Morgunblaðið - 18.10.2011, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2011
Elsku Pattý er nú farin frá okk-
ur og til annarra ástvina. Það er
sár og mikill missir.
„Er sú vera til sem er svo full-
komin að minningin festist ekki á
prenti?“ var spurning sem kom
upp í hugann þegar ég settist nið-
ur til að skrifa þessi orð fyrir hönd
fjölskyldunnar frá Njálsgötunni,
en þar var æskuheimili Pattý. Það
fyrsta og nánast eina sem kom
upp í huga okkar allra, var sú
gæska, fágun og umhyggja sem
einkenndi hana alla tíð. Eitt sinn
þegar Lilli bróðir hennar kom úr
aðgerð frá lækni var Pattý búin að
kaupa sælgæti og knúsaði bróður
sinn og sagði að hann mætti leika
með allt sem hún ætti, svo honum
batnaði sem fyrst. Þá var hann
fimm ára og hún fjórtán. Þannig
kom hún fram við alla í fjölskyld-
unni og aldrei heyrðist frá henni
neitt annað en gott um alla og
aldrei hafði neinn annað en gott af
henni að segja.
Þau voru mörg til heimilis á
Njálsgötunni og þegar Pattý fór í
fyrsta sinn að heiman á sumarver-
tíð í Vestmannaeyjum varð þeim
öllum ljóst hversu þessi hægláta
stúlka fyllti herbergin í húsinu
með sólinni sem bjó í sál hennar.
Þegar von var á henni til baka var
eftirvæntingin svo mikil að allir
voru kallaðir saman til að taka á
móti henni og hefði mátt halda að
hún hefði verið ótalmörg ár í
burtu.
Þær eru yndislegar minning-
arnar sem við eigum úr sumarfrí-
um í Kalmanstjörn í Höfnum en
þar kom stórfjölskyldan hennar
saman á sumrin enda átti hún ætt-
ir þangað að rekja þónokkuð
marga ættliði aftur í tímann.
Pattý og Stína mamma hennar
voru báðar stórmyndarlegar í öllu
sem sneri að heimili og gátu
galdrað fram hina ótrúlegustu
rétti í sveitaeldhúsinu. Eftir-
minnilegust eru framandi
skreyttu smurbrauðin með epla
og appelsínusneiðunum, en slíkt
var ekki til siðs þá hér á landi.
Reglulega fór Pattý líka í bæinn
með þvott af allri stórfjölskyld-
unni, og sneri til baka samdægurs
með allt þvegið og stífstraujað.
Þetta gerði hún allt án þess að
berast á, og með sínu hægláta fasi,
enda hennar háttur að gefa frekar
en þiggja. Þær mæðgur voru mjög
nánar og mikið saman, og hefur
það eflaust verið Pattý mikill
missir þegar Stína svo ótímabært
féll frá, en með sínu kunna æðru-
leysi og umhyggju tók hún þá við
því hlutverki að vera tengiliður
fjölskyldunnar.
Hún hafði ávallt áhyggjur af
líðan og heilsu fjölskyldunnar, og
þau voru tíð símtölin frá henni til
að reka á eftir því að Herdís og
Vallý færu í genaprufuna og Kiddi
pantaði tíma hjá hjartalækninum,
og Lilli bróðir léti fylgjast vel með
sér. Í síðasta skipti sem hún talaði
við mig og Lilla bróður sinn áður
en hún dó, sagði hún að það þyrfti
að laga Lilla bróður og Krúsa vin
hennar, og passa Herdísi. Það var
svo einkennandi fyrir hana að
vera að hugsa um aðra, jafnvel
þegar hún var sú sem þurfti á
hjálp að halda. Hún var falleg að
innan sem utan og kemst líklegast
næst því sem hægt er að kalla
engil á jörðu.
Nú er hún að passa engilinn
sinn hann Hannes, og við munum
Jóna Steinunn
Patricia Conway
✝ Jóna SteinunnPatricia
Conway (Pattý)
fæddist í Reykjavík
19. ágúst 1941. Hún
lést í faðmi fjöl-
skyldu og vina á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 8. október
2011.
Útför Pattýjar
fór fram frá Víði-
staðakirkju 17. október 2011.
alltaf heiðra minn-
ingu hennar, enda
minningin heiður í
sjálfu sér. Megi guð
og gæfan halda utan
um Helga, stelpurn-
ar og fjölskyldur
þeirra, og styðja í
gegnum sorgirnar.
Fyrir hönd móð-
urættmenna frá
Njálsgötunni,
Herdís
Sigurðardóttir.
Elskuleg vinkona mín, Pattý, er
farin. Hvílík sorg og söknuður
nístir hjarta mitt. Og svona snögg-
lega. Ég sem var búin að hlakka
svo mikið til að eyða meiri tíma
með henni í haust og vetur en
nokkru sinni áður.
Við vorum búnar að vera vin-
konur í 53 ár. Það eru fáir jafn-
heppnir að eiga slíka vinkonu sem
Pattý var. Það var sama hvenær
ég hringdi eða kom í bæinn frá
Vestmannaeyjum, alltaf var hún
tilbúin að koma með mér hvert
sem ég þurfti, hvernig sem á stóð
fyrir henni. Við grínuðumst oft
með það að nú væri Lilla að koma í
kaupstaðarferð og versla, kaupa
skólaföt eða húsgögn, legstein eða
hvað sem var. Hún var stundum
búin að undirbúa komu mína, fara
í könnunarferðir, athuga verð
o.s.frv. Þegar við vorum yngri,
með lítil börn, fórum við bara með
þau í strætó um alla Reykjavík og
keyptum inn. Ég held að ég hafi
sjaldan eða aldrei komið í bæinn
svo að við hittumst ekki. Það var
notalegt að vita af fjölskyldunni
hennar og eiga þar alltaf skjól og
athvarf, ýmist ég sjálf eða með
alla fjölskylduna.
Pattý og hennar yndislega fjöl-
skylda reyndust mér ómetanlega
vel þegar ég missti minn mann,
svo óvænt og snöggt sem það var.
Fyrir þá vináttu og alla þá hjálp,
sem ég fékk frá þeim, þakka ég nú
af heilum hug, Helga, manni
hennar, Diddu, Systu, Rut. Og
Hannesi, syni hennar, þakka ég
líka fyrir allt, en Hannes lést fyrir
rúmu ári. Það var mikil sorg.
Það er huggun núna að orna sér
við endurminningarnar með
Pattý. Þær hlýja manni og gleðja.
Það var oft gaman hjá okkur, bæði
innan lands og utan, ekki síst í
Ameríkuferðinni okkar þegar við
og Bára vinkona hennar vorum að
skemmta okkur í mollunum. Og
skruppum þangað á nóttunni ef
við vorum í stuði og gátum ekki
sofnað.
Frá fyrsta degi, er við kynnt-
umst á Álafossi, og fram á síðasta
dag eru allar minningar um Pattý
góðar og skemmtilegar og ég er
þakklát fyrir að fá að hafa verið
hjá henni fram á síðasta dag.
Ég og mín fjölskylda sendum
Helga, Diddu, Systu, Rut og fjöl-
skyldum þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Við þökkum fyr-
ir allt sem þau hafa gert fyrir okk-
ur.
Pattý, mín elskulega vinkona,
hvíli hún nú í friði. Þökk fyrir allt
og allt.
Aðalbjörg Bernódusdóttir
(Lilla).
„Góð vinátta gulli betri.“
Kveðja frá vinkonum.
Fyrir rúmum 50 árum hittumst
við glaðvær hópur ungra meyja
þar sem við störfuðum saman um
skeið á Álafossi í Mosfellssveit,
þar fór fremst á meðal jafninga
elsku Pattý okkar sem með sinni
hóværu og svolítið stríðnislegu
framgöngu hreif með sér unga
sem aldna.
Við vorum 8 sem höfum haldið
hópinn allar götur síðan og það er
skrítið að segja að það séu rúm 50
ár liðin því tíminn hefur flogið
áfram og nú er hún Pattý okkar
farin yfir til Sumarlandsins.
Pattý kom úr Reykjavík ásamt
einni okkar en við hinar sveita-
stelpur af Suðurlandi og ein úr
Vestmannaeyjum, dálítið sundur-
leitur hópur sem tengdist samt
sterkum vinaböndum.
Í gegnum árin hefur margt á
dagana drifið og vinkonuhópurinn
eignaðist börn og buru eins og
gengur, alltaf vissum við þó hvor
af annarri og nú mörg undanfarin
ár höfum við átt frábærar sam-
verustundir og nú síðast á heimili
Pattýar 7. september í tilefni af af-
mæli hennar í ágúst sl.
Já, þessi síðasta samverustund
var mjög einkennandi fyrir Pattý
okkar, hvernig hún sárlasin sinnti
sínu gestgjafahlutverki á sinn
hógværa hátt, sýndi okkur myndir
og rifjaði upp gömlu góðu dagana.
Fyrir þessa stund erum við óend-
anlega þakklátar.
Og nú er komið að kveðjustund
og þá er hugur okkar fyrst og
fremst hjá eiginmanni Pattýar,
dætrunum og fjölskyldum þeirra
sem áttu svo sannarlega um sárt
að binda fyrir rúmu ári, þegar
elsku Hannes féll frá og er það
huggun harmi gegn að þau feðgin
hittist í Sumarlandinu.
Hafðu bestu þakkir fyrir sam-
fylgdina, elsku Pattý okkar, þín
verður sárt saknað.
Þínar vinkonur,
Úlfhildur (Úlla), Aðal-
björg (Lilla), Ingibjörg
(Inga), Unnur, Heiður,
Fríður og Þrúður.
Alveg er það ótrúlegt hvað líf
okkar getur breyst fljótt. Það var
fyrir nokkrum vikum sem við
Guðný vorum með þeim hjónum
Helga og Patty á Akureyri og
nokkrum dögum seinna fórum við
saman út að borða hér í Reykja-
vik, eins og við vorum vön að gera
öðru hvoru. Gat ég ekki séð að
Patty væri neitt veik, eða hvað þá
heldur með ólæknandi sjúkdóm.
Við höfum í gegn um tíðina
ferðast mikið saman, aðallega er-
lendis og höfum farið um allan
heim, hvort sem það var til Kína,
Kóreu, Dubai eða Singapore, og
einnig áttum við nokkuð margar
góðar stundir saman í Los Angel-
es.
Betri ferðafélaga var ekki hægt
að hugsa sér hvert og hvar sem
farið var. Við vorum góð saman,
og aldrei í öllum þessum ferðum
kom neitt upp á sem gat skemmt
fyrir. Patty og Guðný áttu margt
sameiginlegt, og við Helgi gátum
talað saman um allt, bæði ástandið
hér heima, og svo okkar áhugamál
sem voru alls konar viðskipti, og
oft voru nú lögð á ráðin í pottinum
í LA.
Patty var góð kona og hógvær,
og stutt var í glettnina, aldrei í öll
þessi ár sá ég hana í vondu skapi.
Þau Helgi og Patty kynntust ung
og unnu saman í Nóa. Man ég svo
vel eftir þeim á dansgólfinu í
Glaumbæ fyrir mörgum árum, og
þá gustaði nú aldeilis af þeim enda
dansarar góðir þar á ferð.
Eitt var það sem Patty þráði
mikið, en það var sólin. Hún gat
farið upp á morgnana á undan öll-
um í sólbað, og verið þar mest-
allan daginn. Hún þoldi sólina vel
og var það hennar draumur að
komast í sólbað hvar sem hún var,
og hvort sem við vorum á sjó eða
landi. Einu sinni vorum við saman
í Hong Kong og sundlaugagarður
hótelsins var lokaður vegna við-
gerða, það þótti vinkonu okkar
ekki gott, en ekki var kvartað við
neinn. Mig minnir að næsta hótel
við hliðina hafi getað bjargað hlut-
unum.
Það er sárt til þess að vita að við
fjögur getum ekki farið saman í
fleiri ferðir, en minningin um allar
hinar sem við fórum í geymast
með okkur og hverfa aldrei. Þetta
er fjársjóður sem við eigum og
munum alltaf getað rifjað hann
upp, líka af því Guðný tók mikið af
myndum í öllum þessum ferðum,
og er það óborganleg minning
sem þar verður geymd.
Við viljum færa okkar vinum
dýpstu samúð, Helga, Diddu,
Systu, Rut, og eiginmönnum
þeirra ásamt börnum. Megi góður
Guð styrkja þau í þessari miklu
sorg sem bankar á dyrnar aftur
með stuttu millibili.
Guðný og Árni Samúelsson.
Þann 8. október lést vinkona
mín Pattý eftir erfið veikindi. Ég
vil minnast hennar með virðingu
og þakklæti.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Ég votta aðstandendum Pattýj-
ar innilegustu samúð mína.
Ingibjörg Jónasdóttir.
Elsku Pattý.
Þegar komið er að kveðjustund
erum við þakklát fyrir samferð
okkar í lífinu. Skemmtilegan tíma
á ferðalögum, við eldhúsborðið,
með börnum okkar og barnabörn-
um. Við kveðjum þig með söknuði.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Fjóla og Stefán.
Það er þyngra en tárum taki að
horfa upp á allar þær raunir sem
lagðar hafa verið á æskuvini mína,
fjölskyldu Helga og Pattýjar, á
undanförnum árum. Nú síðast
þegar alvarleg veikindi Pattýjar
tóku sig upp á nýjan leik og end-
uðu með því að hún varð að lúta í
lægra haldi fyrir krabbameini.
Á kveðjustundu hvarflar hug-
urinn til fyrstu kynna fyrir þrjátíu
og sex árum. Við vorum nýflutt í
Norðurbæinn í Hafnarfirði og ég
bankaði upp á í húsinu á móti. Ég
vissi að þar ættu tvær systur
heima sem mig langaði að kynn-
ast og leika við. Þá tók Pattý á
móti mér, há, dökk yfirlitum og
glæsileg. Upp frá þeirri stundu
varð til sú trygga og góða vinátta
við fjölskylduna sem ég hef átt
síðan. Alltaf voru vinir barnanna
velkomnir á heimilið og oft var líf
og fjör. Oftar en ekki kom það í
hlut Systu og Diddu að passa litla
bróður, rauðhærða fjörkálfinn,
hann Hannes heitinn, og síðar
Rut þegar hún bættist í hópinn.
Sé hægt að tala um konuna á
bakvið manninn, þá á það sérlega
vel við í tilviki þeirra hjóna. Pattý,
konan í lífi Helga í Góu, var sú
sem tók að sér flest þau störf sem
til féllu í fyrirtækinu alla tíð. Þau
hafa algjörlega „unnið með hönd-
unum“ allt sem þau hafa byggt
upp og eignast. Fyrirtækin
blómstra nú í höndum fjölskyld-
unnar allrar enda börnin fengið í
arf þennan mikla kraft og ósér-
hlífni. Á sama tíma bjó Pattý fjöl-
skyldunni sérlega fallegt heimili
sem bar glöggt vitni mikilli
smekkvísi hennar. Alltaf hefur
hún líka verið boðin og búin að að-
stoða með barnabörnin sem
sakna nú sárt ástríkrar ömmu
sinnar.
Pattý bjó yfir miklu jafnaðar-
geði, var ákveðin en mjög traust
og ljúf. Enda var hún elskuð og
dáð af vinum sínum og mörgum
sem starfað hafa með henni. Hún
var hógvær en skemmtileg og
ræðin í góðra vina hópi. Það var
alltaf gaman að spjalla yfir kaffi-
bolla og hún fylgdist vel með
straumum og stefnum. Samband
hennar og barnanna var einstak-
lega náið. Dæturnar sjá nú af ynd-
islegri og ráðagóðri móður sem
var þeim sem hin besta vinkona.
Örlæti og innileg samkennd,
ekki síst með þeim sem minna
mega sín, var rík í lífi Pattýjar.
Einatt var hún boðin og búin að
rétta fram hjálparhönd. Víst er að
fáir hafa reynst hinum ýmsu ein-
staklingum og öðrum aðilum jafn
gjafmildir og þau hjónin. Full rétt-
lætis og náungakærleiks hafa þau
lagt drjúgan skerf til samfélagsins
í formi alls kyns gjafa, styrkja og
annarrar aðstoðar. Velgengni fyr-
irtækjanna hefur aldrei nokkurn
tíma stigið þeim til höfuðs. Sjálf
hafa þau ætíð gætt hófs, verið
nægjusöm og jarðbundin, algjör-
lega í tengslum við uppruna sinn.
Það eru dýrmætir eiginleikar sem
lýsa vel þeirra mannkostum.
Elsku vinir, það er ólýsanlega
sárt að kveðja enn á ný og missir
ykkar er mikill. En með ykkar
einstöku samheldni og hlýju mun-
uð þið styðja hvert annað og sá
dagur kemur að minningarnar
munu ylja og sólin fer aftur að
skína í hjörtum ykkar. Hennar
tími var búinn hér á jörðu – við
trúum því að mæðginin hafi sam-
einast aftur.
Blessuð sé minning yndislegrar
konu.
Rósa Guðbjartsdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Jónu Steinunni Patriciu
Conway bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐMUNDA STEINUNN
GUNNARSDÓTTIR,
Árskógum 6,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
sunnudaginn 9. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför og sendum
sérstakar þakkir til heimahlynningar og starfsfólks
líknardeildarinnar fyrir einstaka umönnun og hlýhug.
Marsibil Jóna Tómasdóttir, Jens P. Clausen,
María Tómasdóttir,
Guðmundur Kr. Tómasson, Elínborg J. Ólafsdóttir,
Finnur Tómasson, Hrefna Böðvarsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÁGÚSTA SIGRÍÐUR ERLENDSDÓTTIR,
Garðvangi,
áður til heimilis að
Birkiteigi 3,
Keflavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi laugar-
daginn 15. október.
Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn
26. október kl. 14.00.
Erlendur Karlsson, Elísabet Andrésdóttir,
Vilborg Tryggvadóttir MacNealy, Christopher MacNealy,
Sigmar Scheving, Linda Helgadóttir,
Davíð Scheving, Harpa Frímannsdóttir,
Andrés Már Erlendsson,
Linda Malín Erlendsdóttir,
Sandra Ösp MacNealy,
Andri Scheving,
Birgitta Kristín Scheving,
Lovísa Scheving,
Lilja Scheving,
Birgir Scheving.
✝
Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
EGILL ARNÓR HALLDÓRSSON
bókasafnsfræðingur
og skylmingameistari,
sem lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund laugardaginn 8. október, verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn
19. október kl. 13.00.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
AGNAR R. HALLVARÐSSON,
Hraunvangi 1,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
miðvikudaginn 19. október kl. 15.00.
Magnúsína Ólafsdóttir,
Ómar R. Agnarsson, Kristín M. Sigurðardóttir,
Hallvarður Agnarsson, Guðrún Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.