Morgunblaðið - 08.09.2011, Síða 24

Morgunblaðið - 08.09.2011, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 ✝ Kristján Páls-son fæddist í Reykjavík 23. jan- úar 1944. Hann lést 1. september 2011 á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi. Foreldrar hans voru Fríða Krist- jánsdóttir frá Þórs- höfn í Færeyjum, f. 5. janúar 1917, d. 12. mars 1998 og Páll Einarsson, f. 16. ágúst 1917, d. 21. sept- ember 1984, fæddur í Hafn- arfirði. Þau skildu. Stjúpfaðir Kristjáns var Gunnar Guð- mundsson, f. 1913, d. 1974. Þau skildu. Systkini Kristjáns, sam- feðra, eru Guðrún Guðmunda Pálsdóttir f. 1950, Ingimundur Pálsson, f. 1952 og Erna Ingi- björg Pálsdóttir, f. 1955. Upp- eldisbróðir Kristjáns er Tómas Gunnarsson, f. 1937. Fyrri eiginkona Kristjáns var Kristín Erlendsdóttir, f. 1946. Þau skildu. Börn þeirra eru Jó- hanna Fríða Kristjánsdóttir, f. 1962, maki Anders Friberg. Þeirra börn eru Kristín Petra, f. 1994, og Eva Karen, f. 1999. Kristjánsson, f. 2. október 1978, maki Gunnhildur B. Ívarsdóttir. Þeirra börn eru Elvar Ingi, f. 2002, Ísar Snær, f. 2007 og Erna Sigríður, f. 2010. Kristján ólst upp í Reykjavík en fór ungur að árum í sveit, fyrst í Kjósina og frá 9 ára aldri til 13 ára hjá hjónunum Herdísi Jónsdóttur og Ingólfi Jónssyni vestur á Hvallátrum í Barða- strandarsýslu. Síðar fór hann í heimavistarskólann á Núpi í Dýrafirði. Kristján lærði til prentmyndasmiðs í Iðnskól- anum í Reykjavík. Hann starfaði í Kassagerðinni í Reykjavík, í prentsmiðjunni Litrófi og síðar í prentsmiðju Morgunblaðsins. Hann lauk meistaranámi í off- setljósmyndun, offsetskeytingu og offsetplötugerð. Kristján bjó með fjölskyldu sinni í nokkur ár á Akureyri og starfaði sem prentari hjá Skjaldborg þar til hann flutti aftur til Reykjavíkur. Hann starfaði um árabil sem sölumaður hjá Hans Petersen. Árið 1999 breytti hann um starfsvettvang og lauk sveins- prófi í málaraiðn frá Iðnskól- anum í Reykjavík árið 2000. Hann starfaði sem málari til árs- ins 2008. Kristján verður jarðsunginn frá Guðríðarkirkju í Grafarholti í dag, 8. september 2011, kl. 13. Kristján Þór Krist- jánsson, f. 1967, maki Hrönn Helga- dóttir. Börn hans eru Lísa Dögg, f. 1983, dætur hennar eru Freyja María, f. 2001, Rebekka Sif, f. 2005, og Sara Liv, f. 2007. Börn þeirra eru Kristjana, f. 1992, Kristinn, f. 1995, og Svanberg, f. 1995. Erlendur Stefán, f. 1970, maki Ingibjörg María Konráðs- dóttir. Þeirra dætur eru Diljá Sif, f. 1999 og Aníta Ýr, f. 2003. Hinn 2. september 1972 gift- ist Kristján eftirlifandi eig- inkonu sinni, Ernu Sigríði Sig- ursteinsdóttur, f. 1. desember 1947. Þeirra börn eru Kristín Kristjánsdóttir, f. 6. júlí 1967, maki Hákon Hákonarson. Þeirra börn eru Arnar Snær, f. 1989, Hekla, f. 1994, d. 1996 og Hera Huld, f. 1997. Fríða Krist- jánsdóttir, f.17. ágúst 1973, maki Gunnar Jóhannsson. Þeirra synir eru Gabríel, f. 2002, og Jóhann Jökull, f. 2008. Sig- ursteinn Kristjánsson, f. 28. júní 1977, d. 4. júlí 1977. Sigursteinn Allt hefur sinn tíma undir sól- inni bæði gleði og sorg. Á einu augnabliki breytist lífið og verður aldrei eins og fyrr. Það er alltaf erfitt að kveðja, sorgin og sökn- uður einkenna huga okkar og hjarta um það sem hefði getað orðið en verður aldrei. Í dag kveðjum við sterkan mann, pabba minn Kristján Pálsson, en hann lést 1. september sl. eftir erfið veikindi . Tómarúmið sem verður til þegar við missum ástvin er mikið og það er erfitt að sætta sig við að sá sem hefur alltaf verið hjá okkur kemur aldrei aftur. Margs er að minnast og margs er að sakna, ljúfsárar minningar leita á hugann. Það eitt veldur sorg sem áður veitti gleði. Lífið var honum ekki alltaf auðvelt og ýmislegt var á hann lagt sem ekki allir hefðu getað tekist á við, en eitt af því sem ein- kenndi hann var þrautseigja og sjálfsbjargarviðleitnin, það var ekkert verk sem ekki var hægt að vinna. Hann gekk í hvað sem var. Orðatiltækið „þetta reddast“ var fundið upp af honum. Hann veigr- aði sér ekki við neitt hvort sem það var að setja saman bíla eða smíða sumarhús. Pabbi var ekki maður margra orða, en við fjöl- skyldan þekktum hjartalagið hans og vissum hvar hugur hans var. Erfið bernskuár mótuðu hann og hann var alla tíð hlé- drægur og dulur um sjálfan sig, en hann tókst á við hverja þraut- ina á fætur annarri af æðruleysi. Síðustu árin voru erfið vegna veikinda, en aldrei gafst pabbi upp, baráttuandinn bauð ekki upp á annað. Það var aðdáunar- vert hvað hann var alltaf jafn já- kvæður og tilbúinn til þess að berjast fyrir lífinu. Ljúfar minningar streyma fram um pabba minn, ég sé hann svo glaðan og skemmtilegan segj- andi sögur frá því í gamla daga, skellihlæjandi að vitleysunni í sjálfum sér. Pabbi var nægjusam- ur og alltaf afar stoltur af sínu, fallegra heimili og frábærari fjöl- skyldu en hann átti enginn. Elsku pabbi, ég kveð þið með söknuði, en ég veit að þér líður vel núna og ert laus við alla þá erf- iðleika sem á þig herjuðu. Kristín. Elsku pabbi minn. Það er erfitt að kveðja en það var líka erfiðara en orð fá lýst að fylgjast með baráttu þinni við veikindin síðustu mánuði. Nú er þessari baráttu lokið. Ég á marg- ar ómetanlegar minningar sem er gott að rifja upp og ylja sér við núna. Við á skíðum í Hlíðarfjalli þegar ég var smástelpa eða í tjaldútilegum í Vaglaskógi eða Kjarnaskógi. Við fjölskyldan í sumarbústaðnum fyrir austan. Það sem þú elskaðir sumarbú- staðinn, þinn sælureit. Öll fjölskyldan saman við mat- arborðið og þú að segja skemmti- legar sögur. Þú varst mikill sögu- maður. Þú hafðir til að bera marga góða mannkosti, t.d. varstu alltaf svo sæll og sáttur með þitt, léttur í skapi og skemmtilegur. Þú varst svo dríf- andi og óhræddur við öll verkefni, ekkert vafðist fyrir þér. Þú varst mikill húmoristi og reyndir alltaf að sjá jákvæðu hliðarnar á öllu. Í veikindum þínum kvartaðir þú aldrei og í hvert sinn sem lækn- arnir eða hjúkrunarfólkið spurðu þig um hvernig þú hefðir það var svarið alltaf: Bara fínt, hef það bara gott. Þetta gat gert mig al- veg brjálaða en svona varst þú. Fórst í gegnum þetta á hnefan- um, þú ætlaðir að berjast. Fjölskyldan var þér allt, þú varst svo stoltur af okkur börn- unum, barnabörnunum og henni mömmu. Ég veit þú hafðir miklar áhyggjur af því að skilja hana eft- ir en við munum passa mömmu vel fyrir þig eins og ég lofaði þér. Síðasta ár hefur verið okkur öll- um erfitt en við náðum samt að eiga margar notalegar stundir saman. Þessar dýrmætu stundir geymi ég hjá mér. Það er svo margt sem mig langar að segja þér en kem ekki í orð, ég veit þú skilur mig því við vorum svo lík að þessu leyti. Ég trúi því að eitthvað gott hafi tekið við þér og nú líði þér vel, frjálsum undan þjáningunni. Þú munt lifa áfram í hjörtum okk- ar, elsku pabbi. Fríða. Í dag kveðjum við góðan dreng, Kristján Pálsson. Við kynntumst Stjána þegar hann kom í fjölskylduna fyrir rúmlega fjörutíu árum þegar hann kynnt- ist Ernu systur. Það mynduðust fljótt góð kynni sem héldust alla tíð. Við áttum saman góðar stundir hér heima með Ernu, Stjána og félögum þeirra og það var sér- staklega gaman að koma við í sumarbústaðnum hjá þeim sem var lengi þeirra annað heimili. Það er margs að minnast frá fjöl- skylduboðunum og voru þau hjónin dugleg við að bjóða vinum og ættingjum heim til sín enda höfðingjar heim að sækja. Það var alltaf gott að leita til Stjána ef á þurfti að halda og ávallt var hann tilbúinn að rétta öðrum hjálparhönd. Hann var já- kvæður og greiðvikinn og leysti öll vandamálin á sinn rólega hátt. Hann átti það til að koma með ýmsa góða hluti með sér og sagði að það væri örugglega eitthvað sem við gætum notað. Það skemmtilega er að sumir þessara hluta hafa fylgt heimilinu síðan og oft komið sér vel að hafa þá við höndina. Eitt sinn þurftum við nauðsyn- lega ráðleggingar varðandi boga- vegg í húsinu okkar en við vissum ekki hvernig við ættum að ganga frá honum og þá leituðum við til Stjána. Hann kom strax og af- greiddi málið af fagmennsku og gekk frá öllu þannig að við þyrft- um ekki að hafa frekari áhyggjur af því. Þetta gerði Stjáni á sinn einstaka hátt eins og hans var von og vísa. Eftir að Stjáni veiktist þá von- aði maður að veikindi hans yrðu ekki svona ströng og erfið eins og þau reyndust og var Erna allan tímann við hlið hans og hans stoð og stytta í veikindunum. Aldrei kvartaði hann sama hversu veik- ur hann var og þegar hann var spurður um hvernig honum liði svaraði hann alltaf að hann hefði það bara ágætt. Þau hjónin eiga mjög sam- henta fjölskyldu og standa börn og tengdabörn vel við bakið á Ernu á þessum erfiðu tímum. Við sendum þeim öllum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Erla og Haraldur. Hvað getur maður sagt þegar faðir, vinur og vinnufélagi fellur frá? Sú sorg er nánast óbærileg. Það huggar mig, elsku pabbi minn, að hafa haldið í hönd þína þegar þú tókst þinn síðasta anda- drátt og ég sá hvernig sársaukinn hvarf úr andliti þínu og ég vona að þú getir staðið upp og gengið um stoltur og glaður frá því lífi sem þú ert að segja skilið við. Minning um þig á ávallt eftir að lifa í hjarta mínu og fara frá mér í börnin mín. Þinn sonur, Sigursteinn. Tengdafaðir minn, Kristján Pálsson, var að mörgu leyti með merkilegri mönnum sem ég hef kynnst. Hann var svo fjölbreyti- legur. Hann var dulur og hlé- drægur, en samt svo opinn og skemmtilegur. Hann flíkaði ekki hæfileikum sínum, en samt stóð honum ekkert í vegi. Ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar við hittumst fyrst. Strax frá fyrstu stundu var ég orðinn einn af fjölskyldunni, en fjölskyldan var það sem hann Kristján Pálsson Elsku fallegi Magnús minn. Það er svo erfitt að byrja að skrifa þessa grein og þurfa að hugsa til þess að ég fái aldrei aftur að sjá fallega brosið þitt eða fá yndislega faðmlagið þitt aftur. Þó við höfum ekki náð að hittast eins oft og ég hefði vilj- að þá töluðum við alltaf reglu- lega saman í síma og öll símtöl- in byrjuðu eins: „Halló elskuleg, mikið ofboðslega sakna ég þín.“ Mikið ofboðslega á ég eftir að sakna þess að geta ekki spjallað við þig um allt og ekki neitt. Þú varst mér svo ótrúlega mikil- vægur og ég ætla að vona að þú vitir hversu mikils virði þú ert mér og hefur alltaf verið. Það var alltaf hægt að leita til þín, þú áttir alltaf svör við flest öllu og hefur hjálpað mér í gegnum svo ótal margt. Þú varst alltaf svo jákvæður og dásamlegur og skilur eftir þig stórt tóm í hjart- anu mínu, sem er núna svo möl- brotið án þín. Ég var alltaf svo stolt af þér fyrir að láta draumana þína rætast. Saknaði þín brjálað þegar þú ákvaðst að flytja til Flórída og byrja að vinna þar sem flugmaður, en var líka svo glöð fyrir þína hönd. Þegar ég hugsa til baka um allar minningarnar sem við áttum get ég ekki annað en brosað. Seint skal ég ná að skilja það afhverju þú varst tek- inn frá okkur svona ungur, en verð að sama leyti að reyna að trúa því að lífið okkar sé fyr- irfram ákveðið og guðirnir sæki sér þá bestu strax því þeirra bíður meira og stærra hlutverk Magnús Róbert Ríkarðsson Owen ✝ Magnús RóbertRíkarðsson Owen fæddist 17. nóvember 1970. Hann lést í Fort Lauderdale 31. júlí 2011. Minningarathöfn um Magnús fór fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði 12. ágúst 2011 og á sama tíma fór jarð- arför hans fram í Bandaríkj- unum. fyrir ofan. Ég kveð þig með svo mikilli sorg í hjarta, en minning þín lifir áfram í hjartanu mínu og í drengj- unum þínum fjór- um sem eru allir hver öðrum yndis- legri, alveg eins og pabbinn. Elsku Maggi minn, ég elska þig og sakna þín meira en orð fá nokkurn tíma lýst. Vonandi líður þér vel þar sem þú ert og ég veit að þú horfir niður til okkar með vindil í hönd og fallega brosið þitt. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þín systir, Sylvía Rós. Elsku hjartans Maggi minn. Þó það sé liðinn rúmur mán- uður síðan ég fékk hringinguna þá trúi ég varla ennþá að þetta sé raunveruleikinn. Ekki þú, það er bara einhvern veginn þannig. Maður býst aldrei við að svona gerist í sinni fjöl- skyldu hjá fólki sem er í blóma lífsins. Það voru aðeins 5 dagar í að við næðum að hittast þegar hringingin kom. Draumaferðin sem hafði verið plönuð ári áður og var svo stutt í að yrði að veruleika. Allir fullir af tilhlökk- un, bæði þú og við hér heima. Pabbi að komast út í fyrsta sinn að sjá barnabörnin og tilhlökk- unin ólýsanleg. Þú ætlaðir að koma með fjölskylduna þína upp í hús til okkar og öfugt. Til stóð jafnvel hjá þér að koma sjálfur hjólandi uppeftir á flotta mótorhjólinu þínu þannig að þú gætir hjólað með Magna og Guðna þar sem þeir ætluðu að leigja hjól. Elsku Maggi minn, ég veit að þú varst með okkur í anda þarna úti núna allan tím- ann og hefur einnig farið með strákunum í hjólaferðina sem þeir fóru í en við fjölskyldan áttum yndislegan tíma með fjöl- skyldu þinni og vinum þó að- stæður hefðu mátt vera öðru- vísi heldur en að kveðja þig í hinsta sinn. Þegar ég fyrst byrjaði að vinna í Reykjavík árið 1998 þá varstu svo yndislegur að leyfa mér að búa hjá þér. Þær stund- ir sem við áttum saman mun ég geyma í hjarta mínu og mun ég aldrei gleyma. Ég brosi innra með mér þegar ég rifja upp fyrirlesturinn um að „alvöru karlmenn straujuðu skyrturnar sínar“ ásamt öllu þínu brosi sem lífgaði upp tilveruna á hverjum degi. Nokkrum mánuðum seinna fór ég að búa og þú lést draum þinn rætast, fórst út og lærðir flug ásamt því að eignast fjöl- skyldu. Hlutirnir voru ekki lengi að gerast hjá þér, allt í einu varstu orðinn flugstjóri og vannst við það til dánardags. Mikið ofboðslega er ég stolt af þér og þú mátt vita það, elsku Maggi minn, að þær heimsókn- ir sem þú komst í til okkar á leið þinni yfir hafið voru og eru mjög dýrmætar hjá okkur fjöl- skyldunni. Fyrir okkur voru þetta jólin því brosið færðist yf- ir andlitið á öllum um leið og þú lést vita að von væri á þér. Við fórum á fullt að undirbúa jóla- veislu, alveg sama á hvaða árs- tíma þú komst því mamma og pabbi vildu alltaf hafa uppá- haldsmatinn þinn á borðum ásamt harðfiski, íslensku nammi og fleira í þeim dúr. Ekki má gleyma vöfflunum en þú vildir alltaf fá þær helst brenndar og mamma sá til þess að hafa nokkrar þannig spes fyrir þig og pabba. Þessar heimsóknir og minningar mun- um við eiga í hjörtum okkar. Mikið ofboðslega sakna ég þín sárt. Ég þakka þér fyrir þær frábæru samverustundir sem við áttum saman og lifi á yndislegum minningum sem þú gafst okkur. Ég mun gera allt sem ég get til að hlúa að drengjunum þínum og fjöl- skyldu. Þeir eru bara yndisleg- astir og missir þeirra mikill. Hvíl í friði, elsku hjartans Maggi minn. Þín systir, Guðrún Sólveig. Elsku Maggi, þín verður sárt saknað, elsku frændi. Þú ert alltaf ennþá innst inni í hjart- anu mínu. Ég vildi að ég gæti komið til þín núna og sagt þér hversu mikið ég elska þig og sakna þín. Þú komst bara til Ís- lands þegar þú heyrðir að ég væri að fæðast og ég skoða reglulega myndina af okkur þegar ég var sjö daga gömul. Ég man ennþá röddina þína sem sagði við mig: „Hvernig hefurðu það, elskuleg?“ og þeg- ar þú komst í heimsókn í nóv- ember 2007 og ég var að kenna þér að nýmjólk væri bláa mjólkin og gula léttmjólkin en auðvitað hlógu allir að mér, þú sagðist alveg hafa vitað það af því þú hefðir búið á Íslandi, og þú með þitt fallega bros, og mér leið alveg eins og kjána. Svo líka þegar þú komst 2010 og þú leyfðir mér að koma og skoða flugvélina og leyfðir mér að gera hana klára til brott- farar, ég var alltaf að tala um það hvað það var gaman. Ég gleymi aldrei öllum góðu stund- unum sem við áttum saman. Þú munt alltaf eiga stórt pláss í hjartanu mínu og ég veit að þú ert alltaf hérna hjá mér og allri fjölskyldunni þinni. Ég elska þig. Þín frænka, Magnea Dís. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EYÞÓR GUÐMUNDSSON frá Hrafnabjörgum, Furuvöllum 6, Egilsstöðum, sem lést föstudaginn 2. september, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 10. september kl. 14.00. Kristjana Valgeirsdóttir, Herborg Eydís Eyþórsdóttir, Magnús Jónsson, Guðmundur Heiðar Eyþórsson, Svana Magnúsdóttir, Valgeir Sveinn Eyþórsson, Brynjar Þorri, Arnór Snær og Eyþór Magnússynir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, lang- afi og langalangafi, GUNNÞÓR RAGNAR KRISTJÁNSSON, áður til heimilis í Skarðshlíð 29, sem lést á Sjúkrahúsi Akureyrar sunnu- daginn 4. september, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 9. september kl. 13.30. Jakobína Þórey Gunnþórsdóttir, Kristján Gunnþórsson, Jónína S. Helgadóttir, Þóroddur Gunnþórsson, Lilja Marinósdóttir, Sveinmar Gunnþórsson, Kristín Pálsdóttir, Eyþór Gunnþórsson, Soffía Valdemarsdóttir, Jóhanna Gunnþórsdóttir, Brynjólfur Lárentsíusson, Ragnar Gunnþórsson, Haraldur Gunnþórsson, Hallfríður Hauksdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.