Morgunblaðið - 01.10.2011, Side 48

Morgunblaðið - 01.10.2011, Side 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2011 Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Hann Paul gamli Young er ein af skærustu og eftiminnilegustu stjörnum hins svokallaða eit- ístímabils, án efa. Frumburður hans árið 1983, No Parlez, sló þvílíkt í gegn og lögin „Come Back and Stay“, „Wherever I Lay My Hat (That’s My Home)“ og „Love of the Common People“ glumdu linnulítið í útvörpum það árið og langt fram á það næsta. Og reyndar út þann ára- tuginn ef út í það er farið. Ekki var þá verra fyrir pilt að fá að syngja fyrstu línurnar í styrktarlagi Band Aid, „Do they know it’s Christ- mas?“jólin 1984. Paul Young var stórstjarna og hefur hann lifað góðu lífi á tveimur fyrstu árum sínum sem slík allar götur síðan. Fílaði pönkið – Hvernig kom það eiginlega til að þú kemur alla leiðina hingað til að syngja? „Ja … tímasetningar gengu bara vel upp. Ég er að æfa með tveimur böndum um þessar stundir sem ég túra með, í Danmörku og Þýska- landi, og ég átti þess kost að koma þessum tónleikum á.“ – Þegar þú ert að byrja þinn feril er pönkið yfir um og allt í kring. En þú fórst ekki þá leið? „Nei. En samt náði ég alltaf að vera utangarðs (hlær). Þegar pönkið var í hæstu hæðum árin 1976/1977, Sex Pistols, Damned og allt það þá voru pönkararnir flestir sextán eða sautján ára. Ég var hins vegar orð- inn tuttugu og eins. Og á þessum ár- um er það mikill aldursmunur. Ég fílaði ástríðuna, orkuna og æsinginn í kringum pönkið en sjálfan langaði mig til að búa til tónlist sem krefðist ögn meiri hljóðfæragetu en tíðkaðist þar.“ – Og þú slærð síðan rækilega í gegn. Var það eitthvað sem þú varst búinn að vinna að dag og nótt eða var þetta slys? „Ég átti að minnsta kosti ekki von á þessum rosalegu vinsældum! Á þessum tíma voru pönkararnir allir að breytast í nýrómantíkera og þarna var ég allt í einu að vinna með þessa sálartónlist sem ég hafði alltaf verið að vinna með. Ég hafði aldrei passað almennilega inn en þarna opnaðist glufa og ég smaug inn.“ – Og hvernig leist þér á, þegar þú varst kominn „inn“? „Alveg frábærlega! Ég var mjög sáttur. Ég var á réttum stað og á réttum tíma eins og sagt er.“ Þúsundþjalasmiður – Þú ert ekki við eina fjölina felld- ur í tónlistinni og ert að spila með tex-mex bandi … „Já, það er bara eitthvað sem ég fíla. Ég reyni ekki að pæla of mikið í þessu, ég reyni bara að hlusta á hjartað. Tex-mexið liggur annars ekki svo langt frá þessu sálartónlist- ardæmi sem ég hef verið að fást við. Ef þú hlustar t.d. á það sem Ry Coo- der var að gera á áttunda áratugn- um heyrir þú að það liggja þræðir þarna á milli.“ – Og þú ert að vinna að nýrri sóló- plötu var ég að frétta? „Meira svona lög og lög, ég er ekki alveg búinn að ákveða hvernig útgáfuformið verður. Ég hef verið að vinna þetta eitthvað með þýskum tónlistarmönnum en einnig dönsk- um. Þetta kemur í ljós allt saman.“ – Og þá ertu víst líka liðtækur í eldhúsinu. Þú ert algjör þúsund- þjalasmiður! „Ha ha … ég var einmitt að koma aftur heim eftir fimm daga törn þar sem við vorum að mynda fyrir mat- reiðslubókina mína. Ég er þá ný- kominn úr upptökum á þætti sem gæti hugsanlega orðið að mínum eigin matreiðsluþætti. Það er samt allt á frumstigi. Ég hef mikla ástríðu fyrir matargerð og það er hægt að gera svo margt við þetta …“ – Eins og? „Jaa … ég væri t.d. alveg til í að opna minn eigin stað. Lítinn stað …“ „Ungur“ bæði nemur og temur  Eitísstjarnan Paul Young heldur tónleika í Hörpu á þriðjudaginn  Kappanum margt til lista lagt Söngvari Paul Young hefur í nógu að snúast í dag þó að frægðarsólin hafi verið hæst á lofti á 9. áratugnum. Þegar önnur vopn brugðust beittu þau töfrum leikhússins HRAFNAR, SÓLEYJAR MYRRA& „HÉR ER ÞRILLER SEM Á EFTIR AÐ HRÆÐA ÚR ÞÉR LÍFTÓRUNA“ - ENTERTAINMENT WEEKLY HHHH - CHICAGO READER HHHH - NEW YORK TIMES HHHH BYGGÐ Á SAMNEFNDRI SKÁLDSÖGU FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNALEIKSTJÓRANUM STEVEN SODERBERGH KEMUR MAGNAÐUR ÞRILLER LADDI EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR VICTORIA BJÖRK FERRELL HANNES ÓLI ÁGÚSTSSON ÍSAK HINRIKSSON SIGRÍÐUR BJÖRK BALDURSDÓTTIR PÉTUR EINARSSON NÝ ÍSLENSK ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA FORSÝND LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 20 Í EGILSHÖLL Hugh Jackman er frábær í einni óvæntustu mynd ársins CONTAGION kl. 5:50 - 8 - 10:20 2D 12 DRIVE kl.5:50VIP -8-10:20 2D 16 CONTAGION kl. 1:30 - 3:40 - 8 - 10:20 2D VIP ALGJÖR SVEPPI kl. 12 - 2 - 4 - 6 2D L HRAFNAR,SÓLEYJAROG MYRRA kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 2D L CRAZY, STUPID, LOVE kl. 8 2D 7 JOHNNY ENGLISH REBORN kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 2D 7 HORRIBLE BOSSES kl. 10:20 2D 12 SHARK NIGHT kl. 10:10 3D 16 BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 1- 3:30 2D L KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. kl. 12 - 2 - 4 - 6 3D L REAL STEEL FORSÝNING kl. 8 2D 16 SHARK NIGHT kl. 10:40 3D 16 CONTAGION kl. 8 - 10:30 2D 12 ALGJÖR SVEPPI kl. 2 - 4 - 6 2D L HRAFNAR,SÓLEYJAROGMYRRA kl. 2 - 4 - 6 2D L DRIVE kl. 8 - 10:30 2D 16 KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tal kl. 2 - 3 - 4 - 5 - 6 3D L CRAZY, STUPID, LOVE kl. 8 - 10:20 2D 7 / EGILSHÖLL/ ÁLFABAKKA SÝND Í EGILSHÖLL ÞAÐ GETUR VERIÐ ERFITT AÐ LOSA SIG VIÐ LEIÐINLEGAN YFIRMANN EN ÞEIR ÆTLA AÐ REYNA... SÝND Í ÁLFABAKK, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK á allar sýningar merktar með grænuSPARBÍÓ 3D 1.000 kr. SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA HANN HLÆR FRAMAN Í ÓTTANN FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR MISTER BEAN ROWAN ATKINSON SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.