Teningur - 01.05.1988, Page 5
BERGLIND GUNNARSDOTTIR
CÉSAR VALLEJO: STRAUMAR SEM ALDREI SÆTTAST
Stundum langar mann a6 snúa tilbaka
aö elska, aðfara ekki burt
og mann langar stundum aðdeyja
velktur í hafróti mótdrægra strauma
sem aldrei sættast.
Kvæðið Los anillos fatigados er að
finna í fyrstu Ijóðabók Césars Vallejo
frá Perú, Los heraldos negros, eða
Sendiboöarnir svörtu. Og segir raunar
margt um það sem lesið veröur í Ijóði
um þetta skáld sem er eitt af merkustu
Ijóðskáldum Rómönsku Ameríku á
tuttugustu öldinni. Og jafnframt eitt hið
nútímalegasta. En hið nútímalega í
Ijóðum hans, hið frumlega og hið
sérstæða býr umfram allt í málfarinu,
nýstárlegum tökum hans á tungu-
málinu. Vallejo tilheyrir la vanguardía,
eöa framúrstefnuskáldum á fyrri hluta
aldarinnar þar sem viðhorf skáldanna
til hefðarinnar og fortíöarinnar er
litað kaldhæðni og þau hafa orðið að
skapa nýtt skáldamál og stytta þannig
vegalengdina milli Ijóðsins og lesand-
ans.
I Sendiboðunum svörtu, sem út kom
áriö 1918, er Vallejo undir sterkum
áhrifum frá módernismanum og
Ruben Darío, orðflúri hans og
framandlegu myndmáli, og tónninn
mjög melankólskur.
En svo veröa Ijóð Vallejos persónulegri
og hans eigin stíll mótast. Og raunar er
bókin semáeftirkemur, Trilce,gerólík,
svo ótrúlegt virðist að sami maður skuli
hafa staöiö þar að verki. Hún er
nýstárlegust af bókum Vallejos, Ijóðin
eru mörg lokuð og illskiljanleg,
súrrealísk, löngu áður en slíkt þekktist í
Perú, Vallejo verður þar jafnvel á
undan súrrealistunum frönsku (bókin
kom út árið 1922). Og upp frá þessu er
Ijóðheimur hans lokaður, en svo
persónulegur, sársaukafullur og nak-
inn að nálgast harðneskju. Og hann
bútar í sundur spænska tungu þannig
að annað eins hafði aldrei áður sést
eða heyrst. Öllu öryggi, sérhverri
fullvissu er kastað á glæ og Vallejo
berst við að segja í Ijóðum sínum það
sem ógerlegt er að tjá í oröum,
sundraöur af miskunnarlausum og
mótdrægum straumum tilverunnar.
Mann langar í risastóran koss
sem kremur sundur lífið
og endar í logandi afrískri kvöl
sjálfsmyröir!
César Vallejo fæddist áriö 1892 í
smábænum Santiago de Chuco, sem
er uppi í Andesfjöllum í noróurhluta
Perú. Hann var af spænskum og
indiánskum uppruna, cholo, eins og
það er kallað. Vallejo var yngstur af
börnum í stórri fjölskyldu sem var
sæmilega efnum búin, hélt fast saman
og hafði fornar hefðir í heiðri. Hann var
sendur til náms í háskóla í nálægri
borg, þar sem hann lauk prófi í tungu-
málum og bókmenntum. Síöan hélt
hann til höfuðborgarinnar Lima þar
sem hann leitaði fyrir sér um starf,
einkum kennslu.
Bróðir hans, Miguel, sem haföi verið
honum mjög kær, deyr áriö 1915, og
stuttu síðar móðir hans. Heimilið og
kirkjan höfðu lagt sterkan grunn í lífi
hans á unga aldri og hann var mjög
tengdur móður sinni. Þessum grunni
var nú skyndilega kippt undan fótum
hans. í höfuðborginni Lima vegnar
honum ekki sem best, hann nær ekki
að fóta sig í tilverunni og ástar-
sambönd hans fara út um þúfur.
Einsemd hrjáir hann og smám saman
skapast með honum sterk kennd um
tilgangsleysiö semfylgirmanninumfrá
vöggu til grafar, þar sem ekkert virðist
styðja líf hans neinum rökum nema eilíf
framrás lífsins. Að vaxa upp jafngildir
því að standa á þröskuldinum á inni-
haldslausum heimi hinnafullorðnu.
í júlí 1920 fór Vallejo í stutta heimsókn
til fæðingarbæjar síns, en þá voru þar
hátíðarhöld á dýrlingsdegi bæjarins.
Út brutust illdeilurog áflog, einn maður
var drepinn og skemmdir urðu á
eignum. Vallejo vardreginn inn í málið
og fór svo að hann var sakaöur um að
bera ábyrgð á því sem gerðist. Hann
varumtíma í felum hjá vinum sínum en
náðist er hann ætlaði að skipta um
skjólshús og sat síðan í fangelsi í þrjá
mánuði. Sekt hans varð þó aldrei
sönnuð, bak við þennan dapurlega
atburð bjuggu eldgamlar væringar og
óvinskapur fjölskyldna í þessu ein-
angraða og þrönga samfélagi Andes-
fjallanna. Fyrir hann sjálfan varð
fangavistin mikið áfall og þremur árum
síðar fór Vallejo alfari til Evrópu og
settist að í París. Hann sneri aldrei
aftur til Perú, þó svo uppruni hans
hafi alla tíö búið með honum og sett
skýrlega mark sitt á skáldskap hans.
3