Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 26

Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 26
jafnvel roskna menn til þess að gerast þjóð- arhetjur með því að setja saman og flytja hugljúf lög og yrkingar í stílnum: Brúna- ljósin brúnu, — það er líkast til ný upp- finning af ljósum sem hjartaknosarar festa við augabrúnir þegar þeir þurfa að fara dimma vegi á fund sinnar heittelskuðu en skáldið situr við veginn með sílófón sinn og útmálar í orðum og tónum hina hugljúfu sýn. Já en góði maður þér skuluð bara loka fyrir tækið yðar. En raunar kemur í ljós að það er ekki einhlítt því að hér ríkir þess- konar byggingartækni að það er einsog þil og skilveggir í húsum séu aðeins til að fela ásjónu eins fyrir augliti hins án þess að veita nokkra mótstöðu því sem kann að ganga út úr einu útvarpstæki svo heilar húsasam- stæður geta notast við sama tæki, sama smekk. Tækninni hefur fleygt svo fram undan- farið og útvarpstæki eru orðin það öflug hér að borgin glymur af samspili þeirra gegnum alla veggi og skyldi einhver vera þannig sinnaður að hann kysi heldur að sökkva huga sínum í önnur efni en þau sem útvarpið leggur til með því ríka hugmynda- fjöri sem þar gerist þá skal það í hann samt. Öll hin daglegu dægurlagaprógrömm hvort sem þau eru kennd við mánudaga eða þriðjudaga eða helguð sjómönnum bókhöld- urum eða bæjarvinnunni hljóta að dynja á honum, auk þess andrík erindi undir yfir- skriftinni Um Daginn og Veginn, allt niður í reglubundna langa og ítarlega upplestra á tölum sem eru ekki umræður um fjárlög Al- þingis eða greinargerð fyrir hagfræðilegri þróun atvinnuveganna heldur skýrsla út- varpsstjórans um starf þessarar svokölluðu menningarstofnunar: í þeim skýrslum stend- ur hve margar mínútur og sekúndur ætlazt er til að hlustendur meðtaki efnið með bros á vör sem einhverskonar gamansemi eða skemmtiefni en þar hefur láðst að geta þess að samanlagt hafa íslenzkir rithöfundar fengið greitt sem ritlaun eitt árið 4000 krónur sem svarar til þess sem einstakur hlaunagleiður maður fékk fyrir einn og hálfan skemmtiþátt í flokki sem stóð lengi vetrar í fyrra minnir mig, — en þættir hans byggð- ust á því að kalla fólk upp á svið í stóru samkomuhúsi og láta það skemmta sér sjálft og öðrum með því að svara spurningum — og hafði auk þess ágóðann af skemmtuninni, inngangseyrinn. En hvað skyldi vera gert til þess að reyna að fá listrænt efni, bókmenntir eða þá erindi sem skemmti án þess að vera fíflaskapur og erindi sem eru fróðleg án þess að vera framreidd með þurrdrumbslegu dauflyndi sem drepur af sér alla áheyrendur eins og skemmdur matur á sveitahóteli eyðileggur öll ferðamannavið- skipti annarsstaðar en á íslandi? Hví er ekki hægt að miðla fróðleik ofurlítið fjörlega? Hvers vegna þarf að umgangast allt mennt- andi efni eins og Kalvinistaprestur boðskap- inn um eilíft líf, en maður sagði mér að Kalvin hefði einu sinni á ævi sinni brosað, ég man ekki hvort mér var sagt hvers vegna. Það er eins og ábyrgir aðilar titri af ótta við hvern hressilegan lífsgust en halli sér því feginslegar að svæfli hins gamalkunna þar sem setningarnar koma sjálfkrafa í föstu formi og hvert orð er svo stærðfræði- lega steindautt og óviðkomandi manneskj- unum, sá sem semur erindi fyrir útvarpið getur látið frasana renna á böndum sjálf- virkum, og erindin verða til þannig að höf- Birtingur 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.