Teningur - 01.05.1988, Síða 11

Teningur - 01.05.1988, Síða 11
BIKARINN SVARTI Nóttin er bikar af illu. Yfirborðið ristir lögreglublístur líkt og titrandi prjónn. Heyrðu mig, gálan mín, af hverju er aldan sú enn þá svört og ég að fuðra, fyrst þú ert farin? Úti í skugga jarðar liggja bríkur líkbaranna. Og heyrðu mig, gálan mín, þú kemur aldrei aftur. Hold mitt, það syndir, syndir bikar myrkranna og enn setjast sorgir að mér, og holdiö syndir þar um líkt og í hjartafenjum konu. Stjarnkol... þurrt af núningi finn ég leirduftið falla í mig yfir gagnsætt lótusblómið. Og heyrðu. Þetta hold sem er eintóm skynjun það lifir fyrir þig. Og hafðu það, kona! Þess vegna, svarti bikar! núna fyrst þú ert farin kúri ég mig í duftið, og þuklar um hold mitt frekari löngun til drykkjar. Úr Los heraldos negros Sigfús Bjartmarsson þýddi

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.