Teningur - 01.05.1988, Blaðsíða 16

Teningur - 01.05.1988, Blaðsíða 16
PÍSLARHJÓL ÞESS SEM HUNGRAR Milli tannanna gufa ég út hljóöandi, engist, missi niður um mig buxumar... Maginn tæmist, iðrin tæmast, úr tönnunum stagar mig örbirgðin með oddinn fastan í erminni. Stein til að hvíla beinin,- engan handa mér núna? Jafnvel ásteytingarsteininn af konu fæddan, móður lambsins, orsökinni, rótinni, ekki heldur handa mér núna? Þá að minnsta kosti hinn sem álútur fór um sál mína! Þá aö minnsta kosti þann kalkaða eða þann vesæla (miskunnsama haf) eða þann sem nú er einskis nýtur meira að segja að kasta í manninn, þennan, gef mér hann núna! Þá að minnsta kosti þann sem fannst einn á alfaraleið við móögun, þennan, gef mér hann núna! Þá að minnsta kosti þann sem var kvalinn og krýndur og bergmálar aðeins einu sinni fótatak hreinnar samvisku, eða þá alla vega hinn sem var þeytt í réttum boga og fellur af sjálfu sér til marks um miðjuna sönnu, þennan, gef mér hann núna! Brauðbita, - ekki heldur handa mér núna? Ég þarf ekki lengur að vera sá sem ég alltaf á að vera, en gef mér stein til að hvíla beinin en gef mér vinsamlegast, brauðtil að hvíla beinin en gef mér á Spænsku að lokum þó eitthvað, að drekka, eta, lifa, hvílast og síðan skal ég koma mér... Ég finn eitthvað undarlegt að lögun, mjög slitin og skítug er skyrtan mín og nú á ég ekkert, þetta er hryllingur. Úr Poemas humanos Gunnar Harðarson þýddi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.