Morgunblaðið - 18.10.2011, Side 7

Morgunblaðið - 18.10.2011, Side 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2011 um háskólum. Guðmundur segir fyrirtækið hafa orðið að einbeita sér að verkefnum sem krefjast ekki mik- ils gagnaflutnings en vonir séu bundnar við nýjan sæstreng til landsins á næsta ári á vegum Emer- ald Atlantis, sem lagður verður milli Evrópu og Bandaríkjanna, með við- komu á Íslandi. Um öflugan streng er að ræða sem tvöfalda mun flutn- ingsgetuna yfir Atlantshafið. Sveinn Óskar Sigurðsson, sem unnið hefur að áformum um gagna- ver fyrir Greenstone hér á landi, tek- ur undir með Guðmundi um að sæ- strengir Farice hafi verið hindrun í uppbyggingu gagnavera hér á landi. Nær hefði verið fyrir ríkið að hafa þennan flutning gjaldfrjálsan og gefa Íslandi þannig samkeppnisfor- skot. Spurður um áform Greenstone segir Sveinn þau enn vera uppi á borðinu þó að þau hafi tafist, m.a. vegna nýrrar yfirstjórnar hjá við- skiptavini Greenstone. Blönduós er enn efstur á blaði sem mögulegur staður undir gagnaverið. Félagið Titan Global er sömuleiðis með sín áform í biðstöðu en áfram er unnið að þeim. Þá er fyrirtækið Sec- urStore með gagnaver á Akranesi, auk útibúa í London og Bandaríkj- unum. Fagna gagnaveri Verne Ljósmynd/Víkurfréttir Flutningur Gagnaverseiningum frá Colt var skipað á land um helgina í Helguvík og verða þær fluttar að gagnaveri Verne Global á Ásbrú í dag. Alls er um 37 gámaeiningar að ræða og hefst uppsetning þeirra þegar í dag.  Önnur gagnaversfyrirtæki hér á landi telja gangsetningu Verne Global einnig styrkja stöðu þeirra  Gagnrýna stjórnvöld fyrir framgöngu þeirra og telja flutningsgjald um sæstrengi Farice allt of hátt SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Önnur fyrirtæki og félög, sem starf- rækja gagnaver hér á landi eða hafa verið að undirbúa rekstur þeirra, fagna því að gagnaver Verne Global sé loksins að komast af stað á Ásbrú. Telja þau að gagnaverið muni styrkja stöðu Íslands sem fjárfest- ingarkosts fyrir gagnaver. Ýmsar hindranir hafi verið í vegi, eins og of hátt gjald fyrir gagnaflutning um sæstrengi Farice ehf.; Farice og Danice, óhagstætt skattaumhverfi og tregða stjórnvalda gagnvart er- lendum fjárfestum. Thor Data Center hóf starfsemi í Hafnarfirði fyrir tveimur árum. Að sögn Guðmundar Gíslasonar fram- kvæmdastjóra hefur starfsemin gengið vel en ekki af þeim krafti sem vonir hafi staðið til í upphafi. Strand- að hafi á gagnasambandinu, sem sé of dýrt. „Farice hefur verðlagt Ísland út úr samkeppninni og einnig hvernig stjórnvöld hafa hagað sér. Það tók yfirvöld langan tíma að samþykkja lög sem gera Ísland samkeppnishæf- ara á þessum markaði, en tókst á endanum,“ segir Guðmundur en Thor hýsir m.a. gögn fyrir norska fyrirtækið Opera Software. Einnig er í undirbúningi verkefni með Há- skóla Íslands og nokkrum norræn- Unnið hefur verið að því síðan um helgi að skipa upp 37 gáma- einingum í Helguvík sem komu frá breska fyrirtækinu Colt. Gámarnir munu hýsa fyrsta áfangann að gagnaveri Verne Globel á Ásbrú við Keflavíkur- flugvöll og hefst flutningur og uppsetning gámanna í dag. Er reiknað með að uppsetningin muni taka um sex vikur og þá geti fyrsti viðskiptavinur Verne Global, bandaríska fjarskipta- fyrirtækið Datapipe, farið að koma sér fyrir með sín gögn. Gámarnir verða settir upp í stórri skemmu á vegum Verne og taka um 500 fermetra rými. Pláss er fyrir fimm slíkar ein- ingar til viðbótar í skemmunni og vinnur Verne Global að því að fá fleiri viðskiptavini til lands- ins, einkum smærri og meðal- stór fyrirtæki, en áfram er unn- ið að því að afla viðskipta hjá stórum upplýsingatæknifyrir- tækjum. Hjá Verne Global starfa 12 manns í dag. Uppsetning hefst í dag GAGNAVER VERNE GLOBAL ERU EINS Engir tve ir einsta klingar e ru nákvæ mlega e ins. Þett a skiljum við hjá V erði og þ ess vegn a viljum við kynn ast viðskipta vinum o kkar bet ur. Við læ rum að þ ekkja þá svo að þ eir fái ör ugglega þá þjónu stu sem þeim he ntar. Við viljum sjá til þe ss að þú sért með réttu try ggingarn ar, hvort sem um er að ræ ða líf- og heilsutry ggingu, trygging u fyrir h úsið, bíl inn eða fyrirtæki ð. VIÐ VILJ UM KYN NAST ÞÉ R BETUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.