Morgunblaðið - 08.09.2011, Síða 40

Morgunblaðið - 08.09.2011, Síða 40
FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 251. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Vildi ekki fljúga gegnum lofthelgi 2. Falin myndavél: Gaddafi til Íslands 3. Ríkir Íslendingar og risaþotur 4. Lést í haldi lögreglu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Íslensku kvikmyndirnar Eldfjall eft- ir Rúnar Rúnarsson og Brim eftir Árna Ólaf Ásgeirsson verða sýndar á kvikmyndahátíðinni í Lundúnum, London Film Festival. Hátíðin hefst 12. október og lýkur 27. október. Eldfjall og Brim á Lundúnahátíð  Sigrún Eðvalds- dóttir fiðluleikari og Selma Guð- mundsdóttir pí- anóleikari fagna 25 ára samstarfs- afmæli í ár og halda fyrstu tón- leika Tíbrár, tón- leikaraðar Sal- arins í Kópavogi, á laugardaginn kl. 17. Á efnisskránni eru verk frá Reykjavík til Kína, samin á um 120 ára tímabili. Tíbrá hefst með Sigrúnu og Selmu  Hljómsveitin Bjartmar og Berg- risarnir leikur fyrir dansi ásamt rokksveit Rúnars Júlíussonar á SPOT í Kópavogi nk. laugardag, 10. september. Ballið hefst upp úr miðnætti og stendur til klukk- an fjögur að morgni. Skemmtistað- urinn SPOT er í Bæj- arlind 6 í Kópavogi. Bjartmar, Bergrisar og hljómsveit Rúnars Á föstudag Norðlæg átt, 3-8 m/s og víða bjart veður, en 8-13 og skúrir við norðausturströndina. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast syðst, en allvíða næturfrost. Á laugardag Gengur í norðaustan 13-18 m/s með rigningu suðaustanlands, en annars hægari og víða bjartviðri. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dregur smám saman úr vindi og úrkomu og birtir til sunnan- og vestanlands í dag. Hiti 4 til 10 stig. VEÐUR Nú þegar komin er nokkur reynsla á 12-liða úrvalsdeild í knattspyrnu karla má telja merkilegt að markametið sem Skagamaðurinn Pétur Pétursson, aðstoðarþjálfari KR og landsliðs- ins, setti árið 1978 skuli enn ekki hafa verið slegið. Þrír hafa jafnað met Péturs og það þegar enn var leikið í 10 liða úrvalsdeild. Farið er yfir málið í íþróttablaðinu í dag og ýmislegt rifjað upp. »4 Illa gengur að slá met Péturs „Lífið er gott hérna í Póllandi en vissulega renndum við blint í sjóinn þegar við ákváðum að flytja hingað,“ segir landsliðsmaðurinn í handknatt- leik, Þórir Ólafsson, sem í sumar samdi við pólska liðið Vive Kielce eft- ir að hafa leikið um sex ára skeið í Þýskalandi. Hann varð fyrsti Íslending- urinn til þess að leika með pólsku fé- lagsliði. »2 Renndu blint í sjóinn við flutning til Póllands Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson eru eitt fimmtán dómarapara sem eiga möguleika á að dæma í lokakeppni EM í handknattleik karla í Serbíu í janúar. Tólf af pörunum fimmtán sem valin voru í gær fara til Serbíu en áð- ur en að því kemur þurfa þau að kom- ast slysalítið í gegnum tvo leiki í Meistaradeild karla í haust. »1 Dæma Anton og Hlynur á EM í Serbíu? ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Okkur finnst ekki gaman þegar fólk blótar,“ segir Vigdís Birna Grétarsdóttir, sem tók upp á því ásamt Andra Sveini, bróður sínum, að sekta fólk fyrir að blóta, en pen- ingarnir sem söfnuðust runnu óskiptir í hjálparstarf Rauða kross- ins. Óhætt er að segja að tombólubörn fari óhefðbundnar leiðir í fjáröflun fyrir Rauða krossinn. Vigdís Birna, sem er 9 ára og í 4. bekk Fossvogs- skóla, og Andri Sveinn, sem er 7 ára og í 2. bekk, vilja að fólk vandi mál- far sitt og tali ekki illa um náung- ann. Annars er þeim að mæta. „Ef einhver blótar og segir blót um fólk er það tvöfalt rukk,“ segir Vigdís Birna til nánari skýringar. „Það er bara tíkall að segja eitthvert ljótt orð en það eru tveir tíkallar að segja eitthvað ljótt um fólk.“ Gunni frændi góður Systkinin segjast hafa verið á varðbergi þegar einhverjir hafi komið í heimsókn eða þau farið til vina og kunningja. „Við höfum eig- inlega fengið eitthvað frá öllum í fjölskyldunni og mest frá Gunna frænda,“ segir Vigdís Birna. „Hann var eitthvað að grínast og kom með risapoka fullan af peningum. Við héldum að það væru hundraðkallar og alls konar svoleiðis í pokanum en svo var pokinn bara fullur af krónu- peningum. En hann blótaði svo mik- ið að hann var eiginlega búinn með alla peningana sína á fimm dögum.“ Sköpunargleði systkinanna og vin- anna hefur líka skilað góðu framlagi. „Við bjuggum til vinabönd með vinkonum mínum og seldum þau,“ segir Vigdís Birna. Árlega taka nokkur hundruð ís- lensk börn þátt í hjálparstarfi Rauða krossins með tombólum og annarri fjáröflun. Í fyrra færðu um 700 börn Rauða krossinum meira en eina milljón kr. til hjálpar bág- stöddum börnum. Framlagið var meðal annars notað til þess að kaupa skólavörur fyrir að minnsta kosti 170 börn á Haítí. Árin 2009, 2008 og 2007 var framlagi barnanna varið til að aðstoða börn í Malaví sem þurftu á aðstoð að halda vegna alnæmis. Árið 2006 voru börn í Síerra Leóne styrkt vegna stríðs- átaka, árið 2005 var peningunum ráðstafað til barna sem voru í erf- iðleikum í kjölfar flóðbylgjunnar í Asíu og árið 2004 voru heyrnardauf börn í Palestínu aðstoðuð. Sekta fólk fyrir að blóta  Tombólubörn leggja Rauða krossinum lið Morgunblaðið/Eggert Söfnun Systkinin Vigdís Birna og Andri Sveinn Grétarsson hafa lagt sitt af mörkum í hjálparstarf Rauða krossins. Á vef Rauða krossins kemur fram að tombólubörnin séu fljót að bregðast við til hjálpar börnum sem eiga um sárt að binda víðs vegar í heiminum og fjáröflunin sé með marg- víslegum hætti. Meðal annars er greint frá því að stúlkur á Pat- reksfirði hafi gengið í hús og sungið lagið „Lífið er yndislegt“ fyrir framlög, mæðgur á Akureyri hafi búið til skartgripi og selt til styrktar bág- stöddum börnum, börn hafi skreytt steina, búið til hálsmen og armbönd úr lopa til að selja, krakk- ar á Höfn í Hornafirði hafi selt plástur, frændur í Reykjavík hafi sett upp ísbúð, stúlkur á Kirkju- bæjarklaustri hafi selt nýbakaðar piparkökur og þess séu dæmi að börn hafi gefið sparifé sitt til styrktar góðu málefni. Syngja, skreyta og smíða TOMBÓLUBÖRNIN HUGMYNDARÍK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.