Teningur - 01.05.1988, Page 44

Teningur - 01.05.1988, Page 44
við þessa umhleypingasömu veröld hvíta mannsins. Hér endurspeglast glöggt sú skoöun Erdrich að tlest fólk finni fyrr eða síðar þörf til að skilgreina sig út frá heimkynnum og fjölskyldu- tengslum, en ekki einungis í Ijósi starfs síns og efnalegra gæða. Að láta fjölskyldu túlka samfélags- reynslu er auk þess raunar í andstöðu við þær bókmenntir sem hvaö best hafa þótt koma reynslu nútímafólks á Vesturlöndum til skila. í bókmenntum okkar hefur það fyrst og fremst verið hinn einangraði einstaklingur sem hefur í senn verið fulltrúi, spegill og úrkast nútímasamfélags; fjölskyldan er ekkert skjól gegn ofviðri nútímans, gegn því roki berst maðurinn í ein- semd sinni og firringu. Ef til vill má finna í lýsingu Erdrich á fjölskyldunni einhvers konar kvenlega vitund sem leitar framrásar í fjölskyldueiningum fremur en í einstaklingum er búa yfir hinu takmarkalausa og ógnarlega til- vistarfrelsi sem vestrænir existensíal- istar hafa haft svo mjög í frammi. RÁÐVILLT MENNING Jafnframt því sem Erdrich lætur fjölskylduna endurspegla samfélagið á ýmsan hátt, bregður hún athyglis- verðu Ijósi á þverstæðukennd tengslin milli indíánamannfélags í útjaðri kerfisins og hins bandaríska eða vest- ræna samfélags sem er í senn sigur- vegari og verndari þessa minnihluta- hóps. Indíánar eru utangarðsfólk og segja má að þeir séu öðruvísi á mikilsveröan hátt: skipulag, fram- leiðsluhættir og hugmyndafræði samfélagsins miðast ekki við slíka hópa. Þannig sleppa þeir stundum undan einhæfri neyslu samfélagsins. Ef til vill má segja að fram geti farið frjó endurvinnsla á afurðum hvíta manns- ins, umsköpun sem brýtur þrám og hvötum leið út úr samfélagshöftum. Skemmtilega ýkt dæmi um þetta og þann glettnisþráð sem liggur um allt verkið er frásögnin af smjörfjallinu. Nector Kashpaw er leiðtogi indíána- ráðsins á staönum og það kemur í hans hlut að dreifa umframbirgðum smjörs sem indíánabyggðinni eru færðar (en slík gjafmildi hvíta sam- félagsins sýnir einkar vel jaðarstöðu indíánanna). Nector fær æskuástina Lulu, ættmóður hinnarfjölskyldunnar í sögunni, til að dreifa smjörinu með sér. Þegar einungis þeirra eigin pynkl- ar eru eftir er smjörið tekið aö bráðna og æskuástin farin að taka við sér. Upp rennur eitt þessara töfrum slegnu augnablika í verkum Erdrich: Lulu og Nector maka hvort annað út í smjöri og ástarleikur þeirra dregur verulegan dilk á eftir sér. Hér sem víðar má sjá andstæður hægláts og yfirvegaðs yfirborðs og innri ástríðna, en útrás þeirra segir okkur iðulega að indíánar eru ekki eins sáttir við hlutskipti sitt og ætla mætti af hæglæti þeirra. Indíánabyggöin á sér líka aðra hlið sem er þrátt fyrir allt eins konar endur- speglun nútímasamfélags. Er fjöl- skyldutengslunum sleppir er þetta fólk oft ráövillt og hjálparvana; því er stjórnað af yfirvöldum sem starfa eftir einhverjum reglum órafjarri veruleika þess. Einmitt þess vegna geta indí- ánar ekki brugðið á önnur ráð en þau að ráðstafa samfélagsveruleika sín- um eins og skopstældri eftirmynd hins ytra kerfis. Einnig þetta tákngerist í samskiptum Nectors og Lulu: sem leiötogi indíánaráðsins þarf hann að skrifa undir skjal sem fyrirskipar Lulu aðflytja búferlum. Hún hafði ekki gætt þess að lóðin sem hús hennar stendur á er ekki skráð eign hennar. Nú á að byggja þar verksmiðju sem bandarísk stjórnvöld fjármagna og er ætlað að framleiöa indíánaglingur. Verksmiðjan kemst fljótlega í niðurníðslu, enda hafa indíánar ekki samið sig að þeirri kapítalísku framleiðslu- og útþenslu- stefnu sem ríkir allt í kringum þá. MYNDMÁLSÁRSAUKANS Nú mætti spyrja hvort það sé ekki fyrst og fremst viðfangsefni Erdrich sem hafi ýtt verkum hennar í sviðsljósið; hvort það sé ekki hið nýstárlega sögusvið ásamt eðlilegri samúö með minnihlutahópum sem hafi vakið undirtektir þær sem Erdrich hefur fengið. Því er til að svara að Erdrich hefur einmitt forðast að lokast inni í félagslegri útlistun á sögusviði sínu (þótt forvitni okkar um annarlega menningarhópa væri kannski alveg sátt við slíka úttekt). Með Ijóðrænum texta sem þó er aldrei beinlínis upp- hafinn eða formlegur fléttar hún áleitnar myndir úr söguefni sínu. Þannig túlkar hún örlög indíána á myndmáli sem er ef til vill enn nær- göngulla en ýmsar staðreyndir þess harmleiks sem saga kynþáttarins er. Um leið gengur Erdrich nærri sjálfs- mynd indíánanna sjálfra. Hún er ekki að biðja um neina einfalda samúð „okkar hinna" með þessum minni- hlutahópi sem var næstum steypt í endanlega þögn; kannski vegna þess að indíáninn er líka í okkur - og við í honum. Sem dæmi um þetta má nefna einn eftirminnilegasta söguhluta Love Medicine, lýrískan kafla sem í máli sínu miðlar í senn fegurð, ofbeldi og sársauka. Þar er lýst ökuferð sem Gordie, sonur Nectors, fer dauða- drukkinn (áfengi er ein þeirra nútímaafurða sem indíánar hafa ekki ráðið við). í ölæði og blindni ekur Gordie á dádýr. Indíáninn nemur staðar, ákveður að hirða skrokkinn og koma honum í verð. Hann finnur ekki lykilinn að skottinu þannig að hann dröslar þessu fagra dýri upp í aftur- sæti bílsins. Er hann seinna skynjar eitthvað fyrir aftan sig og lítur í baksýnisspegilinn horfist hann í augu við dádýrið sem er raknað úr roti og hefur reist sig upp. Dýrið horfir í augu hans en líka í gegnum hann: hann er gjörsamlega afhjúpaður. Hann teygir sig undir sætið eftir kúbeini og rekur * það af alefli milli augna dýrsins. 42

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.