Birtingur - 01.01.1958, Page 10

Birtingur - 01.01.1958, Page 10
í einu aðvífandi lágur maður, kvikur í spori með fjöður í hatti og snarast inn í eitt her- bergið. Á hurðinni stóð: Jón úr Vör. Þetta var í fyrsta skipti sem ég sá skáld. Ég hafði lesið í Morgunblaðinu ferðapistla eftir hann frá Svíþjóð og Sviss og kannaðist því við manninn, en kynntist honum ekki fyrr en nokkru seinna þetta sama ár: 1940. Þá var ráðizt í stofnun Félags ungra rithöfunda að frumkvæði Jóns, og ég var þar með frá byrjun. Þegar félagsstofnunin hafði verið ráðin fór ég að svipast um eftir nýjum mönnum í hópinn. Uppi í lesstofu Bæjarbókasafnsins kom ég fljótlega auga á einn, sem mér fannst strax að hlyti að vera skáld, og byrjaði að njósna um hann: fór að kladdan- um þegar hann var búinn að skrifa nafnið sitt og sá að þar stóð Jón Ásmundsson frá Akranesi. Það fannst mér heldur óskáldlegt nafn, en hélt þó rannsókninni áfram. Þegar hann stóð upp fór ég að athuga hvað Jón Ás- mundsson hefði nú verið að lesa, og það voru færeysk ljóð. Ég tók frakkann minn og fór í humátt á eftir honum niður Bankastræti. Á móts við Stjórnarráðshúsið stakk hann sér undir jörðina, ég á eftir og stóð þar við hliðina á honum án þess að þora að yrða á hann. Að þessari hátíðlegu athöfn lokinni hélt ég eftirförinni áfram niður í Austur- stræti. Þar nam hann staðar til að skoða myndirnar í sýningarglugga Nýja Bíós. Þá lét ég til skarar skríða, vatt mér að honum og spurði umsvifalaust: Ert þú ekki skáld? Hann leit á mig eins og hvumpinn hestur og svaraði hranalega: Jú! Þannig hófust kynni okkar Jóns Óskars, og þegar við skildum var það fastmælum bundið að hann mætti á stofnfundinum. Hvernig vegnaði þessu félagi ykkar? Það starfaði af talsverðu fjöri í þrjú ár. Undir lokin voru eldri höfundar farnir að koma á fundi og halda erindi eða lesa úr verkum sínum: Helgi Hjörvar, Þórunn Elfa Magnúsdóttir og fleiri. Að loknum fundum fórum við oft niður á Hótel Skjald- breið og fengum okkur kaffi. Eitt kvöldið þegar við vorum að koma af Skjaldbreið — Jón úr Vör í broddi fylkingar með heilan skáldaskara á hælunum — mættum við Steini Steinarr í Austurstræti. Hann spurði hver ég væri, og Jón kynnti okkur. Ég varð mjög uppveðraður af þessu, því ég var þá búinn að kynnast ljóðum Steins og dáðist mjög að þeim. Hvað hafðirðu aðallega fyrir stafni um þessar mundir? Þegar ég hætti í hreingerningunum haust- ið 1940 gerðist ég sölumaður hjá heildverzl- un Árna Jónssonar og stundaði sölumennsku næstu þrjú árin, bæði hér í bænum og úti á landi, fór venjulega annan hvern mánuð umhverfis hólman-n með strandferðaskipum og seldi kaupmönnum smávöru. Varstu farinn að leggja stund á ljóðagerð þegar hér var komið sögu? Eftir kynni mín af Steini fór ég að fá áhuga á kvæðagerð og orti talsvert af ljóð- um, öll upp á gamla mátann. En þau fengu svo afleita dóma í kunningjahópi að mér féllust eiginlega alveg hendur. Um þessar mundir bjuggum við Jón Óskar saman inni á Grettisgötu hjá móður minni og vorum síyrkjandi. Einu sinni sem oftar fórum við í heimsókn til Jóns Dan og hittum þar fyrir Ólaf Jóhann Sigurðsson, sem þá var orðinn lífsreynt skáld. Við Jón Óskar vorum með Birtingur 4

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.