Morgunblaðið - 01.10.2011, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 01.10.2011, Qupperneq 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2011 ✝ Bragi Ein-arsson fæddist á Ísafirði, 26. maí 1932. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði 25. september 2011. Foreldrar hans voru Einar Krist- björn Garibaldason sjómaður, f. 1889, d. 1968, og Margrét Jónína Einarsdóttir, f. 1895, d. 1959. Systkini Braga voru þau Einar Garibaldi, f. 1919, d. 1969, Hannibal Guðmundur, f. 1920, d. 1988, Óskar Pétur, f. 1920, d. 1996, Lúðvík, f. 1921, d. 1997, Jónína Margrét, f. 1927, d. 2001, og Baldur, f. 1932, sem er einn eftirlifandi þeirra systkina. Afi Braga í föðurætt var Gari- baldi Einarsson, bóndi og sjómað- ur, sem fórst ásamt konu sinni Margréti, þremur börnum þeirra og fleira heimilisfólki, alls 7 manns, í snjóflóði í Engidal í Úlfs- dölum, norðan við Siglufjörð í apríl 1919. Eftirlifandi kona Braga er 2011, og sonur Einars Þórs, er ný- fæddur og óskírður, f. 2011. Bragi Einarsson fór ungur til sjós, aðeins 15 ára og hafði verið sjómaður samfellt í um það bil hálfa öld, þegar hann lét af því starfi og settist í helgan stein. Hann var háseti, bátsmaður, stýri- maður og skipstjóri á fjölda báta og skipa. Þar komu m.a. við sögu skip eins og Finnbjörn og Mímir, síðutogararnir Ísborg og Sólborg, Straumnesið, Gunnvör, Hrönn og síðast en ekki síst skuttogarinn Júl- íus Geirmundsson, eitt af helstu aflaskipum flotans. Sjómennska Braga var fjölbreytt, náði yfir landróðrabáta, síldarbáta, síðutog- ara og skuttogara. Veiðigrein- arnar voru allt frá skaki og línu- veiðum, rækjuveiðum, síldveiðum og snurvoð, til úthafskarfaveiða og botnvörpuveiða. Veiðisvæðin ekki einungis utan við Vestfirði eða þvert um íslenska landhelgi, held- ur líka fjarlæg mið: Grænland, Ný- fundnaland og Smugan. Fyrir ævi- starf sitt var Bragi heiðraður á sjómannadaginn á Ísafirði fyrir fimm árum. Útför Braga fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju í dag, laugardaginn 1. október 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Gróa Aradóttir, f. 1935 á Ísafirði. For- eldrar hennar voru þau Guðrún Ágústa Steinþórsdóttir og Ari Hólmbergsson. Bragi og Gróa eign- uðust fjögur börn: 1) Guðrún Ágústa, f. 1956. Maður hennar er Hallur Páll Jóns- son, f. 1948. Þeirra synir eru Bragi, f. 1976, d. 1998, og Haukur, f. 1989. 2) Einar Daníel, f. 1957. Synir hans og Helgu Árdísar Kristian- sen, f. 1965, eru Marteinn Már, f. 1993, Bragi, f. 1995, og Baldur, f. 1995. 3) Margrét Jónína, f. 1959. Maður hennar er Sveinn Sigurður Sveinsson, f. 1957. Þeirra börn eru Sveinn Bragi, f. 1983, Íris Gróa, f. 1987, og Garibaldi, f. 1993. Dóttir Írisar er Margrét Rún Steindórs- dóttir, f. 2007. 4) Ólína Bragadótt- ir f. 1960. Sambýlismaður hennar er Ture Johansson. Synir hennar eru Örvar Ari Bjarnason, f. 1979, og Einar Þór Birgisson, f. 1990. Dóttir Örvars er Anna Lína, f. Nú þegar haustar mætir gam- all maður örlögum sínum og kveð- ur ættingja og vini. Að baki er löng starfsævi, sjómennska í hálfa öld, lengi framan af við mun erf- iðari starfsskilyrði en tíðkast í dag. Það þarf mikið úthald og þrek til að stunda svo erfið störf við óblíða náttúru nærfellt alla ævi. Aldrei var þó kvartað undan erfiði, vosbúð eða vinnuaðstæðum. Sá sem hefur verið svo langan tíma til sjós er bundinn undarlega sterkum böndum við hafið. Það hefur sett mark sitt og mót á manninn og hverfur aldrei úr sinni. Samt fer svo að lokum að jafnvel hinn hraustasti sjómaður verður að taka pokann sinn. Bragi gat sér sérdeilis gott orð sem skipsfélagi, fyrir dugnað og ósérhlífni og gott lundarfar; eig- inleika sem við viljum helst að samstarfsmenn okkar allir hafi. Hann var glettinn og léttlyndur að eðlisfari og farsæll í starfi. Hann var traustur og vandur að virðingu sinni, öldungis laus við allt prjál og bruðl. Hann var einstaklega ljúfur afi sem barnabörnin öll minnast með virðingu og söknuði, og ekki síður minnast þau þeirra mörgu skemmtilegu daga er þau gistu hjá ömmu og afa á Ísafirði, og upplifðu þar margskyns ævintýri. Hann var sérdeilis góður nafna sínum og elsta barnabarni og minnisstætt er þegar afi kom úr einni sjóferðinni frá Þýzkalandi, færandi hendi dýr- indis reiðhjól, tvímenningshjól svo blindur nafni hans gæti hjólað eins og aðrir krakkar. Bragi hafði yndi af ferðalögum og fóru þau Gróa í ótal ferðir er- lendis, oft með skipsfélögum af Júlíusi Geirmundssyni eða með börnum og barnabörnum. Minnið fór smám saman að gefa sig síð- ustu árin, en því sló Bragi auðvitað upp í grín og henti gaman að öllu, allt fram á síðasta dag. Bragi og Gróa bjuggu alla tíð á Ísafirði, ef frá eru talin sex ár í Kópavogi fyrir fáeinum árum. Þá kom á daginn að Ísafjörður var sú ramma taug sem hlaut að draga þau til sín aftur. Enginn slítur þau bönd sem hann er bundinn heima- högum sínum. Lengst af var heim- ili þeirra í Aðalstræti 10, en síð- ustu árin á Urðarvegi 80, þaðan sem vel sést yfir Skutulsfjörðinn. Nú situr þar ekki lengur gamall sjómaður við stofugluggann og skyggnist um til að fylgjast með ferðum skipa um höfnina. Hann röltir ekki lengur með sixpensar- ann, ögn hokinn í baki, niður á bryggju að hitta gamla félaga; hann er sjálfur lagður af stað í sína hinstu ferð. Ég vil að leiðarlokum þakka tengdaföður mínum, Braga Ein- arssyni, ljúfa samfylgd, greið- vikni, umhyggju fyrir barnabörn- um og einstaklega góð kynni alla tíð. Hallur Páll Jónsson. Ég minnist afa míns sem fal- legs manns, glaðlynds og hjarta- hlýs. Mér er minnisstætt þegar við sátum tveir í sólinni við Mið- jarðarhafið fyrir ekki svo löngu og ræddum um fólk og fiska og hann sagði mér sögur að vestan, frá sjó- mennskunni og lífinu á Bökkun- um. Við höfðum farið með mömmu og ömmu til Krítar, fyrir þremur sumrum. Þrátt fyrir þverrandi heilsu og hrakandi minni tapaði hann aldrei lífsgleðinni og já- kvæðninni og naut þess að sitja í sólinni og vaða í sjónum, rétt eins og við nutum samverunnar í síð- ustu utanlandsferðinni hans, sem höfðu verið fjölmargar á lífsleið- inni. Ég minnist þess nú er ég ungur drengur heimsótti afa og ömmu vestur á Ísafjörð, í Downing Street eins og það var kallað, Að- alstræti 10, þar sem amma og afi bjuggu lengst af. Við áttum það leyndarmál krakkarnir með afa hvar amma faldi suðusúkkulaðið og þrátt fyrir að hann hafi ekki þekkt eldhússkápana jafn vel og fiskimiðin rann hann alltaf á lykt- ina og laumaði að okkur afa- súkkulaðinu án þess að amma sæi til. Hann fór með mig niður á smá- bátahöfn að dorga, um borð í Júll- ann þar sem hann sýndi mér allt milli stefnis og skuts. Borgarbarni eins og mér þótti þetta bæði fram- andi og spennandi heimur. Ég sé hann afa ljóslifandi fyrir mér þar sem hann gengur Aðal- strætið broshýr og stígur ölduna og mig að herma eftir göngulag- inu sem mér þótti svo flott. Hann kunni að sjá það fallega í fólki og jafnan jákvæðu hliðina á tilver- unni. Ég virði hann fyrir lífsvið- horf sitt sem einkenndist af hlý- hug til annars fólks og hversu góður hann var honum bróður mínum verð ég honum ævinlega þakklátur fyrir. Þótt það væri sárt var gott að fá að kveðja hann daginn sem hann fór. Hvíl í friði afi minn. Haukur Hallsson. Bragi Einarsson Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Labradorhvolpar til sölu Vænlegir veiðihundar og frábærir heimilishundar. Faðir veiðimeistari, móðir reyndur veiðihundur. Til afhendingar 9. október, ættbókar- færðir hjá HRFÍ. Hagstætt verð. heklugot.blogspot.com, brich@simnet.is, s. 664 1821. 20.000 kr. í fundarlaun Sárt saknað! Askur er stór bröndóttur fress, ljósbrúnn/gylltur á maganum, með rauða og hvíta hálsól og merki- spjald. Örmerktur. ALLAR ábendingar vel þegnar. 20.000 kr. fundarlaunum heitið. S. 694-4680 eða 899-3694. Enskur springer spaniel Ættbók frá HRFÍ Til sölu hvolpar undan mjaðmamynd- uðum, augnskoðuðum verðlauna- hundum. Hvolparnir eru tilbúnir til afhendingar örmerktir, bólusettir og ættbókarfærðir. Seljast á 120.000. S. 695 1714. Garðar Garðklippingar Klippum hekk og annan gróður. Fellum einnig lítil og meðalstór tré. Fagmennska og sanngjarnt verð. ENGI ehf. Sími: 615-1605, email: grasblettur@gmail.com Gisting Gisting við Akureyri Neðri hæð í tvíbýli gegnt Akureyri. Myndir á: gisting.blog.is S. 663 4646. AKUREYRI Höfum til leigu 50, 85 og 140 m² sumarhús 5 km frá Akureyri, öll með heitum potti og flottu útsýni yfir Akureyri. Bjóðum einnig upp á íbúðir á Akureyri. www.orlofshus.is, Leó, sími 897 5300. Húsnæði íboði Til leigu á Vesturgötu björt og glæsileg 110 fm íbúð til leigu á Vesturgötu. Upplýsingar í síma 897 5744. 4ra herb. íbúð til leigu 110 fm íbúð í steinhúsi á góðum stað við Langholtsveg til leigu strax, á 150 þús. á mánuði. Þrjú svefnherbergi, stofa, hol o.fl. Suðursvalir. Mála þarf 1-2 herbergi og eldhús. Uppl. í síma 616 9070. Sumarhús Sumarhúsalóðir í Vaðnesi Til sölu fallegar sumarhúsalóðir í kjarrivöxnu landi Vaðness í Grímsnes- og Grafningshreppi. Allar nánari upplýsingar í síma 896-1864. Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Námskeið Skrifaðu sögu, handrit eða leikrit Marteinn Þórsson, leikstjóri og hand- ritshöfundur, stendur fyrir 6 mánaða frásagnarnámskeiði/„workshop“ 1.11.2011–1.5.2012. Sjá nánar á www.hifa.is. Til sölu Evrur til sölu 3% yfir seðlagengi. Sími 857 6711. Blekhylki og tónerar í flestar gerðir prentara, 50-70% ódýrari, öll hylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is, Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517-0150. Fjarstýrð leikföng, gadgets o.m.fl. Fjarstýrðar þyrlur, flugvélar, bílar, bátar, gadgets og fl. Einnig mikið úrval af vörum fyrir skotveiðimann- inn. Netlagerinn slf. Sími 517-8878. Netverslun Tactical.is Klapparstíg 44 • Sími 562 3614 Múmín- vörurnar Frá Pluto Órói Verð 1.750 Byggingavörur Glugga- og hurðasmíði Smíða glugga, hurðir og opnanlega glugga í öll hús úr völdu efni. Stuttur afgreiðslufrestur. Sanngjarnt verð. EÐALGLUGGAR OG HURÐIR, sími 899-4958. Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Gallerý Augnakonfekt, Opnum í Bæjarlind 6, fimmtudaginn 6. október. Frábær opnunartilboð. Sími 552 - 9922. Gallerý Augnakonfekt, Opnum í Bæjarlind 6, fimmtudaginn 6. október. Frábær opnunartilboð. Sími 552 - 9922. Gallerý Augnakonfekt, Opnum í Bæjarlind 6, fimmtudaginn 6. október. Frábær opnunartilboð. S.552 - 9922. ...þegar þú vilt þægindi Útivistarsett - tilboð fyrir dömur og herra. Jakki, flíspeysa og buxur. Tilboð kr. 33.000. Bonito ehf. Praxis Faxafeni 10, 108 Reykjavík Sími: 568 2878 Opnunartími: mánud.- föstud. kl. 11.00 - 17.00. Pantið vörulista okkar á www.praxis.is Bátar Hraðgangandi Rib farþegabátur til sölu. Með vagni. Tilbúinn í vinnu. Ástand sem nýr. Upplýsingar í s. 867 4097. Bílaþjónusta                      ! "       #                            !  !!      ! Húsviðhald Málara- og húsasmíðameistarar geta bætt við sig verkefnum Vinsamlegast hringið í s. 896-5430 eða hafið samb. á netfangið r.e@internet.is Laga ryðbletti á þökum. Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verk. Upplýsingar í síma 847 8704 eða manninn@hotmail.com.                                ! " #$% ####

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.