Teningur - 01.05.1988, Síða 7
leikur sér að orðunum eins og drengur
sem tekur í sundur leikföng sín þartil
hann eyðileggurþau.
Það er engin skynsemi til í hinum ytri
heimi, milli hans og tilfinninga
mannsins er óyfirstíganlegt hyldýpi
sem ekkertfær brúað nema kvölin sem
fylgir honum hvert sem hann fer.
Þessa bölsýnu lífsskoðun undirstrikar
Vallejo enn frekar í næstu Ijóðabók
sinni, Poemas humanos, eða Ijóðun-
um um manninn. Þar fellur aðal-
áherslan á sterilt og firrt líf mannsins í
stórborginni, smæð hans og valdleysi
þrátt fyrir mannfjöldann, fátæktina,
óttann og einsemdina sem sífellt ógna
honum.
Þessi Ijóö yrkir Vallejo í París, hann
kemurþangaðá millistríðsárunum, lífið
hefur ekki fallið í sömu skorður og fyrr
°9 kreppan mikla er í uppsiglingu. í
borginni ríkir örbirgð og vaxandi
atvinnuleysi, vaxandi einsemd, vax-
andi tómlæti. Vallejo er peningalaus
Þegar hann fer til Evrópu og býr við
miklar þrengingar í þessari háborg
Hstanna, einkum þó fyrstu árin. Seinna
meir fór hann að skrifa um bókmenntir í
hlöö sem gefin voru út af rómansk-
amerískum innflytjendum, en þeir voru
fjölmennir í París. Hann giftist svo
franskri stúlku, Georgette.
Nýkominn til Parísar^þvælist hann úr
einum íverustaö í annan, sefur
stundum í almenningsgörðum, borðar
eintómar kartöf lur. Sagt er að hann haf i
komið sér upp sérstökum aðferðum til
aö komast betur af með það litla sem
bann hafði; hann forðaðist að setjast
hiður til aö slíta síður frakka sínum og
bafði eitthvert ákveðið lag á því aðfara
ut úr metró (þar svaf hann einnig
stundum) þannig að hann hlíföi skóm
sínum!
þótt þungt sé í Vallejo (h)ljóöið um
hlveruna tekst honum að gera sína
ei9in kvöl að algildum sannleika
^onnsins í nútímalífi borgarinnar.
Sjálfur skrifaöi hann á þessa leið: „Það
vel kunnugt að því persónu-
oundnara sem næmi listamannsins er
Peim mun algildara og sameigin-
legra veröurverk hans.“ Og þó svo Ijóð
hans séu oft bitur og örvæntingarfull
hefur Vallejo einnig til að bera ríka
samúð með manninum en hún á rætur
sínar í djúpri skynjun hans á þján-
ingunni og er líklegast að einhverju
leyti arfur frá hans trúarlegu mótun í
bernsku.
Vallejo er því langt í frá að vera
einfaldur, þvert á móti er hann mjög
samsettur og jafnvel mótsagna-
kenndur, býr yfir allskyns togstreitu.
Hann tjáir kaldranalega hart vonleysið
á einum stað og síðan blessar hann
eins og Kristur allt sem lifir og dregur
andann og þjáist. Eða eins og hin eilífa
mater dolorosa sem grætur yfir
börnum sínum. Hann blessar jafnvel
hina ríku, - en Vallejo gerðist kommún-
isti á Parísarárum sínum þótt Ijóð hans
séu ekki pólitísk að því leyti aö þau eru
engin herhvöt, þar er ekki að finna
bjartsýna þróunarhyggju marxismans.
Heldur eru þau fyrst og f remst nakin og
persónuleg, og geta sem slík orðið
mjög nærgöngul lesandanum. Auk
þess bregða þau upp lifandi mynd af
vissum aðstæðum, hugmyndum og
kenndum þessa tímaskeiðs.
En það er ekki síst meðferðin á tungu-
málinu og óvænt samhengi hlutanna
sem gerir Ijóð Vallejos svo merkileg og
sterk, auktilfinningarinnar sem ereins
og stríóur flaumur; Ijóðin eru það sem
þau lýsa. Og það sýnir frábært næmi
hans og f rumleik að áhugi bókmennta-
manna hefur aukist jafnt og þétt á
þessu perúska skáldi allrasíðustu ára-
tugina og enn eru menn að uppgötva
eitthvað nýtt í fórum hans. Hann var þó
ekki mikils metinn á sinni tíð og svo fór
að Poemas humanos var gefin út að
honum látnum, ásamt síöustu Ijóðum
hans sem saman bera heitið: Spánn,
tak frá mérþennan kaleik.
Þau Ijóð greina frá borgarastríðinu á
Spáni og enn tekst Vallejo að skapa
algildan og Ijóörænan sannleika um
baráttu mannsins og fórnir. Þar verður
goösagan lifandi: lífið berst við
dauðann, allt gjörvallt mannkyniðberst
við dauöann í einni allsherjar einingu,
þar verður útópían að veruleika,
paradís mannsins endurheimt:
Og aöeins dauðinn mun deyja!
Einn af þeim mörgu sem hafa skrifaö
um Vallejo, Guillermo Sucre, segir í
þessu sambandi: „Af þeim sem
skrifuðu um þetta efni er Vallejo einn af
fáum sem litu á spænska stríðið sem
eitthvað meira en pólitíska og hug-
myndafræöilega baráttu: það varð um
leið sannverðugt og algilt drama
andans og okkar tíma.“
Árin 1936-38 fer Vallejo hamförum í
yrkingum, þá verðurtil stærstur hlutinn
af Poemas humanos og Spánarljóöin.
Að vorlagi 1938 leggst hann veikur,
það var ári fyrir endalok spænska
borgarastríðsins en þegar fyrirséð um
dapurlegan endi þess. César Vallejo
deyr þetta vor, en dánarorsök er
ókunn. T alið var að Spánarstríðið hefði
oröið honum að aldurtila ásamt
langvinnri vannæringu.
Og þegar gagnaugað slær sinn
þunga taktfasta slátt
þegar svíóurundan svefni
hnífseggjarinnar
langar mann að eiga athvarf
í þessu Ijóöi.
5