Teningur - 01.05.1988, Page 8

Teningur - 01.05.1988, Page 8
CÉSAR VALLEJO LJÓÐ ÚR LOS HERALDOS NEGROS, TRILCE OG POEMAS HUMANOS HRINGRÁS ÞREYTUNNAR Stundum langar mann að snúa tilbaka að elska, að fara ekki burt og mann langar stundum að deyja velktur í hafróti mótdrægra strauma sem aldrei sættast. Mann langar í risastóran koss sem kremur sundur lífið og endar í logandi afrískri kvöl sjálfsmyrðir! Langar til að..langa ekki til neins. Herra, ég bendi á þig bannfærandi fingri mínum: stundum langar mann að hafa fæðst án hjarta. Vorið kemur aftur, þaö kemur og fer. Og guð sem álútur gengur sinn veg síendurtekinn í tímans eilífu rás fetar einstigi með hryggsúlu alheimsins á herðum sér. Og þegar gagnaugaö slær sinn þunga taktfasta slátt þegar svíður undan svefni hnífseggjarinnar langar mann að eiga athvarf í þessu Ijóði. Úr Los heraldos negros Berglind Gunnarsdóttir þýddi 6

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.