Teningur - 01.05.1988, Side 29

Teningur - 01.05.1988, Side 29
Fyrirgeföu henni Herra og okkur sjálfum fyrir 20th Century okkar sem er gríðarleg Stórmynd sem við höfum öll leikiö í. Hana hungraði í ást, og við buðum henni róandi pillur. Vegna dapurleikans yfir að hún væri ekki dýrlingur var henni boðin sálkönnun. Minnstu Herra vaxandi ótta hennar við kvikmyndavélina og hatursins á förðun - hún vildi farða sig við öll atriði - og hvernig skelfingin fór vaxandi og óstundvísi hennar í kvikmyndaverinu. Eins og allar afgreiöslustúlkur dreymdi hana um að verða kvikmyndastjarna. Og líf hennar var eins óraunverulegt og draumur sem sálkönnuður túlkar og flokkar. Ástarsambönd hennar voru koss með lokuð augu og þegar augun eru opnuð verða þau að engu undir Ijóskösturum og á þeim er slökkt! og tveir herbergisveggir teknir burt (því þetta var kvikmyndasvið) meöan leikstjórinn gengur burt með rissblokk sína því atriðið hefur verið tekið. Eða þetta var eins og ferð á lystisnekkju, koss í Singapúr, dans í Río, gestaboð í húsi hertogans og hertogafrúarinnar af Windsor séð í salarkríli í ömurlegri íbúð. Kvikmyndinni lauk án lokakossins. Hún fannst látin í rúminu með hönd á símtóli. Og lögreglan vissi ekki í hvern hún ætlaði að hringja. Hún var eins og einhver sem hringir í númer eina vinarins en heyrir aðeins sagt af símsvara: SKAKKT NÚMER. Eða eins og einhver sem glæponar hafa sært og hann teygir hönd að síma sem er rofinn. Einu gildir í hvern hún ætlaði aö hringja en hringdi ekki (kannski var það í engan eða þá í Einhvern sem er ekki í Símaskrá englanna) svara Þú símanum Herra! Úr Marilyn Monroe y otros poemas (1965) Þýðing: Guðbergur Bergsson

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.