Teningur - 01.05.1988, Page 35

Teningur - 01.05.1988, Page 35
DAUÐI & CO Tveir, að sjálfsögðu em þeir tveir. Ekkert virðist eðlilegra nú - þessi sem aldrei lítur upp; hefur augu með loki kúlulaga einsog Blake, sem flaggar fæðingarblettum; skrásett vömmerki. Brennandi ör vatnsins nakin spanskgræna kondórsins. Ég er hrátt kjöt. Goggurinn geigar: enn er ég ekki hans. Segir mér hversu illa ég myndist. Segir mér hversu sæt ungbörnin séu á spítölunum í frystikistum, einföld pífa um hálsinn, þá fellingar jónískra líkklæða loks tveir smáir fætur. Hann brosir hvorki né reykir. Það gerir hinn, hár hans sítt og sannferöugt. Bastarður mnkandi Ijóma, hann vill að við elskum sig. Ég hrærist ekki. Úr frostinu rós, úr dögginni stjama, klukkan glymur, klukkan glymur. Það er úti um einhvern.

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.