Teningur - 01.05.1988, Page 17

Teningur - 01.05.1988, Page 17
ÉG ÆTLA AÐ TALA UM VONINA Ég finn ekki til þessa sársauka sem César Vallejo. Núna þjáist ég ekki sem listamaður eða maður og ekki einu sinni sem lifandi vera. Ég finn ekki til þessa sársauka sem kaþólikki eða múhameðstrúarmaður og ekki heldur sem guð- leysingi. í dag þjáist ég aðeins. Þótt ég héti ekki César Vallejo fyndi ég samt til þessa sama sársauka. Þótt ég væri ekki listamaðurfyndi ég til hans samt. Þótt ég væri ekki maður og ekki einu sinni lifandi vera fyndi ég til hans samt. Þótt ég væri ekki kaþólikki guðleysingi né múhameðstrúarmaður fyndi ég til hans samt. í dag þjáist ég frá neðsta grunni. í dag þjáist ég aðeins. Núna finn ég til án nokkurrar skýringar. Sársauki minn er svo djúpur að engin ástæöa er fyrir honum og hann skortir heldur ekki ástæðu. Hver skyldi vera ástæða hans? Hvar finn ég það sem er svo mikilvægt að það hefur hætt að vera ástæöa hans? Ekkert er ástæða hans, ekkert hefur getað hætt að vera ástæða hans. Fyrir hvern hefur fæðst þessi sársauki, fyrir sjálfan sig? Sársauki minn býr í norðanvindinum og sunnanvindinum eins og hvorugkynseggin sem sumir sjaldgæfir fuglar verpa upp í vindinn. Þótt unnusta mín dæi væri sársauki minn samur. Þótt þeir skæru mig þvert á háls væri sársauki minn samur. Þótt lífið væri í stuttu máli sagt ööruvísi væri sársauki minn samur. í dag þjáist ég frá efstu lögum. í dag þjáist ég aðeins. Ég horfi á þjáningu sveltandi manns og ég sé að hungur hans er víðsfjarri sársauka mínum; eins og þótt ég fastaöi þar til ég dæi myndi samt spretta í þaö minnsta grastó á gröf minni. Sama er að segja um ástfangna manninn! Hve blóð hans ólgar af frjósemi, gagnstætt mínu sem á sér engin upptök og miðlar engu! Þar til nú hélt ég að öll fyrirbæri alheims væru óhjákvæmilega foreldrar og börn. En þannig er því varið að sársauki minn er hvorki faðir né sonur. Hann skortir bak fyrir nóttina á sama hátt og brjóst hans er of stórt fyrir dagrenninguna og þótt þeir létu hann inn í dimmt herbergi þá bæri hann enga birtu og þótt þeir létu hann inn í uppljómað herbergi myndi hann engum skugga varpa. í dag þjáist ég hvað sem á dynur. í dag þjáist ég aöeins. Úr Poemas humanos Berglind Gunnarsdóttir þýddi 15

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.