Birtingur - 01.01.1958, Qupperneq 25

Birtingur - 01.01.1958, Qupperneq 25
thor vilhjálmsson: syrpa Teddy boys í útvarpinu o. fl. Dagskrá Ríkisútvarpsins virðist í æ ríkara mæli vera miðuð við smekk þeirra sem Bret- ar kalla Teddy boys og Teddy girls en Danir eru farnir að kalla Anderumper og þýðir andarassar eða andarössur. Það er sú æska sem víða um heim er farin að raska ró þeirra fullorðnu sem finna til ábyrgðar á umhverfi sínu og þjóðfélaginu og kannski jafnvel heiminum en muna líklega minna eftir ábyrgð sinni og hlutdeild í aðdraganda þess sem hefur orðið: þetta eru unglingar sem fara í flokkum sendandi tóninn og fljótir til óhæfuverka af einhverri hugsunarlausri upp- reistarþörf og víða um heim er framferði þessara unglinga orðið svo mikið þjóðfélags- mein að það hefur vakið skelfingu hinna eldri. Það er meira að segja farið að stefna saman sérfræðingum á alþjóðlegar ráðstefn- ur til að reyna að átta sig á þessu fyrirbæri sem er orðið svo ríkt einkenni tímans. Hér er orðið ólíklegt að fullorðið fólk kom- ist Austurstræti á enda á laugardagskvöldi án þess að verða fyrir áreitni af því ungl- ingaliði á leðurjökkum sem hefur hertekið miðbæinn og rásar út og inn á hinum nýju tómstundaheimilum sem hafa verið sett upp til að kæla heitt æskublóð með mjólkur- ís og rjómaís; meðal helztu atvinnuvega Is- lendinga mun vera núorðið framleiðsla og framreiðsla á ís til að éta í frostum og hin umfangsmikla verzlun með þessa vöru er sem óðast að skapa hér nýja valdastétt í stjórnmálum því að hinir verðmætu vits- munir úr íssölukerfinu hljóta að vera heppi- legir til ákvörðunar um örlög þjóðarinnar. Nú koma ungir menn efnaðir af íssölu og þurfa ekki að benda á annað en afrek sín á þeim vettvangi til þess að engir keppinautar komi til greina. Og aðrir mikilvægir atvinnuvegir sem ég ætlaði að nefna hér eru dægurlagasöngur og stjórn skemmtiþátta í útvarpinu með því erfiði sem þar til heyrir svo sem að skifta um plötur og hafa hátíðleg viðtöl við höf- unda dægurlaga þar sem þeir eru spurðir um listferil og lífsviðhorf eins og vera ber um andansmenn þjóðarinnar. Ég sagði að Ríkisútvarpið væri æ meir miðað við smekk gelgjuskeiðsins þar sem allt skal vera hávaði og glamur og ekki einu sinni nein þróun í öskrinu þannig að víða gefast engin grið fyrir martraðarskarkala sem er ætlaður til skemmtunar og upplyft- ingar með því að lemja látlaust sömu lag- línuómyndinni þvert yfir taugarnar eins og þegar verið var að píska fanga á Sjakalín fyrir aldamótin og jafnvel læknar hörfuðu af hólminum yfirkomnir af skelfingu. Ef ekki rokk og roll þá kemur sú munablíða séríslenzka tegund af síbernsku sem leiðir 19 Birtineur

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.