Morgunblaðið - 08.09.2011, Side 36
Morgunblaðið/Eggert
Skipuleggjari Guðmundur Steinn Gunnarsson tónskáld.
Jaðarber er ný tónleikaröð sem
Listasafn Reykjavíkur og Tinna Þor-
steinsdóttir píanóleikari og Guð-
mundur Steinn Gunnarsson tónskáld
hafa umsjón með. Eitt miðvikudags-
kvöld í mánuði verður boðið upp á
fjölbreytta flóru nýrrar tónlistar,
sem angar af leikhúsi, myndlist,
gjörningalist og konseptlist, auk
þess sem röðin mun leika stórt hlut-
verk í sýningastarfi vetrarins. Í til-
kynningu frá Listasafninu segir að
fjölbreyttir viðburðir hafi verið
skipulagðir á vegum tónleikarað-
arinnar, meðal annars nokkurra
daga S.L.Á.T.U.R.-tíð í Hafnarhús-
inu og listgjörningur í samvinnu við
Reykjavík Dance Festival, fyrsta
verkið sem flutt verður að hálfu tón-
leikaraðarinnar.
Jaðarber í Listasafni Reykjavíkur
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011
–– Meira fyrir lesendur
Morgunblaðið gefur út glæsi-
legt sérblað um Heimili og
hönnun föstudaginn 16. sept.
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 12. sept.
MEÐAL EFNIS:
Ný og spennandi hönnunInnlit á heimili
Lýsing
Skipulag á heimilinu
Stofan
Eldhúsið
Baðið
Svefnherbergið
Barnaherbergið
Málning og litir
Gardínur, púðar, teppi og mottur
Blóm, vasar og kerti
Innanhússhönnun
Þjófavarnir
Ásamt fullt af öðru spennandi efni
um heimili, hönnun og lífsstíl
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569 1105
Í blaðinu verða kynntir geysimargir
möguleikar sem í boði eru fyrir þá sem eru
að huga að breytingar á heimilum sínum.
Skoðuð verða húsgögn í stofu, eldhús,
svefnherbergi og bað, litir og lýsing ásamt
mörgu öðru sem er huggulegt fyrir veturinn.
Heimili & hönnun
SÉRBLAÐSÉRBLAÐ
Vegna gríðarlegrar eftirspurnar
hefur verið ákveðið að bæta við
aukatónleikum á Biophiliu Bjarkar
hinn 7. nóvember nk. Uppselt er á 8
tónleika í Silfurbergi og er ljóst að
mikill áhugi er á Biophiliu enda um
einstakan viðburð að ræða. Miða-
sala hefst á harpa.is og midi.is
föstudaginn 8. september kl. 12.00.
Þessir lokatónleikar verða haldnir í
sjálfum Eldborgarsalnum og verð-
ur öllu til tjaldað til þess að gera
þessa tónleika að stórkostlegri upp-
lifun. Biophilia kemur út hinn 10.
október nk. en platan var dæmd í
nýjustu Q- og Mojo-tímartitunum
og voru dómarnir afar lofsamlegir
– fjórar stjörnur hjá báðum ritum.
Aukatónleikar Bjarkar í Eldborg
Meira Íslendingar eru mjög spenntir fyrir tónleikum Bjarkar.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hver er þessi Bakka-Baldur? Því
velti blaðamaður fyrir sér þegar
hann fékk í hendur tilkynningu um
að til stæði að frumsýna heimild-
armyndina Bakka-Baldur eftir Þor-
finn Guðna-
son, mynd
um Baldur
Þórarinsson
frá Bakka í
Svarfaðardal
sem í til-
kynningu er
sagður goð-
sögn í lif-
anda lífi í
dalnum og
að um hann
hafi verið
ortar lands-
fleygar vísur og sungin lög um hann
á mannamótum. Það var ekki annað
í stöðunni en að hringja í annan af
tveimur framleiðendum mynd-
arinnar, Bjarna Óskarsson sem býr
á Völlum í Svarfaðardal, og spyrja
hann út í Baldur þennan en Bjarni
leitaði til Þorfinns um að gera mynd
um Baldur.
Einn af Bakkabræðrum
hinum síðari
„Baldur er nú vinnumaður hjá
mér hérna á Völlum og er einn af
Bakkabræðrum hinum síðari, frá
Bakka í Svarfaðardal þar sem
Bakkabræður voru. Hann er lærður
smiður en helsta áhugamál hans er
hestamennska, hann hefur verið að
rækta hesta og gengið ágætlega.
Baldur er maður sem hefur aldrei
gifst og er rólegur og yfirvegaður,
hefur góða nærveru, getur verið
hnyttinn í svörum og er svolítið sér-
stakur. Hann getur verið óttalegur
þverhaus,“ segir Bjarni. Baldur sé
sérstakur maður.
– Hann er vonandi ekki of líkur
Bakkbræðrum í háttum?
„Hann getur verið svolítið líkur
Bakkabræðrum í háttum stundum,
hann gerir hlutina stundum svolítið
eins og þeir. Svo getur hann líka ver-
ið rosalega vandvirkur, hann er bók-
hneigður, hefur gaman af því að lesa
og pæla.“
Draumur rætist
– Það segir um myndina að hann
hafi lengi alið þann draum í brjósti
að hitta vin sinn á fjarlægri strönd,
hinum megin á hnettinum.
„Hann átti vin á Havaí og Havaí
er náttúrlega svolítið eins og Ísland,
eldfjallaeyja í miðju úthafi og margt
líkt með eyjunum. Jarðvinnsla og
annað, ég held að lóan sé meira að
segja einn af þeirra aðalfuglum, eins
og okkar. Hann átti sér þann draum
að fara að heimsækja þennan vin
sinn á Havaí og það var ákveðið að
við nokkrir hérna úr dalnum færum
með honum að upplifa drauminn,“
segir Bjarni en ekki má ljóstra upp
um hver vinurinn er. „Hann hefur
ekki farið mikið til útlanda, talar
ekki ensku og svona og hefði ekki
getað farið þetta á eigin forsendum
þannig að þetta snerist um það að
menn myndu slást í för og aðstoða
hann við þetta. Út á það gengur svo-
lítið myndin.“
Bjarni segir myndina ekki síður
fjalla um Svarfaðardal, menninguna
í dalnum og náttúrufegurðina. Þema
myndarinnar sé í stuttu máli náttúra
og kærleikur, mikil sveitarómantík í
henni. Hann segist hafa leitað til
Þorfinns um að gera mynd um Bald-
ur og hann hafi slegið til, litist vel á
viðfangsefnið.
Merkilegur smyrill
Að lokum spyr blaðamaður af
hverju Bjarni sé með smyril á mynd
sem send var með tilkynningu í
tölvupósti. „Þetta var svolítið skond-
ið. Þegar við vorum að taka upp
þessa mynd, Bakka-Baldur, hérna
inni í eldhúsi hjá mér og vinur minn
var hérna fyrir utan þá kemur fljúg-
andi smyrill, lendir á bílnum hjá
honum og vildi komast inn í bílinn,“
segir Bjarni. „Ég átti einhverjar
restar af lambalæri og fór með þær
út og hann óð í þetta í hvelli, át hjá
mér lærið. Hann var viku með það
og var hjá mér þessa viku.“ Bjarni
segist hafa komist að því síðar að
smyrillinn hafi verið í hesthúsum og
eigendur þeirra gefið honum að éta.
„Við vissum ekki hvaðan á okkur
stóð veðrið,“ segir Bjarni um þennan
merkilega gæfa fugl.
Bakka-Baldur verður frumsýnd í
dag kl. 18 í menningarhúsinu Bergi
á Dalvík, á heimaslóðum söguhetj-
unnar. Hluti af aðgangseyri rennur
til góðgerðarmála á Dalvík.
Ljósmynd/Stefán Loftsson
Sveitasæla Baldur Þórarinsson frá Bakka í Svarfaðardal í sveitasælunni. Bakka-Baldur er sveitasaga um vináttu
og draum, krydduð óvæntum endi, eins og höfundur myndarinnar, Þorfinnur Guðnason, kemst að orði í tilkynn-
ingu. Bakkabræðurnir Gísli, Eiríkur og Helgi voru frá Bakka í Svarfaðardal.
Ævintýri Bakka-Baldurs
Heimildarmynd eftir Þorfinn Guðnason um Baldur Þórarinsson frá Bakka í Svarfaðardal, Bakka-
Baldur, verður frumsýnd á Dalvík í dag Vinur á Havaí og svarfdælskur menningarheimur
Bjarni Óskarsson
með gæfum smyrli.