Morgunblaðið - 01.10.2011, Page 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2011
Sölustaðir:
N1, Iða, Mál og menning, Háma, Pósturinn, Skeljungur, Debenhams,
Samkaup-Strax, Samkaup-Úrval, Nettó, Kaskó og Melabúðin. www.faerid.com
tb
rh
ön
nu
n
•t
br
@
ta
ln
et
.is
F A S T E I G N A S A L A N
fasteign . i s
Ólafur B Blöndal Lögg. fasteigna- fyrirtækja og skipasali.
Suðurlandsbraut 18 • Reykjavík • Fax 5 900 808 • Sími 5 900 800
OPIÐ HÚS Á MORGUN
JÖRFAGRUND 20 - KJALARNESI
Sýnum í dag mjög fallegt og vel við
haldið 176 fm endraðhús á einni hæð
ásamt rými í risi. Innbyggður 30 fm
bílskúr sem er að hluta innréttaður sem
íbúðarherbergi. Rúmgóð herbergi, mjög
gott skipulag húss, mikil lofthæð og
góðar og vandaðar innréttingar. Stór
sólpallur til suðurs með skjólgirðingum
og heitum potti.
Verð 35,9 millj. Áhvílandi 13,7 millj.
Sigríður Magnúsdóttir sölufulltrúi sýnir húsið í dag á milli kl. 17 og 18
Skaðsemi reykinga
og óbeinna reykinga er
óumdeilanleg og hefur
verið þekkt um árarað-
ir. Nýjar rannsóknir
eru nú að líta dagsins
ljós og beina athygli
okkar að skaðsemi svo-
kallaðs reykingaryks
(3rd-hand smoke). Nú
hefur eiturefnaögn-
unum sem verða eftir í
umhverfinu eftir reykingar verið gef-
ið nafnið reykingaryk.
Reykingaryk er bæði örsmáar agn-
ir úr tóbaksreyk og ósýnilegur reyk-
ur. Þessar leifar af reykingum valda
mengun sem safnast fyrir í umhverfi
þar sem reykt er, hvort sem um bíl
eða húsnæði er að ræða. Mengandi
efni úr sígarettureyknum sitja eftir í
efnum eins og fatnaði, húsgögnum,
gardínum, á veggjum, í teppum, í hári
og húð þess sem reykir og í ryki í her-
bergjum og bílum löngu eftir að þar
hefur verið reykt. Ekki er hægt að
losna við þessar rykagnir með því að
lofta út, láta eldhúsviftuna ganga eða
með því að reykja eingöngu í
ákveðnum herbergjum í íbúðinni.
Börn eru viðkvæmari fyrir reyk-
ingaryki en fullorðnir vegna þess að
lungu þeirra og heili eru að vaxa og
þroskast. Börn geta andað að sér
þessum efnum og borðað þau og
rannsóknir benda til þess að reyk-
ingaryk geti frásogast í gegnum húð.
Ungbörn og lítil börn eru sérstaklega
viðkvæm og berskjölduð fyrir reyk-
ingaryki vegna þess
hvernig þau kanna um-
hverfi sitt, jafnvel á
fjórum fótum, með því
að bragða á eða sjúga
og naga hluti með
menguðu yfirborði eins
og á gólfum, hús-
gögnum og leikföngum.
Rannsóknir sýna
fram á að börn geta
andað að sér þessum ör-
smáu rykögnum þegar
einhver sem reykir ann-
ast þau þótt hún/hann
sé ekki að reykja nálægt barninu.
Þetta stafar af því að reykingarykið
sest í húð og hár ásamt fatnaði þess
sem reykir og berst þannig til barns-
ins. Mælingar á cotinine í þvagi hjá
börnum hafa sýnt fram á þetta.
Þegar móðir með barn á brjósti
reykir berast efni úr tóbaki til barns-
ins með móðurmjólkinni. Samt sem
áður er mælt með því að þær mæður
sem reykja meðan þær hafa barn á
brjósti geri það frekar en að gefa
barninu þurrmjólk vegna verndandi
þátta sem fylgja móðurmjólkinni.
Mikilvægt er að verðandi mæður sem
umgangast aðra sem reykja viti um
þá áhættu sem tengist óbeinum reyk-
ingum og reykingaryki og geri þeim
sem reykja í kringum þær ljóst hvaða
áhrif reykingar geta haft á ófædda
barnið.
Verið er að rannsaka hversu skað-
legt reykingaryk getur verið, en
rannsóknir benda til þess að þegar
reykingaryk safnast fyrir í töluverðu
magni geti það verið krabbameins-
valdandi. Rannsóknir hafa þegar sýnt
tengsl milli lestrarerfiðleika hjá börn-
um og magns reykingaryks í um-
hverfi þeirra og er það talið stafa af
blýmagni í reykingarykinu.
Að verja börn fyrir áhrifum
reykingaryks
Eina leiðin til að verja börn fyrir
skaðsemi reykinga og reykingaryks
er að umhverfi þeirra sé algjörlega
reyklaust, hvort sem það er inni á
heimilinu, í dagvistun, á vinnustað
eða í fjölskyldubílnum.
Jafnvel það að reykja utandyra eða
undir viftu er engin trygging gegn
því að skaðleg efni setjist á húð og
hár viðkomandi og á fötin hans. Er-
lendar rannsóknir hafa sýnt að fáir
foreldrar vita af þessari hættu og því
er verið að vekja athygli íslenskra
foreldra á þessum rannsóknum svo
þeir geti varið börn sín fyrir áhrifum
reykingaryks með því að leyfa engar
reykingar í umhverfi barna sinna.
Það eru engin örugg mörk fyrir
áhrifum af tóbaksreyk.
Skaðleg áhrif reykingaryks
á börn
Eftir Báru
Sigurjónsdóttur »Reykingaryk er bæði
örsmáar agnir úr
tóbaksreyk og ósýni-
legur reykur er safnast
fyrir og veldur mengun í
umhverfi þar sem reykt
er.
Bára Sigurjónsdóttir
Höfundur er sérfræðingur í barna-
hjúkrun og verkefnisstjóri hjá emb-
ætti landlæknis
Afmæli
Sigríður Helgadóttir,
aldrei kölluð annað en
amma Sigga, er níræð í
dag. Amma Sigga ólst
upp með fimm bræðrum,
gifti sig stuttu eftir að
yngsti bróðirinn fæddist
og eignaðist sjálf fimm
syni. Það hefur ekki dug-
að henni að sjá um upp-
eldi eigin barna, heldur
hefur hún gegnt mik-
ilvægu hlutverki í lífi
okkar barnabarnanna
síðastliðna áratugi.
Barnabarnabörnin eru
líka alveg með það á hreinu hver amma
Sigga er, þótt ekki væri nema fyrir þjóð-
legan hádegisverð sem borinn er á borð á
hverjum miðvikudegi á heimili hennar á
Kjarrveginum (amma er jú alltof hress
til að fara á elliheimili – mörg ár í það).
Grjónagrautur og slátur – þetta finnst
eiginlega öllum gott.
Hún er kjarnakona sem hefur lifað
tímana tvenna. Það voru engin venjuleg
húsverk sem biðu nútímakonunnar fyrir
rúmri hálfri öld. Heimilishald án þvotta-
vélar, þurrkara, uppþvottavélar, ofns, ís-
skáps og jafnvel sturtu er nútímakon-
unni næstum hlægileg tilhugsun –
hugmyndin fráleit. En lífsspeki og já-
kvæðni ömmu hefur ætíð verið hennar
styrkleiki. Hjá henni breytist rúgbrauðs-
sneið með smjöri í danska jómfrúars-
nittu, símaskráin verður jafnvel
Sigríður Helgadóttir
skemmtileg aflestrar og
lífið dásamlega er eitt
stórt ævintýri sem manni
ber að njóta.
Amma Sigga er sál-
fræðingurinn okkar. Hún
hlustar á okkur pústa og
hún dæmir aldrei. Þrátt
fyrir margvíslega erf-
iðleika í eigin lífi, lætur
hún okkur aldrei heyra
hvað okkar vandamál
hljóma ómerkileg við hlið
hennar, vegna þess að
henni finnst þau ekki
hljóma ómerkileg, þau
eru bara öðruvísi en hennar. Og í hvert
sinn sem við nefnum sigrana, þá sam-
gleðst hún eins og enginn sé morgundag-
urinn. Amma Sigga hefur kennt okkur að
vandamálin eru fyrir okkur að sigrast á.
Það er gott að geta pústað, en þegar út-
pústun er lokið skal ekki liggja í sjálfs-
vorkunn og volæði, heldur hrista af sér
slenið, standa aftur á fætur og halda
áfram. Hvernig haldið þið að henni hafi
tekist að tækla öll þessi 90 ár?
Um leið og við óskum ömmu til ham-
ingju með áratugina níu, óskum við eftir
því að í næstu útgáfu íslenskrar orða-
bókar verði orðið „amma Sigga“ sett sem
samheiti við orðin „hetja, rauðsokka,
kvenskörungur, sálusorgari, snillingur“.
En ekki hvað?
Kristín, Sigríður,
Frosti og Guðrún.
Mig langar að minnast St. Jósefsspít-
alans í Hafnarfirði með nokkrum orð-
um, en hinn 1. september síðastliðinn
var allri starfsemi
að mestu leyti
hætt á spítalanum
sem hefur þjónað
Hafnfirðingum og
öðrum lands-
mönnum frá árinu
1926 eða í 85 ár.
Starfsemi spít-
alans efldist jafnt
og þétt og hann
dafnaði og varð að
því sem hann var orðinn með dugnaði
allra þeirra sem við spítalann hafa
unnið.
Það voru margir sem héldu – og ég
var lengi ein af þeim – að verið væri
að flytja starfsemi St. Jósefsspítala
annað. Að deildirnar fengju annan
stað með sama fólki innanbúðar en sú
er ekki raunin. Auðvitað vinnur þetta
frábæra fólk áfram gott starf annars
staðar en starfsemi St. Jósefsspítala er
ekki að flytja í heild sinni eins og svo
margir halda. Hún hættir. Ég er mjög
ósátt við að loka eigi St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði og hryllir við tilhugsuninni
um að sjá spítalann, sem stendur á fal-
legum stað í Hafnarfirði, grotna niður
og verða að draugahúsi og verst
er að allt það góða starf sem þar hef-
ur verið unnið fer fyrir bí.
Að lokum vil ég segja að þar sem ég
er leikskólakennari á ég eftir að upp-
fræða litla Hafnfirðinga áfram eins og
ég hef gert síðustu fjóra áratugi um
fallega bæinn þeirra og þegar við för-
um efst á Suðurgötuna segi ég þeim að
í 85 ár hafi verið spítali í Hafnarfirði en
hann sé ekki
til lengur.
Blessuð sé minning St. Jósefsspít-
ala.
ÞURÍÐUR RÚRÍ
VALGEIRSDÓTTIR
leikskólakennari.
St. Jósefsspítali í Hafnar-
firði – 5.9. 1926 – 1.9. 2011.
Blessuð sé minning hans
Frá Þuríði Rúrí Valgeirsdóttur
Þuríður Rúrí
Valgeirsdóttir
Bréf til blaðsins