Morgunblaðið - 08.09.2011, Page 29

Morgunblaðið - 08.09.2011, Page 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 ✝ KristjanaGísladóttir fæddist í Hafn- arfirði 1. október 1945. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 29. ágúst 2011. Móðir Kristjönu var Katrín Krist- jana Gísladóttir, f. 25. maí 1921 í Hafnarfirði. Krist- jana ólst upp hjá móðurfor- eldrum og var skrifuð Gísla- dóttir. Systkini Kristjönu eru Gísli f. 1943, maki Matthildur S. Guðmundsdóttir, Stefán f. 1944, maki Edda Magnúsdóttir, Mar- teinn f.1948, látinn 1982, maki Guðbjörg Sigþórsdóttir, Sig- urgeir f. 1949, maki Sigrún H. Guðmundsdóttir, Kristín f. 1957, látin 2008, maki Svan- björn Tryggvason, Sigrún f. 1960, maki Guðjón Gunn- ar Ögmundsson. Hinn 14. sept- ember 1968 giftist Kristjana eftirlif- andi eiginmanni sínum Magnúsi Haraldssyni, f. 7. maí 1948 í Reykja- vík. Þau eignuðust tvö börn: 1) Gísli Þór Magnússon, f. 24.4. 1968, kona hans Kristín Sæmunds- dóttir, f. 4.11. 1967, börn þeirra eru Pétur Már, f. 18.3. 1994 og Hildur Una, f. 25.9. 1998. 2) Borghildur Kristín Magn- úsdóttir, f. 1.2. 1974. Kristjana verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 8. september 2011, og hefst at- höfnin kl. 13. Elsku mamma mín, það er skrítin tilfinning að setjast niður og skrifa kveðjuorð til þín. Senni- lega er ekki sanngjarnt að segja að þetta hafi komið á óvart eftir öll þín veikindi en ég hélt þetta yrði öðruvísi. Við vorum svo oft búin að ganga þennan planka, alveg út á brún, halla okkur fram yfir og svo til baka aftur. Ég held ég hafi verið hættur að reikna með að þetta gæti orðið niðurstaðan, við vorum jú á bakaleið. Það má segja að þú hafir átt níu líf, ég gleymdi bara að telja. Viðhorf þín til veik- indanna virkuðu á marga eins og útúrsnúningur, þegar þú sagðir að ef ekki væri fyrir þessi veikindi þá værir þú eldhress og fílhraust. Ég held samt að þú hafir raun- verulega upplifað þetta svona. Veikindin fengu aldrei að vera í forgrunni heldur gladdist þú yfir því hvað þú fékkst sjaldan flensu. Þú varst mamma með risastóru M-i og móðurkærleikurinn náði langt út fyrir litlu fjölskylduna okkar, enda af nógu að taka. Þér fannst svo gaman að lifa, uppfull af jákvæðni og glaðværð. Ég man ekki til þess að þú hafir nokkurn tíma reiðst mér, þrátt fyrir næg tilefni, en það kom fyrir að þér sárnaði og það var miklu verra. Þú sýndir okkur systkinunum mikið traust og hafðir þitt gjarnan fram, einfaldlega með því að vænta alls hins besta. Ég minnist þess hversu gott það var að koma heim með vini og hvernig þeim var tekið. Þeir eru ófáir sem hafa fengið mjólkurglas og súkku- laðiköku við eldhúsborðið þitt, hvort sem það var eftir leik þegar við vorum börn eða seinna á ung- lingsárunum og þá gjarnan um miðjar nætur eftir böll. Ég minnist þess líka að þegar þú tókst að þér verkefni, var alltaf allt lagt undir og gjarnan vakað fram á nætur. Pabbi drifinn í að snúast, bera og strauja. Þegar horft er til baka er sérstakt að rifja upp samvinnu ykkar. Vilji hans og þolinmæði fyrir öllu um- stanginu, bætti fyrir þær líkam- legu takmarkanir sem veikindin settu þér. Viðhorf þitt til lífsins birtist í hlutverki þínu sem amma. Þú varðveittir barnið í þér betur en nokkur sem ég þekki og það var alltaf von á einhverju skemmti- legu þegar átti að hitta ömmu. Börnin lágu á maganum fyrir framan stólinn þinn og hlustuðu á hundana (inniskóna þína) segja langar sögur. Borðstofan var lögð undir ævintýraheima sem smíðað- ir voru úr Legó-kubbum og víd- eóspólum. Þú léðir öllum fígúrum mismunandi rödd og lékst ótal hlutverk í einu. Seinna voru næt- urheimsóknir gerðar að dekur- dögum þar sem afi var sendur í útilegu inn í gestaherbergi og kúrt uppi í hjá ömmu, vakað yfir bíómyndum og gætt sér á ein- hverju sem alla jafnan er ekki í boði heima. Það þurfti iðulega ein- hvern annan fullorðinn til þess að segja til um hvenær nóg væri komið af leikjum og tími til að sinna öðru. Þú hafðir gaman af því að eign- ast fallega hluti og varst sérstak- lega ginnkeypt fyrir öllu sem var „sniðugt“. Við stríddum þér á þessu og máttir þú oft þola að ég minntist á þegar þú fannst kaffi- poka úr gerviefni sem átti að end- ast að eilífu og af því að þeir voru á svo góðu verði keyptir þú tvo. Ég er hættur að hlæja að þessu en geri ráð fyrir að ef einhver sem les þetta er á leiðinni yfir um geti hann átt von á að lenda í kaffisopa hjá Kristjönu, og kannski súkku- laðiköku. Elsku mamma, söknuðurinn er mikill núna, en það sem situr eftir er að þú kenndir mér að lifa, hlæja, njóta og huga að börnun- um. Það ætla ég að gera. Gísli Þór Magnússon. Elsku mamma, ef fengi ég að- eins tvö orð til að lýsa þér væri það : Hjartahlý Pollýanna. Takk fyrir að vera lang, lang besta mamman. Takk fyrir að taka fjölskylduna fram yfir allt. Takk fyrir að vera vinur vina minna. Takk fyrir að vera vinkona mín. Takk fyrir að sjá alltaf ljósið í myrkrinu og benda mér á. Takk fyrir að skamma ekki, heldur kenna mér á lífið með þol- inmæði og þrautseigju. Takk fyrir að hafa alltaf tíma til að hlusta. Takk fyrir að hjálpa mér að laga mistökin. Takk fyrir að finnast ég frábær og elska mig nákvæmlega eins og ég er þrátt fyrir allt og allt. Því ég elska þig líka nákvæmlega eins og þú varst þrátt fyrir allt og allt. Takk fyrir að vera alltaf svo stolt af mér og fjölskyldunni. Takk fyrir allar skemmtilegu samverustundirnar. Takk fyrir allt dekrið og leyni- makkið á bak við pabba. Takk fyrir öll bréfin og pakk- ana þegar ég var að heiman. Takk fyrir öll löööngu símtölin. Takk fyrir að vera bara svo ljúf, glöð og yndisleg í alla staði. Hvernig hefði lífið verið án þín, hvernig á lífið eftir breytast þegar þín nýtur ekki lengur við. Mikið ofboðslega er ég fegin að þú finnur ekki lengur til. Mikið ofboðslega á ég eftir að sakna þín. Þín dóttir, Borghildur Það er sárt að kveðja Krist- jönu, mína kæru tengdamóður. Henni kynntist ég fyrir 24 árum þegar við Gísli byrjuðum að vera saman og tók hún mér strax opn- um örmum. Kristjana var fyrst og fremst yndisleg manneskja, með hjarta úr gulli, elskuleg og góð við alla. Hún tók lífinu létt, var jákvæð, skemmtileg og varðveitti barnið í sjálfri sér, enda dáð og elskuð af börnunum í kringum sig. Hún var yndisleg amma, með stóran og hlýjan faðm, sem börnin mín Hildur og Pétur voru svo heppin að fá að njóta. Þegar þau voru hjá ömmu var stundin eingöngu helg- uð þeim. Kristjana var ræktarsöm við fólk, unga sem aldna, svo var hún líka vinur vina barna sinna. Hún breiddi einnig elsku sína yfir mína fjölskyldu. Hún var einstak- lega hjálpsöm, gjafmild og rausn- arleg, það var einfaldlega ekkert of gott fyrir mann. Hún tók veikindum sínum af hetjuskap og óbilandi bjartsýni. Þegar hún var spurð að því hvern- ig heilsan væri svaraði hún gjarn- an: „Ég er fjallhress, sérstaklega fyrir ofan mitti.“ Hún var trúuð og næm og trú á æðri máttarvöld áttum við sameiginlega. Hún átti erfitt til þess að hugsa að börnin hennar þyrftu að hafa fyrir hlut- unum. Þrátt fyrir eigin raunir, í öllum sínum veikindum, vildi hún sjálf vaða eld og brennistein fyrir þau. Þegar hún kom í heimsókn til okkar Gísla til Kaupmannahafn- ar, þar sem hann var upptekinn bæði við nám og störf, var hún friðlaus yfir að geta ekki tekið fyr- ir hann næturvaktirnar á Kast- rup. Þetta einkenndi hana alveg fram á síðasta dag, alltaf tilbúin að sækja sitt fólk í vinnu eða ann- að, hvort sem var á nóttu eða degi. Hún var þakklát fyrir manninn sinn, börn og barnabörn enda rík ástæða til. Maggi stóð alla tíð eins og klettur á bak við Kristjönu sína í veikindum hennar. Hann keyrði líka út um allan bæ til vina og vandamanna með tertur sem hún hafði bakað og skreytt af sinni al- kunnu snilld. Ég man einnig eftir Magga óþreytandi að bera tusku- kassa og Rainbow-ryksugur sem hún var að selja, upp og niður stigaganga. Kristjana var húsmæðraskóla- gengin og hafði unun af því að skreyta heimili sitt og vildi hafa fallegt í kringum sig, silfur og kristal. Snyrtimennskan var slík að hún notaði eyrnapinna og tann- bursta þar sem aðrir létu sér nægja tuskur. Hún átti auðvelt með að hleypa upp fjöri í kringum sig og skapa stemningu við einföldustu að- stæður. Þannig hafa systur henn- ar stundum minnst þess þegar hún í annars viðburðalítilli flug- ferð vestur um haf, tók til við að spá í bolla fyrir áhöfninni og end- aði með að vera færð fram í svo allir fengju að njóta og betur væri hægt að sinna spádómunum. Kristjana gat verið með öllum á hvaða aldri sem var. Það var gott að tala við hana um alla hluti og auðvelt að láta sér þykja vænt um hana. Nú er komið að kveðjustund, elsku Kristjana. Ég sakna þín, takk fyrir að vera sú sem þú varst mér og fyrir allt það góða sem þú gafst mér. Guð geymi þig. Þín tengdadóttir Kristín. Elsku besta amma. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért nú horfin á braut. Þú sem áttir alltaf svo auðvelt með að tala líf í hvað sem var, hvort sem það voru gamlir inniskór eða litlir legókall- ar í leik. Við getum þó huggað okkur við það að nú líður þér bet- ur, í nýjum líkama með naflann á réttum stað. Betri kökuskreytingameistara höfum við aldrei þekkt og voru af- mæliskökurnar frá þér listaverk sem skildu engan eftir svangan. Bjartsýni þín var einstök og hjart- að risastórt. Við systkinin munum svo vel þegar við gistum hjá þér og feng- um kjötbollur í kvöldmat og kakó- súpu í eftirmat og svo töluðum við langt fram á kvöld eða horfðum á skemmtilega mynd á meðan afi var sendur í útilegu í næsta her- bergi, hann fer jú alltaf svo snemma að sofa. Næsta morgun vorum við vakin með morgunmat í rúmið og höfðum það eins og kóngafólk. Þú varst okkur góð fyrirmynd, við lærðum margt af þér, t.d. varst þú alltaf svo jákvæð og bjartsýn þrátt fyrir allt sem á dundi. Þú lifðir svo sannarlega eftir málshættinum: „Sælla er að gefa en þiggja“ og fengu allir í kringum þig að njóta gjafmildi þinnar. Þegar við vorum lítil gat maður alltaf búist við að fá ein- hverja litla gjöf frá þér í hvert skipti sem þú bankaðir upp á. Þú varst ótæmandi sögubrunn- ur og komst okkur til að hlæja með skemmtilegum sögum frá því pabbi var lítill. Núna finnst okkur við örugg- ari, þegar þú fylgist með okkur af himnum og verndar okkur. Þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta okkar systkinanna og minning þín mun ávallt lifa í huga okkar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Þín, Pétur Már og Hildur Una. Elsku mágkona og vinkona, það er með miklum söknuði sem ég skrifa hér nokkur orð til þín. Þú ert búin að standa þig eins og hetja í öllum þínum miklu veik- indum, aldrei heyrði maður þig kvarta og Maggi hefur staðið eins og klettur þér við hlið. Það var miklu frekar að þú hresstir aðra við, því það var alltaf mikið fjör í kringum þig. Eftir að ég kom í fjölskylduna höfum við verið mjög nánar og góðar vinkonur. Þú varst ein af þeim sem alltaf vildu hjálpa og aðstoða ef þú gast. Til dæmis ef ég var að halda matar- boð þá vildir þú helst lána mér allt fína dótið þitt, eins og dúka, stell, silfur og fleira. Þetta var það sem þér fannst alltaf svo gaman að fást við, því þú varst svo mikill fag- urkeri. Alltaf vildir þú fá að vita ef ein- hver ætlaði að kíkja í heimsókn í kaffi þá var alltaf viðkvæðið „látið mig bara vita svo ég verði búin að þurrka af og gera fínt“, þið Maggi áttuð svo fallegt heimili. Þú varst höfuð fjölskyldunnar, það varst þú sem skipulagðir allt ef eitthvað átti að gera eða fara fram. Gjaf- mild varstu með eindæmum og fór ég ekki varhluta af því, sama má segja um börnin mín. Krist- jana frænka var efst á blaði hjá þeim, því þú varst uppáhalds- frænkan. Eftir að Edda Regína fæddist ætlaðir þú að aðstoða mig við að prjóna kjól á hana og prjón- aðir þú hann eiginlega allan, einn- ig prjónaðir þú peysu og húfu með, þú varst ótrúleg. Þetta var stuttu áður en þú fórst aftur á spítalann. Það lýsir þér líka vel þegar þú baðst frænda þinn að út- búa fyrir þig hádegisverð í þakk- lætisskyni fyrir hvað starfsfólkið á spítalanum var búið að reynast þér vel, þetta varst þú í hnot- skurn. Við höfum átt margar yndisleg- ar stundir saman við unnum báð- ar hjá S.P.H. í mörg ár og fórum í margar skemmtilegar ferðir bæði hér innanlands og til útlanda og alltaf var jafn gaman. Elsku Kristjana mín, ég veit að þú færð góðar móttökur bæði hjá systkinum þínum og öðrum úr fjölskyldunni sem fallnir eru frá. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar, Guð veri með ykk- ur í sorginni. Takk fyrir allar góðu stundirn- ar, hvíl í friði, Þín vinkona, Edda og Stefán. Kær vinkona okkar Kristjana Gísladóttir verður kvödd í dag. Í yfir fjörutíu ár hafa leiðir okkar legið saman og við notið einstakra mannkosta hennar. Vinátta okkar nær allar götur til þess tíma að við vorum að stíga okkar fyrstu skref sem fátækir námsmenn og ungir foreldrar. Síðan þá höfum við átt þess kost að eiga saman góðar stundir með Kristjönu á ferðalögum og mörgum samveru- stundum á heimilum vinahópsins sem hefur haldið saman frá náms- lokum árið 1973. Þegar við greindum börnunum okkar frá því að Kristjana væri látin kom til baka í tölvupósti þessi texti: „Við munum sakna hennar Kristjönu. Yndislega hlýja og fallega Kristjana sem gerði allt fallega og betur en aðr- ir.“ Þessi orð lýsa því vel hversu hlýjar tilfinningar voru bornar til hennar. Frá fyrstu kynnum var okkur ljóst að þar sem Kristjana fór var á ferðinni einstök móðir, eigin- kona og vinur. Fegurð hennar var suðræn, hún var dökk á brún og brá og hún vakti athygli hvar sem hún fór fyrir glæsileika og alúð- lega framgöngu. Glaðværð henn- ar var smitandi og viljinn til þess að vera öflugur þátttakandi og láta gott af sér leiða fór ekki framhjá samferðamönnum. Vina- hópurinn sem kennir sig við ártal- ið 1973 hefur gert víðreist innan- lands sem utan. Engin ferð verið farin án þess að Kristjana ætti þar hlut að máli. Allt skipulagt í smæstu atriðum og fegurðarskyn hennar og vandvirkni hefur ráðið ríkjum. Það var unun að ferðast með henni, ekki síst í borgum þar sem var vandasamt að rata og sagan við hvert fótmál. Engri mann- eskju höfum við kynnst sem var jafnratvís og Kristjana og var venjan að láta hana koma okkur til baka þegar gengið var um þröngar götur þeirra borga sem hverju sinni voru heimsóttar. Á þeim ferðum þurfti ekki staðsetn- ingartæki, þau voru í höfði Krist- jönu. En þrátt fyrir glaðværð og næmt auga fyrir hinu fagra í mannheimum var hún í raun al- vörugefin og hugsandi og gerði sér grein fyrir því að lífið tekur sinn toll og gerir kröfur til hvers og eins. Og hún naut virðingar þeirra sem voru henni samtíða og nutu velvildar hennar og vilja til að þjóna og hjálpa. Sem barn, unglingur og ung kona mátti hún leggja sig fram og takast á hend- ur ábyrgð við þær aðstæður sem henni voru búnar. Hún var þakk- lát fyrir þær gjafir sem lífið færði henni og einstakan eiginmann og börn. Það var aðdáunarvert að fylgjast með því, að hversu hart sem sjúkdómurinn sótti að henni var það hinn sterki lífsvilji sem fleytti henni áfram og hún sigr- aðist á hverri raun með bjartsýni að leiðarljósi og með stuðningi Magnúsar. Heimilið og fjölskyldan var Kristjönu ekki einungis skjól heldur uppspretta gleði og sköp- unar. Allt sem Kristjana gerði var gert með alúð og hún naut þess að skapa umgjörð glæsileika hvort sem var í dagsins einföldu önn eða þegar hátíð var haldin. Við leiðarlok minnumst við Kristjönu með söknuði, virðingu og þakklæti og varðveitum minn- ingu hennar í hjörtum okkar. Magnúsi, börnunum og fjölskyldu vottum við dýpstu samúð og biðj- um þeim blessunar. Hallgerður Gunnarsdóttir og Sturla Böðvarsson. Nú hefur elsku Kristjana kvatt þennan heim. Þrautum hennar og þjáningu lokið. Ég er sannfærð um að nú ríkir mikil gleði og söng- ur í Sumarlandinu a.m.k. í réttu hlutfalli við sorgina og söknuðinn sem býr í brjóstum okkar hérna megin, vegna þess að við sem þekktum Kristjönu og umgeng- umst hana vitum hversu stór sál og mikil manneskja bjó í henni. Hún var einstök og skilur eftir sig stórt skarð og djúpa sorg. Megi hún ávallt eiga stað í hjört- um okkar og við minnumst henn- ar með virðingu. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég til elsku Magga frænda, Gísla Þórs, Kristínar, Boggu Stínu, barnabarna og allra sem unnu henni og elskuðu. Kristín Guðbrandsdóttir. Elsku Kristjana Mikið átti ég erfitt með að heyra þessar sorglegu fréttir að elsku besta Kristjana frænka mín væri dáin. Þó að veikindin hafa verið þér þung varstu alltaf svo bjartsýn, jákvæð og yndisleg manneskja. Ég lít svo upp til þín, elsku frænka, þú ert hetjan mín. Þú hefur alltaf verið svo yndisleg við alla, gafst endalaust af þér og varst alltaf fyrst að hjálpa þegar eitthvað bjátaði á. Sama hvar maður var í heiminum komst þú manni til hjálpar. Þú hafðir svo sannarlega stórt hjarta, varst alltaf svo hress og kát sem varð til þess að allir löðuðust strax að þér. Það var alltaf svo gott að koma til þín og spjalla og voru það al- gjör fríðindi að eiga þig sem vin- konu. Þú tókst alltaf á móti manni með þínu hlýja og yndislega faðmlagi og kossum. Ég vildi helst koma í heimsókn til þín með stuttum fyrirvara svo þú værir nú ekki að hafa mikið fyrir manni en það breytti litlu því það var alltaf eins og maður væri að koma í heljarinnar veislu á þínu stór- glæsilega heimili. Þú áttir alltaf svo mikið af fallegum hlutum og naut ég góðs af því þegar þú gaukaðir að mér gömlum munum sem þú ætlaðir að henda því þú vissir að ég væri svo mikið fyrir þá. Þetta eru nú hinir fínustu munir á mínu heimili. Þú hafðir svo mikinn áhuga á því sem fólk í kringum þig var að gera og var ég engin undantekn- ing. Þegar ég var að æfa dans komst þú oft að horfa á mig keppa og hafðir svo gaman af öllum þessum glamúr í kringum dans- keppnirnar. Þú studdir mig í einu og öllu og varst svo viljug að lána mér alls kyns glingur fyrir keppnir en það var af nógu að taka því þú áttir svo mikið af skartgripum, enda varstu ávallt svo glæsileg og flott kona. Mikið var ég glöð að þú náðir að vera með okkur í skírninni hjá Eddu Regínu, litlu stúlkunni minni sem þú varst svo yndisleg við, rétt fyrir páska. Ég man að þú sagðir við mig „mikið er ég ánægð með þetta fallega nafn“. Þið mamma voruð miklar vinkon- ur og áttuð ekki í vandræðum með að prjóna gullfallegan skírn- ardagskjól á litlu skottuna og meira til. Þið gátuð setið við þetta fram á nætur og svo var malað í símann þess á milli. Ég á eftir að geyma það eins og gull eins og all- ar þær góðu minningar sem ég á með þér, elsku besta frænka. Tár- in streyma niður kinnar mínar þegar ég hugsa um allar þessar góðu minningar en ég trúi því og treysti að þú sért nú komin á góð- an stað. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Maggi, Bogga, Gísli Þór, Kristín, Pétur Már og Hildur Una, megi góði guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Þín frænka, Hilda Björg, Stefán og Edda Regína. Kristjana Gísladóttir  Fleiri minningargreinar um Kristjönu Gísladótt- ur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.