Teningur - 01.05.1988, Síða 31

Teningur - 01.05.1988, Síða 31
Ernst Josephson: Gáslisa (1890) og aðeins fyrir staðinn þar sem hún er kynnt, og þaö er svosem ekkert um það að segja. Með þessu halda menn sér í hæfilegri fjarlægð frá alþjóðlegri umræðu og taka ekki þátt í þyngri gagnrýni, sem er þó nauðsynleg til aö sanna gæöi allra hluta, einnig listar. í einstaka tilfellum getur verið ástæða fyrir þessu, vegna þess að það eru til sérnorræn gæði sem verða ekki skilin nema þau séu tekin með réttu hugarfari Mið-Evrópubúans. Segjum undantekningar eins og Wigeland og Finnska þjóðlega rómantíska mál- verkiö og annað sem hefur mikla sérstöðu í norrænni list. Þessa list er erfitt að dæma eftir Mið-Evrópskum skóla. Eigi að síður held ég að í 80% tilfella að minnsta kosti, ætti útlend- ingurinn að vera þess umkominn að dæma alvarlega um þá list sem úr Norðrinu kemur, það eru aðeins undantekningarnarsem maðurverður að setja sig í sérstakar stellingartil að raeða um og skoða. Þegar ég sá Wigelandgarðinn í Osló í fyrsta skipti, var mjög erfitt fyrir mig að gera upp hug minn gagnvart honum, vegna þess að hann var ekki alþjóðlegureins og t.d. Edward Munch, svo ég varð að hugsa um Noreg árið 1920 og þá gat ég kannski gert það. Ef ég hefði séð hann í Hamborg hefði ég sagt við Vilhelm Hammershaj: Ungurmaður að lesa (1898) sjálfan mig, Jesús Kristur, þetta hlýtur að vera frá Nasista tímanum, þessi norræna hetjutilfinning. En þegar við hugsum til Noregs, sem hafði verið undir Dönum í hundruð ára, er þetta allt í lagi, þetta höfðar til Noregs sem er að finna fyrir sjálfstæöi sínu. En þetta er ekki svo mikið nú í dag, Norðurlandamenn læra í Mið-Evrópu og Bandaríkjunum og svo öfugt, landamærin verða smám saman ógreinilegri. Listgagnrýnendur frá Þýskalandi hafa engan áhuga á því að vera þátttakendur í norrænni hug- myndafræði sem mörgum finnst vera leiðinleg. Hugmyndin um að norrænt málverk eigi aö vera dekkra og meira af graníti í norræna skúlptúrnum er ein og sér ekki áhugaverö. Pontus Hulten segir að erfitt sé fyrir Mið-Evrópumenn að skilja Norræna hugmyndafræði, en hversvegna taka þeir svo vel við Anselm Kiefer, sem á margan hátt getur kallast norrænn málari? Vegna þess að hann vinnur mjög beitt, hann er ekki aö bera fram gamla hugmyndafræði á einhvern dular- fullan hátt, hann er mjög gagnrýninn og beittur. Hann særir sjálfan sig og sárin setja okkur í samband við fortíð okkar. Það er nasistatilfinning í verkum Ásgeir Jorn: Femelle interplanetaire (1953) hans? Já, hann vill það, hann vill að Þjóð- verjar hafi þá tilfinningu gagnvart verkunum. Hann er mjög klofinn og tvíbentur (geðklofa). Fyrst eru það dökku litirnir og aðskotahlutirnir í málverkinu og hin gömlu heiti sem láta þér hlýna um hjartarætur og fá það á tilfinninguna að þú sérst heima, hlýtt og notalegt. Þá sérðu þessa hluti sem eru sýndir þar, sem eru mjög gagnrýnir á sögu okkar og hafa mikið að gera með ofbeldi og afvega- leiðingu. Þegar þér líöur svo vel og notalega og færö svo þessi harð- neskjuhögg framan í þig, setur að þér hroll. Stundum hef ég þaö á tilfinning- unni með skandinavana sem líkar mjög svo vel við Kiefer að þeir mis- skilji hann og sjái ekki þessa pólítísku skerpu í honum, heldur aðeins þessa þægilegu viðkvæmnistitfinningu sem ein og sér er fráhrindandi. Að nota dökka liti, lítið Ijós og taka efni svo sem ull, tré og stein og hrúga þessu saman í einn skúlptúr sem á að sýna rækilega norrænt andlit, er algjörlega vonlaust. Það stendur ekkert á útlitinu eingöngu. Já, við sjáum þetta með Munch og þau áhrifsem frá honum eru komin... Munch var ekki svo hefðbundinn skandinavi frá lita-sjónarmiði. 29

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.