Morgunblaðið - 01.10.2011, Page 4
BAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Töluvert hefur verið um uppsagnir í
byggingariðnaði og þær eru mun
fleiri en þær sem hafa komið fram í
fjölmiðlum, að sögn Friðriks Á. Ólafs-
sonar hjá Samtökum iðnaðarins, SI.
Verkefnaskortur sé svo mikill að
rótgróin verktakafyrirtæki séu farin
að segja upp lykilstarfsmönnum og
þá sé augljóslega fokið í flest skjól.
Friðrik segir að nánast engin verk-
efni séu á markaðnum og ekkert sé í
pípunum. Eina ljósið í myrkrinu sé
verkefnið Allir vinna, sem snýst um
endurgreiðslu á virðisaukaskatti og
tiltekinn skattafrádrátt, en það
standi aðeins til áramóta. Vonandi
verði það þó framlengt.
Friðrik er forstöðumaður meist-
aradeildar SI og ræðir reglulega við
byggingarverktaka um allt land.
Hann segir þungt hljóð í flestum.
Ástandið sé orðið svo slæmt að fyr-
irtæki séu farin að segja upp þeim
starfsmönnum sem hafa mestu
reynsluna og þekkinguna. „Og þá
spyr maður bara: Hvað er eftir? Er
eitthvað eftir?“ Ekkert fyrirtæki geti
starfað án lykilstarfsmanna. Fari
þeir sé fyrirtækið farið.
Friðrik segir að þessir starfsmenn
séu með langan uppsagnarfrest enda
hafi þeir margir verið í áratugi hjá
sama fyrirtækinu. Í nánast öllum til-
vikum hafi þeim verið sagt að vonandi
sé hægt að draga uppsagnirnar til
baka. Þótt fyrirtækin sjái ekkert
framundan haldi þau í vonina.
„Það sem við viljum að fari í gang
er uppbygging á fyrirtækjum sem
munu skila einhverju til þjóðarbúsins
þannig að við förum að ná okkur út úr
þessu,“ segir hann.
Erfitt sé að spá fyrir um hvort upp-
sagnir halda áfram í haust og vetur.
„Og það er líka spurning hvort það
eru einhverjir eftir til að segja upp,“
segir hann.
Ekki bjart á Vestfjörðum
Um ástandið á landsbyggðinni seg-
ir Friðrik að það sé mjög misjafnt eft-
ir sveitarfélögum. Hann er nýkominn
af fundum á Vestfjörðum og Norður-
landi. Hann segir að félagsmenn SI
telji útlitið ekki bjart á Vestfjörðum
en þar hafi menn fundið fyrir því að
almenningur hafi tekið við sér þegar
átakið Allir vinna hófst. Ástandið á
Sauðárkróki sé betra og nokkuð gott
á Siglufirði og Akureyri. Á hinn bóg-
inn séu erfiðleikar á Húsavík og í
Ólafsfirði.
Áhyggjur af fjárlagafrumvarpi
Sigurður Bessason, formaður Efl-
ingar, segir að atvinnuleysið innan
þeirra raða sé heldur að síga niður.
„En maður hefur þó á tilfinningunni
að það sé svikalogn,“ segir hann.
Undanfarið hafi ekki borist tilkynn-
ingar um að félagar í Eflingu hafi
misst vinnuna í hópuppsögnum. „Við
óttumst að verkefnastaða sé að
versna í haust. Það sé ekkert nýtt að
koma inn.“ Helst gangi útflutnings-
fyrirtæki vel, enda krónan veik.
Sigurður segist óttast að í fjárlaga-
frumvarpinu verði mikið skorið niður
og vísar til fregna af því að niður-
skurður á Landspítalanum gæti orðið
um 600 milljónir. Uppsagnir sem
fylgt hafi niðurskurði hafi gjarnan
bitnað á láglaunahópum.
Sigurði líst ekki þá umræðu sem
fylgt hafi hópuppsögnum. Fyrirtæki
geti ekki aðeins horft í eigin rann og
sagt upp fólki vegna aðstæðna á
markaði. Þreyja þurfi þorrann og á
endanum muni landið rísa. Mörg fyr-
irtæki hafi skilað þokkalegum arði og
þá hljóti að vera svigrúm til að veita
starfsmönnum skjól á erfiðum tím-
um.
Deyfðin svífur yfir vötnunum
Nánast ekkert að gerast í byggingariðnaði og fá verkefni í pípunum Þungt hljóð í félagsmönnum SI
Allir vinna er árangursríkt Formaður Eflingar óttast verkefnaskort og niðurskurð í fjárlögum
Morgunblaðið/RAX
Vinna Atvinnuleysi í ágúst var 6,7%, 11.294 voru atvinnulausir. Atvinnu-
leysi eykst jafnan þegar líður á veturinn og nær hámarki upp úr áramótum.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2011
„Ég hvet alla til þess að klæða sig
eftir veðri og koma og mótmæla.
Við erum nú Íslendingar og þolum
ýmislegt,“ segir Valþór Ólason,
einn forsprakka hópsins Samstaða
Íslendinga 1. október, en hópurinn
stendur fyrir mótmælum á Aust-
urvelli við setningu Alþingis í dag.
,,Við Íslendingar förum á Menning-
arnótt og Gay Pride í tugum þús-
unda og upp í hundrað þúsund.
Hvers vegna ekki að mæta og mót-
mæla fyrir heimilin og fyrir okkur
sjálf?“
Valþór segir að ætlunin sé að
fylla Austurvöll og sýna samstöðu
gegn aðgerðaleysi stjórnvalda.
,,Það hafa hátt í 3.500 ein-
staklingar skráð sig á Facebook
síðuna okkar, en í fyrra skráðu sig
ekki nema 1.900 og þá mættu hátt í
10 þúsund. Því geri ég ráð fyrir að
sjá allt að 20 til 30 þúsund manns á
Austurvelli á morgun [í dag].“
Þingsetningarathöfnin hefst
klukkan 10:30 með guðsþjónustu í
Dómkirkjunni.
Mótmælendur gætu átt von á létt-
um skúrum og 8-13 metrum á sek-
úndu. Hiti verður á bilinu 7-9 stig.
robert@mbl.is
Býst við miklum
fjölda á mótmælin
Róbert B. Róbertsson
robert@mbl.is
Erling Blöndal Bengtsson sellóleik-
ari afhenti Tónlistarsafni Íslands til
varðveislu fyrsta sellóið sem hann
eignaðist sem barn. Afhendingin fór
fram við formlega athöfn í Tónlist-
arsafni Íslands í gær.
Í ræðu sem Erling hélt við athöfn-
ina sagði hann að hann hefði alist
upp á miklu tónlistarheimili.
,,Faðir minn var fiðluleikari og gaf
mér fiðlu þegar ég var þriggja ára.
En þegar ég ætlaði að spila á fiðluna
vildi ég alltaf hafa hana milli fóta
mér eins og selló. Því ákváðu for-
eldrar mínir að láta smíða fyrir mig
selló,“ sagði Erling. Þetta sama selló
afhenti hann Tónlistarsafni Íslands í
gær.
Danskur fiðlusmiður, Hans Dahl
að nafni, smíðaði sellóið í Kaup-
mannahöfn og lék Erling fyrst á það
á tónleikum árið 1936 þá fjögurra
ára gamall. Sellóið ásamt myndum
og öðrum munum sem Erling hefur
ákveðið að afhenda safninu verður
almenningi til sýnis frá og með
mánudeginum 3. október.
Finn fyrir Íslendingnum í mér
Allt frá fyrstu árum sínum sem
sellóleikari hefur Erling heimsótt
Ísland og haldið hér tónleika. Erling
er af íslenskum ættum en móðir
hans Sigríður Nielsen var ættuð frá
Ísafirði.
Aðspurður hvers vegna Erling
hafi ákveðið að afhenda Tónlist-
arsafni Íslands sellóið sagði hann að
Ísland hafi verið honum mikils virði
allt hans líf.
,,Tónlistarlíf mitt hefði ekki verið
eins án Íslands,“ sagði Erling. ,,Það
voru Íslendingar sem styrktu mig
ungan mann til náms við Curtis
Institude í New York og kann ég
þeim miklar þakkir. Nú svo er ég
hálfur Íslendingur. Móðir mín var
frá Ísafirði og ég finn mikið fyrir Ís-
lendingnum í mér þannig að mér
fannst það rökrétt að afhenda Tón-
listarsafni Íslands sellóið.“
,,Tónlistarlíf mitt hefði
ekki verið eins án Íslands“
Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari afhenti
Tónlistarsafni Íslands fyrsta sellóið sitt til varðveislu
Morgunblaðið/Kristinn
Athöfn „Ég finn mikið fyrir Íslendingnum í mér,“ sagði Erling Blöndal Bengtsson við athöfnina í gær.
Í haust hófst átakið Nám er vinn-
andi vegur sem gerði 1.000
manns kleift að stunda nám í
eina önn en fá um leið atvinnu-
leysisbætur. Þeir sem eru í láns-
hæfu námi hjá LÍN munu um ára-
mótin geta fengið námslán.
Hrafnhildur Tómasdóttir,
sviðsstjóri vinnumiðlunar- og
ráðgjafarsviðs Vinnumálastofn-
unar, segir að verið sé að skoða
möguleika á námstyrkjum eða
námslánum fyrir þá sem eru í
námi sem ekki er nú lánshæft.
Um 200-300 af hópnum eru í
námi sem ekki er lánshæft.
Um 33% fóru í háskólanám,
13% fóru í frumgreinadeildir og
fullorðinsfræðslu og 54% fóru í
framhaldsskóla, langflestir í iðn-
og tækninám.
Ýmis önnur úrræði eru í boði
og segir Hrafnhildur að árangur-
inn sé ásættanlegur. Um 40-50%
hafi farið af atvinnuleysisskrá
eftir að hafa nýtt sér úrræði.
Þúsund hófu
nám í haust
VINNANDI VEGUR
Opið virka daga kl. 9-18 og lau. kl. 10-16
Laugavegi 29 - Sími 552 4320 - www.brynja.is - brynja@brynja.is
Bréfalúgur, dyrahamrar
og húsnúmer
Póstkassar
margar gerðir
Morgunblaðið/Júlíus
Mótmæli á Austurvelli Alþingi
verður sett kl. 10:30 í dag.