Birtingur - 01.01.1958, Page 13

Birtingur - 01.01.1958, Page 13
„Þessi bók er án efa það lélegasta byrj- andaverk, sem íslenzkar bókmenntir hafa nokkru sinni séð ... Höfundurinn virðist annað hvort ekki hafa löngun eða getu til þess að hugsa jafnvel sína ómerkilegustu hugsun til enda, og þá örsjaldan að ofurlítilli tíkarglætu bregður fyrir í einstaka línu, dembir „skáldið“ sér aftur á kaf í kolsvart myrkrið í þeirri næstu. Þessi heilauppköst eru svo ólystileg að engu tali tekur, og þar er ekki að finna svo mikið sem lykt af ljóði . . . Þegar svona lagað leirbull hlýtur nafnið ljóð, er tími til kominn að kaupa kransinn á gröf skáldskaparguðsins." H. Ó., Mánudagsblaðinu 7. júní 1949. „Auðséð er að andi enska stórskáldsins Eliots og lærisveina hans svífur hér yfir vötnunum, hugmyndir ýmsar og yrkisaðferð frá þeim. En bókin er síður en svo nein stæling. Skynj- un höf. er fersk og persónuleg og andrúms- loft bókarinnar íslenzkt . . . (Dymbilvaka) ... er skáldleg, hefur yfir sér ferskan, lif- andi blæ, víða eftirtektarverð fegurð í mynd eða máli. Höf. er hugkvæmur, á bæði til mýkt og kraft og gamansemi og hæfileika til að skapa allsterkt andrúmsloft ... List- rænar og fagrar myndir yfirgnæfa í þessari bók. Hér eftir verða gerðar til skáldsins háar kröfur ...“ Kristinn E. Andrésson, Þjóðviljanum 22. mai 1949.) Já, þú varst kominn aftur út í vita ... ... og byrjaður á skáldsögu, en hætti á tuttugustu og fyrstu síðu eins og ég var vanur. — Hinn 28. febrúar klukkan fimm að morgni vekur vitavörðurinn mig með þeim tíðindum, að erlent olíuskip sé á reki stjórn- laust undan veðri og sjó skammt frá strönd- inni og hætt við að það beri upp í klettana, eins og líka varð. Þessum atburði hef ég lýst í Strandinu nokkurn veginn eins og hann gerðist, og því er óþarft að fjölyrða um hann, nema mér var þetta mikil lífs- reynsla. Um sumarið 1950 sigldi ég til Noregs. Þar orti ég Imbrudaga um haustið og framan af vetri. Sú bók varð til með allt öðrum hætti en Dymbilvaka. Hún er ort af ásetningi: ég byrjaði á henni í október, orti eitthvað á hverjum degi og var búinn með verkið um áramót. Ég reyndi að fanga það sem í hug- ann kom án þess að hafa of mikil áhrif á hvað úr því yrði. Þetta er því súrrealiskt verk í aðra röndina. Á hinn bóginn var ég að leitast við að vera jákvæður: vonaði að ég kæmist til botns í sjálfum mér með þess- um hætti og gæti fótað mig á ákveðnum nið- urstöðum um hin stóru mál í bókarlok. Dymbilvaka var full af efasemdum og svart- sýni, og ef ég man rétt gætir svipaðra geð- hrifa einnig í Imbrudögum. Um hvað snerust þessar efasemdir? Þær snerust um byltinguna, baráttu aust- urs og vesturs og heimspólitíkina almennt. Ég var rómantískur kommúnisti innan við tvítugt. Síðan snerist ég algerlega gegn þeim um tíma, aðallega vegna þess að mér mislík- aði framferði þeirra gagnvart listamönnum. En nú voru viðsjár miklar í heiminum, Kóreustríðið skollið á og engu líkara en til úrslita drægi. Ég varð því að gera mér grein fyrir hvar ég stæði, og næstsíðasti kafli kvæðabálksins er í rauninni ákall til bylting- 7 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.