Morgunblaðið - 08.09.2011, Síða 27

Morgunblaðið - 08.09.2011, Síða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 ✝ Björn Haf-steinn Jóhanns- son fæddist í Reykjavík 4. júní 1939. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 31. ágúst 2011. Björn var sonur Andreu Laufeyjar Jónsdóttur og Jó- hanns Garðars Björnssonar. Hann ólst upp hjá föðurömmu sinni, Stefaníu Steinunni Jóhanns- dóttur ásamt föðursystkinum sínum, þeim Haraldi og Ingi- björgu Smith Stefánsbörnum. Björn gekk í Austurbæjar- og Laugarnesskóla ásamt Iðnskól- anum í Reykjavík og lauk sveins- prófi í rennismíði hjá Vélsmiðj- og Garðar. Móðurmegin átti Björn fimm hálfsystkini sem eru Hjörv- ar Óli Björgvinsson, Jón Reynir, Jens Kristberg, Þórey Díana og Jónína Dagný Hilmarsbörn. Hinn 18. júní 1960 kvæntist Björn Þrúði Guðrúnu Sigurð- ardóttur, f. 28. mars 1939, dóttur hjónanna Svanlaugar Rósu Vil- hjálmsdóttur og Sigurðar Finn- boga Ólafssonar. Björn og Þrúður eignuðust fjórar dætur sem eru Svana Helen, f. 1960, Brynja Dís, f. 1962, Hildur Inga, f. 1965, og Þórdís, f. 1978. Svana Helen, er gift Sæmundi E. Þorsteinssyni og eiga þau þrjá syni, Björn Orra, Sigurð Finnboga og Þorstein. Brynja Dís er gift Örvari Að- alsteinssyni og eiga þau Birki, Drífu og Kára. Hildur er gift Jó- hanni Kristjánssyni og eiga þau Æsu. Jóhann á fyrir Tuma, Nadíu og fósturdótturina Viktoríu. Þór- dís á Öldu með Ægi Þór Þórð- arsyni. Útför Björns fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 8. september 2011, kl. 11. unni Héðni. Hann lauk fyrrihlutaprófi í véltæknifræði frá Tækniskóla Íslands árið 1965 og prófi í rekstrartæknifræði frá Tækniskólanum í Óðinsvéum 1967. Að loknu námi starfaði Björn hjá sælgætisgerðinni Nóa-Síríusi, KR Kristjánssyni og hóf störf hjá Fálkanum hf. árið 1971 þar sem hann gerðist fram- kvæmdastjóri. Björn starfaði hjá Fálkanum til ársins 2002 þegar hann lét af störfum. Björn eignaðist 10 hálfsystkini föðurmegin sem eru Erna Stef- anía, Jóhann, Sigurrós, Birna, Svala, Örn, Hanna, Már, Ómar, Elsku pabbi minn. Loksins er þjáningum þínum lokið eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir jafn stoltan mann sem þig að verða al- gjörlega háður öðrum. En þrátt fyrir að sjúkdómurinn, jafn ósvíf- inn og hann var, hafi smátt og smátt dregið úr þér máttinn var glettnin og ákveðnin sem ein- kenndi þinn sterka karakter aldrei langt undan. Sem barn þekkti ég ekki jafn fjörugan og skemmtilegan pabba og þig þegar sá gállinn var á þér. Þú byggðir heilt legóþorp með okkur systrunum á gólfinu í Safa- mýrinni þar sem allt var nákvæm- lega skipulagt, ólmaðist og kitlaðir okkur þegar við vorum að fara að sofa svo að okkur verkjaði af hlátri, og fórst með okkur í spenn- andi landkönnunarleiðangra í úti- legum. Það var auðvelt að hrífast af eldmóði þínum og þú lagðir þig allan í þau verkefni sem þú tókst þér fyrir hendur þar sem ekkert var þér óviðkomandi. Hvort sem það var að hengja upp málverk í stofunni, dytta að skútunni, hanna verslun, teikna einbýlishús eða smíða ísbrauðsvél, þá varst þú óþreytandi að skoða hlutina frá öll- um hliðum og hafðir yfirleitt mjög ákveðnar skoðanir á öllu. Þú gerðir jafnframt miklar kröfur til okkar systranna og lagð- ir með því áherslu á að við yrðum sjálfstæðir og ábyrgir einstakling- ar. Þótt lífsskoðanir okkar hafi á margan hátt verið ólíkar, þú hinn praktíski raunvísindamaður og ég hinn dreymandi listamaður, þá varstu mér mikil fyrirmynd með því að bera alltaf höfuðið hátt, vera trúr sjálfum þér og leggja þig allan í þá vinnu sem þú tókst þér fyrir hendur. Við náðum trúlega best saman á þínum efri árum. Eftir að þú hætt- ir að vinna varstu meyrari og fjöl- skyldan skipti þig öllu máli. Ég er þakklát fyrir væntumþykju og hvatningu þína og þær dýrmætu stundir sem við fjölskyldan áttum með ykkur mömmu, ýmist heima hjá okkur eða í rausnarlegu fjöl- skylduboðunum ykkar í Brekku- seli. Mörg málefnin voru þá brotin til mergjar og þú varst ætíð hrók- ur alls fagnaðar. Þú varst dásam- legur afi, alltaf tilbúinn að föndra eða leika, og ávallt kletturinn í lífi mömmu. Með andláti þínu hefur skapast tómarúm í fjölskyldunni sem verð- ur ekki fyllt. Með því að losna úr viðjum sjúkdómsins samgleðst ég þér innilega að hafa öðlast frelsi á ný. Þú munt halda áfram að lifa í hugum okkar allra. Takk fyrir allt, þín dóttir Hildur Inga. Mig langar til að minnast tengdaföður míns Björns Haf- steins Jóhannssonar sem fallinn er frá eftir erfiða baráttu við óvæginn sjúkdóm. Þegar ég horfi til baka og hugsa um þetta tímabil veik- inda hans og hvernig hann birtist mér í þeirri glímu sé ég að oft reyndi á þá mannkosti sem hann var ríkulega búinn og það hugarfar sem einkenndi hann. Þegar ég kynntist Brynju konu minni og fór að koma á heimili tengdaforeldra minna fann ég fljótt hvað Bubbi, eins og hann var kallaður, var hlý- legur, traustur, ráðagóður og hygginn maður. Það reynir á slíka kosti þegar veikindi koma til, sem hefta hreyfigetu einstaklingsins og möguleika til þátttöku í því lífi sem áður blasti við. „Það er full vinna að vera sjúklingur“ sagði Bubbi stundum og átti þá við þetta verk- efni sem honum var falið. Veikind- in kölluðu á nýtt verklag, skipulag og lausnir á fjölmörgu sem daglegt líf krefst. Það þurfti að endurhugsa og skipuleggja marga hluti upp á nýtt. Það var áberandi þegar hönn- un stóð yfir á nýrri íbúð sem hann og Þrúður kona hans fluttu í að skipulagsgáfur og hugmyndaauðgi hans nýttust vel. Þarna var verk- efni sem hann hafði gaman af og sökkti sér niður í enda er útkoman afar góð. Björn var menntaður renni- smiður og rekstrartæknifræðingur og var hann mjög verklaginn og vandvirkur. Hann var útsjónar- samur og nýtinn enda alinn upp á alþýðuheimili í stækkandi borg og var í vinnumennsku sem ungur piltur í afskekktri sveit þar sem hann vandist að nýta alla hluti vel. Hann var eftirsóttur við rennismíði og þegar þau hjón komu þaki yfir höfuðið, í Safamýri og síðan í Brekkuseli vann hann sjálfur mik- ið við byggingu og smíði íbúðanna. Lengst starfaði Björn sem fram- kvæmdastjóri í Fálkanum og naut hann sín vel í fjölbreyttu starfi verslunar, fjármála og fram- kvæmdareksturs. Segja má að helsta áhugamál Bubba hin seinni ár hafi verið sigl- ingar á skútunni Amíu. Þau hjónin fóru margar ferðir frá Snarfara- höfn í Elliðaárvogi um sundin blá við Reykjavík og nágrenni. Það voru örugg merki um vorkomuna þegar Bubbi var farinn að halda sig niðri í skútu eftir vinnu og langt fram á kvöld. Það var ekki síður umhirða og viðhald skútunnar sem hann naut sín við enda blómstraði áhugi hans á hönnun, tækni og verklegri vinnu þar. Hann var á tímabili í stjórn Snarfara og lagði þar mörgum góðum málum lið. Nú þegar komið er að kveðju- stund er mér efst í huga að með Birni tengdaföður mínum er geng- in góður maður og fyrir mér var hann fyrirmynd festu og öryggis. Hann tók mér með hlýju og skiln- ingi, hafði áhuga á málum síns fólks, setti sig inn í hlutina ef leitað var til hans og var styðjandi og uppbyggilegur. Hafðu þökk fyrir vegferðina og samfylgdina. Örvar Aðalsteinsson. Við fráfall Björns tengdaföður míns vil ég minnast hans fáum orð- um. Björn ólst upp hjá ömmu sinni, Stefaníu Steinunni Jóhannsdóttur. Hún var móðir sex barna og voru tvö þeirra enn á barnsaldri þegar Björn fæddist. Þau voru honum því sem systkini þótt föðursystkini væru. Þetta voru þau Haraldur og Ingibjörg Smith Stefánsbörn. Fjölskyldan bjó framan af á Laugavegi 76b en fluttist síðar í Skipasund 14 þar sem Jóhann, fað- ir Björns hafði reist sér hús. Björn lærði rennismíði hjá Vél- smiðjunni Héðni og var mikill hag- leiksmaður. Hann lauk fyrrihluta- prófi í véltæknifræði frá Tækniskóla Íslands árið 1965 og prófi í rekstrartæknifræði við Tækniskólann í Óðinsvéum árið 1967. Björn og Þrúður lyftu grett- istaki þegar þau fluttust búferlum til Danmerkur með þrjú börn. Halda þurfti vel á öllu, fast um pyngjuna. Ekkert mátti út af bera í náminu og allt gekk upp þrátt fyrir tungumálaörðugleika og annan mótbyr í byrjun. Að loknu námi hóf Björn vinnu hjá sælgætisgerðinni Nóa-Síríusi. Árið 1971 gekk hann til liðs við tengdaföður sinn og bræður hans í Fálkanum hf. Hann varð síðar einn af framkvæmdastjórum Fálkans. Björn naut sín oft vel í þessu starfi þar sem rík þörf var fyrir reynslu, menntun og skipulagshæfileika hans. Hann lét af störfum hjá Fálkanum árið 2002 þegar þau Þrúður seldu sinn hlut í félaginu. Í upphafi hjúskapar síns byggðu Björn og Þrúður heimili sitt í Safa- mýri 59. Fjölskyldan flutti árið 1975 í nýtt raðhús í Brekkuseli 25 og undi þar hag sínum vel. Þau Þrúður áttu heima í Brekkuseli all- ar götur þar til Björn var orðinn illa haldinn af MND-sjúkdómnum sem síðar dró hann til dauða. Þau fluttu árið 2010 í Stóragerði 42. Björn var einlægur áhugamað- ur um brids. Hann spilaði að jafn- aði vikulega með vinum sínum allt frá því snemma á 6. ártugnum. Hann var einnig mikill siglinga- áhugamaður og átti seglskútuna Amíu. Hann var virkur í Snarfara, félagi siglingamanna og stjórnar- maður um tíma. Allt fram á sein- asta dag lagði Björn mikið upp úr því að þjálfa huga sinn. Björn var afar traustur maður og gætinn í fjármálum. Hann var höfðingi heim að sækja, gestrisinn og minn- ist fjölskyldan tíðra fjölskylduboða þeirra Þrúðar með söknuði og þakklæti. Björn var félagslyndur og hrókur alls fagnaðar á manna- mótum. Hann var léttur í lund, hafði auga fyrir því skoplega og sá iðulega aðrar hliðar mála en flestir. Þennan eiginleika nýtti hann fram á seinasta dag og gerði sér far um að létta hjúkrunarfólki sínu lífið. Björn var listrænn og hafði sterkar skoðanir á litavali og hög- un umhverfis síns og jaðraði stund- um við sérvisku. Hann hafði yndi af dýrum og börn hændust mjög að honum, m.a. fyrir einstakan galsa sem hann átti til. Björn var afar heiðarlegur maður og úrræðagóð- ur. Hann var stoltur og vildi reiða sig sem minnst á aðra. MND-sjúk- dómurinn var honum reiðarslag sem gerði hann háðan öðrum um allt. Hann mætti þó örlögum sínum með æðruleysi. Ég þakka tengdaföður mínum þriggja áratuga samfylgd og stuðning og votta Þrúði tengda- móður minni samúð mína. Megi minning um góðan dreng lifa. Meira: mbl.is/minningar Sæmundur E. Þorsteinsson. Björn var afi minn og er ég nefndur í höfuðið á honum. Hann stóð sig vel í afahlutverkinu og sýndi mér og bræðrum mínum og frændsystkinum alltaf mikinn áhuga. Hann var mikill siglinga- áhugamaður og þegar ég var yngri bauð hann stundum allri fjölskyld- unni í siglingu á skútunni sinni, Amíu. Þá sýndi hann mér hvernig hitt og þetta virkaði og leyfði mér að stýra skútunni í nokkrar mín- útur. Þrátt fyrir að ég hafi stund- um orðið sjóveikur þá eru þessar ferðir og samveran sem fylgdi þeim mjög skemmtilegar í minn- ingunni. Amma og afi héldu líka ófá mat- arboðin. Afi sat alltaf við enda borðsins og var miðpunkturinn í samræðunum. Hann átti stórt kvikmyndasafn og það er mér mjög minnisstætt þegar hann sýndi okkur krökkunum myndirn- ar um Gøg og Gokke eftir mat. Þá þýddi hann textann fyrir okkur og útskýrði hvað var að gerast. Það var mikið hlegið að því og við skemmtum okkur konunglega. Árið 2009 var afi greindur með MND sjúkdóminn. Honum hrak- aði hratt og það var erfitt að horfa upp á það. Ég heimsótti hann þeg- ar ég gat og spjallaði þá við hann. Hann hafði alltaf mikinn áhuga á því sem ég var að gera og ætlaði að gera. Hann hafði sérstaklega gam- an af því þegar ég sýndi honum töfrabrögð og það gladdi okkur báða mikið. Hann lést 31. ágúst 2011 og voru það mikil sorgartíðindi. Ég þakka honum fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum og veit að hans verð- ur sárt saknað. Björn Orri Sæmundsson. Nú er Björn afi okkar dáinn og við minnumst hans með söknuði. Afi var ekki bara mjög skemmti- legur, hann var líka góður. Meðan afi var ennþá frískur og amma og afi bjuggu ennþá í Brekkuseli héldu þau oft stór matarboð fyrir alla fjölskylduna. Það var gaman. Það var ekki bara að maturinn sem amma eldaði væri góður, heldur var samveran alltaf svo skemmti- leg. Við eigum margar góðar minn- ingar um þessar skemmtilegu samverustundir allrar fjölskyld- unnar. Það var sorglegt að afi skyldi veikjast af MND-sjúkdómi sem ekki var hægt að lækna. Hann sem varð annars aldrei veikur. Við heimsóttum afa þegar við gátum og það var alltaf gott að hitta hann og ömmu. Við leystum stærðfræði- þrautirnar í Sunnudagsmogganum með afa og horfðum saman á Mr. Bean. Afi var snillingur í hugar- reikningi. Það var erfitt fyrir afa að lifa með MND-sjúkdóminn og lífið var mjög erfitt fyrir hann. Það er sárt að missa afa, en það er samt gott að hann þurfti ekki að lifa lengur svona veikur. Við trúum því að Guð hafi tekið vel á móti afa og þótt við vitum ekki hvernig það er í himna- ríki, þá vonum við að afa líði nú vel. Sigurður Finnbogi og Þorsteinn Sæmundssynir. Við tvíburarnir vorum stödd í berjamó í sveitinni þegar við frétt- um að Bubbi bróðir hefði kvatt þá um morguninn. Staðsetningin fyrir frétt sem þessa fannst mér viðeig- andi; kjarrið, fjöllin, kyrrðin og rigningarúðinn. Það var gott að geta ráfað um í fallegu umhverfinu og hugsað til Bubba. Eins og gengur og gerist í stórum systkinahópi var mismikill samgangur okkar á milli. Bræð- urnir höfðu ávallt um nóg að spjalla enda höfðu þeir mörg sam- eiginleg áhugamál, en það var ekki fyrr en við Bubbi lentum á spjalli um bækur fyrir nokkrum árum að mér fannst ég virkilega kynnast honum. Þá komumst við að því að þar höfðum við sama smekk. Spír- itisminn var líka sameiginlegt hug- arefni okkar. Bubbi var alltaf boðinn og búinn að hjálpa ef þörf var á og Jói bróðir er honum ávallt þakklátur fyrir alla hjálpina og stuðninginn í gegn- um árin. Þegar við Frank fluttum heim árið 1980 bauð Bubbi honum fljótlega vinnu í Fálkanum þar sem hann lærði mikið um verslun og viðskipti sem hann hefur getað nýtt sér æ síðan. Frank minnist Bubba með hlýju og þakklæti. Í sýningarferðum þeirra erlendis var margt brallað þegar búið var að þramma sólann undan skónum alla daga. Öðrum læt ég eftir að rekja starfsferil hans í gegnum árin en ég man sérstaklega vel eftir ís- brauðformsvélinni hans. Á verk- stæði pabba smíðaði hann vélina sem hann hannaði auðvitað sjálfur. Okkur krökkunum þótti æsispenn- andi að sjá brauðformin stundum spýtast út úr vélinni. Bökunarilm- urinn barst um allt hús og stundum fengum við að smakka. Ræktarsemi Bubba og Þrúðar við mömmu eftir að pabbi dó var aðdáunarverð. Það er ósk mín að þau góðu og sterku tengsl sem á sl. árum hafa myndast á milli fjöl- skyldu Bubba og okkar systkin- anna haldist um ókomin ár. Það er svo þungt að missa, tilveran er skekin á yfirþyrmandi hátt, angist fyllir hugann, örvæntingin og umkomuleysið er algjört, tómarúmið hellist yfir, tilgangsleysið virðist blasa við. Það er svo sárt að sakna en það er svo gott að gráta. Tárin eru dýrmætar daggir, perlur úr lind minninganna. Minninga sem tjá kærleika og ást, væntumþykju og þakklæti fyrir liðna tíma. Minninga sem þú einn átt og enginn getur afmáð eða frá þér tekið. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Ég hefði gjarnan viljað eiga fleiri samverustundir með mínum viðmótsþýða stóra bróður, en góðu minningarnar verða að duga í bili. Hvíl í friði, elsku Bubbi. Elsku Þrúður, Svana Helen, Brynja Dís, Hildur Inga, Þórdís og aðrir aðstandendur; Guð veri með ykkur, nú og ævinlega. Svala Jóhannsdóttir. Ég tala við þig nú sem áður en þú fórst, látlaust og blátt áfram. Við áttum svo margar góðar og eft- irminnilegar stundir saman, stund- ir þar sem við nutum samverunnar með hvor öðrum og ræddum lífsins gagn og tilgang. Við náðum strax vel saman þegar ég kom inn í fjöl- skylduna ykkar Þrúðar, ekki síst þegar umræðan leiddist út í þjóð- félagsmál og viðskipti, sem oft gerðist. Þar kom ég ekki að tómum kofunum og ég naut þess að hlusta á þig greina málin af rökfestu, styrk og sannfæringu. Við vorum ekki alltaf sammála, en ég hafði alltaf gaman af þessum stundum okkar og ég lærði margt. Nærvera þín var einstök og sterk fram á síð- asta dag. Nú ert þú laus af strandstaðn- um og farinn á vit nýrra ævintýra á þeirri skútu sem sálin ein kann að sigla, og þar veit ég að þú kannt þig vel. Ég kveð þig að sinni, með inni- legu þakklæti fyrir frábærar sam- verustundir og stuðninginn sem þú veittir okkur alla tíð. Minning þín mun lifa með mér. Þú gafst gleði glóð í hjarta, bros til barna ljósið bjarta, megi vindanna viska vísar þér veginn til sælustaða sólarmegin. Elsku Þrúður, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Jóhann Kristjánsson. Kær vinur er látinn og viljum við félagarnir minnast hans með nokkrum orðum. Við kynntumst ungir og bundumst sterkum vin- áttuböndum sem haldist hafa alla tíð. Björn var góður félagi, heil- steyptur, greiðvikinn og greindur. Um sextán ára aldur tókum við upp á því að hittast reglulega og spila bridds. Allar götur síðan hef- ur spilaklúbburinn verið starfandi og er því líklega orðinn með elstu spilaklúbbum. Fjórði spilafélaginn var lengst af Sveinbjörn Guð- bjarnason, en hann lést 19. febrúar 2009. Spilin voru reyndar ekki aðal- atriðið hjá okkur, heldur það að koma saman, kryfja dægurmálin og eiga góðar samverustundir. Á unglingsárum var margt brallað, við leiki og störf, en ekki leið á löngu þar til við festum ráð okkar og áherslur breyttust. Eftir að við höfðum stofnað fjölskyldur fjölgaði samverustundunum því við tóku útilegur, veiðiferðir, göngu- ferðir og utanlandsferðir. Minning- ar frá ferðum þessum eru ógleym- anlegar. Björn kvæntist Þrúði G. Sigurð- ardóttur árið 1960 og reyndist hún honum alla tíð frábær lífsförunaut- ur. Þau eignuðust fjórar dætur og átta barnabörn, mikið myndarfólk. Björn var mikill fjölskyldumaður og var fjölskyldulíf hans einkar hamingjuríkt. Björn lauk námi sem rennismið- ur og starfaði um hríð í Héðni. Hann var nákvæmur og góður smiður eins og hann átti kyn til, en faðir hans var annálaður járnsmið- ur. Síðar hélt Björn til Danmerkur í tæknifræðinám og lauk því með góðum vitnisburði árið 1967. Að námi loknu hóf hann störf hjá Nóa-Síríusi hf. og var þar í nokkur ár. Síðar starfaði hann um hríð sem framkvæmdastjóri hjá Fikk hf., fyrirtæki sem framleiddi ýmiss konar járnvörur. En lengst af starfsferli sínum var hann fram- kvæmdastjóri hjá Fálkanum hf. Það fyrirtæki var og er umsvifa- mikill innflytjandi vélahluta og reiðhjóla svo nokkuð sé nefnt. Hjá Fálkanum var hann í rúm þrjátíu ár. Björn hafði alla tíð verið afar heilsuhraustur, en fyrir þremur árum urðum við vinir hans varir við að ekki væri allt með felldu. Eftir árlega golfkeppni okkar fé- laganna varð hann mjög eftir sig og var lengi að jafna sig. Það var svo fyrir tveimur árum að grein- ing lá fyrir um að Björn væri hald- inn hinum alvarlega sjúkdómi MND. Ekki þarf orðlengja það að þetta var mikið áfall fyrir fjöl- skyldu hans og vini. Engin lækn- ing hefur enn fundist við sjúk- dómnum og því ekki von um bata. Við tók samfelld og sífellt erfiðari barátta sem reynt hefur mjög á aðstandendur Björns, ekki síst konu hans sem reyndist honum einstaklega vel og hlúði að honum af mikilli alúð. Þá má nefna allt það hjúkrunarfólk sem kom að umönnun Björns. Frábært starf þessa fólks sem sinnti honum af kærleika og virðingu kunni Björn vel að meta. Síðustu mánuðina var hann nánast ósjálfbjarga, en þrátt fyrir það erfiða hlutskipti sýndi Björn einstaka karlmennsku og þolgæði. Nú að leiðarlokum minnumst við Björns með þakklæti og sökn- uði og sendum Þrúði og öðrum að- standendum okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Björns H. Jóhannssonar. Hallgrímur G. Jónsson og Örn I. Ísebarn. Björn Hafsteinn Jóhannsson  Fleiri minningargreinar um Björn Hafstein Jóhanns- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.