Morgunblaðið - 22.10.2011, Page 22
ÚR BÆJARLÍFINU
Jón Sigurðsson
Blönduós
Dr. Þór Jakobsson veðurfræð-
ingur hefur í gegnum tíðina reynst
Blönduósingum vinur í raun. Á
sunnudaginn var opnuð Þórsstofa
sem er vinnustofa og fundarsalur á
annarri hæð Kvennaskólans á
Blönduósi. Þar verða varðveitt
skjöl, bækur og ýmsir munir og
myndir frá dr. Þór sem hann hefur
nú ánafnað Háskólasetrinu á
Blönduósi.
Í kvöld á fyrsta vetrardegi verð-
ur mikið stuð á Blönduósi því hið
árlega Styrktarsjóðsball verður
haldið. Styrktarsjóður Húnvetninga
hefur verið til síðan 1974 og er til-
gangur sjóðsins að veita hér-
aðsbúum hjálp þegar óvænta erf-
iðleika ber að höndum. Það voru
nokkur félagasamtök á Blönduósi
og nágrenni sem stóðu að stofnun
sjóðsins og hefur æ síðan verið
haldinn árlegur stórdansleikur í fé-
lagsheimilinu til styrktar málefn-
inu. Hin síðari ár hafa stærstu fyr-
irtæki og stofnanir haldið
sameiginlega árshátíð fyrir ballið til
að efla andann og styrkja gott mál-
efni.
Aldrei hafa verið jafn mörg
börn á leikskólanum frá því hann
varð einsetinn. Reyndar voru álíka
mörg börn í skólanum í kringum
árið 1993 en þá voru þau ekki allan
daginn. Jóhanna G. Jónasdóttir
sagði í samtali við fréttaritara að
aldrei hefðu verið jafn mörg systk-
inapör en þau eru 16 í vetur. Ekki
er einhlít skýring á þessari aukn-
ingu en það er staðreynd að
Blönduósingum hefur verið að
fjölga síðustu misserin samkvæmt
opinberum heimildum.
Hvöt og Tindastóll verða ekki
með sameiginlegt knattspyrnulið í
fyrstu deildinni næsta sumar. Sam-
starfssamningurinn sem undirrit-
aður var fyrir ári síðan verður ekki
endurnýjaður og mun Tindastóll
taka sæti hins sameiginlega liðs í
deildinni á sumri komanda. Félögin
ætla engu að síður að eiga gott
samstarf áfram hvað varðar starf
yngri flokkanna. Ekki hefur verið
tekin ákvörðun um það að Hvöt frá
Blönduósi taki þátt í deildarkeppn-
inni á knattspyrnu á næsta ári.
Met hefur verðið sett í fjölda
sláturfjár hjá Sölufélagi A-Hún-
vetninga (SAH) nú í haust. Að sögn
Gísla Garðarssonar sláturhússtjóra
var búið að slátra 92.500 kindum í
gærkvöldi en áætlað er að slátra
104.000 kindum. Meðalvigt dilka er
nú um 16,2 kg og er það svipað og í
fyrra. Fallþungi dilka var hár fram-
an af sláturtíð en hefur fallið ört
seinni hlutann. Gísli sagði að hjá
SAH störfuðu um 100 manns og
væru 75% starfsfólks útlendingar
og Pólverjar þar í miklum meiri-
hluta. Gísli tók það jafnframt fram
að sjaldan eða aldrei hefði hann
haft jafn gott starfsfólk.
Sextán systkinapör í skólanum
Hvíld á klöppinni Sami selurinn hefur skemmt Blönduósingum um langa hríð með sundæfingum í Blöndu. Stundum
tekur hann sér hvíld á klöppinni fyrir neðan neðstu flúðirnar í ánni og nýtur sólarinnar og góða veðursins.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Krabbameinsfélag Íslands heldur Bleika boð-
ið í Hörpu fimmtudaginn, 27. október nk. Þar
mæta 1000 konur í fjölbreytta skemmtun, en
margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar
leggja sitt af mörkum til að gleðja gesti.
Miðasala fer fram á vefnum bleikabodid.is.
Ráðstefnu- og viðburðafyrirtækið Íslands-
mót sér um skipulagningu boðsins í Hörpu.
Norðlenskar konur þurfa ekki að örvænta því
að miðvikudagskvöldið 26. október verður
Bleika boðið haldið í Hofi á Akureyri. Þetta
er í fyrsta sinn sem boðið verður haldið á Ak-
ureyri og er það fyrir tilstuðlan verk-
efnastjóra Hofsins, Láru Sóleyjar Jóhanns-
dóttur. Miðar á Bleika konukvöldið á
Akureyri fást í Hofi og á vefnum menningarhus.is.
„Konur hafa sýnt ótrúlegan samtakamátt í baráttunni gegn krabbamein-
um og viljum við þakka þeim stuðninginn með því að skemmta okkur vel
saman,“ segir Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins.
Konur skemmta sér saman í Hörpu og Hofi
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011
Samtök atvinnulífsins, UNDP í
Kaupmannahöfn, Íslandsstofa og
Þekkingarsetur um samfélags-
ábyrgð fyrirtækja efna til morgun-
verðarfundar og námskeiðs um
samfélagsábyrgð þriðjudaginn 25.
október kl. 8.30 á Grand Hótel
Reykjavík. Leitað verður svara við
því hvernig samfélagsábyrgð í
rekstri geti opnað ný við-
skiptatækifæri og aukið veltu fyr-
irtækja.
Frummælendur eru Helle Johan-
sen, sérfræðingur á skrifstofu þró-
unaráætlunar Sameinuðu þjóðanna
í Kaupmannahöfn (UNDP), Jacob
Stokkebye, eigandi danska sjávar-
útvegsfyrirtækisins Butleŕs Choice
og Anna Björk Bjarnadóttir, fram-
kvæmdastjóri tæknisviðs Símans .
Fundur um sam-
félagslega ábyrgð
Nú styttist í það að varðskipið Þór
komi til Íslands í fyrsta sinn. Skipið
siglir nú frá Halifax í Kanada til Ís-
lands. Vestmannaeyjar verða fyrsti
viðkomustaður varðskipsins sem
mun leggja að bryggju þar mið-
vikudaginn 26. október nk. Þar
verður skipið til sýnis milli kl. 14 og
20 og allir eru boðnir hjartanlega
velkomnir um borð.
Fram kemur á vef LHG að þegar
komið verður til Vestmannaeyja
eigi skipið að baki sjö þúsund sjó-
mílna siglingu frá Concepcion í
Síle. Siglt hafi verið af stað 28. sept-
ember en síðan hafi Þór farið um
þrjár heimsálfur á þremur árstíð-
um. Farið hafi verið frá Síle að vori,
um Panamaskurð að sumri og siglt
að hausti gegnum Boston og Hali-
fax, yfir Norður-Atlantshafið og
inn í veturinn á Íslandi. Þór leggst
að Miðbakka Reykjavíkurhafnar
fimmtudaginn 27. október nk. kl.
14. Skipið verður til sýnis almenn-
ingi föstudag til sunnudags. Allir
landsmenn eru boðnir velkomnir
um borð.
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Nýtt Þegar Þór kemur til Vestmannaeyja á skipið að baki sjö þúsund sjómílna siglingu.
Varðskipið Þór kemur til landsins á
miðvikudag og verður almenningi til sýnis
Íslenska vitafélagið - félag um ís-
lenska strandmenningu vill hvetja
til þess að áfram verði gert ráð fyr-
ir dráttarbraut á Slippsvæðinu í
Reykjavík. Ályktun þess efnis var
samþykkt á á stjórnarfundi nýlega.
Nú stendur yfir endurskoðun á
deiliskipulagi svæðisins. Félagið
segir að gildandi skipulag feli í sér
mistök á mistök ofan. Mikilvægast
sé að leiðrétta mælikvarða byggð-
arinnar sem sé í ósamræmi við
byggðamynstur gamla vesturbæj-
arins.
Þá harmar félagið að ekki hafi
verið gert ráð fyrir dráttarbraut
tengdri Víkinni - sjóminjasafni höf-
uðborgarinnar. Sú dráttarbraut,
Daníelsslipurinn, hafi verið til stað-
ar en aflögð einhverra hluta vegna.
„Varðveisla báta og bátamenn-
ing hlýtur að tengjast því að hafa
einnig slipp. Þetta er raunin á Ísa-
firði og Siglufirði þar sem gömlu
dráttarbrautirnar hafa fengið nýtt
hlutverk og svo mun brátt einnig
verða á Seyðisfirði,“ segir í álykt-
uninni.
Morgunblaðið/Frikki
Slippurinn Starfsemin þar hefur haft mik-
ið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn.
Vilja að dráttar-
brautin verði áfram
Ríkissaksóknari hefur sent frá sér
tilkynningu um að hann hafi sett á
heimasíðu sína dóm Hæstaréttar í
máli nr. 214/1978.
Um er að ræða svonefnd Guð-
mundar- og Geirfinnsmál þar sem
lesa má bæði dóm Sakadóms
Reykjavíkur og Hæstaréttar í saka-
málinu. Dómur Hæstaréttar féll í
febrúar 1980.
Fram kemur í tilkynningu ríkis-
saksóknara að þetta sé gert „vegna
mikillar, og stundum villandi, um-
fjöllunar um svonefnt Guðmundar-
og Geirfinnsmál“.
Slóðin á heimasíðuna er
www.rikissaksoknari.is.
Ríkissaksóknari
birtir dóm í
umdeildu máli
STUTT
Þórsteinssjóður auglýsir eftir umsóknum
Ákveðið hefur verið að veita styrki úr Þórsteinssjóði á árinu 2011.
Tilgangur Þórsteinssjóðs er í fyrsta lagi að styrkja blinda og sjónskerta stúdenta til náms við
Háskóla Íslands.
Í öðru lagi er markmið sjóðsins að efla rannsóknir, einkum í félags- og hugvísindum, sem
aukið geta þekkingu á blindu og skertri sýn.
Umsóknarfrestur er til 14. nóvember 2011.
Í ár verða veittir námsstyrkir til blindra eða sjónskertra stúdenta sem stunda nám eða hyggja
á nám við Háskóla Íslands á skólaárinu 2011–2012.
Einnig verða veittir styrkir til rannsókna í félags- og hugvísindum, sem falla að markmiðum
sjóðsins.
Heildarfjárhæð úthlutaðra styrkja er að hámarki tvær milljónir króna.
Frekari upplýsingar um styrkveitingu og úthlutun er að finna á vefslóðinni: www.sjodir.hi.is
og hjá Björgu Magnúsdóttur, verkefnisstjóra Styrktarsjóða Háskóla Íslands, sjodir@hi.is, sími
525-4219.
Styrkir til rannsókna og námsstyrkir til
blindra og sjónskertra stúdenta
STYRKTARSJÓÐIR
STYRKTARSJÓÐIR
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
11
29
07