni á Sunnubrautina, og bjuggu á neðri hæðinni, svo að tengslin við stórfjölskylduna að vestan, sem mynduðust á Túngötunni héldust áfram. Við deilum þess- um minningabrotum með ykkur og þökkum af öllu hjarta þau forréttindi að fá að eyða bernsk- unni og æskunni í návist og sam- veru við þetta hófsama og iðju- sama fólk, sem foreldrar okkar voru. Svo er um ævi öldungmanna sem um sumar- sól fram runna; hníga þeir á haustkvöldi hérvistardags hóglega og blíðlega fyrir hafsbrún dauða. (Jónas Hallgrímsson.) Jón Páll, Friðrik, Þórunn María og Þorbergur. Við kveðjum afa í hinsta sinn í dag. Minningar um góðan afa munu lifa í hjörtum okkar alla tíð. Sögurnar og hláturinn munu lifa áfram með okkur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Sigurbjörg, Helga, Þóra og Þorbergur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín langafabörn, Arnór Daði og Ásdís Elva. Í dag kveðjum við okkar ást- kæra frænda. Þobbi frændi og Dilla konan hans bjuggu stutt frá okkar heimili og var alltaf einhver sam- gangur á milli heimilanna. Mamma okkar er yngri systir hans og var samband þeirra ávallt náið og kært. Þobbi fædd- ist á Látrum í Aðalvík og tengsl hans við æskustöðvarnar voru mjög sterk. Þobbi frændi var mikill sögu- maður og sátum við oft og hlust- uðum hugfangnar á sögur úr Að- alvíkinni frá því þau systkinin voru lítil eða sögur frá heims- ferðum þeirra hjóna. Þau ferð- uðust um heimsálfurnar og hafði hann mikinn áhuga á sögu og menningu þeirra landa sem þau komu til. Þobbi var mjög víðlesinn og hafði sérstaklega mikinn áhuga á sagnfræði og Íslendingasögun- um. Hann var alltaf einstaklega léttur í lund og hlæjandi og var með mjög minnisstæðan hlátur. Þobbi og Dilla voru miklir list- unnendur og heimili þeirra bar þess merki. Hann byrjaði ungur að kaupa málverk og að koma til þeirra var eins og að koma inn á málverkasýningu. Við viljum þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með Þobba og minningar um yndislegan frænda munu ávallt fylgja okkur. Við vottum Palla, Frikka, Þór- unni og fjölskyldum þeirra okk- ar innilegustu samúð. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Jóhannes úr Kötlum) Þínar frænkur, Herborg og Guðrún. Þorbergur Friðriksson, einn 17 systkina frá Ystabæ á Látr- um í Aðalvík, er látinn. Í fáum orðum vil ég minnast þessa skemmtilega frænda, sem ávallt fylgdi mikil gleði þegar fjöl- skyldurnar hittust. Það var ánægjulegt að koma á heimili þeirra hjóna, Þobba og Dillu, á Sunnubraut 18, þar sem gömlu hjónin, foreldrar Þobba áttu sitt skjól í ellinni. Eins hlökkuðum við alltaf til þegar fjölskyldan kom vestur að sumri eða vetri. Mest var um vert þegar farið var norður í Aðalvík á æskuslóð- irnar, þar sem Þobbi var ætíð hrókur alls fagnaðar og rifjaði upp skemmtilegar minningar frá fyrri tíð með systkinum sínum. Í einni slíkri ferð fyrir fjórum ára- tugum, þar sem saman var kom- inn stór hópur afkomenda Þór- unnar og Friðriks á ættingjamóti var rætt um með hvaða hætti minningu þeirra yrði best haldið á lofti. Kom þá fram hugmynd um að byggja sumarhús á Ystabæ, þar sem bær þeirra hafði staðið. Fékk hugmyndin góðan hljómgrunn og átti Þobbi hvað stærstan hlut að því máli að strax árið eftir var húsið reist. Hefur fjölskyldan síðan átt aðgang að sínu húsi á Látrum þannig að afkomendur hafa fengið tækifæri til að kynn- ast slóðum og sögu forfeðranna. Þobba var ætíð umhugað um að húsið fengi gott viðhald og að ættingjarnir væru duglegir að nota það. Gladdi það hann mjög þegar tekið var til við stórvið- gerð á húsinu fyrir fáeinum ár- um. Í sumar hugðist Þobbi fara enn eina ferðina að Látrum, en því miður komu veikindin í veg fyrir að sú ferð yrði farin og ljóst að önnur og lengri væri í vænd- um. Mér varð hugsað til frænda míns þegar ég stóð á pallinum við Ystabæ nú í vikunni og horfði yfir fallegu víkina okkar. Um leið og ég þakka Þorbergi fyrir samfylgdina, kveð ég hann og óska honum Guðs blessunar og færi aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur Kr. Eydal. Í stundarkyrrð morgunsins þegar bylgjur tímans anda í ei- lífð sinni horfi ég í spegil samtíð- arinnar og virði fyrir mér mynd af sögufróðum samferðamanni, sem ég hef þekkt lengi, manni sem hafði þann dýrmæta eigin- leika að geta sagt söguna á svo sannfærandi hátt að áheyrend- um fannst þeir vera í miðri at- burðarásinni og það var sama hvar var borið niður hvort sem var á söguslóðum Njálu eða ann- arra Íslendingasagna, umgjörð þeirra gerði hann svo ljóslifandi að maður sjálfur var orðin þátt- takandi. Jafnvel heimssagan öll fannst mér liggja fyrir honum eins og opin bók. Hann var víð- förull og hafði ferðast um allar heimsins álfur, naut þar lysti- semda lífsins og lyfti huganum hátt yfir hversdagsleikann. En hvert sem hann fór var Ísland landið hans dýrmæta sem lifði lengst í draumum hans. Hans vestfirska arfleifð er óhögguð verðmæti sem lifa munu ofar sviptivindum nú- tímans og í honum lifði sú verð- mæta gjöf að hafa gaman af til- verunni þrátt fyrir amstur daga. Skemmtilegur á alla lund og smitaði út frá sér svo maður hlaut að dást að þeim eiginleika. Hann minntist oft á æskuslóðir sínar og unglingsár í Aðalvík og þegar hann var spurðu nánar um þau tímaskeið ævinnar leiftraði frásagnargleðin og hann var aft- ur kominn heim í Ystabæ á Látrum. Á sólbjörtum og feg- urstu sumardögum í júnímánuði fyrir nokkrum árum bauðst okk- ur Hrefnu að dveljast þar með ástvinum okkar í nokkra daga, dögum hinna gullnu stunda. Þar var Þorbergur á heimavelli, og naut sín vel þar þekkti hann hverja hæð, hvern hól, víkur og voga með örnefni öll. Á lognværum kvöldum þegar kyrrðin settist að á stundum hinna nóttlausu daga og værðin sveif yfir sænum var sest inn í baðstofuna í Ystabæ og þá opn- aði hann huga sinn og minning- arnar streymdu fram eins og fljót, sem liðaðist áfram eftir bugðóttum árfarvegi. Hann sagði okkur frá töfrablæ vestfirskra náttúru- fjalla og fyrða og hvernig fjöllin urðu til, sem faðma hinna fögru Aðalvík. Hann sagði frá svipt- ingum í sögu hennar og hvernig byggð þar lagðist af og saga Sléttuhreppsins alls varð að minningum daganna. Hann sagði okkur af öfgunum milli spegil- slétts sjávar í sindrandi sólar- geislum, innrammaðs í fagur- grænum fjallshlíðum, og æðandi brotsjóa í hamförum vetrar- veðra, og þeim stórhríðum hafði hann kynnst af eigin raun. Og þeir sem alast upp við slík skil- yrði hljóta að mótast af um- hverfinu. Að leiðarlokum viljum við þakka vini okkar fyrir öll sam- skipti á liðnum árum og óska honum velfarnaðar á nýjum lendum. Þótt brotni steinn úr bergi stendur sárið það af sér, eins er með minningarnar, þær lifa þótt maðurinn hnígi til fold- ar. Kristinn Viðar Pálsson og Hrefna G. Tómasdóttir, Vestmannaeyjum. Mikill vinskapur var með for- eldrum okkar og Þorbergi og Dillu. Allar eigum við systurnar góðar minningar um samveru- stundir fjölskyldna okkar við hin ýmsu tækifæri. Eftirminnilegt er hve þau hjón gáfu sig að börnum og nú þegar Þorbergur kveður er okkur þakklæti efst í huga fyrir alúð hans við okkur alla tíð. Sunnubraut 18 var eins og okkar annað heimili og gott að koma í hlýjan eldhúskrókinn, sem alltaf var eins og nýmál- aður. Á þessum tíma á sjöunda- og áttunda áratug síðustu aldar var ekki algengt að farið væri með börn á listsýningar en Þor- bergur var mikill listunnandi og húsið allt skreytt dýrmætum listaverkum sem hrifu okkur til sín. Við fengum líka að fylgjast með ferðasögum til framandi landa en Þorbergur og Dilla ferðuðust víða. Það var heldur ekki tiltökumál að taka okkur með á skíði eða í ferðalög og dásamlegar voru útilegurnar á Laugarvatni forðum daga. Þor- bergur er í minningu okkar ljúf- ur maður og það er eins og við heyrum í honum hláturinn. Hann átti til að tala og hlæja á sama tíma. Þorbergur átti mörg systkini og stóra fjölskyldu sem okkur fannst við eiga hlutdeild í og oft- ar en ekki voru Tobba mágkona hans og Eyjólfur og þeirra fjöl- skylda með. Fyrir okkur er ómetanlegt að hafa notið þeirrar sterku tilfinningar sem öllum börnum er svo nauðsynleg, að fá að tilheyra góðum hópi þar sem börnum er veitt athygli og þau tekin gild. Umhyggja hans lýsti sér í velvild í okkar garð og ekki taldi hann eftir sér að finna skíði og útbúnað og hjálpa okkur með það sem til þurfti. Bílskúrinn hans var líkastur verkstæði jóla- sveinanna, ef það vantaði sleða, skíði eða reiðhjól var farið til Þobba og hann reddaði málun- um. Við minnumst líka nestisins sem Dilla útbjó og allt viðmót þeirra hjóna svo bjart og gott. Ævarandi vinátta þeirra við for- eldra okkar var ómetanlegt föru- neyti okkar út í lífið. Undanfarin ár höfum við syst- ur hitt Þorberg á förnum vegi eða í sundi og rifjað upp gömlu góðu dagana. Undir það síðasta var hann ekki alltaf viss við hverja okkar hann var að tala en það skipti ekki svo miklu máli. Gaman var að heyra Þorberg taka til máls á sagnakvöldi á Nesvöllum á Ljósahátíðinni í Reykjanesbæ fyrir ári síðan. Þar glitti í gamla takta manns sem sett hefur lit á samfélag sitt með virkri þátttöku sinni í félagsmál- um og lagt hönd á plóg við at- vinnuuppbyggingu og grósku Suðurnesjabyggða. Blessuð sé minning Þorbergs Friðriksson- ar. Dætur Guðmundar og Dúnnu, Helga Margrét, Inga Lóa, Bryndís, Guðrún og Guðbjörg Guðmundsdætur. Þorbergur Friðriksson er nú allur og er margs að minnast þegar við rifjum upp samveru með góðum samferðarmanni. Þorbergur Friðriksson fyrr- verandi framkvæmdastjóri Mál- araverktaka Keflavíkur fæddist 18. október 1923 að Látrum í Aðalvík. Hann ólst upp í fjöl- mennum systkinahópi en for- eldrar hans voru Þórunn María Þorbergsdóttir, fædd 1884, og Friðrik Finnbogason, fæddur 1879. Þorbergur fluttist til Keflavík- ur um það leyti sem byggð lagð- ist af í Aðalvík og stundaði sjó- mennsku og almenna vinnu en hóf síðan málaranám hjá Jóni Páli Friðmundssyni málara- meistara, sem síðar varð tengda- faðir hans, og lauk sveinsprófi árið 1947. Þorbergur vann við málarastörf hjá Jóni Páli en hóf síðan sjálfstæðan rekstur þar til hann varð framkvæmdastjóri Málaraverktaka Keflavíkur við stofnun fyrirtækisins árið 1957 og átti hann mestan þátt í stofn- un félagsins. Þorbergur var virkur í fé- lagsmálum og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félag sitt og bæjarfélagið. Hann átti sæti í stjórn Iðnnemafélags Keflavíkur frá 1952, var formaður þess í ell- efu ár og sat í stjórn Landsam- bands iðnaðarmanna í níu ár. Þorbergur tók sæti í Bæjar- stjórn Keflavíkur sem varabæj- arfulltrúi Alþýðuflokksins og átti sæti í nefndum bæjarfélagsins. Hann sat í skólanefnd Iðnskól- ans í Keflavík og var formaður hennar um skeið. Ekki er of- mælt að segja að Þorbergur hafi haft forgöngu um að sveitar- félögin á Suðurnesjum hófu sam- starf um byggingu Iðnskólans i Keflavík sem nú er Fjölbrauta- skóli Suðurnesja. Þorbergur gekk að eiga Sig- urbjörgu Pálsdóttur 16. maí 1948 og var það mikið gæfuspor. Fjölskyldur okkar og Þorbergs og Dillu voru mjög samrýmdar og mikill samgangur á milli. Mörg voru ferðalögin farin til göngu- og skíðaferða og þá var oftast stórfjölskyldan saman á ferð. Þorbergur var ætíð vel á sig kominn og minnumst við göngu á Snækoll í Kerlingarfjöll- um með skíðin á bakinu, meðan systurnar Dilla og Tobba voru á skíðanámskeiði, þar sem Þor- bergur gaf ekkert eftir, kominn á sjötugsaldurinn. Heimili þeirra Dillu og Þobba að Sunnubraut 18 Keflavík bar þess fagurt merki að þar bjuggu listunnendur og um tíma var tal- ið að þar væri að finna eitt merkasta málverka- og bókasafn í einkaeign á Suðurnesjum. Eins og sjá má á ofantöldu naut Þorbergur mikils trausts samborgara sinna og það að verðleikum. Hann var samvisku- samur dugnaðarmaður, hafði gott lag á því að vera með fólki, léttur í lundu og vel liðinn meðal samborgara. Við kveðjum Þorberg og minnumst samverustunda með söknuði. Þorbjörg Pálsdóttir og Eyjólfur Eysteinsson, Ingi Valur, Eysteinn, Jón Páll og fjölskyldur. Fallið er frá eitt af yndisleg- um systkinum sem upphaflega voru 17 frá Látrum í Aðalvík, kynslóð sem hafði heiðarleika, hjálpsemi, dugnað, einstaklega jákvætt skap og kærleik að leið- arljósi. Nú er einungis eitt systkin eftir af þessari stórkost- legu flóru. Marga dreymir um í daglegu tali að vinna „þann stóra“ í lottó- inu um næstu helgi. Ég þarf ekki að láta mig dreyma slíkt, þar sem ég vann stórkostlegan lottóvinning 8 mánaða gamall, þessi vinningur var að hafa feng- ið það yndislega tækifæri að vera tekinn í fóstur til ykkar og veitt öll sú ást og hlýja sem varla er hægt að óska sér einu sinni. Ferðalög á framandi slóðir hvort sem var erlendis eða hér á okkar fögru eyju, áhugamál sem þið hafið tvö kennt mér að njóta sem ég og geri enn þann dag í dag. Nú ertu kominn í faðm ömmu sem þú hafðir syrgt í rúma tvo áratugi, ég veit að það ríkir frið- ur með ykkur tveim núna og þið eruð endurnýjuð á stórkostleg- um stað sem einungis stórkost- legt fólk eins og þið eigið heima á. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér og að hafa umborið mig sem stundum erfitt barn en með gott hjarta. Einungis orð geta ekki lýst þökkum mínum til ykkar beggja hjóna, um leið og sökn- uður minn mun alltaf vera til ykkar horfi ég bjartur fram á góða kynslóð sem þið hafið skilið eftir ykkur, þú fórst frá góðu búi sáttur. Góður guð geymi þig. Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku í þagnar brag. Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku einn horfinn dag. Ó, guðir, þér, sem okkur örlög vefið svo undarleg. Það misstu allir allt, sem þeim var gefið, og einnig ég. Og ég sem drykklangt drúpi höfði yfir dauðans ró, hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir, eða hinn, sem dó? (Steinn Steinarr.) Þorbergur Friðriksson yngri. Þorbergur Friðriksson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.