Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 22
ÚR BÆJARLÍFINU Jón Sigurðsson Blönduós Dr. Þór Jakobsson veðurfræð- ingur hefur í gegnum tíðina reynst Blönduósingum vinur í raun. Á sunnudaginn var opnuð Þórsstofa sem er vinnustofa og fundarsalur á annarri hæð Kvennaskólans á Blönduósi. Þar verða varðveitt skjöl, bækur og ýmsir munir og myndir frá dr. Þór sem hann hefur nú ánafnað Háskólasetrinu á Blönduósi.    Í kvöld á fyrsta vetrardegi verð- ur mikið stuð á Blönduósi því hið árlega Styrktarsjóðsball verður haldið. Styrktarsjóður Húnvetninga hefur verið til síðan 1974 og er til- gangur sjóðsins að veita hér- aðsbúum hjálp þegar óvænta erf- iðleika ber að höndum. Það voru nokkur félagasamtök á Blönduósi og nágrenni sem stóðu að stofnun sjóðsins og hefur æ síðan verið haldinn árlegur stórdansleikur í fé- lagsheimilinu til styrktar málefn- inu. Hin síðari ár hafa stærstu fyr- irtæki og stofnanir haldið sameiginlega árshátíð fyrir ballið til að efla andann og styrkja gott mál- efni.    Aldrei hafa verið jafn mörg börn á leikskólanum frá því hann varð einsetinn. Reyndar voru álíka mörg börn í skólanum í kringum árið 1993 en þá voru þau ekki allan daginn. Jóhanna G. Jónasdóttir sagði í samtali við fréttaritara að aldrei hefðu verið jafn mörg systk- inapör en þau eru 16 í vetur. Ekki er einhlít skýring á þessari aukn- ingu en það er staðreynd að Blönduósingum hefur verið að fjölga síðustu misserin samkvæmt opinberum heimildum.    Hvöt og Tindastóll verða ekki með sameiginlegt knattspyrnulið í fyrstu deildinni næsta sumar. Sam- starfssamningurinn sem undirrit- aður var fyrir ári síðan verður ekki endurnýjaður og mun Tindastóll taka sæti hins sameiginlega liðs í deildinni á sumri komanda. Félögin ætla engu að síður að eiga gott samstarf áfram hvað varðar starf yngri flokkanna. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það að Hvöt frá Blönduósi taki þátt í deildarkeppn- inni á knattspyrnu á næsta ári.    Met hefur verðið sett í fjölda sláturfjár hjá Sölufélagi A-Hún- vetninga (SAH) nú í haust. Að sögn Gísla Garðarssonar sláturhússtjóra var búið að slátra 92.500 kindum í gærkvöldi en áætlað er að slátra 104.000 kindum. Meðalvigt dilka er nú um 16,2 kg og er það svipað og í fyrra. Fallþungi dilka var hár fram- an af sláturtíð en hefur fallið ört seinni hlutann. Gísli sagði að hjá SAH störfuðu um 100 manns og væru 75% starfsfólks útlendingar og Pólverjar þar í miklum meiri- hluta. Gísli tók það jafnframt fram að sjaldan eða aldrei hefði hann haft jafn gott starfsfólk. Sextán systkinapör í skólanum Hvíld á klöppinni Sami selurinn hefur skemmt Blönduósingum um langa hríð með sundæfingum í Blöndu. Stundum tekur hann sér hvíld á klöppinni fyrir neðan neðstu flúðirnar í ánni og nýtur sólarinnar og góða veðursins. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Krabbameinsfélag Íslands heldur Bleika boð- ið í Hörpu fimmtudaginn, 27. október nk. Þar mæta 1000 konur í fjölbreytta skemmtun, en margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar leggja sitt af mörkum til að gleðja gesti. Miðasala fer fram á vefnum bleikabodid.is. Ráðstefnu- og viðburðafyrirtækið Íslands- mót sér um skipulagningu boðsins í Hörpu. Norðlenskar konur þurfa ekki að örvænta því að miðvikudagskvöldið 26. október verður Bleika boðið haldið í Hofi á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið verður haldið á Ak- ureyri og er það fyrir tilstuðlan verk- efnastjóra Hofsins, Láru Sóleyjar Jóhanns- dóttur. Miðar á Bleika konukvöldið á Akureyri fást í Hofi og á vefnum menningarhus.is. „Konur hafa sýnt ótrúlegan samtakamátt í baráttunni gegn krabbamein- um og viljum við þakka þeim stuðninginn með því að skemmta okkur vel saman,“ segir Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins. Konur skemmta sér saman í Hörpu og Hofi 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 Samtök atvinnulífsins, UNDP í Kaupmannahöfn, Íslandsstofa og Þekkingarsetur um samfélags- ábyrgð fyrirtækja efna til morgun- verðarfundar og námskeiðs um samfélagsábyrgð þriðjudaginn 25. október kl. 8.30 á Grand Hótel Reykjavík. Leitað verður svara við því hvernig samfélagsábyrgð í rekstri geti opnað ný við- skiptatækifæri og aukið veltu fyr- irtækja. Frummælendur eru Helle Johan- sen, sérfræðingur á skrifstofu þró- unaráætlunar Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn (UNDP), Jacob Stokkebye, eigandi danska sjávar- útvegsfyrirtækisins Butleŕs Choice og Anna Björk Bjarnadóttir, fram- kvæmdastjóri tæknisviðs Símans . Fundur um sam- félagslega ábyrgð Nú styttist í það að varðskipið Þór komi til Íslands í fyrsta sinn. Skipið siglir nú frá Halifax í Kanada til Ís- lands. Vestmannaeyjar verða fyrsti viðkomustaður varðskipsins sem mun leggja að bryggju þar mið- vikudaginn 26. október nk. Þar verður skipið til sýnis milli kl. 14 og 20 og allir eru boðnir hjartanlega velkomnir um borð. Fram kemur á vef LHG að þegar komið verður til Vestmannaeyja eigi skipið að baki sjö þúsund sjó- mílna siglingu frá Concepcion í Síle. Siglt hafi verið af stað 28. sept- ember en síðan hafi Þór farið um þrjár heimsálfur á þremur árstíð- um. Farið hafi verið frá Síle að vori, um Panamaskurð að sumri og siglt að hausti gegnum Boston og Hali- fax, yfir Norður-Atlantshafið og inn í veturinn á Íslandi. Þór leggst að Miðbakka Reykjavíkurhafnar fimmtudaginn 27. október nk. kl. 14. Skipið verður til sýnis almenn- ingi föstudag til sunnudags. Allir landsmenn eru boðnir velkomnir um borð. Ljósmynd/Landhelgisgæslan Nýtt Þegar Þór kemur til Vestmannaeyja á skipið að baki sjö þúsund sjómílna siglingu. Varðskipið Þór kemur til landsins á miðvikudag og verður almenningi til sýnis Íslenska vitafélagið - félag um ís- lenska strandmenningu vill hvetja til þess að áfram verði gert ráð fyr- ir dráttarbraut á Slippsvæðinu í Reykjavík. Ályktun þess efnis var samþykkt á á stjórnarfundi nýlega. Nú stendur yfir endurskoðun á deiliskipulagi svæðisins. Félagið segir að gildandi skipulag feli í sér mistök á mistök ofan. Mikilvægast sé að leiðrétta mælikvarða byggð- arinnar sem sé í ósamræmi við byggðamynstur gamla vesturbæj- arins. Þá harmar félagið að ekki hafi verið gert ráð fyrir dráttarbraut tengdri Víkinni - sjóminjasafni höf- uðborgarinnar. Sú dráttarbraut, Daníelsslipurinn, hafi verið til stað- ar en aflögð einhverra hluta vegna. „Varðveisla báta og bátamenn- ing hlýtur að tengjast því að hafa einnig slipp. Þetta er raunin á Ísa- firði og Siglufirði þar sem gömlu dráttarbrautirnar hafa fengið nýtt hlutverk og svo mun brátt einnig verða á Seyðisfirði,“ segir í álykt- uninni. Morgunblaðið/Frikki Slippurinn Starfsemin þar hefur haft mik- ið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn. Vilja að dráttar- brautin verði áfram Ríkissaksóknari hefur sent frá sér tilkynningu um að hann hafi sett á heimasíðu sína dóm Hæstaréttar í máli nr. 214/1978. Um er að ræða svonefnd Guð- mundar- og Geirfinnsmál þar sem lesa má bæði dóm Sakadóms Reykjavíkur og Hæstaréttar í saka- málinu. Dómur Hæstaréttar féll í febrúar 1980. Fram kemur í tilkynningu ríkis- saksóknara að þetta sé gert „vegna mikillar, og stundum villandi, um- fjöllunar um svonefnt Guðmundar- og Geirfinnsmál“. Slóðin á heimasíðuna er www.rikissaksoknari.is. Ríkissaksóknari birtir dóm í umdeildu máli STUTT Þórsteinssjóður auglýsir eftir umsóknum Ákveðið hefur verið að veita styrki úr Þórsteinssjóði á árinu 2011. Tilgangur Þórsteinssjóðs er í fyrsta lagi að styrkja blinda og sjónskerta stúdenta til náms við Háskóla Íslands. Í öðru lagi er markmið sjóðsins að efla rannsóknir, einkum í félags- og hugvísindum, sem aukið geta þekkingu á blindu og skertri sýn. Umsóknarfrestur er til 14. nóvember 2011. Í ár verða veittir námsstyrkir til blindra eða sjónskertra stúdenta sem stunda nám eða hyggja á nám við Háskóla Íslands á skólaárinu 2011–2012. Einnig verða veittir styrkir til rannsókna í félags- og hugvísindum, sem falla að markmiðum sjóðsins. Heildarfjárhæð úthlutaðra styrkja er að hámarki tvær milljónir króna. Frekari upplýsingar um styrkveitingu og úthlutun er að finna á vefslóðinni: www.sjodir.hi.is og hjá Björgu Magnúsdóttur, verkefnisstjóra Styrktarsjóða Háskóla Íslands, sjodir@hi.is, sími 525-4219. Styrkir til rannsókna og námsstyrkir til blindra og sjónskertra stúdenta STYRKTARSJÓÐIR STYRKTARSJÓÐIR PI PA R\ TB W A • SÍ A • 11 29 07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.