Teningur - 01.05.1988, Page 25

Teningur - 01.05.1988, Page 25
SIGURLAUG GUNNLAUGSDOTTIR BYLTING ER FÆÐING LJÓSSINS Það sem hér fer á eftir eru kaflar úr viðtali sem birtist upphaflega í apríl 1985, í El Caimán Barbudo (Skeggj- aöa krókódílnum), bókmenntatímariti sem kemur út á Kúbu. íslenska þýð- ingin er byggð á enskri útgáfu viðtalsins í tímaritinu New Inter- national: A Magazine of Marxist Politics and Theory 1987. Viðtalið tók Bernardo Marqués, en viðmælandi hans, Tomas Borge, er innanríkis- ráðherra í Nicaragua, en hann var meðal stofnenda Þjóðfrelsisfylkingar Sandinista árið 1961. í heild sinni snýst samtal Borge og Marqués um samspil menningar og samfélags, eða öllu heldur sið- menningar og stéttabaráttu. Ritstjórn Tenings hefur heimilað mér að birta rúmlega það sem snýr að menningar- málum, en ég vildi reyna að hala inn það forskot sem borgarastéttin á íslandi hefur í umfjöllun um menninar- viðburði í Mið-Ameríku og Karíba- hafinu. Það er slæmt fyrir mína stétt að borgarastéttin ein skuli til dæmis túlka leiklistarhátíó í Havana á Kúbu. Fyrir vinnandi stéttir er lífs- spursmál að skilja að byltingarnar sem eiga sér staö fyrir framan nefið á okkur eru ekki skrípaleikur heldur menningarviöburöir og inngangur að framtíðinni. Þú sagóir fyrir nokkrum árum í Bluefields að með söngva eins og Carlos Mejia Godoy semur hefóu Nicaraguanar ekki getað komist hjá Því að gera byltingu. í þessari staðhæfingu felst að listum sé einnig ætlað byltingarsinnað hlutverk. Má ég biðja þig að skýra þetta. Ég sé sterk gagnkvæm tengsl milli byltingarog lista. Tónlist Carlos Mejía Godoy virkaði eins og sveit baráttuliöa í vitund Nicaraguana, áróðurssveit, án þess þó að glata sérkennum sínum sem list, uppruna sínum eða hörundslit okkar. Ég held að í róm- önsku Ameríku beinist tónlistin að því að opna flóðgáttir byltingarinnar. Fagurfræðilega sinnaðir gagn- byltingarmenn, - það er að segja smekklausir þöngulhausar, skrif- finnar, - neita hins vegar þeim möguleika. Þeir hafna rétti listamanna til listsköpunar. Tónlist á Kúbu og í Nicaragua hefur sömu samnefnara: í miöju mikilla félagslegra umbrota skapar og tjáir alþýðan sig gegnum trúbadora, Ijóð- skáld, leikritaskáld - það er að segja gegnum spámenn. Þetta er hin æva- gamla barátta milli hins gamla og þess nýja. Byltingar koma með ný- sköpun vegna þess að bylting er ekkert annað en meiriháttar breyting í vitund mannsins; hún opnar mögu- leikann á samspili milli mannsins, tunglsins, sólarinnar og dráttar- vélanna. Leiklist... Ég held að leiklist sé á mótunarstigi í Nicaragua, því hún er náttúrlega ekki auðvelt viðfangsefni. Við höfum hafið gönguna, en við erum rétt að byrja. Við höfum rætur, fjölþættar rætur sem við verðum að notfæra okkur til að skapa skóginn. Ég veit ekki á hvaða stigi kúbönsk leiklist er, en ég hef séð leiklist alþýðunnar í Kólumbíu. Leikrit sem töluðu til venjulegs fólks, um vandamál sem þaö stendur and- spænis, hverfulleika þess, dagleg þrætuefni, kynlífshömlur, stétta- baráttuna, áhyggjuefni þess. Við eigum að gefa meiri gaum að leiklistinni vegna þess að við erum rétt að byrja að sjá hana bera brum: Það er tjáning sem endurheimtir hefðir frá árunum eftir landafundina og alda- langt afskiptaleysi slævði eða týndi niður. Við verðum að láta hendur standa fram úr ermum; það er fullt af áhorfendum og sviðið risastórt. Þú hefur sagt að þú munir aldrei gefa Ijóóin þín út. Hvers vegna? Ég hef sagt að ég sé Ijóðskáld á laun. Ég hugsa að ég ætti að skýra það betur, en einhvern tíma seinna. Ég skal segja þér að ég hef leynda ást á svo mörgu. Einhvers staðar, í einhverju blaöi, var sagt að ég væri á laun hrifinn af surrealisma og það er rétt. Það var einnig sagt að ég væri á laun hrifinn af Kúbu. Það eru ekki til meiri ósannindi. Ást mín á Kúbu er ást sem öllum er kunn, á fólkinu þar, á þeirri fegurð sem byltingin hefur komið til leiðar. Ást mín er ást sem gengur um göturnar og er ekki hrædd við að nefna þetta nafn. Á sextugsafmæli Ernesto Cardenal sagðir þú aó þér þætti mest koma til Epigrammanna eftir hann, þetta væru ástaljóð sem þú vildir hafa skrifað. Þú 23

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.