Morgunblaðið - 08.09.2011, Side 32

Morgunblaðið - 08.09.2011, Side 32
32 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand EF ÞAÐ LÆTUR ÞÉR LÍÐA BETUR, ÞÁ GET ÉG SAGT ÞÉR AÐ ÞESSI GULLFISKUR VAR EKKI NÆRRI ÞVÍ JAFN BRAGÐGÓÐUR OG ÉG HÉLT AÐ HANN YRÐI HVERNIG HEFUR SYSTIR ÞÍN ÞAÐ? HÚN HEFUR ÞAÐ BARA GOTT FYRST VIÐ ERUM AÐ TALA UM HANA ÞÁ LANGAR MIG AÐ SEGJA ÞÉR FRÁ SVOLITLU SÆTU SEM HÚN GERÐI... ÉG HEFÐI BETUR SLEPPT ÞVÍ AÐ GEFA ÞEIM VAL NÚ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ!! STANDIÐ ÞIÐ MEÐ MÉR!? VIÐ SKULUM BYRJA Á ÞVÍ AÐ ATHUGA HVERSU GÓÐUR ÞÚ ERT Í ÞVÍ AÐ ELTA BÍLA EKKI MÁLIÐ! ÞETTA VAR EKKI NÓGU GOTT, ÞÚ VERÐUR AÐ HALDA ÞIG MINNST EINNI HUNDSLENGD FRÁ BÍLNUM FYRIR HVERJA TÍU KÍLÓMETRA SEM HANN EKUR Á KLUKKUSTUND HANN ER LÍKA MEÐ SKÆTING ÞAÐ ER EKKI EINS OG ÉG SÉ MEÐ HRAÐAMÆLI Í RA... HÚN VILL AÐ ÉG SÉ RÓMANTÍSKARI NÚ VEIT ÉG, ÉG SKRIFA ÁSTARBRÉF TIL HENNAR OG SKIL ÞAÐ EFTIR Á KODDANUM HENNAR „ÞÚ ERT VIRKILEGA FLOTT SKVÍSA” HÉR HEFURÐU HAUSKÚPUNA ÞÍNA EINS GOTT AÐ TONY STARK BAÐ ÞIG AÐ SJÁ UM GÆSLUNA HÉRNA Í DAG ÞESSI KRAFTAJÖTUNN KALLAÐI SIG SABRETOOTH ÉG HÉLT AÐ KÓNGULÓAR- MAÐURINN SÆI UM SVONA ÓÞOKKA HÉRNA Í NEW YORK Lopapeysa fannst á víðavangi Þessi fallega lopapeysa fannst fyrir nokkru við port Grundar sem snýr að Brávallagötu. Eig- andinn getur vitjað peysunnar sinn- ar á skrifstofu heimilisins eða for- vitnast nánar um hana með því að hringja í síma 530 6100. Karlmannsúr tapaðist Gyllt Omega-úr, með tilfinningalegt gildi, tapaðist í miðbæ Reykjavíkur föstu- dagskvöldið 19. ágúst. Vinsamlegast hringið í síma 696 1000. Góð fundarlaun í boði. Hjól fannst Mongoose-fjallahjól fannst í 101 sl. helgi. Sendið fyrirspurn á fafnir82@gma- il.com. Ást er… … að kenna henni að keyra. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, ganga kl. 10.30, myndmennt/prjónakaffi kl. 13, bókmenntakl. kl. 13.15, jóga kl. 18. Árskógar 4 | Handavinna/smíði/ útskurður kl. 9. Botsía kl. 9.30. Helgi- stund kl. 10.30. Myndlist kl. 13.30. Boðinn | Handavinna/jóga kl. 9. Vatns- leikfimi kl. 9.15. Ganga kl. 11, bingó kl. 13.30, hefst 8. september og verður ann- an hvern fimmtudag. Tréskurður kl. 13, námskeið hefst 29. september og verður annan hvern fimmtudag. Bólstaðarhlíð 43 | Myndlist kl. 9, bók- band, leikfimi kl. 13. Handavinna, skart- gripagerð. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13 í Stangarhyl 4. Fyrirhugað er nám- skeið í framsögn, upplestri og tjáningu á haustönn, leiðb. Bjarni Ingvarsson, uppl. og skráning í s. 588 2111. Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefn- aður kl. 9.05, leikfimi kl. 9.15, málm- og silfursmíði kl. 9.30, bókband kl. 13 og myndlistarhópur kl. 16.10. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa- vinna kl. 9, ganga kl. 10. Handavinna og brids kl. 13. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Qi gong kl. 8.10, vatnsleikfimi kl. 12, handavinnuhorn og karlaleikfimi kl. 13, botsía kl. 14, kóræfing kl. 16, opið í Jóns- húsi kl. 9.30-16. Félagsstarf aldraðra Gerðubergi | Helgistund kl. 10.30, umsj. sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Félag heyrn- arlausra kl. 11- 15 á staðnum. Vinnust. opnar e. hád, m.a. perlusaumur. Félagsstarf aldraðra Seltjarnarnesi | Vatnsleikfimi kl. 7.15. Kaffispjall í krók kl. 10.30. Karlakaffi í safnaðarh. kirkju kl. 14. Dans í salnum kl. 14. Hraunsel | Qi gong kl. 10, dýnuæfingar í Bjarkarhúsi kl. 11.20, nýir þátttakendur velkomnir, félagsvist kl. 13.30, vatns- leikfimi Ásvallalaug kl. 14.40. Hvassaleiti 56-58 | Opnað kl. 8. Hann- yrðir kl. 13-16. Botsía kl. 10. Böðun fyrir hádegi, hádegisverður kl. 11.30. Félagsvist kl. 13.30, kaffisala í hléi. Fótaaðgerðir, hár- snyrting. Hæðargarður 31 | Hringtorgið/kaffitár kl. 8.50. Leikfimi kl. 10. Þegar amma var ung kl. 10.50. Sönghópur Hjördísar Geirs kl. 13.30. Línudans kl. 15. Handavinna kl. 9 og prjónahorn kl. 13 nk. mánudag. Munið miðana á Vínarhljómleikana í Hörpu 2012. S. 4112790. Íþróttafélagið Glóð | Ringó kl. 17. Línu- dans hópur III kl. 18, hópur IV (byrjendur) kl. 19. Pútt á æfingas. v. Kópavogslæk kl. 17. Uppl. í síma 554-2780. Korpúlfar Grafarvogi | Listasmiðjan opin frá kl. 13.30 á morgun. Á morgun kl. 9.30 er sundleikfimi. Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10. Handavinna kl. 9/13. Leirlist kl. 9/13. Útskurður kl. 9. Vesturgata 7 | Kór Félagsstarfs aldraðra í Reykjavík Söngfuglarnir byrja vetrarstarfið 1. sept. kl. 13 undir stjórn Gróu Hreins- dóttur. Getum bætt við okkur öllum rödd- um. Kertaskreyting og glerskurður byrjar 1. sept. leiðb. Vigdís Hansen. Upplýsingar og skráning í síma 535 2740. Vitatorg, félagsmiðstöð | Ferð um Suð- urland fim. 15. sept. kl. 13, fararstjóri. Safnið Tré og list verður skoðað og kaffi- hlaðborð í Hafinu bláa, uppl. og skrán. í síma 411 9450. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja. Bók- band/postulín kl. 9, morgunstund kl. 9.30, botsía kl. 10, framh.saga kl. 12.30, handa- vinnustofa kl. 13, spil og stóladans kl. 13. Ármann Þorgrímsson yrkir íléttum dúr eftir Landsmót hagyrðinga um liðna helgi: Dátt menn stigu dansinn þar dýrar kváðu rímurnar kysstu margir konurnar og kannski meira einhverjar. Drukkið rósavínið var það veitti roða í kinnarnar fæddust margar freistingar er fundu á sér stelpurnar. Yndislegar, ástríkar allar voru dömurnar. Mun ég eiga minningar meðan endast stundirnar. „Maður eldist …“ er yfirskrift vísu sem Einar Kolbeinsson orti á afmælisdaginn og er sem maður heyri hann dæsa eftir flutninginn: Reyttur, snúinn, fölur, fár, fjörsins búinn auður. Þreyttur, lúinn, gamall, grár, gæfu rúinn sauður. Björn Ingólfsson stenst ekki mátið og ber saman kveðskap Ár- manns og Einars: Spurt er víst ekki um aldurinn þar sem útdeilt er láni eða hrellingum. Einar er lúið og úttaugað skar en Ármann er vaðandi í kellíngum. Sigrún Haraldsdóttir sendi Ein- ari afmæliskveðju: Með prettum dróg að pýða er unnt, prinsum breyta í froska, með aldrinum þú Einar munt öðlast vit og þroska. Einar lét ekki þar við sitja, held- ur sendi kveðju á Leirinn, póst- lista hagyrðinga: „Árni, vinur minn og sumra ykkar, Jónsson frá Fremstafelli yfirgaf hið harðbýla sker okkar í gær og fór ásamt Petru sinni til langdvalar í forn- frægri Vínarborg. Sennilega til óhóflegrar hámenningarneyslu. Ég er svolítið uppnuminn yfir því að þau hjón skyldu einmitt velja afmælisdag minn til brottfar- arinnar. Þessi skeyti lentu í far- teskinu: Betra var en blómahöf, og birtur vinarandi, þessi eina eðla gjöf, að Árni fór úr landi. … Allir geta sjálfsagt séð, þó séu í miklum önnum, að ekki er lánið alltaf með, Austurríkismönnum. Árni lét auðvitað ekki ósvarað en síst fer ég að frambera þann boðskap hér, það getur hann gert sjálfur kjósi hann svo.“ Nú er spurning hvort Árni láti í sér heyra! Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af afmæli og Austurríki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.