Morgunblaðið - 08.09.2011, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011
✝ Ágúst EinarBirgir Björns-
son fæddist 22.2.
1935 á Sjónarhóli í
Hafnarfirði. Hann
lést á heimili sínu í
Hafnarfirði 2. sept-
ember 2011.
Foreldrar hans
voru; Guðbjörg
Jónsdóttir, f. 20.10.
1894, d. 21.11.
1993, og Björn Ei-
ríksson, f. 9.9. 1894, d. 7.5. 1983,
Sjónarhóli í Hafnarfirði. Systk-
ini Birgis voru fimm: Bjarni
Vestmar Björnsson, f. 14.11.
1925, d. 27.12. 1986, Bára
Björnsdóttir, f. 16.5. 1927, d. 9.5.
2006, Bragi Vestmar Björnsson,
f, 18.6. 1929; Jón Boði Björns-
son, f. 4.12. 1931, og Guðlaug
Berglind, f. 21.2. 1937.
Hinn 18.4. 1959 kvæntist
Birgir Ernu Finnu Ingu Magn-
úsdóttur, f. 10.3. 1939. For-
eldrar Ingu voru Laufey Jak-
obsdóttir, f. 25.9. 1915, d. 2004,
og Magnús Björgvin Finn-
bogason, f. 21.7. 1911, d. 1993,
Grjótagötu í Reykjavík. Börn
þeirra Birgis og Ingu eru 1)
Magnús, f. 21.7. 1959, kvæntur
Ingibjörgu Guðmundsdóttur,
synir þeirra eru Pétur og Birgir
Björn, fyrir á Magnús soninn
Sindra. 2) Sólveig, f. 29.12. 1961,
gift Finnboga Kristinssyni, son-
ur þeirra er Jóhann Júlíus. Fyr-
leikmaður og fyrirliði 2. flokks
karla í FH sem vann fyrsta Ís-
landsmeistaratitil félagsins í
handknattleik 1954. Síðan hefur
Birgir unnið marga titla með
meistaraflokki, sem var flagg-
skip FH til margra ára. Hann
lék 500 meistaraflokksleiki með
FH á 20 ára ferli sínum og var
fyrirliði allan tímann. Einnig
þjálfaði hann liðið í mörg ár.
Hann varð 27 sinnum Íslands-
meistari með FH. Birgir lék 29
landsleiki fyrir Ísland, var m.a.
fyrirliði landsliðsins er Ísland
tók í fyrsta sinn þátt í heims-
meistarakeppni í handbolta
1958. Birgir var einnig þjálfari
landsliðsins um tíma og átti sæti
í landsliðsnefnd HSÍ.
KA á Akureyri réði hann til
sín til þjálfunarstarfa 1978 og
kom hann liðinu í efstu deild,
einnig þjálfaði hann Þórsara
með góðum árangri. Hann kom
svo aftur til Hafnarfjarðar 1989
þegar hann var ráðinn til að
veita íþróttahúsinu í Kapla-
krika forstöðu.
Birgir var einn af stofn-
endum Golfklúbbsins Keilis og
var m.a. formaður klúbbsins í
tvö ár.
Birgir fékk margar við-
urkenningar fyrir störf sín í
þágu íþróttanna, m.a. er hann
heiðursfélagi í FH, fékk gull-
merki HSÍ, Keilis, ÍBH, KA og
heiðurskross ÍSÍ.
Birgir verður jarðsunginn
frá Víðistaðakirkju í Hafn-
arfirði dag, 8. september 2011,
og hefst athöfnin kl. 15.
ir á Sólveig soninn
Finn Hansson, bú-
settan í Færeyjum,
kvæntan Guðrunu
Joensen og eiga
þau 3 börn, Aron
Hans, Emmu og
Lilju, fyrir á Finnur
dótturina Natösju.
3) Laufey, f. 25.9.
1966, gift Björgvini
Óskarssyni, börn
þeirra eru Ágúst
Elí og Inga María.
Birgir var vélfræðingur að
mennt. Hann starfaði m.a. hjá
Vélsmiðjunni Kletti, rak Bíla-
leiguna hf. og verslunina Hjólið
í nokkur ár. Síðan starfaði hann
hjá Loftleiðum á Keflavík-
urflugvelli, Steypustöð Breið-
holts og Slippstöðinni á Ak-
ureyri. Birgir varð
forstöðumaður íþróttahúss FH í
Kaplakrika 1989 og starfaði þar
til 67 ára aldurs. Þá fór hann til
Englands og lærði kylfusmíði
hjá Golfsmith og starfaði við það
sér til ánægju. Birgir var virkur
þátttakandi í starfi Sjálf-
stæðiflokksins á sínum yngri ár-
um og var meðal annars formað-
ur Stefnis – félags ungra
sjálfstæðismanna í Hafnarfirði.
Birgir er þekktastur fyrir
þátttöku sína í íþróttum, hann
byrjaði ungur að æfa fimleika
með FH og sneri sér síðar alfar-
ið að handboltanum. Hann var
Einn sólríkan maídag óku ný-
bakaðir foreldrar með son sinn
frá fæðingardeild Landspítala að
Fæðingarheimilinu við Eiríks-
götu. Þar sást dökkhærður mað-
ur sitja á steingirðingu fyrir
framan húsið og var greinilega að
bíða eftir einhverju. Þar var kom-
inn Birgir Björnsson úr Hafnar-
firði sem hafði beðið dagpart fyr-
ir framan Fæðingarheimilið eftir
fréttum af fæðingu barnabarns
síns. Hann kíkti á nýfædda
drenginn, dásamaði hann, sá
Sjónarhólssvipnum bregða fyrir
og fullvissaði sig um að allt væri í
góðu lagi áður en hann sneri aft-
ur heim í Fjörðinn til Ingu
ömmu.
Birgir reyndist drengnum og
öllum barnabörnum sínum góður
afi og innrætti þeim þau gildi sem
hann stóð sjálfur fyrir. Hann
fylgdist grannt með hvað væri að
gerast í lífi barnanna og var alltaf
tilbúinn ef þau þörfnuðust hans.
Hann var góður félagi krakk-
anna, æfði og spilaði golf með
þeim, bauð þeim með á hand-
bolta- og fótboltaleiki, lagaði
golfkylfur, hjól og annað sem
þurfti að laga. Hann hlustaði
stoltur á þau flytja tónlist, var
óþreytandi við að fylgjast með
kappleikjum, mótum og æfing-
um, sama hvar og í hverju þau
voru að æfa og keppa. Hann
hrósaði þeim fyrir það sem vel
var gert og leiðbeindi um það
sem betur mátti fara. Skildi bet-
ur en nokkur annar óþrjótandi
kraftinn og íþróttaáhugann og
þegar keppnisskapið verður
stærra en barnið sem ber það. Þá
miðlaði afi af reynslu sinni og
þekkingu þar til allt leit betur út
og þjálfaði þau í að standa keik
undir áskorunum og sigrum í líf-
inu. Hann kenndi afkomendum
sínum hugrekki og æðruleysi, að
undirbúa sig undir þau verkefni
sem væru framundan og leysa
þau síðan af hendi eins vel og
hægt væri. Það gerði hann sjálfur
allt til enda og kvaddi lífið í faðmi
fjölskyldunnar á jafn fallegan og
eðlilegan hátt og lífið sjálft hefst.
Ég kveð Birgi Björnsson með
virðingu og þakka alla hlýjuna og
velvildina í gegnum tíðina. Sam-
verustundanna er sárt saknað og
að hann birtist ekki lengur og
segi: „Ég er að athuga hvort það
sé ekki allt í lagi með ykkur og
strákana. Hvað eru strákarnir
eru að gera núna?“
Ingibjörg Guðmundsdóttir
tengdadóttir.
Átta ára stelpa hleypur á
harðaspretti heim, hrindir upp
útihurðinni, brunar inn ganginn,
sest og lítur fram eftir ganginum
inn í eldhúsið sem er við hinn
enda gangsins. Við eldhúsborðið
situr maður, sem stelpan hafði
aldrei séð nema á mynd, skelli-
hlæjandi. Baðhurðinni er lokað
frekar vandræðalega og ekki
laust við að litla stelpan felli
nokkur tár. Svona hafði hún ekki
ætlað sinn fyrsta fund með þess-
um fræga handboltakappa sem
systir hennar sagði vera kærast-
ann sinn. Fáum mánuðum síðar
fékk stelpan stórt leyndarmál í
afmælisgjöf, Inga systir ætlaði
að trúlofast fræga handbolta-
kappanum á afmælisdegi litlu
systur og þann dag var ekki
brunað inn ganginn heldur svif-
ið.
Birgir var ekki hávaxinn en í
mínum huga er hann einn af
þeim stærstu, hjarthlýtt hörku-
tól, barngóður, mikill fjölskyldu-
maður sem ekki bara hugaði að
sínum nánustu heldur var öll
stórfjölskyldan undir hans
verndarvæng. Birgir var keppn-
is- og skapmaður mikill. Hann
sat oft í þungum þönkum og var
þá örugglega að hugsa um leik-
kerfi og hvernig leggja skyldi
upp næsta leik svo sigur ynnist.
Ekki var árennilegt að trufla
hann á þeirri stundu og lærðist
fljótt að kíkja í dyragættina og
athuga stöðuna áður en lengra
var haldið.
Birgir var mín fyrirmynd. Ég
vildi spila með FH eins og hann
og hefur handboltinn síðan verið
stór þáttur í lífi mínu. Það var
hrein unun að sitja með Birgi,
skoða gamlar handboltamyndir
og hlusta á frásagnir hans. Hann
hafði ótrúlegt minni, mundi úr-
slit allra leikja, hvar og hvenær
þeir voru spilaðir, hverjir voru í
liðinu og hverjir skoruðu mörk-
in. Birgir var hafsjór af ómet-
anlegum fróðleik. Því miður náð-
um við ekki að klára verkefni
sem við byrjuðum á en vonandi
nær hann að senda svör við fá-
einum spurningum þaðan sem
hann er nú. Birgir var fyrirliði
landsliðsins sem tók þátt í HM í
handbolta í Magdeburg 1958 og
þegar HM var haldið í Þýska-
landi 2007 ákváðu þau Inga að
koma með og upplifa stemn-
inguna. Þetta var einskonar píla-
grímsferð fyrir Birgi. Þarna hitti
hann gamla samherja og vini úr
boltanum. Það voru forréttindi
að fá að vera með þeim hjónum,
verða vitni að þeim miklu tilfinn-
ingum og þeirri gleði sem braust
út hjá Birgi þegar bestu hand-
boltalið heims áttust við á leik-
vellinum og hallirnar voru bók-
staflega að rifna af fagnaðar-
látum.
Keppnismaður og þjálfari var
Birgir til æviloka. Hann gaf ekk-
ert eftir þegar síðasti mótherj-
inn tók sér bólfestu í líkama
hans. Birgir barðist af miklu
æðruleysi, lagði upp sóknarað-
gerðir fyrir liðið sitt. Hann vissi
að besta liðið átti hann heima,
Ingu, börnin og barnabörnin
sem gerðu allt sem í þeirra valdi
stóð til að vinna leikinn. En þessi
mótherji reyndist sterkari á
endasprettinum og Birgir
kvaddi allt of snemma. Á kveðju-
stund er söknuðurinn sár en við
erum þakklát fyrir alla hans
væntumþykju og umhyggju-
semi.
Elsku Inga, Magnús, Sólveig,
Laufey og fjölskyldur, hugheilar
samúðarkveðjur frá fjölskyld-
unni á Blómvanginum.
Ykkar missir er mikill en þið
eruð rík af minningum um góðan
dreng
Blessuð sé minning Bigga
Björns.
Helga.
Hann var ekki hár í loftinu
drengurinn sem var sendur með
merkimiða um hálsinn í sveit að
Fossi á Síðu rétt eftir stríð. Lífið
á Fossi á Síðu mundi eflaust telj-
ast frumstætt í dag en þar
þroskaðist Birgir næstu sumrin
og undi hag sínum vel við sveita-
störfin og ádráttinn og þá oft í
vaðmálinu einu fata. Það er mín
trú að þar hafi líf hans mótast og
þroskast til frambúðar
Við Birgir og fjölskyldur okk-
ar vorum alin upp sem frænd-
systkini. en fyrri maður móður
minnar Bjarni Eiríksson, hafði
verið einn af Sjónarhólsbræðr-
unum en hann fórst með togar-
anum Róbertsson í Halaveðrinu
mikla 1925 og þau áttu saman
eina dóttur, Guðrúnu Bjarna-
dóttur.
Birgir bjó hjá foreldrum mín-
um á Hverfisgötu 53 einn vetur
er móðir hans varð veik. Það var
alltaf mikið líf í kringum Birgi.
Hann var hraustur að eðlisfari
og glaðvær og jákvæður ungur
drengur.
Við fermdumst saman í Frí-
kirkjunni sumardaginn fyrsta
1949, en trúin var alla tíð hluti af
lífi Birgis. Það má segja að dag-
legt samband okkar hafi byrjað
upp úr því en þá hófum við að
æfa handbolta saman hjá Hall-
steini og vorum í sama skólan-
um. Birgir var líka ágætur leik-
fimismaður eins og fleiri af
bræðrum hans. Það var heldur
ekki nein ládeyða í sundlauginni
þegar Birgir var þar að busla.
Hann hóf nám í vélvirkjun í
Vélsmiðju Hafnarfjarðar um
1951 og var faðir minn Magnús
Kristófersson meistari hans. Ég
vann einnig í Vélsmiðjunni á
þeim tímum er ég var ekki í
skóla, svo það má segja að líf
okkar hefi víða skarast. Seinna
lauk hann námi úr Vélskólanum
Birgir var að eðlisfari metn-
aðarfullur maður og gæddur
leiðtogahæfileikum og var ávallt
fyrirliði FH-liðsins öll þau ár
sem við vorum saman í handbolt-
anum er náði yfir 20 ára tímabil.
Fyrir utan hefðbundna leiki með
FH lékum við Evrópuleiki sam-
an og í fyrstu Heimsmeistara-
keppninni í handknattleik er Ís-
land tók þátt, sem haldið var í
Austur-Þýskalandi. Birgir var
þjálfari hjá FH auk ýmissa fé-
laga utan FH að ógleymdu
landsliðinu.
Það varð eflaust hans mesta
gæfuspor er hann tók að sér
þjálfun kvennaliðsins á Akranesi
en þar hitti hann verðandi konu
sína, Ingu Magnúsdóttur. Allir
þeir sem kynnst hafa Ingu gera
sér fljótt grein fyrir hvílíkt
gæfuspor það var í lífi Birgis að
eignast konu eins og Ingu. Hún
tók ávallt fullan þátt í áhugamál-
um Birgis og þau voru síðar sam-
an í golfinu og var þar eins og
ávallt í lífi hans, hans stoð og
stytta, sem oft gat verið ærið
starf í viðburðaríku lífi Birgis.
Guð gaf okkur góðan dreng,
þar sem Birgir var annars vegar,
en Guð gefur og Guð tekur, en
því lögmáli verðum við að hlíta.
Sárin verða oft djúp á kveðju-
stund. Ég sendi Ingu og fjöl-
skyldu hans og systkinum mínar
innilegustu samúðarkveðjur og
megi Guð blessa ykkur öll um
ókomna tíð.
Kristófer.
Þá er fallinn í valinn yfir-
meistari okkar FH-inga. Þetta
er orðatiltæki okkar FH-inga í
gegnum áratugi. Þetta þýddi
einfaldlega að við mfl.-leikmenn
heilsuðumst þannig og sættum
okkur aldrei við annað en að
verða meistarar.
Þegar ég var 8 ára gamall þá
fór ég oft sendiferðir með skrif-
uð á miða einhver skilaboð frá
föður mínum sem þá var þjálfari
allra flokka í FH og einmitt oft-
ast til fyrirliðans Birgis Björns-
sonar á Reykjavíkurvegi 1, Því
framundan var leikur í Háloga-
landi í Reykjavík. Þannig kynnt-
ist ég öllum þessum gullaldar-
mönnum FH í handbolta og fékk
svo að fara með þeim á leiki.
Þetta voru ógleymanleg ár fyrir
ungan dreng og lofaði ég mér
hátt og í hljóði að verða betri en
þeir.
Oft var gestkvæmt á heimili
pabba og mömmu á Tjarnar-
brautinni og þá voru þessir
drengir næstum daglega mættir
og var maður eins og fluga á
vegg og gleypti í sig allt sem þeir
sögðu. Þetta var eins og félags-
heimili í þá daga.
Árin liðu og ég orðinn 16 ára
gamall og fæ ég tækifæri hjá
Birgi og pabba sem voru þá
þjálfarar mfl. karla og á ég þeim
allt mitt að þakka. Birgir hélt
miklum aga á hópnum og var
metnaðarfullur og vildi að menn
legðu sig 100% fram á æfingum
og í leikjum. Stundum vorum við
ekki alltaf sammála um hvernig
ætti að gera hlutina og kom fyrir
að ég spurði Birgi hvort við gæt-
um ekki gert þetta öðruvísi, og
eftir að hann hlustaði á þennan
gutta sagði hann einfaldlega við
gerum þetta svona og ekki orð
um það meira. Við hlýddum.
Seinna á lífsleiðinni unnum
við Birgir saman í íþróttahúsi
Kaplakrika og urðum miklir vin-
ir. Birgir lagði allt í það að FH
eignaðist alvöru íþróttahús og
útiaðstöðu og fylgdi byggingar-
framkvæmdum eftir sem for-
stöðumaður.
Hann var sanngjarn og vel lið-
inn af öllum og ekki hvað síst
yngri flokkunum hjá FH.
Ógleymanlegar stundir áttum
við leikmenn hjá Bigga og Ingu á
Reykjarvíkurveginum hvort sem
það var á Sjónarhóli eða neðar í
götunni.
Alltaf voru þau til staðar fyrir
okkur og félagið og læt ég aðra
félaga mína skrifa um það í
minningargrein um Birgi.
Ingu, börnum og fjölskyldu vil
ég og fjölskylda mín votta okkar
dýpstu samúð og við FH-ingar
gleymum aldrei Birgi Björns-
syni og hans framlagi.
Geir Hallsteinsson
og fjölskylda.
Það er farið að hausta.
Tíminn flýgur og vinirnir eld-
ast og hverfa.
Okkar kæri og tryggi vinur
Birgir er lagður af stað í sína
hinstu ferð. Hann veiktist
snemma vors og allir vonuðu að
hann þessi sterki, vel þjálfaði og
duglegi maður næði sér, en vá-
gesturinn gaf ekki langt hlé.
Birgir lést heima í faðmi sinnar
yndislegu eiginkonu Ingu Magn-
úsdóttur og barna þeirra, Magn-
úsar, Laufeyjar og Sólveigar,
sem voru foreldrum sínum alla
tíð mikill styrkur.
Birgir var hægur maður í dag-
legri umgengni, en fastur fyrir
ef á þurfti að halda.
Við vorum svo lánsöm að eign-
ast þau hjón og þeirra börn sem
vini og var það mikil blessun,
þau hafa staðið við hlið okkar í
blíðu og stríðu og ekki hægt að
tíunda allt það sem þau hafa gert
fyrir okkar, alltaf tilbúin, ef á
þurfti að halda. Við höfum notið
samvista við Ingu og Birgi í
mörgum ferðum bæði innan-
lands og utan, farið saman í
margar keppnisferðir með
landsliði eldri kvenna í golfi svo
og í heimsóknir til félaga okkar í
Þýzkalandi, og aldrei hefur borið
skugga á okkar vináttu.
Við stöndum í mikilli þakkar-
skuld við þennan elskulega vin
okkar, sem genginn er, svo og
alla hans fjölskyldu, þau voru
alltaf reiðubúin að aðstoða okkur
og rétta hjálparhönd.
Lítil vísa til þeirra hjóna varð
til í okkar síðustu golfferð.
Til Ingu og Birgis:
Hún ber sáttarhug til manna
hennar góðu verk það sanna.
Hann er vinur vina sinna
vart er tryggari dreng að finna.
Við þökkum vini okkar fyrir
alla hjálpsemi og vináttu og
sendum Ingu og allri fjölskyld-
unni okkar einlægustu samúðar-
kveðjur.
Lucinda og Eiður Ágúst.
Vinur.
Ég get ei fundið orð við hugans hæfi;
Ó, hvíta blað, á þig ég vildi skrifa
svo margt og margt um eyðslu vorrar
æfi
sem oss er gefin samt til að lifa.
Svo yrkir Einar Ben. til vinar
síns Hannesar Hafstein, hann
vantar orð, en var samt jöfur ís-
lenskrar tungu. Þegar við fé-
lagarnir setjumst niður til að
skrifa nokkur orð um góðan
dreng og frábæran félaga Birgi
Björnsson er okkur orðavant.
Samstarf okkar og Birgis nær
yfir áratugi og starf hans í FH
verður aldrei fullþakkað. Ferill
hans í handknattleik er einstak-
ur. Hann vann fleiri titla en
nokkur annar sem leikmaður og
þjálfari. Hann lék yfir 500 leiki
með meistaraflokki í handknatt-
leik, afrek sem enginn hafði unn-
ið. Birgir var mikill félagsmála-
maður og sat í ýmsum stjórnum
og nefndum fyrir FH. Við fé-
lagarnir unnum saman á mörg-
um sviðum, en helsta áhugamál-
ið hin seinni ár var uppbygging
félagsins þannig að það gæti
staðið undir þeim væntingum og
markmiðum að sinna æsku
Hafnarfjarðar.
Foreldrar Birgis þau Guð-
björg og Björn Eiríksson arf-
leiddu Fimleikafélag Hafnar-
fjarðar að húsi sínu Sjónarhóli,
höfðingleg gjöf, sem sýndi hug
þeirra til félagsins. Í nýjum
húsakynnum FH er að finna
glæsilega félagsaðstöðu Sjónar-
hól, sem vígð var 13. desember
2010 á brúðkaupsafmæli Sjónar-
hólshjónanna og með þeirri at-
höfn voru ýtrustu óskir þær er
fram komu í gjafabréfinu upp-
fylltar. Það voru stoltir FHingar
sem fögnuðu þennan dag með
fjölskyldunni frá Sjónarhóli. Eitt
mesta gæfuspor Birgis steig
hann þegar hann kvæntist eft-
irlifandi konu sinni Ingu Magn-
úsdóttur.
Þau hjónin hafa verið einstak-
lega samtaka á lífsleiðinni og átt
miklu barnaláni að fagna og hafa
börn þeirra og barnabörn skipað
sér í hóp farsælla íþróttamanna.
Við félagarnir sjáum nú á eftir
frábærum vini sem við höfum
unnið með í starfi félagsins okk-
ar. Við og eiginkonur okkar
sendum Ingu og allri fjölskyld-
unni innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Fimleikafélag Hafnarfjarðar
kveður í dag einn af sínum
glæstustu sonum, en minningin
um Birgi Björnsson mun lifa um
ókomin ár.
Bergþór Jónsson,
Ingvar Viktorsson.
Birgir Björnsson lagði upp í
sína hinstu ferð frá heimili sínu.
Heima vildi hann kveðja um-
vafinn ást fjölskyldu sinnar.
„Þar sem hjarta mitt er, þar
er heimili mitt.“
Á heimili Birgis og Ingu ríkir
sannarlega hjartahlýja, gest-
risni og fágæt rausn.
Inga hin umhyggjusama hús-
móðir sér um að veita gestum og
gangandi viðurgjörning eins og
allir væru að koma svangir af
fjöllum, eða völlum.
Þar á bæ hefur orðið velkomin
sérstaka merkingu.
Unglingarnir þeirra vita
hversu velkomnir þeir eru, tekið
er á móti þeim eins og öðrum
með hlýju faðmlagi.
Birgir spurði þau frétta af því
sem þau höfðu fyrir stafni, hlust-
aði og ræddi við þau um hugð-
arefni þeirra.
Afkomendur þeirra Birgis og
Ingu bera ekki einungis svip
þeirra og hjartalag, einnig hæfi-
leika þeirra og glæsileika.
Það voru ekki bara börnin,
barnabörnin og barnabarna-
börnin sem honum var umhugað
um, hann sinnti líka vandalaus-
um unglingum sem þurftu stuðn-
ing og hann vitjaði vina, ekki síst
þeirra sem veikir voru eða
þurftu á hjálp að halda.
Hann var sannur vinur og
góður félagi.
Það, að fá að vera með fjöl-
skyldunni þessa síðustu daga,
sannfærir okkur um að æðru-
leysi og ást er það sem máli
skiptir.
Birgir Björnsson er fallinn frá
eftir hetjulega baráttu þar sem
hvergi var gefið eftir til síðustu
stundar. Allt var á hreinu eins og
venjulega hjá honum.
Við varðveitum minningu um
góðan mann, sem við kveðjum
með virðingu og þakklæti .
Elsku Ingu og fjölskyldu,
systkinum Birgis og þeirra fólki,
sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Edda Magnúsdóttir og
fjölskylda.
Birgir Björnsson
Fleiri minningargreinar
um BIrgi Björnsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.