Teningur - 01.05.1988, Síða 30
HELGI ÞORGILS FRIÐJÓNSSON
NORÐAN VIÐ LIST: TALAÐ VIÐ NORBERT WEBER
Hvers vegna rekur þú gallerí í
Þýskalandi sem sýnir mest list frá
Noróurlöndunum ?
Galleríiö er í Norður Þýskalandi
aðeins 70 kílómetra frá dönsku landa-
mærunum, svo ein af ástæðunum er
að hugsa um listina í nágrenninu.
Vegna þess að enginn hugsar um
Noðurlandalist hér í Þýskalandi ákvað
ég að sjá hvað væri að gerast handan
við landamærin.
Breytti sú eftirgrennslan einhverju um
hugmyndirþínarum listina þar?
Það má segja að ég hafi byrjað á núlli.
Úr listasögunni þekkti ég Edward
Munch og þegar ég bjó í Frankfurt sá
ég sýningu með Ernst Josephson og
Carl Fredrik Hill. En þetta voru ekki
nútímalistamenn. Af nútímalist vissi
ég aðeins um Per Kirkeby, þar sem
hann hefur mikið unnið í Þýskalandi
og meðal annars sýnt hjá Michael
Werner og á Documenta. En í sann-
leika sagt, þá var ég ekki að leita að
Norrænni list, heldur list frá Norður-
löndunum.
Og var sú list sem þú fannst þar á
einhvern hátt frábrugöin list annarra
landa?
Þegar ég lít til baka og hugsa um hvað
geti verið sérstakt við Norðurlandalist
þá er erfitt að útskýra það, ef það er þá
þess virði. En þar sem þú spyrð, þá
held ég að Norðurlandalistin sé að
miklu leyti svipuð list annarra
vestrænna þjóða. Sérstaklega núna,
og skýringin er líklega sú, að þar er
lifað samskonar lífi og annars staðar,
fólk ekur um á samskonar bílum, sér
sömu sjónvarpsþættina, borðar sama
mat og svo framvegis: Hver er þá
munurinn frá einum landamærum til
annarra? Stærsti munurinn er land-
fræðileg lega landanna. Það er til
dæmis mikill munur á hitastigi í Róm
og Norður-Noregi, og það þýðir að
gróður og landslag er ööruvísi og oft
flýtur þessi litur iandslagsins inn í
myndlistina, sérstaklega málverkin.
Samt sá ég á sýningu hér (í Reykja-
vík) verk landslagsmálara sem gæti
veriðfrá hvaða landi sem er, þrátt fyrir
sérstöðu íslensks landslags. Ekki er
svo mikill munur á málurum sem fást
sérstaklega við lit eða sérstaklega við
ákveðin efni, róttækir málarar.
Þjóðverjinn Gunter Ucker og Banda-
ríkjamaðurinn Phil Sens gætu alveg
eins verið Norrænir listamenn í
þessum samanburði. En í öörum
liststefnum kann að gæta meiri
mismunar á landfræðilegri stöðu
landanna og hugmyndafræðilegri
stöðu. í Miöjaröarhafslöndunum er
Kaþólskan ríkjandi, en hér er það
Lútherstrúin. Ljósið er öðru vísi, Ijós
löngu sumardaganna og myrkur
vetranna hefur sín áhrif á málverkið
og tegund efnis á skúlptúr, þú finnur
ekki marmara í landslaginu í norðrinu
heldur tré og stein og það er líka hefð
fyrir að vinna í þessi efni. Ólík saga
landanna kemur einnig inn í mynd-
listina, þó ekki hafi allir listamenn
áhuga á henni. Danski listamaðurinn
Ásgeir Jorn leitar fanga alls staðar og
ekki minna til Miðjaröarhafsins, í
Kaþólskuna og klassíkina til dæmis.
En grundvallarspumingin sem hann
fæst við og sem allir listamenn fást við
er spurningin um líf og dauða, ást og
hatur og trú. Þetta eru þau grund-
vallaratriði sem alltaf hafa veriö, og
listamenn og aörir hafa þurft að leggja
mat sitt á og gefa yfirlýsingar um.
En hvaö er allt þetta tal um Norræna
list og allar þessar Norrænu sýningar?
Ef ég ætti að kryfja þetta til mergjar,
hversvegna allt þetta Norðurlandatal,
Noröanað, Nordic lights, Sleeping
beauty og svo framvegis, þá er þetta -
tegund almennra samskipta. Þið í
Norðrinu hafið það á tilfinningunni aö
þið þurfið að upplýsa um ykkar list
vegna þess að þið finniö að það er góð
list sem verður til hjá ykkur og aö
markaðurinn er stór. Þiöfinniö líka að
list ykkar er afskipt, stóru sýningarnar
eins og Documenta hafa enga
norræna list fyrir utan Per Kirkeby og
þið eruð ekki á stóru listmörkuðunum í
Köln og New York. Meö þessum
Norrænu sýningum er verið að reyna
að fá gæðastimpil á listina. Þetta eru
mikil örlög, ekki satt? Þetta er sú
tilfinning að listinni frá ykkur sé ekki
veitt athygli, og ekkert sé upplýst um '
Norræn gæði. Svo eru þessir hlutir
pólitískir, það er sérstakt listráöuneyti
sem fer með þessi mál, Nordisk
kulturrád. Það er hin hliðin á þessum
örlagadansi, að það er ekkert mark
tekiö á gagnrýninni og bara sagt aö úr
því að þeir skilja okkur ekki þá eigum
við bara okkar list sjálf. Þannig eru
gerð listaverk sem sýnast vera alþjóö- -
leg, en veröa bara heimóttarskapur
28