Morgunblaðið - 18.10.2011, Síða 24

Morgunblaðið - 18.10.2011, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2011 Að kvöldi laugardagsins 8. október var mér færð sú fregn, að Ingþór, góðvinur minn til fjölda ára, væri látinn. Við höfð- um hvorki hist né haft síma- samband um alllangt skeið og því kom harmafregnin um veik- indi hans og andlát okkur í opna skjöldu. Fyrir réttum sex vikum var hann staddur í borginni þeirra erinda að fagna afmæli sonar síns ásamt börnum, barnabörnum og fjölskylduvin- um. Eftir að komið var heim á Patreksfjörð hafði hann kennt sér aukinna óþæginda og sárra verkja í baki. Ekki reyndust hefðbundin verkjalyf nægja til að lina vanlíðan og þrautir, þannig að afráðið var að hann mundi leita sér lækninga fljót- lega. Börn hans áttuðu sig á að að- eins væri eitt að gera. Dætur Ingþór Hallberg Guðnason ✝ Ingþór Hall-berg Guðnason fæddist 18. sept- ember 1942 í Reykjavík. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 8. október 2011. Útför Ingþórs fór fram frá Foss- vogskirkju 17. október 2011. hans þær Björg og Ásdís óku í skyndi vestur, vitjuðu föð- ur síns og fluttu hann samdægurs sjúkan og sárkval- inn á bráðamóttöku í Reykjavík. Við rannsókn kom í ljós að um krabbamein á háu stigi var að ræða. Á sjúkrabeði hafði hann aðeins örfárra daga dvöl þar til er yfir lauk. Systkinin skiptust á að vaka yfir föður sínum og voru til staðar á andlátsstundu. Það eru góðar minningarnar sem tengjast Ingþóri. Hann var fastheldinn á vini – eins og margir í hans stjörnumerki – nákvæmur og skipulagður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Í góðra vina hópi var hann hinn mesti stemningsmaður, opinn og glaðsinna, gamanmál og spaugs- yrði lágu honum létt á tungu. Auk þess var hann sannkallaður höfðingi heim að sækja. Ingþór var hugsandi maður og andlega sinnaður. Ekki bein- línis trúaður, heldur opinn og leitandi efasemdarmaður, vit- andi það að oft má efast um ef- ann sjálfan. Oft var rætt um lífið og tilgang þess, einnig það óhjá- kvæmilega sem alla hendir, að deyja jarðlífinu í þeirri vissu að lífið haldi áfram og að viðskiln- aðurinn sé aðeins ein af mörgum birtingarmyndum lífsins eina sem umlykur allt – og er allt. Félagslyndur var Ingþór og vann af alhug Kiwanishreyfing- unni allt það gagn sem hann mátti. Hann var einn stofnfélaga Kiwanisklúbbsins Elliða árið 1972 og gegndi þar fjölda trún- aðarstarfa um langt árabil. Á árum áður var mikill sam- gangur á milli fjölskyldna okkar, enda eiginkonur okkar náskyld- ar og dætur beggja á svipuðu reki. Ég sé fyrir mér Ingþór kornungan og framsækinn, sí- vinnandi og harðduglegan með konunni sinni ungu, Valgerði Guðmundsdóttur, komandi sér upp heimili á æskuslóðum Val- gerðar á Baugsvegi í Skerjafirði og síðar í Urðarbakka í Breið- holti. Á þeim tíma voru húsbyggj- endur gjarnan allt í öllu, en dugnaður og samheldni þeirra Ingþórs og Völu fleytti þeim yfir alla þá hjalla sem á vegi hús- byggjenda verða. Til þeirra var alltaf gott að koma. Gestrisni og glaðvært viðmót mætti þeim sem þar áttu leið um. Fjölhæfir einstaklingar – eins og Ingþór – koma víða við og finna hæfileikum sínum farveg við fjölda starfa á langri starfs- ævi. Við kveðjumst nú með söknuði en þökkum Ingþóri þær mörgu minningar sem löng og farsæl kynni leiða af sér. Ég votta börnum Ingþórs og aðstandendum öllum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Sigvaldi Snær Kaldalóns. Í dag er kvaddur góður drengur og Kiwanisfélagi okkar til margra ára. Ingþór gekk í Kiwanisklúbb- inn Elliða árið 1972 og var einn af stofnfélögum, hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum innan Kiwanishreyfingarinnar var forseti Elliða árið 1974 til 1975, svæðisstjóri Þórssvæðis 1979 til 1980, umdæmisféhirðir 1981 til 1982, umdæmisstjóri um- dæmisins Ísland Færeyjar árið 2001 til 2002. Ingþór var glæsimenni, kurt- eis og þægilegur í allri um- gengni, við eigum margar góð- ar minningar um samverustundir með honum í gegnum árin þá sérstaklega meðan hann bjó enn á Reykja- víkursvæðinu en þrátt fyrir að hann flytti búsetu sína út á land hélt hann alltaf tryggð við sinn gamla klúbb og sótti fundi eftir því sem kostur var síðustu árin. Það voru sorgarfréttir sem bárust þegar okkur var til- kynnt að hann hefði verið flutt- ur fársjúkur á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann and- aðist laugardaginn 8.10. Við Elliða-félagar og eigin- konur okkar vottum börnum hans okkar dýpstu samúð og þökkum Ingþóri samfylgdina. F.h. Kiwanisklúbbsins Elliða, Guðmundur Heiðar Guðmundsson. Það kemur upp margt í huga manns þegar maður minnist Eddu eins og hún var oftast kölluð. Ég kynntist henni fyrir tæpum tuttugu árum síðan þar Hafdís Edda Eggertsdóttir ✝ Hafdís EddaEggertsdóttir fæddist í Reykjavík 12. október 1947. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans 8. október 2011. Útför Hafdísar fór fram frá Digra- neskirkju 17. októ- ber 2011. sem hún var í kristilegu hjálpar- starfi í Jerúsalem í samfélagi þar sem ég kom einnig. Það sem ég tók fyrst eftir var hennar mikla gleði, friður sem geislaði frá henni á samkom- um. Hún var ekki hrædd við að lyfta höndum og segja hallelúja, einnig dýrð sé Guði og amen, um leið sá maður hennar brosandi andlit sem lýsti hennar sannfærandi trú. Þessi trú var svo sönn og eðlileg. Ég hafði þá gleði að hafa Eddu með í þrem hóp- ferðum til Ísraels. Hún var alltaf svo hamingjusöm að geta verið stuttan eða lengri tíma í Jerúsalem. Það sem Edda þráði mest af öllu, var að vinir og ættingjar gætu öðl- ast þennan frið og gleði sem trúin var henni. Hún fór á samkomur þar sem hún fann samhljóm í þeirri trú sem var henni svo mikils virði. Edda fann sig heima í samfélaginu Vonarhöfn í Hafnarfirði, þar sem hún átti góða vini. Edda gerðist einnig samherji í Hjálpræðishernum í Reykja- vík, þar gat hún frjálslega lof- að frelsara sinn, einnig kraup hún oft þar við bænabekkinn. Eftir að Edda greindist með alvarlegan sjúkdóm, aftraði henni ekki að taka þátt í kristilegu hjálparstarfi á Lækjartorgi í Reykjavík um helgar, þar sem vegfarendum var boðið kaffi og um leið fengu tækifæri að segja frá hinum sanna friði og gleði sem getur gefið nýtt líf. Nokkuð oft hittumst við á kaffiveitingastöðum og hafði Edda mestan áhuga á að tala um Ísrael og hve hún þráði að fara þangað aftur. Til fyrir- heitna landsins var hennar mesta þrá, einnig að sem flest- ir gætu öðlast sanna trú. Margir sakna gleði hennar og kærleika. Hún átti trú sem kom fram í lífi hennar. Nú hef- ur Edda öðlast sanna hvíld. Ég trúi, að einn dag eigum við eft- ir að hitta Eddu þar sem hún verður framarlega í lofgerð- inni, sem ekki tekur enda. Þakka fyrir að hafa kynnst henni. Ólafur Jóhannsson. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Húsnæði íboði HERBERGI TIL LEIGU fyrir kvk. Eldhús og bað með þvottavél, nálægt Hlemmi. Uppl. í s. 661 5219. Geymslur Húsbílar, hjólhýsi, ferðavagnar og bílar Erum að opna geymsluhúsnæði á Suðurnesjum. Upphitað. Góð lofthæð. Sími 898 7820. Gónhóll Eyrarbakka mttp://www.gonholl.is Vetrargeymsla Geymdu gullin þín í Gónhól. Húsbíl-húsvagn-tjaldvagn o.fl. Skráðu sjálf/ur: http://www.gonholl.is Uppl. og pantanir í s. 771-1936. Til sölu Blekhylki og tónerar í flestar gerðir prentara, 50-70% ódýrari, öll hylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is, Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517-0150. Frysti- og kæliklefar til sölu Myndin sýnir stærð: 2 x 3 x 2,5 m. SENSON, sími 511-1616. senson@senson.is Rýmum! 30% afsláttur á vönduðum úrum. Þessa viku rýmum við fyrir nýjum úrum og seljum eldri úr með afslætti. Gríptu gæsina, eignastu vandað úr með 2ja ára ábyrgð. ERNA, Skipholti 3, s. 5520775, www.erna.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Bílaþjónusta SÖLUSKOÐANIR BIFREIÐA Ertu að kaupa bíl? Láttu fagmenn greina ástand hans áður en þú gengur frá kaupunum. Skoðunin kostar frá kr. 9.900. Ekki þarf mikið til að hún borgi sig margfalt. Fáðu aukna vissu í bílakaupin með söluskoðun Frumherja. Tímapantanir í síma 570 9090. Frumherji – örugg bifreiðaskoðun. Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Bílar aukahlutir BÍLAKERRA Bílavagn Árgerð 2008. Góð kerra með raf- magnsspili, skoðar skipti. Verð 990.000. Upplýsingar í síma 6952015. Bill.is 577-3777, Malarhöfða 2. Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir. Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is - s. 551 6488. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýju og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR ÁRNASONAR, Holtagerði 14, Kópavogi. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Salóme Gunnlaugsdóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, HALLDÓR BJARNASON, Stórakrika 1A, Mosfellsbæ, lést föstudaginn 7. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 19. október kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag langveikra barna. Fyrir hönd aðstandenda, Guðjón Pedersen, Oddur Örn Halldórsson, Bjarni Halldórsson, Kirstín Lára Halldórsdóttir, Lárus Halldórsson, Anna Dúna Halldórsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARÍU J. JAKOBSDÓTTUR, Víðivangi 12, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Jóhann G. Bergþórsson, Arnbjörg G. Björgvinsdóttir, Kristján G. Bergþórsson, Sóley Örnólfsdóttir, Bergþóra M. Bergþórsdóttir, Björn Sveinsson, Steindóra Bergþórsdóttir, Sæmundur Stefánsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og hlýju vegna fráfalls ástkærrar konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, SIGRÍÐAR LÖVE bókasafnsfræðings. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- heimilisins á Mörk fyrir einstaka hlýju og vinsemd. Jón Steingrímsson, Steingrímur Jónsson, Guðrún Olga Einarsdóttir, Þóra Jónsdóttir, Júlíus Lennart Friðjónsson, Vigdís Löve Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.