Morgunblaðið - 08.09.2011, Síða 31
DAGBÓK 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011
Sudoku
Frumstig
1 5
4 3
2
5 7 6 2 1
4 8
8 1 5 6 2
7 4 6
6 5 7
5 3 2
2 3 5 8
4
8 2 3 7 5
3 6
8 6
5 3
8 1
7 1 2 3 6
4 6 5 7
5 3
7
2 1
9
3 1 8 6
7 4 8
2 5
7 5 8
8 9 1 4
3 7 6 4 1 2 5 9 8
4 1 9 8 5 7 2 6 3
8 2 5 3 6 9 7 1 4
6 8 1 2 7 4 9 3 5
5 3 4 6 9 8 1 7 2
2 9 7 1 3 5 4 8 6
9 6 8 5 4 1 3 2 7
7 5 2 9 8 3 6 4 1
1 4 3 7 2 6 8 5 9
6 4 9 2 1 3 7 8 5
7 3 8 9 4 5 2 1 6
5 1 2 6 7 8 3 4 9
4 2 1 7 9 6 8 5 3
9 7 5 3 8 4 1 6 2
3 8 6 1 5 2 9 7 4
2 6 7 4 3 1 5 9 8
1 5 3 8 6 9 4 2 7
8 9 4 5 2 7 6 3 1
1 7 2 6 4 8 5 9 3
5 9 3 1 7 2 4 6 8
8 4 6 3 5 9 2 1 7
9 1 4 8 3 5 6 7 2
6 3 7 2 9 4 1 8 5
2 8 5 7 1 6 3 4 9
3 5 9 4 8 1 7 2 6
4 6 8 5 2 7 9 3 1
7 2 1 9 6 3 8 5 4
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er fimmtudagur 8. september,
251. dagur ársins 2011
Orð dagsins: Eitt sinn voruð þér myrk-
ur, en nú eruð þér ljós í Drottni. Hegð-
ið yður eins og börn ljóssins.
(Efes. 5, 8.)
Víkverji er að hugsa um að end-urmeta útlánasafn sitt. Þar sér
hann mikla möguleika eftir að Arion
banki lýsti yfir því á þriðjudag að
hann hefði grætt 10,2 milljarða
króna á fyrstu sex mánuðum ársins
og mætti einkum skýra það með
endurmati á útlánasafni bankans á
fyrirtækjasviði. Víkverji lánaði móð-
ur sinni nokkrar bækur um daginn,
bróður sínum geisladisk, nágrann-
anum sláttuvél og frænku sinni
vatnsþrýstidælu. Bækurnar og
geisladiskurinn teljast til útlána-
safns Víkverja á afþreyingarsviði, en
sláttuvélin útlánasafns hans á garð-
yrkjusviði og vatnsþrýstidælan er
talin til viðhaldssviðs. Í rekstri Vík-
verja er ekkert fyrirtækjasvið, en
það stendur til bóta. Víkverji hefur
enn ekki áttað sig á því hvað end-
urmat útlánasafnsins býður upp á
mikinn gróða, en hann hlýtur að
vera talsverður og veitir ekki af á
þessum tímum.
x x x
Talandi um Arion banka þá hefurVíkverji löngum velt vöngum
yfir nafngiftinni. Arion nefndist
lýruleikari á Grikklandi til forna.
Hann þótti á sínum tíma fremstur í
sinni röð og hafa díþyrambar verið
tileinkaðir honum. Upphaf harm-
leiksins hefur einnig verið rakið til
hans. Arion var frá eynni Lesbos, en
Períander harðstjóri í Korinþu gerð-
ist velgjörðarmaður hans. Þekktust
er sagan af því þegar sjóræningjar
rændu honum er hann var á leið frá
Sikiley þar sem hann hafði tekið þátt
í keppni lýruleikara og borið sigur út
býtum. Munu sjóræningjarnir hafa
gefið honum tvo kosti, að fremja
sjálfsmorð og verða grafinn á landi,
eða kasta sér í sjóinn og hljóta vota
gröf. Arion vann sér tíma með því að
fá að leika lag á lýru sína. Lék hann
lofsöng um Apollon. Að laginu loknu
kastaði hann sér útbyrðis, en flutn-
ingurinn hafði laðað að höfrunga og
björguðu þeir lífi hans. Hér er ekki
pláss fyrir söguna af því hvernig sjó-
ræningjarnir hlutu makleg mála-
gjöld, en hvernig Arion tengist
bankastarfsemi er Víkverja hulið.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 starfsamt, 4 stig, 7
aka, 8 óviljugt, 9 fum, 11 sef-
ar, 13 guð, 14 hélt, 15 þráð-
ur, 17 ímynd, 20 títt, 22
ærslahlátur, 23 baunin, 24
heift, 25 ota fram.
Lóðrétt | 1 gosmöl, 2
plokka, 3 kögur, 4 sælgæti, 5
frek, 6 endurtekið, 10 lof-
orð, 12 gyðja, 13 kyn, 15
spakur, 16 kaðall, 18 giska
á, 19 vera ólatur við, 20 árni,
21 ferming.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt 1 spilaborg, 8 sonur, 9 allur, 10 far, 11 maula, 13 geisa,
15 starf, 18 álfan, 21 lof, 22 lygna, 23 arnar, 24 snakillur.
Lóðrétt 2 pöndu, 3 lirfa, 4 bjarg, 5 rölti, 6 ásum, 7 þráa, 12 lár,
14 ell, 15 sálm, 16 angan, 17 flakk, 18 áfall, 19 fundu, 20 nýra.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Flogið í slemmu. S-AV.
Norður
♠Á
♥DG10
♦ÁDG
♣ÁK8743
Vestur Austur
♠D864 ♠1097532
♥98742 ♥–
♦87 ♦9532
♣D9 ♣G105
Suður
♠KG
♥ÁK653
♦K1064
♣62
Suður spilar 7♥.
„Nú liggja allar leiðir til Rómar,“
hugsaði norður og stökk í 4G. Makker
hans hafði opnað á 1♥ og norður ákvað
að fara flugleiðina í slemmu með stuttri
millilendingu í lykilspilaspurningu. Þeg-
ar suður gekkst við því að eiga tvö lyk-
ilspil (♥Á-K) gat áfangastaðurinn ekki
orðið annar en 7♥. Tromp út og spaði
frá austri í fyrsta slag. Það var og.
Þrettán slagir eru til staðar, en vand-
inn er að komast heim til að taka tromp-
in. Sjö grönd hefði verið einfaldara spil.
En ekki eins skemmtilegt. Sagnhafi tek-
ur trompin þrjú í borði og leggur niður
♠Á. Spilar svo ♦Á, yfirdrepur ♦D, klár-
ar tromptökuna með ♥Á-K og hendir
♦G til að ryðja tíunni braut. Tígullinn
fellur ekki, en ♠K þvingar austur með
hæsta tígul og þriðja laufið.
8. september 1779
Bjarni Pálsson lést, 60 ára.
Hann var landlæknir frá 1760
til æviloka, sá fyrsti hér á
landi. Bjarni er einnig þekktur
fyrir rannsóknarferðir sínar í
samvinnu við Eggert Ólafsson.
8. september 1931
Lög um notkun bifreiða voru
staðfest. Hámarkshraði í þétt-
býli var aukinn úr 18 kílómetr-
um á klukkustund í 25 kíló-
metra og annars staðar úr 40
kílómetrum í 45 kílómetra. Í
dimmu mátti hraðinn þó aldrei
vera meiri en 30 kílómetrar á
klukkustund.
8. september 1975
Dagblaðið, „frjálst, óháð dag-
blað,“ kom út í fyrsta sinn.
Dagblaðið og Vísir voru sam-
einuð í DV sex árum síðar.
8. september 1977
Þriðja hrina Kröfluelda hófst.
Umbrot urðu norður af Leir-
hnjúk og stóðu til næsta dags.
Í Bjarnarflagi við Mývatn kom
hraun og gjall upp úr borholu,
í fyrsta skipti hér á landi.
8. september 1987
Fimmtíu króna mynt var sett í
umferð. Á henni er mynd af
bogakrabba. Peningurinn er
8,25 grömm, gerður úr eir-
blöndu. Frá sama tíma var
hætt útgáfu 50 króna seðla.
8. september 1989
Tveir fatlaðir menn komu til
Reykjavíkur eftir fimm daga
ferð frá Akureyri á hjólastól-
um til að kynna málstað Sjálfs-
bjargar og til að safna fé svo
hægt væri að ljúka við Sjálfs-
bjargarhúsið. Meðalhraði var
6 km á klukkustund.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist …
Fyrir utan heimili og fjölskyldu hafa helstu kennileit-
in til þessa á 70 árum Sigurðar Óla Sigurðssonar ver-
ið Landsbanki Íslands og Knattspyrnufélagið Vík-
ingur. Einnig Oddfellow-reglan og síðustu ár golf á
Urriðavelli með góðum félögum í Oddi.
„Ég var sautján ára þegar ég byrjaði að vinna í
bankanum, fór beint úr Verzlunarskólanum,“ segir
Sigurður Óli. Þar starfaði hann til sextugs og var síð-
ustu árin útibússtjóri í Austurbæjarútibúi. Tólf ára
flutti Sigurður með fjölskyldu sinni í Langagerðið,
en Smáíbúðahverfið var þá að byggjast.
„Ég byrjaði strax að æfa með Víkingi undir stjórn Péturs Bjarn-
arsonar. Með mér í boltanum fyrstu árin voru meðal annarra kappar eins
og Björn Ólafsson, Rósmundur Jónsson, Þórarinn Ingi Ólafsson og Helgi
Guðmundsson. Eftir að ég hætti að æfa og keppa tóku við alls konar
stjórnarstörf í flestum deildum Víkings að aðalstjórn ógleymdri.“
Eiginkona Sigurðar Óla er Guðrún Þórbjarnardóttir og eiga þau syn-
ina Þórbjörn og Sigurð Óla. Í tilefni afmælisins ætla þau hjónin út úr
bænum með börnum, tengdabörnum og barnabörnum og fagna áfang-
anum með góðum mat á góðum stað. „Ég hef látið það berast að ef ein-
hverjir hugsa fallega til mín á þessum tímamótum þá vil ég gjarnan að
Rauði krosinn njóti þess. Nokkrar krónur til að styrkja börnin í Austur-
Afríku koma örugglega í góðar þarfir,“ segir Sigurður Óli. aij@mbl.is
Sigurður Óli Sigurðsson 70 ára
Víkingur og bankamaður
Hlutavelta
Sólveig Rósa og Sævar Atli
Hugabörn bökuðu múffur og
seldu nágrönnum sínum í
Mosfellsbæ. Þau söfnuðu
4.019 krónum sem renna
beint í neyðaraðstoð Rauða
krossins í Sómalíu.
Flóðogfjara
8. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 3.34 3,0 9.49 1,2 16.10 3,5 22.30 1,0 6.31 20.22
Ísafjörður 5.47 1,7 11.55 0,7 18.12 2,0 6.30 20.32
Siglufjörður 1.31 0,5 8.13 1,2 13.54 0,6 20.07 1,3 6.13 20.15
Djúpivogur 0.19 1,6 6.33 0,7 13.15 1,9 19.31 0,8 5.59 19.52
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Það eru margar spurningar sem
brenna þér á vörum en þú þarft að vera þol-
inmóð/ur þótt svörin birtist þér ekki taf-
arlaust. Hikaðu ekki við að kanna nýja mögu-
leika.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Láttu það ekki koma þér á óvart fáir þú
atvinnutilboð sem þú hefur þegar hafnað.
Hlustaðu vandlega þegar ástvinir tala og
hlustaðu á allt sem þeir hafa fram að færa.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Framsæknar hugmyndir kvikna í
kollinum á þér og krefjast þess að þú takir af
skarið, eigi síðar en strax. Mundu samt að
draga þig í hlé og hlaða batteríin.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Láttu þér ekki til hugar koma að grípa
til einhverra aðgerða bara til þess að hrekkja
aðra. Haltu þig á jörðinni.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú vilt sjá hlutina í kringum þig hreyfast
og hatar alla kyrrstöðu. Veldu vel þá sem þú
vilt umgangast áfram.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú mátt gleðjast yfir þeim hæfileika
þínum að eiga auðvelt með að fá aðra á þitt
band. Sköpunargáfan magnast í pirrandi að-
stæðum eins og þeim sem þú ert í núna.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú þarft að leysa fjárhagslegt vandamál
sem upp hefur komið. Vinur vill gera vel og
hrinda af stað víðtækum breytingum.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Alltaf annað slagið skjóta upp
kollinum mál úr fortíðinni sem þarf að takast
á við. Hið ófyrirséða er það sem gerir kvöldið
í kvöld svo spennandi.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Nú reynir verulega á forystuhæfi-
leika þína. Einhver fylgist með þér úr fjar-
lægð, þú færð tilboð bráðum sem þú ættir að
íhuga.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú ert hugsi þessa dagana og
finnst eitthvað vanta í líf þitt. Gerðu þér samt
umfram allt far um að vera raunsæ(r).
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Ágreiningur um lán leysist. Sann-
leikurinn er sagna bestur á heildina litið.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Suma daga er nauðsynlegt að muna
að vinnan snýst ekki um peninga eða við-
urkenningu heldur það góða sem má gera
öðrum.
Stjörnuspá
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6
5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. f3 Rc6 8. Dd2
0-0 9. 0-0-0 d5 10. exd5 Rxd5 11. Rxc6
bxc6 12. Bd4 e5 13. Bc5 Hb8 14. Rxd5
cxd5 15. Dxd5 Df6 16. Dd2 Be6 17.
Bxf8 Bxf8 18. Kb1 e4 19. Dd4 De7 20.
b3 Da3 21. fxe4 Bg7 22. e5 Da5 23. Be2
Bxe5 24. De3 Hb4 25. Hd8+ Kg7 26.
Hhd1
Staðan kom upp í opnum flokki
heimsmeistaramóts 20 ára og yngri
sem lauk fyrir skömmu í Chennai á
Indlandi. Bandaríski stórmeistarinn
Ray Robson (2.560) hafði svart gegn
heimamanninum K Priyadharshan
(2.376). 26. … Dxa2+! 27. Kc1 hvítur
hefði orðið mát eftir 27.Kxa2 Ha4+ 28.
Kb1 Ha1#. 27. … Bf4 og hvítur gafst
upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik.