Teningur - 01.05.1988, Qupperneq 33
Stina Ekman: Innsetning (1987).
honum. Ég get jafnvel haft samúöar-
fulla tilfinningu fyrir Sigurði Sigurðs-
syni, jafnvel þó hann sé ekki af sama
styrkleika og Kjarval, vegna þess að
list hans hefur eflaust verið nauðsyn-
leg mörgu fólki, og það er allt í lagi
með áhrifin af verkum hans.
Við getum þá skipt listamönnum í
alþjóólega listamenn og staðarlista-
menn...
Við verðum að tala um stílana sem
annaðhvort alþjóðlega eða staðar-
lega. Sumir mála í alþjóölegum stílum
sem eru í tísku eða viðteknir um víða
veröld eins og t.d. Neue Bilder, þeir
geta selt verk sín í Dússeldorf og New
York, en það segir ekki til um gæði
verksins. Þú getur málað fígúratíft og
expressjónískt málverk í líkingu við
Wilde Malerei, og það kann að höfða
til safnara í Dússeldorf, en þannig er
markaðurinn, innri gæði verksins eru
annað.
Verður það ekki að fara saman? Það
eru þúsundir listamanna að gera
nánastþaðsama.
Innihald. Safnari kaupir ekki list af
þjóðernislegum ástæðum, ef hann
kaupirt.d. Middendorf og Elviru Bach,
þá er það list sem hann getur haft sem
kynningu heima fyrir. Hann getur sýnt
þær hverjum sem er, vegna þess að
allir þekkja þau. Ef um væri að ræða
Norrænan listarmann sem enginn
Þekkti, væri það allt annað mál.
Sigurður Guðmundsson:
Constallation (1983-84).
Þá spyr ég hvernig það hefur gengið
hjá þér að sýna þessa Norrænu
listamenn?
Þaö er talsverður áhugi á Skand-
inavískri list hér í Norður Þýskalandi,
og það kemur frá sögunni. Hluti hins
aldna Norræna ríkis er Slésvík-
Holstein, sem var undir dönsku
krúnunni fram á 19 öld. Kunsthalle í
Kiel á gott safn Norrænnar listar, en
safnarar hér hafa ekki mikinn áhuga.
Er Kielar safnið þá eitthvað tengt þínu
galleríi?
Þeir hafa keypt talsvert af mér, en þeir
áttu fyrir nokkuð af hinni alþjóðlega
þekktu Norrænu list, svo sem Jacob-
sen og Ásgeir Jom, en ég hef kynnt
fyrir þeim unga og óþekktari Norræna
listamenn. Hér þekkja menn bara
Kirkeby, enginn þekkir Sigga og Bárd,
eða fáir, Jan Háfström, Kain Tapper,
Stina Eckman sem var á Norðanað.
Þannig getum við talið upp mörg nöfn.
Þetta á einnig við um marga óþekkta
Þjóðverja, þaö eru margir góðir Þýskir
listamenn sem fá litla eða enga
athygli. Kiefer er svo vinsæll hér
vegna þess að hann vinnur með okkar
sögu og okkar vandamál, en segir
íslendingum ef til vill minna.
Hann er reyndar mjög vinsæll hér og á
hinum Norðurlöndunum.
En ég er í vafa um hvort hann sé rétt
skilinn. Hvernig skilur þú Kiefer,
hvernig skilur þú Kjarval? Þú getur
Bárd Breivik: Píramídaform l-XII, 4.
hluti (1984).
ekki skilið þá án sögulegra ástæðna.
Ég get fundið fyrir Kjarval með því að
hugsa um ástandið á íslandi á hans
tíma.
Nú er þetta að verða nóg, viltu segja
eitthvað að lokum?
Þegar við tölum um Norræna list og
um það að fólk annarsstaðar veiti
henni litla athygli, finnst mér að ítalir,
Frakkar og Þjóðverjar ættu að gefa
henni meiri gaum, vera ekki svona
fastir með nefið ofan í eigin súpu. Þeir
gætu upplifað margt með því að opna
augun fyrir listamönnum sem búa
annarsstaðar, og hafa svipaðar
tilfinningar og hugsanir, og gefa
miklar yfirlýsingar. Listsýn Þjóðverja
hefur opnast með sýningum eins og
Nordic lights. Ég þekkti flesta þessa
listamenn, og hef þá tilfinningu að
þetta séu mikilvægir hlutir. Við höfum
ekki rætt um Hammershoi en hann
hef ég þekkt lengi. Hann er mjög
mikilvægur í listasögunni, og meira
tillit ætti að vera tekið til hans í Mið-
Evrópu meðal listamanna frá hans
tíma. Kannski var hann seinn miðaö
við Caspar Davíð Friedrich, en hann
er mjög mikilvægur listamaöur,
Norrænn, alþjóðlegur.
31