Birtingur - 01.01.1958, Síða 20

Birtingur - 01.01.1958, Síða 20
einkennast flestar af lóðréttri byggingu með traustlegum svörtum uppistöðum. Þar sem bláu litirnir standa svo til einir gegn þeim svarta verður yfirbragð þeirra hátíðlegt og veraldarfjarri, og ég veiti því athygli, að þar er byggingin uppleitnust. Mér flýgur í hug viss tegund trúarlegrar listar áður fyrr, þar sem allt jarðargróm er útþurrkað og verkið lifir lífi sínu óháð manneskjunni og öllum hlutum í kring. 1 heimi okkar stendur maðurinn á nýjan leik andspænis ómæli hlutanna, vitandi um smæð sína og einskis- nýti persónulegra duttlunga. Hann leitar list- forms sem feli í sér algildari lögmál, hreins- að af hverri tilviljun og upphafið, listar er geti lifað jafnframt náttúrunni sem hreinn ávöxtur mannshugans. Því felur listaverkið ekki lengur í sér beina afstöðu til hlutanna umhverfis: þessi blái litur hefur gildi sitt í sjálfum sér, hann er staðreynd. Hann er ekki lengur myndrún himins eða sjávar, hann er. En þó býr hann yfir þeim sveigj- anleik að geta orðið mildur eða skarpur, áleitinn eða bljúgur, allt eftir samskiptum hans við litfletina sem í kring um hann standa. Þannig fá litirnir nýtt líf á mynd- borði þessarar listar, viðkvæmt og vandmeð- farið og óendanlega heillandi. í öðrum myndum sem standa hér um- hverfis mig er byggingin breiðari og lit- hljómarnir mýkri: sefgrænn og mosagrár og leirbrúnn. Samspil þeirra er hægt og söngvið, en allstaðar stendur svört uppistöðugrindin lóðrétt í fletinum. — Já, mér þykir gaman að láta þessa mjúku liti spila á móti harðri uppistöðunni. Konstrúktiónin stendur kyrr, en mjúkur yfirgangurinn í litunum myndar einskonar hæga hreyfingu á móti uppistöðuformunum. Og venjulega er það svarti liturinn sem leið- ir hina af sér. — Þið eruð orðnir mjög samrýmdir, svarti liturinn og þú. — Já, við erum mestu mátar. Eiginlega þykir mér vænst um hann af öllum litunum. Hann býður upp á svo marga möguleika að það er hægt að vinna með hann árum sam- an. Ég held að ég hafi varla gert mynd í nokkur ár nema nota svart, þar til nú síð- ustu vikurnar, að ég hef gefið honum frí. Og þó nota ég ennþá svarbrúnt högg, eins og í þessari björtu þarna, svona eins og akkeri. Ef það væri ekki þarna, færu allir hinir á flot og sigldu hver um annan þveran! Þegar ég horfi hér út um gluggann, á öll húsin, á allar þessar lóðréttu línur, kemur mér í hug að spyrja: — Heldurðu að þetta umhverfi þitt hérna í miðbænum ráði nokkru um svip myndanna? — Já, þetta er nú eiginlega skrýtið. Meðan ég málaði suður í Skerjafirði var hafflötur- inn í öllum myndum sem ég gerði, — alltaf þessi langa, kyrra lína og varla nokkurt form sem hóf sig verulega upp. Hér mála ég svo að segja eintómar vertíkalar konstrúktíónir. Sennilega eru það áhrif borgarinnar, þótt ég geri mér ekki grein fyrir því meðan ég vinn. Annars hef ég aldrei skilið þann vísdóm, að litir og form þurfi að standa í einhverju sambandi við liti og form í náttúrunni. Að sjálfsögðu orkar umhverfið á málarann eins og aðrar dauðlegar manneskjur, en ég þekki engin lög sem fyrirskipa honum að verða þræll þeirra áhrifa í verkum sínum. Til dæm- is finnst mér að veðurfarslýsingar heyri frekar undir Veðurstofuna en málaralistina. — Viðurkennirðu þá ekki heldur, að at- Birtingur 14

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.