Birtingur - 01.01.1958, Side 17

Birtingur - 01.01.1958, Side 17
fcderico gorcío lorca myndin er tekin eftir mólverki, sem spænski málorinn gregorio pricto gerði af skáldinu 1936 Federico García Lorca (1899—1936) er ef til vill það skáld sem mest birta stafar af á tuttugustu öld. Ljóð hans hafa verið þýdd á flest menn- íngarmál og leikrit hans leikin ailsstaðar þar sem menn láta sig mikla list eitthvað varða. Lorca varð mjög fyrir áhrifum af þjóðkvæðum lands síns og dönsum enda alinn upp í Andalúsíu, þar sem saungur og dans er ríkur þáttur í lífi fólksins og ævintýrin svífa yfir vötnunum. Þetta kemur skýrast í ljós í bókinni Romancero Gitano: Sígaunaljóð, þeirri bók sem einna mestra vinsælda hefur náð af bókum hans. Það var einkum í Poeta en Nueva York: Skáld í New York, sem hann kom fram sem módernisti, en þá bók skrifaði hann í anda súrrealismans meðan hann dvaldi í New York 1929—1930. También se muere el mar: Einnig hafið deyr, segir García Lorca í ljóðinu Llanto por Ignacio Sánches Mejías: Harmljóð um Ignacio Sánches Mejías, sem var nautabani og glæsimenni er lést á leikvánginum. Þannig var Loixa. Hann yrkir flest sín ljóð með dauðann í hjartanu, hann skynj- ar dauðann sterkar og sterkar og einn morgun í Granada var hann myrtur af fasistum 37 ára að aldri. Jóhann Hjálmarsson.

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.